Halldór Kristinn: Gaman að fá að sparka aðeins í Hilmar Árna og hlusta á Óttar Bjarna væla Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. júlí 2017 22:43 Halldór Kristinn (nr. 4) skallar frá marki Leiknis eins og hann gerði svo oft í leiknum. vísir/ernir „Þetta bikarævintýri heldur áfram og vonandi höldum við áfram að koma öðrum á óvart,“ sagði alsæll Halldór Kristinn Halldórsson, miðvörður Leiknis R., eftir sigurinn á ÍA í kvöld. Með honum tryggðu Leiknismenn sér sæti í undanúrslitum Borgunarbikarsins í fyrsta sinn. „Þetta var rosalega erfiður leikur á móti sterku liði. Við lögðum okkur alla fram og uppskárum eftir því.“ Leiknismenn spiluðu flottan fótbolta í fyrri hálfleik og voru sanngjarnt yfir að honum loknum. En í þeim seinni tóku Skagamenn yfir og voru líklegri aðilinn. „Þetta er sagan okkar í sumar; við eigum góðan fyrri hálfleik. En mér leið betur í seinni hálfleik en oft áður. Mér fannst við skynsamir,“ sagði Halldór sem skallaði ófáa boltana frá marki Leiknis í kvöld. „Það var nóg að gera og þannig á það að vera. Þetta eru skemmtilegustu leikirnir; mikið að gera, mikið af tæklingum og sköllum og mikil læti. Þetta var örugglega frábær skemmtun fyrir áhorfendur.“ Leiknismenn verða í pottinum þegar dregið verður í undanúrslit Borgunarbikarsins á morgun. En á Halldór sér óskamótherja? „Nei, nei. Ég ætla ekki að fara svo langt. Við gefum öllum leik. Ef við spilum svona náum við að stríða hvaða liði sem er,“ sagði Halldór. En kitlar það ekkert að mæta Stjörnunni sem er með nokkra Leiknismenn innan sinna raða? „Jú, það væri gaman. Það er kannski óskamótherjinn. Það væri gaman að fá að sparka aðeins í Hilmar Árna [Halldórsson] og hlusta á Óttar Bjarna [Guðmundsson] væla aðeins. Það væri ákjósanlegt,“ sagði Halldór léttur að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Leiknir R. - ÍA 2-1 | Leiknismenn í undanúrslit í fyrsta sinn Leiknir R. komst í kvöld í undanúrslit bikarkeppninnar í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 2-1 sigur á ÍA eftir framlengdan leik á Leiknisvelli. Elvar Páll Sigurðsson skoraði sigurmarkið á 96. mínútu. 3. júlí 2017 22:45 Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Fleiri fréttir Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Sjá meira
„Þetta bikarævintýri heldur áfram og vonandi höldum við áfram að koma öðrum á óvart,“ sagði alsæll Halldór Kristinn Halldórsson, miðvörður Leiknis R., eftir sigurinn á ÍA í kvöld. Með honum tryggðu Leiknismenn sér sæti í undanúrslitum Borgunarbikarsins í fyrsta sinn. „Þetta var rosalega erfiður leikur á móti sterku liði. Við lögðum okkur alla fram og uppskárum eftir því.“ Leiknismenn spiluðu flottan fótbolta í fyrri hálfleik og voru sanngjarnt yfir að honum loknum. En í þeim seinni tóku Skagamenn yfir og voru líklegri aðilinn. „Þetta er sagan okkar í sumar; við eigum góðan fyrri hálfleik. En mér leið betur í seinni hálfleik en oft áður. Mér fannst við skynsamir,“ sagði Halldór sem skallaði ófáa boltana frá marki Leiknis í kvöld. „Það var nóg að gera og þannig á það að vera. Þetta eru skemmtilegustu leikirnir; mikið að gera, mikið af tæklingum og sköllum og mikil læti. Þetta var örugglega frábær skemmtun fyrir áhorfendur.“ Leiknismenn verða í pottinum þegar dregið verður í undanúrslit Borgunarbikarsins á morgun. En á Halldór sér óskamótherja? „Nei, nei. Ég ætla ekki að fara svo langt. Við gefum öllum leik. Ef við spilum svona náum við að stríða hvaða liði sem er,“ sagði Halldór. En kitlar það ekkert að mæta Stjörnunni sem er með nokkra Leiknismenn innan sinna raða? „Jú, það væri gaman. Það er kannski óskamótherjinn. Það væri gaman að fá að sparka aðeins í Hilmar Árna [Halldórsson] og hlusta á Óttar Bjarna [Guðmundsson] væla aðeins. Það væri ákjósanlegt,“ sagði Halldór léttur að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Leiknir R. - ÍA 2-1 | Leiknismenn í undanúrslit í fyrsta sinn Leiknir R. komst í kvöld í undanúrslit bikarkeppninnar í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 2-1 sigur á ÍA eftir framlengdan leik á Leiknisvelli. Elvar Páll Sigurðsson skoraði sigurmarkið á 96. mínútu. 3. júlí 2017 22:45 Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Fleiri fréttir Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Sjá meira
Umfjöllun og myndir: Leiknir R. - ÍA 2-1 | Leiknismenn í undanúrslit í fyrsta sinn Leiknir R. komst í kvöld í undanúrslit bikarkeppninnar í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 2-1 sigur á ÍA eftir framlengdan leik á Leiknisvelli. Elvar Páll Sigurðsson skoraði sigurmarkið á 96. mínútu. 3. júlí 2017 22:45