Sjómenn uggandi vegna verðfalls Kristinn Ingi Jónsson skrifar 10. júlí 2017 06:00 Gengisstyrking krónunnar skýrir ekki verðfallið á fiskmörkuðum að öllu leyti. Verðið hefur lækkað um meira en 50 prósent milli ára. vísir/stefán Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir að þær verðlækkanir sem hafa orðið á fiskmörkuðum í sumar valdi sjómönnum miklum áhyggjum. Verði þær viðvarandi gætu þær reynst þjóðarbúinu afar dýrkeyptar. Engin einhlít skýring hefur fundist á lækkununum. „Ef þorskverðið heldur áfram að lækka svona gríðarlega, þá munu áhrifin á þjóðarbúið koma fljótt í ljós þar sem þorskur er um 45 prósent af öllu aflaverðmæti. Þannig munu laun allra sjómanna lækka sem leiðir til minnkandi tekna sveitarfélaga í formi útsvars og annarra gjalda. Þannig að lækkunin smitar út frá sér. Það er engin spurning um það. Og ef hún verður viðvarandi, sem ég vona auðvitað ekki, þá er alvarleikinn mikill,“ segir hann í samtali við blaðið. Dæmi eru um að verð á óslægðum þorski hafi lækkað um 52 prósent á milli ára. Meðalverð á fiskmörkuðum í lok júnímánaðar var 157 krónur á kíló en kílóverðið var 327 krónur á sama tíma í fyrra. Örn segir að mikil gengisstyrking krónunnar skýri þessa lækkun að einhverju leyti, en þó ekki að öllu. Einnig hafi kostnaður við vinnslu hækkað og þá hafi stóru sjávarútvegsfyrirtækin ekki keypt eins mikið af fiski í sumar og síðustu sumur. Kaupendahópurinn sé því annar en áður. Það geti skýrt lækkunina að hluta. Lækkanirnar hafa, að sögn Arnar, dregið úr áhuga sjómanna og jafnframt leitt til þess að mun færri stunda strandveiðar í ár en í fyrra. „En sumir vilja blása á móti og ég veit til dæmis um strandveiðimenn sem hafa verið að hugleiða það að kanna útflutning á fiski í gámum til þess að selja á erlenda markaði,“ nefnir hann. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir að þær verðlækkanir sem hafa orðið á fiskmörkuðum í sumar valdi sjómönnum miklum áhyggjum. Verði þær viðvarandi gætu þær reynst þjóðarbúinu afar dýrkeyptar. Engin einhlít skýring hefur fundist á lækkununum. „Ef þorskverðið heldur áfram að lækka svona gríðarlega, þá munu áhrifin á þjóðarbúið koma fljótt í ljós þar sem þorskur er um 45 prósent af öllu aflaverðmæti. Þannig munu laun allra sjómanna lækka sem leiðir til minnkandi tekna sveitarfélaga í formi útsvars og annarra gjalda. Þannig að lækkunin smitar út frá sér. Það er engin spurning um það. Og ef hún verður viðvarandi, sem ég vona auðvitað ekki, þá er alvarleikinn mikill,“ segir hann í samtali við blaðið. Dæmi eru um að verð á óslægðum þorski hafi lækkað um 52 prósent á milli ára. Meðalverð á fiskmörkuðum í lok júnímánaðar var 157 krónur á kíló en kílóverðið var 327 krónur á sama tíma í fyrra. Örn segir að mikil gengisstyrking krónunnar skýri þessa lækkun að einhverju leyti, en þó ekki að öllu. Einnig hafi kostnaður við vinnslu hækkað og þá hafi stóru sjávarútvegsfyrirtækin ekki keypt eins mikið af fiski í sumar og síðustu sumur. Kaupendahópurinn sé því annar en áður. Það geti skýrt lækkunina að hluta. Lækkanirnar hafa, að sögn Arnar, dregið úr áhuga sjómanna og jafnframt leitt til þess að mun færri stunda strandveiðar í ár en í fyrra. „En sumir vilja blása á móti og ég veit til dæmis um strandveiðimenn sem hafa verið að hugleiða það að kanna útflutning á fiski í gámum til þess að selja á erlenda markaði,“ nefnir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira