Endurkomutíðnin hæst hjá 6-8 ára Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 1. ágúst 2017 06:00 Endurkomutíðni í fangelsi hefur verið Afstöðu hugleikin um margra ára skeið. Fyrst og fremst vegna þess að tilfinning félagsins stangast á við fullyrðingar Fangelsismálastofnunar og ráðamanna en einnig vegna þess að engar rannsóknir hafa verið gerðar á endurkomutíðni í íslensk fangelsi. Og það er tölfræði sem á að vera aðgengileg. Það er eitt helsta mælitæki í fangelsismálum, þannig sjáum við hvort starfið í fangelsum landsins skili árangri. Þau gögn sem ávallt eru dregin upp á yfirborðið þegar spurt er um endurkomutíðni í íslenskum fangelsum er könnun Norðmannsins Ragnars Kristoffersen sem starfar við norska fangavarðaskólann. Hann fékk sendar upplýsingar frá Noregi, Íslandi, Finnlandi, Danmörku og Svíþjóð um það hvernig staðan var árið 2005 og kom skýrsla hans út árið 2010. Engin ástæða er til að draga í efa að það sem þar kemur fram sé satt og rétt. Á dögunum var nýr vefur Stjórnarráðsins kynntur og meðal þess sem finna má á vefnum er fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar en hún felur í sér útlistun á því hvernig markmiðum fjármálastefnu verði náð. Í kaflanum um almanna- og réttaröryggi er eftirfarandi texti um endurkomutíðni: „Árið 2010 voru birtar niðurstöður samnorrænnar samanburðarrannsóknar á því hvernig föngum vegnar að lokinni afplánun. Þar kom fram að Ísland er með næstlægstu endurkomutíðni á eftir Noregi. Endurkomutíðni er reiknuð með tvennum hætti. Annars vegar sem hlutfall þeirra sem fá nýjan dóm innan tilskilins tíma frá lokum afplánunar, upphafi samfélagsþjónustu, eftirlits vegna skilorðsbundins dóms eða rafræns eftirlits og hins vegar sem hlutfall fanga sem hafa áður afplánað refsingu í fangelsi. Ef skoðaður er hópurinn sem afplánar refsingu með samfélagsþjónustu eða sambærilegum úrræðum er Ísland með bestu útkomuna. Rannsóknin leiddi m.a. í ljós að þeir sem eru dæmdir fyrir kynferðisbrot, ofbeldisbrot og fíkniefnabrot koma mun sjaldnar aftur heldur en þeir sem dæmdir hafa verið fyrir þjófnað og umferðarlagabrot. Þá kemur fram að þeir sem koma aftur koma yfirleitt ekki inn aftur fyrir sama afbrot.“ (Leturbreytingar eru Afstöðu.) Eftir að hafa rýnt í skýrsluna er ljóst að setja má umræddan texta fram með eftirfarandi hætti og hann er alveg jafn sannleikanum samkvæmur. „Árið 2010 voru birtar niðurstöður samnorrænnar samantektar á því hvernig föngum vegnar að lokinni afplánun. Þar kom fram að Ísland er með hæstu endurkomutíðni í hópi 18-20 ára fanga. Endurkomutíðni er reiknuð með tvennum hætti. Annars vegar sem hlutfall þeirra sem fá nýjan dóm innan tilskilins tíma frá lokum afplánunar, upphafi samfélagsþjónustu, eftirlits vegna skilorðsbundins dóms eða rafræns eftirlits og hins vegar sem hlutfall fanga sem hafa áður afplánað refsingu í fangelsi. Ef skoðaður er hópurinn sem afplánar refsingu með samfélagsþjónustu eða sambærilegum úrræðum stendur Ísland sig verst í hópi 18-20 ára og 61 árs og eldri. Samantektin leiddi m.a. í ljós að þeir sem eru dæmdir fyrir rán, ofbeldisbrot og umferðarlagabrot koma mun oftar aftur heldur en þeir sem dæmdir hafa verið fyrir fíkniefnalagabrot og kynferðisbrot. Þá kemur fram að þeir sem koma aftur, á Norðurlöndunum öllum, koma yfirleitt ekki inn aftur fyrir sama brot.“ Með þessu vill Afstaða benda á tvennt. Annars vegar að skýrslan frá 2010 dregur ekki upp neina glansmynd af ástandinu í fangelsiskerfinu íslenska og að hafa verður í huga, ef ráðherra ætlar sér að alhæfa út frá skýrslunni, að hópurinn sem hún segir standa verst var 6-8 ára þegar gögnunum var safnað.Höfundur er formaður Afstöðu - félags fanga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Sjá meira
Endurkomutíðni í fangelsi hefur verið Afstöðu hugleikin um margra ára skeið. Fyrst og fremst vegna þess að tilfinning félagsins stangast á við fullyrðingar Fangelsismálastofnunar og ráðamanna en einnig vegna þess að engar rannsóknir hafa verið gerðar á endurkomutíðni í íslensk fangelsi. Og það er tölfræði sem á að vera aðgengileg. Það er eitt helsta mælitæki í fangelsismálum, þannig sjáum við hvort starfið í fangelsum landsins skili árangri. Þau gögn sem ávallt eru dregin upp á yfirborðið þegar spurt er um endurkomutíðni í íslenskum fangelsum er könnun Norðmannsins Ragnars Kristoffersen sem starfar við norska fangavarðaskólann. Hann fékk sendar upplýsingar frá Noregi, Íslandi, Finnlandi, Danmörku og Svíþjóð um það hvernig staðan var árið 2005 og kom skýrsla hans út árið 2010. Engin ástæða er til að draga í efa að það sem þar kemur fram sé satt og rétt. Á dögunum var nýr vefur Stjórnarráðsins kynntur og meðal þess sem finna má á vefnum er fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar en hún felur í sér útlistun á því hvernig markmiðum fjármálastefnu verði náð. Í kaflanum um almanna- og réttaröryggi er eftirfarandi texti um endurkomutíðni: „Árið 2010 voru birtar niðurstöður samnorrænnar samanburðarrannsóknar á því hvernig föngum vegnar að lokinni afplánun. Þar kom fram að Ísland er með næstlægstu endurkomutíðni á eftir Noregi. Endurkomutíðni er reiknuð með tvennum hætti. Annars vegar sem hlutfall þeirra sem fá nýjan dóm innan tilskilins tíma frá lokum afplánunar, upphafi samfélagsþjónustu, eftirlits vegna skilorðsbundins dóms eða rafræns eftirlits og hins vegar sem hlutfall fanga sem hafa áður afplánað refsingu í fangelsi. Ef skoðaður er hópurinn sem afplánar refsingu með samfélagsþjónustu eða sambærilegum úrræðum er Ísland með bestu útkomuna. Rannsóknin leiddi m.a. í ljós að þeir sem eru dæmdir fyrir kynferðisbrot, ofbeldisbrot og fíkniefnabrot koma mun sjaldnar aftur heldur en þeir sem dæmdir hafa verið fyrir þjófnað og umferðarlagabrot. Þá kemur fram að þeir sem koma aftur koma yfirleitt ekki inn aftur fyrir sama afbrot.“ (Leturbreytingar eru Afstöðu.) Eftir að hafa rýnt í skýrsluna er ljóst að setja má umræddan texta fram með eftirfarandi hætti og hann er alveg jafn sannleikanum samkvæmur. „Árið 2010 voru birtar niðurstöður samnorrænnar samantektar á því hvernig föngum vegnar að lokinni afplánun. Þar kom fram að Ísland er með hæstu endurkomutíðni í hópi 18-20 ára fanga. Endurkomutíðni er reiknuð með tvennum hætti. Annars vegar sem hlutfall þeirra sem fá nýjan dóm innan tilskilins tíma frá lokum afplánunar, upphafi samfélagsþjónustu, eftirlits vegna skilorðsbundins dóms eða rafræns eftirlits og hins vegar sem hlutfall fanga sem hafa áður afplánað refsingu í fangelsi. Ef skoðaður er hópurinn sem afplánar refsingu með samfélagsþjónustu eða sambærilegum úrræðum stendur Ísland sig verst í hópi 18-20 ára og 61 árs og eldri. Samantektin leiddi m.a. í ljós að þeir sem eru dæmdir fyrir rán, ofbeldisbrot og umferðarlagabrot koma mun oftar aftur heldur en þeir sem dæmdir hafa verið fyrir fíkniefnalagabrot og kynferðisbrot. Þá kemur fram að þeir sem koma aftur, á Norðurlöndunum öllum, koma yfirleitt ekki inn aftur fyrir sama brot.“ Með þessu vill Afstaða benda á tvennt. Annars vegar að skýrslan frá 2010 dregur ekki upp neina glansmynd af ástandinu í fangelsiskerfinu íslenska og að hafa verður í huga, ef ráðherra ætlar sér að alhæfa út frá skýrslunni, að hópurinn sem hún segir standa verst var 6-8 ára þegar gögnunum var safnað.Höfundur er formaður Afstöðu - félags fanga.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun