Óli Stefán: Í fyrsta sinn sem ég skammast mín fyrir mitt lið Smári Jökull Jónsson skrifar 23. júlí 2017 22:21 Óli Stefán segir sínum mönnum til í kvöld Vísir/Andri Marínó „Hvar skal byrja? Í dag vantaði allt. Grunnvinnan var ekki til staðar, við vorum undir í krafti og baráttu. Það var enginn leiðtogi inni á vellinum, við vorum huglausir og agalausir. Við fórum út úr öllum þeim gildum sem við höfum unnið eftir, það var í raun allt að í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem ég skammast mín fyrir liðið mitt, svo hörmulegt var þetta,“ sagði bálillur þjálfari Grindavíkur, Óli Stefán Flóventsson, eftir 5-0 tap gegn Stjörnunni í Pepsi-deildinni í kvöld. Staðan í hálfleik í dag var 1-0 en eftir að Guðjón Baldvinsson skoraði þrennu fyrir Stjörnuna á tólf mínútum snemma í seinni hálfleik var ljóst hverjir myndu taka stigin þrjú í kvöld. „Ég var alls ekki ánægður í fyrri hálfleik með það að vera undir í öllum þessum grunnatriðum. Við ætluðum að bretta upp ermar og mæta þeim, halda í skipulagið og sækja þetta mark. Þegar leikurinn var að renna frá okkur þá misstum við alla stjórn í stað þess að reyna að stöðva blæðinguna. Þetta var ótrúlega vont,“ bætti Óli Stefán við. Fyrsta mark Stjörnunnar kom strax eftir 45 sekúndur og það eftir klafs í teignum þar sem Grindvíkingar vildu meina að brotið hefði verið á Kristijan Jajalo markverði þeirra. „Það sýndist mér klárt brot því Kristijan er með takkaför á lærinu eftir það. En það atriði eitt og sér, ég spái ekki í það núna. Ég er fyrst og fremst brjálaður yfir frammistöðu minna drengja í dag. Ég er brjálaður.“ Grindavík hefur komið öllum á óvart í sumar og var í 2.sæti fyrir leikinn í kvöld. Í síðustu tveimur leikjum hafa þeir hins vegar fengið á sig níu mörk og það án þess að skora og einhverjir sem vilja meina að Grindavíkurblaðran sé sprungin. „Með svona frammistöðu er það bara rétt. Það var ekkert loft i okkur í dag. Við getum ekki bara talað, við þurfum að vinna og vinna og alltaf að gera það. Ef við förum út úr okkar gildum þá eigum við ekkert erindi í þessa deild. Ég vil biðja bara mitt fólk afsökunar sem kom þó að styðja okkur í dag, þetta var til háborinnar skammar,“ sagði Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 5-0 | Guðjón með þrennu í stórsigri Stjörnumanna Stjarnan vann 5-0 stórsigur á spútnikliði Grindavíkur í 12.umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Stjarnan lyftir sér þar með upp í 2.sæti deildarinnar og fer uppfyrir Grindvíkinga á markatölu. 23. júlí 2017 23:00 Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Sjá meira
„Hvar skal byrja? Í dag vantaði allt. Grunnvinnan var ekki til staðar, við vorum undir í krafti og baráttu. Það var enginn leiðtogi inni á vellinum, við vorum huglausir og agalausir. Við fórum út úr öllum þeim gildum sem við höfum unnið eftir, það var í raun allt að í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem ég skammast mín fyrir liðið mitt, svo hörmulegt var þetta,“ sagði bálillur þjálfari Grindavíkur, Óli Stefán Flóventsson, eftir 5-0 tap gegn Stjörnunni í Pepsi-deildinni í kvöld. Staðan í hálfleik í dag var 1-0 en eftir að Guðjón Baldvinsson skoraði þrennu fyrir Stjörnuna á tólf mínútum snemma í seinni hálfleik var ljóst hverjir myndu taka stigin þrjú í kvöld. „Ég var alls ekki ánægður í fyrri hálfleik með það að vera undir í öllum þessum grunnatriðum. Við ætluðum að bretta upp ermar og mæta þeim, halda í skipulagið og sækja þetta mark. Þegar leikurinn var að renna frá okkur þá misstum við alla stjórn í stað þess að reyna að stöðva blæðinguna. Þetta var ótrúlega vont,“ bætti Óli Stefán við. Fyrsta mark Stjörnunnar kom strax eftir 45 sekúndur og það eftir klafs í teignum þar sem Grindvíkingar vildu meina að brotið hefði verið á Kristijan Jajalo markverði þeirra. „Það sýndist mér klárt brot því Kristijan er með takkaför á lærinu eftir það. En það atriði eitt og sér, ég spái ekki í það núna. Ég er fyrst og fremst brjálaður yfir frammistöðu minna drengja í dag. Ég er brjálaður.“ Grindavík hefur komið öllum á óvart í sumar og var í 2.sæti fyrir leikinn í kvöld. Í síðustu tveimur leikjum hafa þeir hins vegar fengið á sig níu mörk og það án þess að skora og einhverjir sem vilja meina að Grindavíkurblaðran sé sprungin. „Með svona frammistöðu er það bara rétt. Það var ekkert loft i okkur í dag. Við getum ekki bara talað, við þurfum að vinna og vinna og alltaf að gera það. Ef við förum út úr okkar gildum þá eigum við ekkert erindi í þessa deild. Ég vil biðja bara mitt fólk afsökunar sem kom þó að styðja okkur í dag, þetta var til háborinnar skammar,“ sagði Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 5-0 | Guðjón með þrennu í stórsigri Stjörnumanna Stjarnan vann 5-0 stórsigur á spútnikliði Grindavíkur í 12.umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Stjarnan lyftir sér þar með upp í 2.sæti deildarinnar og fer uppfyrir Grindvíkinga á markatölu. 23. júlí 2017 23:00 Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 5-0 | Guðjón með þrennu í stórsigri Stjörnumanna Stjarnan vann 5-0 stórsigur á spútnikliði Grindavíkur í 12.umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Stjarnan lyftir sér þar með upp í 2.sæti deildarinnar og fer uppfyrir Grindvíkinga á markatölu. 23. júlí 2017 23:00