Trump reiður dómsmálaráðherra sínum Samúel Karl Ólason skrifar 20. júlí 2017 09:00 Donald Trump og Jeff Sessions. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sér eftir því að hafa skipað Jeff Sessions í sæti dómsmálaráðherra vegna þess að Sessions sagði sig frá rannsókninni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum. Það gerði Sessions eftir að hann hafði sagt ósatt frá fundum sínum og Sergei Kislyak, sendiherra Rússlands. Trump sagði að hefði hann vitað að Sessions myndi gera það hefði hann ekki skipað hann í embættið. Þá sagði hann að ákvörðun Sessions hefði verið mjög ósanngjörn gagnvart sér.„Jeff Sessions tekur við starfinu, byrjar í starfinu og segir sig frá starfinu, sem ég tel vera ósanngjarnt gagnvart forsetanum. Hvernig getur þú tekið við starfi og sagt þig svo frá því? Ef hann hefði sagt sig frá rannsókninni áður en hann tók við starfinu hefði ég sagt: „Takk Jeff, en ég ætla ekki að taka við þér,“ Þetta er einkar ósanngjarnt, og það er vægt til orða tekið, gagnvart forsetanum,“ sagði Trump, forseti. Sessions var einn af fyrstu og dyggustu stuðningsmönnum Trump og var fyrsti öldungadeildarþingmaðurinn til að lýsa yfir stuðningi við framboð Trump. Forsetinn er þó reiður við hann og segir ákvörðun hans hafa leitt til þess að Robert Mueller var skipaður sérstakur saksóknari til að rannsaka afskiptin og mögulegt samstarf framboðs Trump með yfirvöldum í Rússlandi. Sessions hefur ekki tjáð sig um gagnrýni forsetans. Í viðtali við New York Times gagnrýndi forsetinn einnig starfandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sem tók við starfinu eftir að Trump rak James Comey vegna Rússarannsóknarinnar, og aðstoðardómsmálaráðherrann sem skipaði Mueller í embætti sérstaks saksóknara. Þá kvartaði Trump yfir rannsókn Mueller, sem hann hefur gert áður, og sagði mikið um hagsmunaárekstra, þegar kæmi að starfsfólki Mueller. Hann útilokaði ekki að reka hann úr starfi og sagðist ekki vilja að Mueller og starfsfólk hans skoðaði fjármál fjölskyldu Trump.Trump sakaði James Comey um að hafa reynt að kúga sig um tveimur vikum fyrir innsetningarathöfn hans. Comey of forsvarsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna funduð með Trump til þess að kynna honum niðurstöður þeirra varðandi tölvuárásir Rússa í Bandaríkjunum í aðdraganda kosninganna og eftir fundinn tók Comey Trump til hliðar. Trump segir Comey hafa sagt honum frá umdeildri og óstaðfestri skýrslu sem unnin var af fyrrverandi breskum njósnara, þar sem því var meðal annars haldið fram að stjórnvöld Rússlands ættu myndband af Trump láta vændiskonur pissa á hvora aðra. Njósnarinn hafði verið ráðinn af andstæðingum Trump innan Repúblikanaflokksins til þess að grafa upp upplýsingar um hann. Skýrslan hafði þá verið í dreifingu í Washington og höfðu fjölmiðlar komið höndum yfir hana. Trump segir Comey hafa sagt þetta til að reyna að kúga sig.Verða spurðir út í tengsl sín í RússlandiHelstu ráðgjafar Donalds Trump Bandaríkjaforseta – sonur hans, tengdasonur og fyrrverandi kosningastjóri, munu allir bera vitni fyrir þingnefnd öldungadeildarþingmanna sem rannsakar nú aðkomu Rússa að forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Þeir Donald Trump yngri, Jared Kushner og Paul Manafort verða allir spurðir út í tengsl sín við rússneska áhrifamenn og reiknað er með að stóru spurningarnar snúi að fundi sem þeir sátu allir með rússneskum aðilum sem höfðu lofað upplýsingum um Hillary Clinton sem kæmu sér vel í kosningabaráttunni. Trump sagði í viðtalinu við New York Times að umræddur fundur hefði snúið að ættleiðingum og viðskiptaþvingunum gegn aðilum í Rússlandi sem sakaðir hafa verið um mannréttindabrot. Hann hefði ekki haft þörf á skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton þar sem hann hefði búið yfir nægum slíkum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sér eftir því að hafa skipað Jeff Sessions í sæti dómsmálaráðherra vegna þess að Sessions sagði sig frá rannsókninni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum. Það gerði Sessions eftir að hann hafði sagt ósatt frá fundum sínum og Sergei Kislyak, sendiherra Rússlands. Trump sagði að hefði hann vitað að Sessions myndi gera það hefði hann ekki skipað hann í embættið. Þá sagði hann að ákvörðun Sessions hefði verið mjög ósanngjörn gagnvart sér.„Jeff Sessions tekur við starfinu, byrjar í starfinu og segir sig frá starfinu, sem ég tel vera ósanngjarnt gagnvart forsetanum. Hvernig getur þú tekið við starfi og sagt þig svo frá því? Ef hann hefði sagt sig frá rannsókninni áður en hann tók við starfinu hefði ég sagt: „Takk Jeff, en ég ætla ekki að taka við þér,“ Þetta er einkar ósanngjarnt, og það er vægt til orða tekið, gagnvart forsetanum,“ sagði Trump, forseti. Sessions var einn af fyrstu og dyggustu stuðningsmönnum Trump og var fyrsti öldungadeildarþingmaðurinn til að lýsa yfir stuðningi við framboð Trump. Forsetinn er þó reiður við hann og segir ákvörðun hans hafa leitt til þess að Robert Mueller var skipaður sérstakur saksóknari til að rannsaka afskiptin og mögulegt samstarf framboðs Trump með yfirvöldum í Rússlandi. Sessions hefur ekki tjáð sig um gagnrýni forsetans. Í viðtali við New York Times gagnrýndi forsetinn einnig starfandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sem tók við starfinu eftir að Trump rak James Comey vegna Rússarannsóknarinnar, og aðstoðardómsmálaráðherrann sem skipaði Mueller í embætti sérstaks saksóknara. Þá kvartaði Trump yfir rannsókn Mueller, sem hann hefur gert áður, og sagði mikið um hagsmunaárekstra, þegar kæmi að starfsfólki Mueller. Hann útilokaði ekki að reka hann úr starfi og sagðist ekki vilja að Mueller og starfsfólk hans skoðaði fjármál fjölskyldu Trump.Trump sakaði James Comey um að hafa reynt að kúga sig um tveimur vikum fyrir innsetningarathöfn hans. Comey of forsvarsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna funduð með Trump til þess að kynna honum niðurstöður þeirra varðandi tölvuárásir Rússa í Bandaríkjunum í aðdraganda kosninganna og eftir fundinn tók Comey Trump til hliðar. Trump segir Comey hafa sagt honum frá umdeildri og óstaðfestri skýrslu sem unnin var af fyrrverandi breskum njósnara, þar sem því var meðal annars haldið fram að stjórnvöld Rússlands ættu myndband af Trump láta vændiskonur pissa á hvora aðra. Njósnarinn hafði verið ráðinn af andstæðingum Trump innan Repúblikanaflokksins til þess að grafa upp upplýsingar um hann. Skýrslan hafði þá verið í dreifingu í Washington og höfðu fjölmiðlar komið höndum yfir hana. Trump segir Comey hafa sagt þetta til að reyna að kúga sig.Verða spurðir út í tengsl sín í RússlandiHelstu ráðgjafar Donalds Trump Bandaríkjaforseta – sonur hans, tengdasonur og fyrrverandi kosningastjóri, munu allir bera vitni fyrir þingnefnd öldungadeildarþingmanna sem rannsakar nú aðkomu Rússa að forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Þeir Donald Trump yngri, Jared Kushner og Paul Manafort verða allir spurðir út í tengsl sín við rússneska áhrifamenn og reiknað er með að stóru spurningarnar snúi að fundi sem þeir sátu allir með rússneskum aðilum sem höfðu lofað upplýsingum um Hillary Clinton sem kæmu sér vel í kosningabaráttunni. Trump sagði í viðtalinu við New York Times að umræddur fundur hefði snúið að ættleiðingum og viðskiptaþvingunum gegn aðilum í Rússlandi sem sakaðir hafa verið um mannréttindabrot. Hann hefði ekki haft þörf á skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton þar sem hann hefði búið yfir nægum slíkum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira