Forbes: Ronaldo með 9,2 milljarða í árstekjur og enginn fær meira Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2017 16:30 Cristiano Ronaldo. Vísir/Getty Knattspyrnukappinn Cristiano Ronaldo rakar inn 93 milljónum dollara á árinu 2017 samkvæmt upplýsingum viðskiptablaðsins Forbes en það gerir 9,2 milljarða í íslenskum krónum. Portúgalinn er tekjuhæsti íþróttamaður heims þegar lagðar eru saman launatekjur og auglýsingatekjur. Ronaldo er samkvæmt þessum tölum með 25 milljónir í tekjur á hverjum degi ársins. Ronaldo fær 58 milljónir í laun frá Real Madrid en í viðbót við það fær hann 35 milljónir dollara í auglýsingatekjur. Ronaldo er tekjuhærri en bandaríski körfuboltamaðurinn LeBron James sem er í öðru sæti með tekjur upp á 86,2 milljónir dollara eða rúma 8,5 milljarða íslenskra króna. Lipnel Messi er síðan í þriðja sætinu með tekjur upp á 80 milljónir dollara eða 7,9 milljarða íslenskra króna. LeBron James fær 55 milljónir dollara í auglýsingatekjur en „aðeins“ 31,2 milljónir í laun. Messi er með 53 milljónir dollara í laun frá Barcelona en 27 milljónir dollara í auglýsingatekjur. Hvergi er þó munurinn meiri en hjá tenniskappanum Roger Federer. Svisslendingurinn fær „bara“ 6 milljónir dollara í bein laun en hann er hinsvegar með 58 milljónir dollara í auglýsingatekjur. Federer kemst því pp í fjórða sæti listans þrátt fyrir að vera með þetta „lítil“ laun. Ronaldo og Messi eru einu fótboltamennirnir sem komast á listann en þar eru aftur á móti fjórir leikmenn úr NBA-deildinni. Auk LeBron James (2. sæti) eru þar líka Kevin Durant (5. sæti), Stephen Curry (8. sæti) og James Harden (9. sæti.). Einn kylfingur er á listanum en Rory Mcllroy er í sjötta sæti. Formúlukappinn Lewis Hamilton er í 10. sæti og NFL-leikstjórnandinn Andrew Luck er jafn Rory í sjötta sætinu. Darren Rovell birti topplista Forbes á Twitter og má sjá hann hér fyrir neðan. The highest paid athletes in the world, as guesstimated by @Forbespic.twitter.com/JdeNk4t2NO — Darren Rovell (@darrenrovell) June 7, 2017 Formúla Fótbolti Körfubolti Tennis Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Knattspyrnukappinn Cristiano Ronaldo rakar inn 93 milljónum dollara á árinu 2017 samkvæmt upplýsingum viðskiptablaðsins Forbes en það gerir 9,2 milljarða í íslenskum krónum. Portúgalinn er tekjuhæsti íþróttamaður heims þegar lagðar eru saman launatekjur og auglýsingatekjur. Ronaldo er samkvæmt þessum tölum með 25 milljónir í tekjur á hverjum degi ársins. Ronaldo fær 58 milljónir í laun frá Real Madrid en í viðbót við það fær hann 35 milljónir dollara í auglýsingatekjur. Ronaldo er tekjuhærri en bandaríski körfuboltamaðurinn LeBron James sem er í öðru sæti með tekjur upp á 86,2 milljónir dollara eða rúma 8,5 milljarða íslenskra króna. Lipnel Messi er síðan í þriðja sætinu með tekjur upp á 80 milljónir dollara eða 7,9 milljarða íslenskra króna. LeBron James fær 55 milljónir dollara í auglýsingatekjur en „aðeins“ 31,2 milljónir í laun. Messi er með 53 milljónir dollara í laun frá Barcelona en 27 milljónir dollara í auglýsingatekjur. Hvergi er þó munurinn meiri en hjá tenniskappanum Roger Federer. Svisslendingurinn fær „bara“ 6 milljónir dollara í bein laun en hann er hinsvegar með 58 milljónir dollara í auglýsingatekjur. Federer kemst því pp í fjórða sæti listans þrátt fyrir að vera með þetta „lítil“ laun. Ronaldo og Messi eru einu fótboltamennirnir sem komast á listann en þar eru aftur á móti fjórir leikmenn úr NBA-deildinni. Auk LeBron James (2. sæti) eru þar líka Kevin Durant (5. sæti), Stephen Curry (8. sæti) og James Harden (9. sæti.). Einn kylfingur er á listanum en Rory Mcllroy er í sjötta sæti. Formúlukappinn Lewis Hamilton er í 10. sæti og NFL-leikstjórnandinn Andrew Luck er jafn Rory í sjötta sætinu. Darren Rovell birti topplista Forbes á Twitter og má sjá hann hér fyrir neðan. The highest paid athletes in the world, as guesstimated by @Forbespic.twitter.com/JdeNk4t2NO — Darren Rovell (@darrenrovell) June 7, 2017
Formúla Fótbolti Körfubolti Tennis Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira