Ofbeldi verður ekki liðið í fangelsum landsins Jakob Bjarnar skrifar 14. júlí 2017 10:25 Páll Winkel segist ekki hafa neina þolinmæði gagnvart ofbeldi í fangelsum landsins, en til alvarlegra átaka milli tveggja fanga kom í vikunni. Páll Winkel fangelsismálastjóri er afdráttarlaus í tali í samtali við Vísi, um alvarlegt mál sem kom upp nú í vikunni á Litla Hrauni í slagsmálum milli tveggja fanga. Hann segir alveg klárt að ofbeldi verði ekki liðið. DV greindi frá því í dag að til alvarlegra átaka hafi komið í útivistartíma fanga á Litla Hrauni sem endaði með því að fangi beit efri vörina af samfanga sínum. Samkvæmt heimildum DV varð föngunum Baldri Kolbeinssyni og Styrmi Haukdal Snæfeld Kristinssyni sundurorða og kom til handalögmála. Styrmir hafði Baldur undir en hann náði þó að reisa sig við og bíta í andlit Styrmis með þeim afleiðingum að efri vör hans fór af. Tókst að sauma vörina á aftur. Hefur ekki þolinmæði fyrir ofbeldi í neinu formi Páll Winkel segir stefnu Fangelsismálastofnunar skýra þegar kemur að ofbeldi í fangelsum landsins. „Ofbeldi er ekki liðið og ég hef ekki þolinmæði fyrir því í neinu formi. Sé fangi uppvís að ofbeldi eru mál án undantekninga kærð til lögreglu. Þá hlýtur viðkomandi fangi agaviðurlög í fangelsinu en þegar um er að ræða alvarlegt ofbeldi eru viðurlögin í formi einangrunar,“ segir Páll. Fangelsismálastjóri bætir því við að ofbeldi geti haft langvarandi afleiðingar fyrir fanga. „Slíkt getur komið í veg fyrir flutning fanga í opið fangelsi, stöðvað allan annan framgang í refsivistinni auk þess sem fanginn gæti þurft að afplána alla refsingu sína án þess að fá reynslulausn. Skilaboð okkar eru skýr. Ofbeldi í fangelsum landsins er ekki liðið og við gerum allt sem við mögulega getum til að draga úr því.“ Svakalegur ferill Baldurs Ljóst er að Páll ætlar sér að taka á agavandamálum en jafn víst er að hann stendur frammi fyrir snúnu vandamáli. Saga Baldurs innan veggja fangelsanna er skrautleg. Í september 2013 greindi Vísir til að mynda frá því að Baldur hafi við annan mann ráðist á refsifangann Matthías Mána Erlingsson á Litla Hrauni, en í þeirri frásögn er segir að árásarmennirnir hafi greitt „Matthíasi ótal högg í andlit og höfuð og meðal annars notað lás til verksins. Matthías missti meðvitund, skarst í andliti og var fluttur alblóðugur á spítala. Hann fór aftur á Litla-Hraun síðar um daginn,“ sagði í þeirri frásögn. Tróð saur uppí samfanga sinn Annað dæmi, en Baldur var enn til umfjöllunar á Vísi í september 2014 en þá var aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara á hendur Baldri sem ákærður var fyrir einstaklega ógeðfellda árás á samfanga sinn: „Honum er gefið að sök að hafa ráðist á samfanga sinn og troðið upp í hann mannasaur. Árásin náðist á myndband. „Það var rosalega mikið af skít. Aðrir fangaverðir voru einnig útataðir í skít eftir að hafa þurft að kljást við Baldur,“ segir fangavörður sem kom að árásinni. Sá sem fyrir árásinni varð sat inni á Litla-hrauni fyrir kynferðisbrot gegn barni, en var í kjölfarið fluttur í annað fangelsi. Síðan hefur hann verið látinn laus. „Baldur stendur bara upp, með saur í poka, og makaði honum framan í mig og tróð honum upp í mig líka. Þetta fór út um allt, upp í mig, í hárið á mér, andlitið og fötin. Þetta var út um allt,“ segir hann. Hann var fluttur á slysadeild með áverka á brjósti og hægri öxl, bólginn í andliti og opið sár við munnvik.“ Var Baldur dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir þetta brot sitt og fleiri. Fangelsismál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Páll Winkel fangelsismálastjóri er afdráttarlaus í tali í samtali við Vísi, um alvarlegt mál sem kom upp nú í vikunni á Litla Hrauni í slagsmálum milli tveggja fanga. Hann segir alveg klárt að ofbeldi verði ekki liðið. DV greindi frá því í dag að til alvarlegra átaka hafi komið í útivistartíma fanga á Litla Hrauni sem endaði með því að fangi beit efri vörina af samfanga sínum. Samkvæmt heimildum DV varð föngunum Baldri Kolbeinssyni og Styrmi Haukdal Snæfeld Kristinssyni sundurorða og kom til handalögmála. Styrmir hafði Baldur undir en hann náði þó að reisa sig við og bíta í andlit Styrmis með þeim afleiðingum að efri vör hans fór af. Tókst að sauma vörina á aftur. Hefur ekki þolinmæði fyrir ofbeldi í neinu formi Páll Winkel segir stefnu Fangelsismálastofnunar skýra þegar kemur að ofbeldi í fangelsum landsins. „Ofbeldi er ekki liðið og ég hef ekki þolinmæði fyrir því í neinu formi. Sé fangi uppvís að ofbeldi eru mál án undantekninga kærð til lögreglu. Þá hlýtur viðkomandi fangi agaviðurlög í fangelsinu en þegar um er að ræða alvarlegt ofbeldi eru viðurlögin í formi einangrunar,“ segir Páll. Fangelsismálastjóri bætir því við að ofbeldi geti haft langvarandi afleiðingar fyrir fanga. „Slíkt getur komið í veg fyrir flutning fanga í opið fangelsi, stöðvað allan annan framgang í refsivistinni auk þess sem fanginn gæti þurft að afplána alla refsingu sína án þess að fá reynslulausn. Skilaboð okkar eru skýr. Ofbeldi í fangelsum landsins er ekki liðið og við gerum allt sem við mögulega getum til að draga úr því.“ Svakalegur ferill Baldurs Ljóst er að Páll ætlar sér að taka á agavandamálum en jafn víst er að hann stendur frammi fyrir snúnu vandamáli. Saga Baldurs innan veggja fangelsanna er skrautleg. Í september 2013 greindi Vísir til að mynda frá því að Baldur hafi við annan mann ráðist á refsifangann Matthías Mána Erlingsson á Litla Hrauni, en í þeirri frásögn er segir að árásarmennirnir hafi greitt „Matthíasi ótal högg í andlit og höfuð og meðal annars notað lás til verksins. Matthías missti meðvitund, skarst í andliti og var fluttur alblóðugur á spítala. Hann fór aftur á Litla-Hraun síðar um daginn,“ sagði í þeirri frásögn. Tróð saur uppí samfanga sinn Annað dæmi, en Baldur var enn til umfjöllunar á Vísi í september 2014 en þá var aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara á hendur Baldri sem ákærður var fyrir einstaklega ógeðfellda árás á samfanga sinn: „Honum er gefið að sök að hafa ráðist á samfanga sinn og troðið upp í hann mannasaur. Árásin náðist á myndband. „Það var rosalega mikið af skít. Aðrir fangaverðir voru einnig útataðir í skít eftir að hafa þurft að kljást við Baldur,“ segir fangavörður sem kom að árásinni. Sá sem fyrir árásinni varð sat inni á Litla-hrauni fyrir kynferðisbrot gegn barni, en var í kjölfarið fluttur í annað fangelsi. Síðan hefur hann verið látinn laus. „Baldur stendur bara upp, með saur í poka, og makaði honum framan í mig og tróð honum upp í mig líka. Þetta fór út um allt, upp í mig, í hárið á mér, andlitið og fötin. Þetta var út um allt,“ segir hann. Hann var fluttur á slysadeild með áverka á brjósti og hægri öxl, bólginn í andliti og opið sár við munnvik.“ Var Baldur dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir þetta brot sitt og fleiri.
Fangelsismál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira