Sara Björk stendur nú ein eftir Tómas Þór Þórðarson í Ermelo skrifar 20. júlí 2017 06:00 Sara Björk Gunnarsdóttir talar hér við fjölskyldu og vini sína í stúkunni eftir leikinn á móti Frakklandi. Hún setti met í þessum leik. Vísir/Vilhelm Þegar að flautað var til leiksloka hjá stelpunum okkar á móti Frakklandi í Tilburg í fyrrakvöld stóð fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir uppi sem eini íslenski leikmaðurinn frá upphafi sem hefur spilað alla leiki kvennalandsliðsins á stórmóti. Sara hefur enn fremur byrjað alla átta leiki liðsins á stórmótum frá því fyrst var spilað við Frakkland á EM 2009. Sara og herbergisfélagi hennar, Rakel Hönnudóttir, voru þær einu í hópnum sem höfðu komið við sögu í öllum leikjum kvennalandsliðsins á stórmótum. Rakel kom inn á sem varamaður í öllum leikjunum í Finnlandi árið 2009 og spilaði í heildina 46 mínútur en Sara Björk, sem var þá 18 ára, byrjaði alla leikina. Rakel var komin í mun stærra hlutverk á EM 2013 í Svíþjóð þar sem liðið gerði sér lítið fyrir og komst í átta liða úrslitin áður en það féll úr leik með 4-0 tapi fyrir Svíþjóð. Rakel spilaði hverja einustu mínútu á því móti og á nú 406 mínútur að baki fyrir landsliðið á stórmóti. Hún er í níunda sæti á listanum yfir flestar mínútur spilaðar en Rakel er að jafna sig á meiðslum og var því ekki notuð á móti Frakklandi. Sara Björk komst í efsta sætið yfir flestar mínútur spilaðar á stórmóti eftir að spila allan leikinn á móti Frakklandi á þriðjudaginn. Hún hefur í heildina spilað 675 mínútur og fór upp fyrir fyrrverandi fyrirliðann Katrínu Jónsdóttur í Tilburg. Sara var tekin út af einu sinni á EM 2009 og einu sinni á EM 2013 en hefur annars alltaf spilað 90 mínútur.Sara Björk Gunnarsdóttir í leik á móti Frökkum á EM 2009.Vísir/AFPNýliði verður leiðtogi Hafnfirðingurinn var efnilegur nýliði á stórmóti, aðeins 18 ára, þegar hún spilaði fyrst fyrir Ísland á stórmóti en er núna fyrirliði liðsins og besti leikmaður þess. Hún stendur fremst íslenskra knattspyrnukvenna en hún spilar fyrir WfL Wolfsburg sem er eitt besta lið í heimi og þá var hún tilnefnd á meðal bestu knattspyrnukvenna Evrópu fyrr á árinu. Svona met er þó eitthvað sem hún er lítið að spá í: „Það nefndi þetta einhver við mig eftir leikinn í gær og ég sagði Söru frá þessu. Hún var bara „Ha?“ Við erum ekkert að pæla í þessu,“ sagði Rakel Hönnudóttir við Fréttablaðið á æfingu liðsins í gær. Söru fannst tilfinningin eftir leikinn á móti Frakklandi núna en fyrir átta árum allt önnur: „Þetta er allt annað en fyrir átta árum. Maður var svekktur eftir lélega frammistöðu gegn Frakklandi þegar við mættum þeim í Finnlandi en nú labba ég af vellinum stolt. Ég horfði stolt upp í stúku og á leikmennina ótrúlega stolt,“ sagði Sara Björk.Sara Björk Gunnarsdóttir þakkar íslensku áhorfendunum fyrir stuðninginn eftir Frakkaleikinn.Vísir/VilhelmFlestir leikir fyrir Ísland á EM kvenna 1. Sara Björk Gunnarsdóttir 8 2. Dóra María Lárusdóttir 7 2. Katrín Jónsdóttir 7 2. Margrét Lára Viðarsdóttir 7 2. Rakel Hönnudóttir 7 6. Fanndís Friðriksdóttir 6 6. Guðbjörg Gunnarsdóttir 6 6. Hólmfríður Magnúsdóttir 6 6. Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir 6 10. Dagný Brynjarsdóttir 5 10. Hallbera Guðný Gísladóttir 5 10. Harpa Þorsteinsdóttir 5 10. Sif Atladóttir 5 14. Glódís Perla Viggósdóttir 4 14. Katrín Ómarsdóttir 4Flestar mínútur spilaðar fyrir Ísland á EM kvenna 1. Sara Björk Gunnarsdóttir 675 2. Katrín Jónsdóttir 621 3. Dóra María Lárusdóttir 611 4. Margrét Lára Viðarsdóttir 590 5. Guðbjörg Gunnarsdóttir 540 6. Hólmfríður Magnúsdóttir 520 7. Hallbera Guðný Gísladóttir 450 8. Sif Atladóttir 422 9. Rakel Hönnudóttir 406 10. Dagný Brynjarsdóttir 397 11. Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir 394 12. Fanndís Friðriksdóttir 299 13. Edda Garðarsdóttir 270 13. Guðrún Sóley Gunnarsdóttir 270 15. Glódís Perla Viggósdóttir 217 EM 2017 í Hollandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Þegar að flautað var til leiksloka hjá stelpunum okkar á móti Frakklandi í Tilburg í fyrrakvöld stóð fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir uppi sem eini íslenski leikmaðurinn frá upphafi sem hefur spilað alla leiki kvennalandsliðsins á stórmóti. Sara hefur enn fremur byrjað alla átta leiki liðsins á stórmótum frá því fyrst var spilað við Frakkland á EM 2009. Sara og herbergisfélagi hennar, Rakel Hönnudóttir, voru þær einu í hópnum sem höfðu komið við sögu í öllum leikjum kvennalandsliðsins á stórmótum. Rakel kom inn á sem varamaður í öllum leikjunum í Finnlandi árið 2009 og spilaði í heildina 46 mínútur en Sara Björk, sem var þá 18 ára, byrjaði alla leikina. Rakel var komin í mun stærra hlutverk á EM 2013 í Svíþjóð þar sem liðið gerði sér lítið fyrir og komst í átta liða úrslitin áður en það féll úr leik með 4-0 tapi fyrir Svíþjóð. Rakel spilaði hverja einustu mínútu á því móti og á nú 406 mínútur að baki fyrir landsliðið á stórmóti. Hún er í níunda sæti á listanum yfir flestar mínútur spilaðar en Rakel er að jafna sig á meiðslum og var því ekki notuð á móti Frakklandi. Sara Björk komst í efsta sætið yfir flestar mínútur spilaðar á stórmóti eftir að spila allan leikinn á móti Frakklandi á þriðjudaginn. Hún hefur í heildina spilað 675 mínútur og fór upp fyrir fyrrverandi fyrirliðann Katrínu Jónsdóttur í Tilburg. Sara var tekin út af einu sinni á EM 2009 og einu sinni á EM 2013 en hefur annars alltaf spilað 90 mínútur.Sara Björk Gunnarsdóttir í leik á móti Frökkum á EM 2009.Vísir/AFPNýliði verður leiðtogi Hafnfirðingurinn var efnilegur nýliði á stórmóti, aðeins 18 ára, þegar hún spilaði fyrst fyrir Ísland á stórmóti en er núna fyrirliði liðsins og besti leikmaður þess. Hún stendur fremst íslenskra knattspyrnukvenna en hún spilar fyrir WfL Wolfsburg sem er eitt besta lið í heimi og þá var hún tilnefnd á meðal bestu knattspyrnukvenna Evrópu fyrr á árinu. Svona met er þó eitthvað sem hún er lítið að spá í: „Það nefndi þetta einhver við mig eftir leikinn í gær og ég sagði Söru frá þessu. Hún var bara „Ha?“ Við erum ekkert að pæla í þessu,“ sagði Rakel Hönnudóttir við Fréttablaðið á æfingu liðsins í gær. Söru fannst tilfinningin eftir leikinn á móti Frakklandi núna en fyrir átta árum allt önnur: „Þetta er allt annað en fyrir átta árum. Maður var svekktur eftir lélega frammistöðu gegn Frakklandi þegar við mættum þeim í Finnlandi en nú labba ég af vellinum stolt. Ég horfði stolt upp í stúku og á leikmennina ótrúlega stolt,“ sagði Sara Björk.Sara Björk Gunnarsdóttir þakkar íslensku áhorfendunum fyrir stuðninginn eftir Frakkaleikinn.Vísir/VilhelmFlestir leikir fyrir Ísland á EM kvenna 1. Sara Björk Gunnarsdóttir 8 2. Dóra María Lárusdóttir 7 2. Katrín Jónsdóttir 7 2. Margrét Lára Viðarsdóttir 7 2. Rakel Hönnudóttir 7 6. Fanndís Friðriksdóttir 6 6. Guðbjörg Gunnarsdóttir 6 6. Hólmfríður Magnúsdóttir 6 6. Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir 6 10. Dagný Brynjarsdóttir 5 10. Hallbera Guðný Gísladóttir 5 10. Harpa Þorsteinsdóttir 5 10. Sif Atladóttir 5 14. Glódís Perla Viggósdóttir 4 14. Katrín Ómarsdóttir 4Flestar mínútur spilaðar fyrir Ísland á EM kvenna 1. Sara Björk Gunnarsdóttir 675 2. Katrín Jónsdóttir 621 3. Dóra María Lárusdóttir 611 4. Margrét Lára Viðarsdóttir 590 5. Guðbjörg Gunnarsdóttir 540 6. Hólmfríður Magnúsdóttir 520 7. Hallbera Guðný Gísladóttir 450 8. Sif Atladóttir 422 9. Rakel Hönnudóttir 406 10. Dagný Brynjarsdóttir 397 11. Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir 394 12. Fanndís Friðriksdóttir 299 13. Edda Garðarsdóttir 270 13. Guðrún Sóley Gunnarsdóttir 270 15. Glódís Perla Viggósdóttir 217
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira