Þessi sjá um Skaupið í ár Stefán Árni Pálsson skrifar 25. ágúst 2017 16:19 Magnús Magnús Magnússon, maðurinn sem gat ekki tekið víkingaklappið, kom fyrir í skaupinu í fyrra. mynd/skjáskot Rúv hefur valið einvalalið grínista úr hópi umsækjenda um gerð Áramótaskaupsins árið 2017. Leikstjórn verður í höndum Arnórs Pálma Arnarsonar sem leikstýrði og skrifaði meðal annars þættina Ligeglad sem unnu til Edduverðlauna á árinu sem besta leikna efnið. Arnór verður einnig í höfundateyminu ásamt þeim Önnu Svövu Knútsdóttur, Bergi Ebba Benediktssyni, Dóra DNA, Sögu Garðarsdóttur og Dóru Jóhannsdóttur sem leiða handritavinnuna. Dóra er upphafskona spunahópsins Improv Ísland og stundaði nám við UCB skólann í New York með sérstaka áherslu á sketsaskrif. Anna Svava og Saga hafa báðar tekið þátt í gerð Skaupsins áður en hinir höfundarnir hafa verið leiðandi í uppistandi og gerð gamanefnis á síðustu árum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. Hópurinn hefur þegar hafið handritaskrif og stríðir við það lúxusvandamál að hafa nánast af of miklu að taka. Markmiðið er að gera Skaup sem allir eiga að geta notið og stinga hæfilega fast á kýlum samfélagsins. Upptökur eru áætlaðar í nóvember en þangað til læsa höfundar sig inni á leynilegum stað og kryfja árið til mergjar. Framleiðsla verður í höndum Glassriver sem er nýtt framleiðslufyrirtæki í eigu Baldvins Z, Arnbjargar Hafliðadóttur, Andra Óttarssonar og Harðar Rúnarssonar.Hópurinn sem sér um Skaupi í ár. Efri röð frá vinstri til hægri: Dóra, Anna Svala, Arnór. Neðri röð frá vinstri til hægri: Bergur Ebbi, Dóri DNA og Saga Garðars. Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Hélt að hann væri George Clooney Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira
Rúv hefur valið einvalalið grínista úr hópi umsækjenda um gerð Áramótaskaupsins árið 2017. Leikstjórn verður í höndum Arnórs Pálma Arnarsonar sem leikstýrði og skrifaði meðal annars þættina Ligeglad sem unnu til Edduverðlauna á árinu sem besta leikna efnið. Arnór verður einnig í höfundateyminu ásamt þeim Önnu Svövu Knútsdóttur, Bergi Ebba Benediktssyni, Dóra DNA, Sögu Garðarsdóttur og Dóru Jóhannsdóttur sem leiða handritavinnuna. Dóra er upphafskona spunahópsins Improv Ísland og stundaði nám við UCB skólann í New York með sérstaka áherslu á sketsaskrif. Anna Svava og Saga hafa báðar tekið þátt í gerð Skaupsins áður en hinir höfundarnir hafa verið leiðandi í uppistandi og gerð gamanefnis á síðustu árum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. Hópurinn hefur þegar hafið handritaskrif og stríðir við það lúxusvandamál að hafa nánast af of miklu að taka. Markmiðið er að gera Skaup sem allir eiga að geta notið og stinga hæfilega fast á kýlum samfélagsins. Upptökur eru áætlaðar í nóvember en þangað til læsa höfundar sig inni á leynilegum stað og kryfja árið til mergjar. Framleiðsla verður í höndum Glassriver sem er nýtt framleiðslufyrirtæki í eigu Baldvins Z, Arnbjargar Hafliðadóttur, Andra Óttarssonar og Harðar Rúnarssonar.Hópurinn sem sér um Skaupi í ár. Efri röð frá vinstri til hægri: Dóra, Anna Svala, Arnór. Neðri röð frá vinstri til hægri: Bergur Ebbi, Dóri DNA og Saga Garðars.
Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Hélt að hann væri George Clooney Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira