Næsta skref Magnús Guðmundsson skrifar 1. ágúst 2017 07:00 Börnin eru framtíðin, segja stjórnmálamenn á tyllidögum og bæta svo einhverju við um að þess vegna verðum við að gera vel við þau, sjá þeim fyrir góðu atlæti og menntun því lengi býr að fyrstu gerð. Síðan er einhverjum krökkum klappað á kollinn og málið er dautt. Samt er þetta í sjálfu sér alveg rétt og tæpast efast nokkur sála um mikilvægi góðrar menntunar fyrir yngri kynslóðirnar ef Íslandi á að farnast vel í framtíðinni. Það breytir því ekki að sumar eftir sumar stendur fjöldi leikskóla frammi fyrir því að ná ekki að manna kennarastöður og svo kemur sama vandamálið í umræðuna skömmu síðar varðandi grunnskólana. Ástæðan er alltaf að þessi störf eru svo illa launuð að hæfir og menntaðir einstaklingar sjá sér ekki annað fært en að leita annað eftir lifibrauði. Kannski að ferðast um landið með túrista og uppfræða þá um land og þjóð eða hvað annað sem er líklegra til þess að duga betur til mannsæmandi framfærslu en kennsla. Eins og staðan er núna þá eru til að mynda leikskólar í bæði Reykjavík og Kópavogi í vandræðum með að manna stöður. Skýringin er alla jafna sú að leikskólar eru ekki samkeppnishæfir hvað varðar kaup og kjör og það þrátt fyrir að leikskólakennari eigi að baki fimm ára háskólanám. Það kostar umtalsverða peninga að stunda háskólanám í fimm ár, jafnvel þó svo námið sjálft sé ekki endilega dýrt, einfaldlega vegna þess að námslán eru dýr og mikið álag fylgir því að stunda vinnu samhliða náminu. Það er því ekki ólíklegt að þegar loks kemur að útskrift sé fjárhagsleg staða viðkomandi með þeim hætti að starf leikskólakennarans er ekki lengur inni í myndinni. Þetta er auðvitað synd fyrir viðkomandi einstaklinga en þó ekki síður fyrir börnin og samfélagið. Þó svo sveitarfélögum og leikskólum takist að endingu að manna flestar stöður og halda starfseminni gangandi, börnin fái pláss og foreldrarnir komist í vinnuna, þá þýðir það ekki að vandamálið sé á bak og burt. Langt frá því, það er viðvarandi og landlægt. Leikskólarnir eru á forsjá sveitarfélaganna og kjaramál starfsfólksins þar með en þetta er engu að síður vandi sem ríkisvaldið getur ekki firrt sig allri ábyrgð á því það er þess að mennta kennarana. Markmiðið hlýtur að vera að byggja hér upp betra menntakerfi en við búum við í dag svo þjóðin þurfi ekki að fá létt taugaáfall í hvert sinn sem PISA-rannsóknin er birt. Ef sá fjarlægi draumur á að ganga eftir, að við förum að bæta okkur svo um munar í þessum efnum, þá hljótum við að þurfa að byrja frá grunni. Byrja á því að huga að menntun yngsta stigsins og sinna því af fagmennsku og vandvirkni. Til þess þurfum við vel menntaða og hæfa leikskólakennara í allar stöður og ef það á að ganga eftir þurfum við að borga þeim laun í samræmi við menntun þeirra og framlag. Að lengja nám leikskólakennara var á sínum tíma fyrsta skrefið í þessari vegferð en ef því er ekki fylgt eftir með næstu skrefum, kjarabótum og samræmingu á milli allra sveitarfélaga, þá verður engin breyting til batnaðar. Þetta kallar á vinnu allra sem að málinu koma og viðhorfsbreytingu samfélags sem trúir því í fullri alvöru að menntun sé málið.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. ágúst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Magnús Guðmundsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun
Börnin eru framtíðin, segja stjórnmálamenn á tyllidögum og bæta svo einhverju við um að þess vegna verðum við að gera vel við þau, sjá þeim fyrir góðu atlæti og menntun því lengi býr að fyrstu gerð. Síðan er einhverjum krökkum klappað á kollinn og málið er dautt. Samt er þetta í sjálfu sér alveg rétt og tæpast efast nokkur sála um mikilvægi góðrar menntunar fyrir yngri kynslóðirnar ef Íslandi á að farnast vel í framtíðinni. Það breytir því ekki að sumar eftir sumar stendur fjöldi leikskóla frammi fyrir því að ná ekki að manna kennarastöður og svo kemur sama vandamálið í umræðuna skömmu síðar varðandi grunnskólana. Ástæðan er alltaf að þessi störf eru svo illa launuð að hæfir og menntaðir einstaklingar sjá sér ekki annað fært en að leita annað eftir lifibrauði. Kannski að ferðast um landið með túrista og uppfræða þá um land og þjóð eða hvað annað sem er líklegra til þess að duga betur til mannsæmandi framfærslu en kennsla. Eins og staðan er núna þá eru til að mynda leikskólar í bæði Reykjavík og Kópavogi í vandræðum með að manna stöður. Skýringin er alla jafna sú að leikskólar eru ekki samkeppnishæfir hvað varðar kaup og kjör og það þrátt fyrir að leikskólakennari eigi að baki fimm ára háskólanám. Það kostar umtalsverða peninga að stunda háskólanám í fimm ár, jafnvel þó svo námið sjálft sé ekki endilega dýrt, einfaldlega vegna þess að námslán eru dýr og mikið álag fylgir því að stunda vinnu samhliða náminu. Það er því ekki ólíklegt að þegar loks kemur að útskrift sé fjárhagsleg staða viðkomandi með þeim hætti að starf leikskólakennarans er ekki lengur inni í myndinni. Þetta er auðvitað synd fyrir viðkomandi einstaklinga en þó ekki síður fyrir börnin og samfélagið. Þó svo sveitarfélögum og leikskólum takist að endingu að manna flestar stöður og halda starfseminni gangandi, börnin fái pláss og foreldrarnir komist í vinnuna, þá þýðir það ekki að vandamálið sé á bak og burt. Langt frá því, það er viðvarandi og landlægt. Leikskólarnir eru á forsjá sveitarfélaganna og kjaramál starfsfólksins þar með en þetta er engu að síður vandi sem ríkisvaldið getur ekki firrt sig allri ábyrgð á því það er þess að mennta kennarana. Markmiðið hlýtur að vera að byggja hér upp betra menntakerfi en við búum við í dag svo þjóðin þurfi ekki að fá létt taugaáfall í hvert sinn sem PISA-rannsóknin er birt. Ef sá fjarlægi draumur á að ganga eftir, að við förum að bæta okkur svo um munar í þessum efnum, þá hljótum við að þurfa að byrja frá grunni. Byrja á því að huga að menntun yngsta stigsins og sinna því af fagmennsku og vandvirkni. Til þess þurfum við vel menntaða og hæfa leikskólakennara í allar stöður og ef það á að ganga eftir þurfum við að borga þeim laun í samræmi við menntun þeirra og framlag. Að lengja nám leikskólakennara var á sínum tíma fyrsta skrefið í þessari vegferð en ef því er ekki fylgt eftir með næstu skrefum, kjarabótum og samræmingu á milli allra sveitarfélaga, þá verður engin breyting til batnaðar. Þetta kallar á vinnu allra sem að málinu koma og viðhorfsbreytingu samfélags sem trúir því í fullri alvöru að menntun sé málið.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. ágúst.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun