Annað dauðsfall á geðdeild Landspítalans Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. ágúst 2017 17:53 Ungur karlmaður svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans í gær. Þetta er í annað skipti á tíu dögum sem maður fellur fyrir eigin hendi á geðdeild spítalans. Maðurinn sem lést var á þrítugsaldri. Hann var lagður inn á bráðageðdeild síðastliðinn mánudag en þá var hann talinn vera í sjálfsvígshættu. Degi síðar, eða á þriðjudeginum, var hann færður á almenna deild. Hann fannst svo látinn í herbergi sínu á spítalanum í gær. Landspítalinn segist ekki vilja tjá sig um málið en aðeins tíu dagar eru frá því að annar karlmaður svipti sig lífi á geðdeildinni. Þá sendi spítalinn frá sér yfirlýsingu þess efnis að ítarleg skoðun muni fara fram og að málið sé litið mjög alvarlegum augum. Málið var talsvert til umfjöllunar en maðurinn hafði verið í sjálfsvígshugleiðingum og svipti sig lífi um sólarhring eftir innlögn á geðdeild. Auður Axelsdóttir, forstöðumaður Geðheilsu og eftirfylgdar, og stjórnarmaður í Hugarafli, segir málið þyngra en tárum taki og kallar eftir frekari forvarnarstarfi, en Hugarafl og undirsamtökin Pieta Ísland vinna nú að auknum forvörnum og vitundarvakningu. „Við erum fullkomlega vanmáttur sem samfélag, bæði samfélagið okkar og allir sem standa að þessum unga herramanni, þannig að það er mikill sársauki og mikill harmleikur í hvert sinn sem svona gerist. Við viljum gjarnan efla forvarnir á Íslandi. Það er alveg klárt mál að við þurfum að horfast í augu við það að sennilega eru allir að reyna að gera sitt besta, en við erum ekki að gera nógu vel. Það er staðreynd þegar svona gerist,“ segir Auður. Hún segir að auðvelda þurfi fólki að leita sér aðstoðar, en vill sömuleiðis að því sé mætt með meiri kærleik og umhyggju. Utanumhald um fjölskyldur sé ekki síður mikilvægt. „Við Íslandi erum því miður, eins og á síðasta ári, að missa um fjörutíu manns vegna sjálfsvíga. Það er auðvitað alltof alltof margir. Og það er erfitt að leita sér þjónustu í sjálfsvígshættu. Við höfum jú spítalann sem reynir að mæta þessu en okkur vantar og skortir forvarnarvinnu.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óásættanlegt að tölur um sjálfsvíg liggi ekki fyrir Þingmaður Pírata gagnrýnir embætti landlæknis fyrir að hafa ekki á reiðum höndum töfræði yfir fjölda sjálfsvíga á heilbrigðisstofnunum. 20. ágúst 2017 15:20 Landspítali mun rannsaka sjálfsvíg Af hálfu Landspítalans mun fara fram ítarleg skoðun á atvikum málsins þegar ungur maður svipti sig lífi á geðdeild Landspítala aðfaranótt 11. ágúst. 14. ágúst 2017 17:24 „Það kemur því miður ekki á óvart að svona gerist“ Formaður Hugarafls segir sjálfsvíg ungs manns inni á geðdeild til marks um hve mikið álag sé á spítalanum og í geðheilbrigðiskerfinu. 14. ágúst 2017 13:30 Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Ungur karlmaður svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans í gær. Þetta er í annað skipti á tíu dögum sem maður fellur fyrir eigin hendi á geðdeild spítalans. Maðurinn sem lést var á þrítugsaldri. Hann var lagður inn á bráðageðdeild síðastliðinn mánudag en þá var hann talinn vera í sjálfsvígshættu. Degi síðar, eða á þriðjudeginum, var hann færður á almenna deild. Hann fannst svo látinn í herbergi sínu á spítalanum í gær. Landspítalinn segist ekki vilja tjá sig um málið en aðeins tíu dagar eru frá því að annar karlmaður svipti sig lífi á geðdeildinni. Þá sendi spítalinn frá sér yfirlýsingu þess efnis að ítarleg skoðun muni fara fram og að málið sé litið mjög alvarlegum augum. Málið var talsvert til umfjöllunar en maðurinn hafði verið í sjálfsvígshugleiðingum og svipti sig lífi um sólarhring eftir innlögn á geðdeild. Auður Axelsdóttir, forstöðumaður Geðheilsu og eftirfylgdar, og stjórnarmaður í Hugarafli, segir málið þyngra en tárum taki og kallar eftir frekari forvarnarstarfi, en Hugarafl og undirsamtökin Pieta Ísland vinna nú að auknum forvörnum og vitundarvakningu. „Við erum fullkomlega vanmáttur sem samfélag, bæði samfélagið okkar og allir sem standa að þessum unga herramanni, þannig að það er mikill sársauki og mikill harmleikur í hvert sinn sem svona gerist. Við viljum gjarnan efla forvarnir á Íslandi. Það er alveg klárt mál að við þurfum að horfast í augu við það að sennilega eru allir að reyna að gera sitt besta, en við erum ekki að gera nógu vel. Það er staðreynd þegar svona gerist,“ segir Auður. Hún segir að auðvelda þurfi fólki að leita sér aðstoðar, en vill sömuleiðis að því sé mætt með meiri kærleik og umhyggju. Utanumhald um fjölskyldur sé ekki síður mikilvægt. „Við Íslandi erum því miður, eins og á síðasta ári, að missa um fjörutíu manns vegna sjálfsvíga. Það er auðvitað alltof alltof margir. Og það er erfitt að leita sér þjónustu í sjálfsvígshættu. Við höfum jú spítalann sem reynir að mæta þessu en okkur vantar og skortir forvarnarvinnu.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óásættanlegt að tölur um sjálfsvíg liggi ekki fyrir Þingmaður Pírata gagnrýnir embætti landlæknis fyrir að hafa ekki á reiðum höndum töfræði yfir fjölda sjálfsvíga á heilbrigðisstofnunum. 20. ágúst 2017 15:20 Landspítali mun rannsaka sjálfsvíg Af hálfu Landspítalans mun fara fram ítarleg skoðun á atvikum málsins þegar ungur maður svipti sig lífi á geðdeild Landspítala aðfaranótt 11. ágúst. 14. ágúst 2017 17:24 „Það kemur því miður ekki á óvart að svona gerist“ Formaður Hugarafls segir sjálfsvíg ungs manns inni á geðdeild til marks um hve mikið álag sé á spítalanum og í geðheilbrigðiskerfinu. 14. ágúst 2017 13:30 Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Óásættanlegt að tölur um sjálfsvíg liggi ekki fyrir Þingmaður Pírata gagnrýnir embætti landlæknis fyrir að hafa ekki á reiðum höndum töfræði yfir fjölda sjálfsvíga á heilbrigðisstofnunum. 20. ágúst 2017 15:20
Landspítali mun rannsaka sjálfsvíg Af hálfu Landspítalans mun fara fram ítarleg skoðun á atvikum málsins þegar ungur maður svipti sig lífi á geðdeild Landspítala aðfaranótt 11. ágúst. 14. ágúst 2017 17:24
„Það kemur því miður ekki á óvart að svona gerist“ Formaður Hugarafls segir sjálfsvíg ungs manns inni á geðdeild til marks um hve mikið álag sé á spítalanum og í geðheilbrigðiskerfinu. 14. ágúst 2017 13:30