Gerum kröfu um styttri vinnuviku Guðríður Arnardóttir skrifar 5. júlí 2017 07:00 Íslendingar eru með fjórðu lengstu vinnuviku í Evrópu og hlutfall Íslendinga sem vinna meira en 50 stundir á viku er þriðja hæst í álfunni. Landsframleiðsla er hins vegar ekki í samræmi við lengd vinnuvikunnar sem þýðir að afköst haldast ekkert endilega í hendur við lengd vinnudags. Jákvæð áhrif styttri vinnuviku hafa verið skoðuð bæði hérlendis og erlendis. Reykjavíkurborg átti frumkvæði að tilraunaverkefni vorið 2015 þar sem vinnuvika á völdum vinnustöðum borgarinnar var stytt í 35 stundir. Niðurstöðurnar voru afgerandi þar sem andleg líðan, líkamleg líðan og starfsánægja mældist marktækt betri og meiri á „tilraunavinnustöðunum“ og um leið dró úr langtímaveikindum. Vinnuvikan var stytt úr 44 í 40 stundir með lögum árið 1971. Síðan þá hefur ekkert verið gert og allt of lítið rætt um frekari styttingu vinnuvikunnar. Nú, nærri hálfri öld síðar, þegar smjör virðist aftur farið að drjúpa af hverju strái er lag að stíga fleiri skref í átt til styttingar vinnuvikunnar, til dæmis úr 40 stundum í 35. Þjóð sem bryður þunglyndislyf í meiri mæli en aðrar þjóðir hefði örugglega gott af því að eyða meiri tíma með fjölskyldu og vinum. Kulnun í starfi og langtímaveikindi kosta samfélagið gríðarlegar fjárhæðir og yrði stytting vinnuvikunnar til þess að auka afköst og gleði þjóðarinnar eru fá rök sem mæla gegn henni. En það sem mestu máli skiptir varðar börnin okkar. Þau myndu svo sannarlega þiggja að komast fyrr heim úr skólanum og eyða meiri tíma með foreldrum sínum. Skóladagurinn í leikskóla og yngstu bekkjum grunnskólans er yfirleitt allt of langur og brýnt að stytta hann. Launþegahreyfingin þarf að taka höndum saman og gera kröfu um styttri vinnuviku í komandi samningalotu. Þetta er verkefni sem við þurfum að vinna saman fyrir alla. Væri ekki gott að stimpla sig út klukkutíma fyrr alla daga og knúsa krakkana? Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðríður Arnardóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Íslendingar eru með fjórðu lengstu vinnuviku í Evrópu og hlutfall Íslendinga sem vinna meira en 50 stundir á viku er þriðja hæst í álfunni. Landsframleiðsla er hins vegar ekki í samræmi við lengd vinnuvikunnar sem þýðir að afköst haldast ekkert endilega í hendur við lengd vinnudags. Jákvæð áhrif styttri vinnuviku hafa verið skoðuð bæði hérlendis og erlendis. Reykjavíkurborg átti frumkvæði að tilraunaverkefni vorið 2015 þar sem vinnuvika á völdum vinnustöðum borgarinnar var stytt í 35 stundir. Niðurstöðurnar voru afgerandi þar sem andleg líðan, líkamleg líðan og starfsánægja mældist marktækt betri og meiri á „tilraunavinnustöðunum“ og um leið dró úr langtímaveikindum. Vinnuvikan var stytt úr 44 í 40 stundir með lögum árið 1971. Síðan þá hefur ekkert verið gert og allt of lítið rætt um frekari styttingu vinnuvikunnar. Nú, nærri hálfri öld síðar, þegar smjör virðist aftur farið að drjúpa af hverju strái er lag að stíga fleiri skref í átt til styttingar vinnuvikunnar, til dæmis úr 40 stundum í 35. Þjóð sem bryður þunglyndislyf í meiri mæli en aðrar þjóðir hefði örugglega gott af því að eyða meiri tíma með fjölskyldu og vinum. Kulnun í starfi og langtímaveikindi kosta samfélagið gríðarlegar fjárhæðir og yrði stytting vinnuvikunnar til þess að auka afköst og gleði þjóðarinnar eru fá rök sem mæla gegn henni. En það sem mestu máli skiptir varðar börnin okkar. Þau myndu svo sannarlega þiggja að komast fyrr heim úr skólanum og eyða meiri tíma með foreldrum sínum. Skóladagurinn í leikskóla og yngstu bekkjum grunnskólans er yfirleitt allt of langur og brýnt að stytta hann. Launþegahreyfingin þarf að taka höndum saman og gera kröfu um styttri vinnuviku í komandi samningalotu. Þetta er verkefni sem við þurfum að vinna saman fyrir alla. Væri ekki gott að stimpla sig út klukkutíma fyrr alla daga og knúsa krakkana? Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun