Leitar til lögreglu vegna dýraeftirlitsmanns Árborgar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 4. júlí 2017 20:41 Köttur Helgu er enn auglýstur sem óskiladýr á vef Árborgar Skjáskot Íbúi á Selfossi hefur leitað aðstoðar lögreglu eftir að dýraeftirlitsmaður Sveitarfélagsins Árborgar handsamaði merktan heimiliskött hennar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hún lendir í vandræðum með dýraeftirlit sveitarfélagsins. Áður hafi eldri köttur hennar verið fangaður og þá hafi hún og eiginmaður hennar fengið hann lausan gegn 16 þúsund króna gjaldi. Kötturinn sem týndist í liðinni viku er læða sem er með fjóra kettlinga á spena. „Það gerðist á föstudagsmorguninn að við sáum ekki köttinn. Það var svo sem ekkert óvanalegt því hann rápar inn og út og liggur svo með kettlingunum. Á föstudaginn hvarf hann alveg og á föstudagskvöldið dettur okkur í hug að athuga á veiðisíðu Árborgar,“ segir Helga Guðrún Eiríksdóttir í samtali við Vísi. „Þar er mynd af kettinum, með ólina og allt.“ Helga segir að hún og eiginmaður hennar hafi ekki náð í dýraeftirlitsmann sveitarfélagsins fyrr en á laugardagsmorgun. Þá hafi kettlingarnir verið mjög hungraðir. „Ég var svo reið að ég gólaði á hann að skila kettinum, þetta væri heimilisköttur með kettlinga. Hann hlyti að sjá það ef hann hefði einhverja sjón að kötturinn væri að springa úr mjólk og væri þar af leiðandi með kettlinga á spena,“ segir Helga.Kettlingar læðunnar voru orðnir ansi hungarðir þegar móðir þeirra kom heim að lokum.Einar ErlingssonDýraeftirlitsmaðurinn hafi ekki fallist á það en þau hafi að endingu mælt sér mót og Helga fengið köttinn aftur í hendurnar. „Hann hefur sennilega verið smeykur við mig því hann sagði að í þetta skiptið skyldi hann láta okkur fá köttinn frítt, eins og hann væri að gera okkur einhvern greiða.“ Hún segist hafa farið í dag á bæjarskrifstofur Árborgar og sótt skráningarskírteini katta sinna. „Þetta er heimilisköttur með hálsól og skráður hér á Selfossi. Inni í ólinni er bæði skráð símanúmer og númerið á kettinum. Bara ef hann hefði gefið sér tíma í að taka af henni ólina og gá inn í hana þá hefði hann getað séð allar upplýsingar. En auðvitað gat hann sagt sér það sjálfur að köttur með hálsól er enginn flækingsköttur. Þetta væri heimilisköttur sem hefði brugðið sér út af heimilinu og væri að flækjast um hverfið, eins og þeir gera.“ Lausaganga katta er ekki bönnuð í sveitarfélaginu Árborg en í 8. grein samþykktar um kattahald í sveitarfélaginu segir að bæjarstjórn sé heimilt að láta fanga ómerkta ketti. Þá segir að einnig:Ef merktir kettir sem lenda á flækingi eru handsamaðir af dýraeftirlitsmanni skal hann strax hafa samband við skráðan eiganda sem fær köttinn afhentan gegn greiðslu áfallins kostnaðar. Hafi kattarins ekki verið vitjað innan 7 sólarhringa af réttum eiganda og hann greitt áfallinn kostnað vegna handsömunar og vörslu dýrsins, skal dýrinu lógað. Við endurtekna handsömun sama kattar skal að auki greiða sekt samkvæmt gjaldskrá. Þar kemur þó ekki fram hver kostnaðurinn við handsömun katta sé. „Ég ætla að fá á úr þessu skorið hvort þetta má eða ekki. Ef þetta má þá er eitthvað að á Selfossi,“ segir Helga. Dýr Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Íbúi á Selfossi hefur leitað aðstoðar lögreglu eftir að dýraeftirlitsmaður Sveitarfélagsins Árborgar handsamaði merktan heimiliskött hennar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hún lendir í vandræðum með dýraeftirlit sveitarfélagsins. Áður hafi eldri köttur hennar verið fangaður og þá hafi hún og eiginmaður hennar fengið hann lausan gegn 16 þúsund króna gjaldi. Kötturinn sem týndist í liðinni viku er læða sem er með fjóra kettlinga á spena. „Það gerðist á föstudagsmorguninn að við sáum ekki köttinn. Það var svo sem ekkert óvanalegt því hann rápar inn og út og liggur svo með kettlingunum. Á föstudaginn hvarf hann alveg og á föstudagskvöldið dettur okkur í hug að athuga á veiðisíðu Árborgar,“ segir Helga Guðrún Eiríksdóttir í samtali við Vísi. „Þar er mynd af kettinum, með ólina og allt.“ Helga segir að hún og eiginmaður hennar hafi ekki náð í dýraeftirlitsmann sveitarfélagsins fyrr en á laugardagsmorgun. Þá hafi kettlingarnir verið mjög hungraðir. „Ég var svo reið að ég gólaði á hann að skila kettinum, þetta væri heimilisköttur með kettlinga. Hann hlyti að sjá það ef hann hefði einhverja sjón að kötturinn væri að springa úr mjólk og væri þar af leiðandi með kettlinga á spena,“ segir Helga.Kettlingar læðunnar voru orðnir ansi hungarðir þegar móðir þeirra kom heim að lokum.Einar ErlingssonDýraeftirlitsmaðurinn hafi ekki fallist á það en þau hafi að endingu mælt sér mót og Helga fengið köttinn aftur í hendurnar. „Hann hefur sennilega verið smeykur við mig því hann sagði að í þetta skiptið skyldi hann láta okkur fá köttinn frítt, eins og hann væri að gera okkur einhvern greiða.“ Hún segist hafa farið í dag á bæjarskrifstofur Árborgar og sótt skráningarskírteini katta sinna. „Þetta er heimilisköttur með hálsól og skráður hér á Selfossi. Inni í ólinni er bæði skráð símanúmer og númerið á kettinum. Bara ef hann hefði gefið sér tíma í að taka af henni ólina og gá inn í hana þá hefði hann getað séð allar upplýsingar. En auðvitað gat hann sagt sér það sjálfur að köttur með hálsól er enginn flækingsköttur. Þetta væri heimilisköttur sem hefði brugðið sér út af heimilinu og væri að flækjast um hverfið, eins og þeir gera.“ Lausaganga katta er ekki bönnuð í sveitarfélaginu Árborg en í 8. grein samþykktar um kattahald í sveitarfélaginu segir að bæjarstjórn sé heimilt að láta fanga ómerkta ketti. Þá segir að einnig:Ef merktir kettir sem lenda á flækingi eru handsamaðir af dýraeftirlitsmanni skal hann strax hafa samband við skráðan eiganda sem fær köttinn afhentan gegn greiðslu áfallins kostnaðar. Hafi kattarins ekki verið vitjað innan 7 sólarhringa af réttum eiganda og hann greitt áfallinn kostnað vegna handsömunar og vörslu dýrsins, skal dýrinu lógað. Við endurtekna handsömun sama kattar skal að auki greiða sekt samkvæmt gjaldskrá. Þar kemur þó ekki fram hver kostnaðurinn við handsömun katta sé. „Ég ætla að fá á úr þessu skorið hvort þetta má eða ekki. Ef þetta má þá er eitthvað að á Selfossi,“ segir Helga.
Dýr Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira