Markmannsbransinn getur verið helvíti harður Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. ágúst 2017 06:00 Anton Ari hleypir ekki mörgum mörkum í netið. vísir/stefán Anton Ari Einarsson átti afar góðan leik í marki Vals þegar liðið lagði Grindavík að velli, 2-0, í 16. umferð Pepsi-deildar karla á mánudaginn. Með sigrinum héldu Valsmenn fimm stiga forskoti á toppi deildarinnar. „Við spiluðum ekki nóg vel og Grindavíkurliðið er líka gríðarlega sterkt. Fyrri hálfleikurinn var agalega dapur en við skerptum á hlutunum í hálfleik,“ sagði Anton í samtali við Fréttablaðið í gær. Mosfellingurinn, sem fagnar 23 ára afmæli sínu á föstudaginn, hefur spilað betur og betur eftir því sem liðið hefur á tímabilið og haldið fjórum sinnum hreinu í síðustu sex deildarleikjum Vals. Raunar hafa Valsmenn aðeins fengið á sig 12 mörk í Pepsi-deildinni, fæst allra liða. Valur er jafnan mikið með boltann í leikjum sínum og því hefur Anton ekki alltaf mikið að gera milli stanganna. Hann segir það kúnst að halda einbeitingu í svona aðstæðum.Talar til að halda sér á tánum „Þetta hefur gengið þokkalega í sumar. En það er oft erfitt þegar maður er búinn að standa lengi á meðan liðið er með boltann. Það er meira kveikt á manni þegar þetta er akkúrat öfugt. Helsta bragðið sem ég beiti er að tala allan leikinn. Þegar við erum með boltann tala ég alltaf með og segi mönnum hvort þeir hafi tíma með boltann. Þannig heldur maður sér á tánum,“ sagði Anton. Þótt hann þurfi oft ekki að verja mörg skot í leikjum hefur Anton mikilvægu hlutverki að gegna í uppspili Valsmanna; að hefja sóknir og koma boltanum í spil. „Með auknu sjálfstrausti og meiri spilatíma verður allt svona betra. Maður kemst í betri takt. Ég hef alltaf verið þokkalegur með boltann á löppunum. Í hitteðfyrra sendi Rajko [Stanisic] markmannsþjálfari mig í battaþjálfun. Ég vann mikið í þessum grunnþáttum allan veturinn og það skilaði sér,“ sagði Anton.vísir/stefánGreip tækifærið Mosfellingurinn kom til Vals vorið 2014 en það var ekki fyrr en tveimur árum seinna sem hann vann sér fast sæti í byrjunarliði Valsmanna. Anton var lánaður til Grindavíkur vorið 2016 en Valur kallaði hann til baka eftir aðeins einn leik vegna meiðsla Ingvars Þórs Kale. Anton greip tækifærið báðum höndum og hefur ekki litið um öxl síðan. „Þetta breyttist fljótt í fyrra. Ég gekk út frá því að taka sumarið með Grindavík en ég er þakklátur fyrir að hafa fengið tækifærið með Val. Við urðum bikarmeistarar, ég spilaði mikið og öðlaðist mikla reynslu,“ sagði Anton. En finnst honum hann vera mikið betri markmaður en í fyrra? „Mér finnst ég ekki vera mikið betri markvörður sem slíkur. En með auknum spilatíma eykst sjálfstraustið. Ég hef bætt mig eitthvað og er í töluvert betra formi en í fyrra. Ég minnkaði við mig í vinnu í vetur og æfði af meiri krafti,“ sagði Anton sem starfar í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ. Þrátt fyrir gott gengi Vals undanfarin tvö ár hefur Anton á köflum fengið talsverða gagnrýni fyrir frammistöðu sína. Þjálfarateymi Vals hefur hins vegar staðið þétt við bakið á honum sem hann segir mikilvægt.Harður markmannsbransi „Það er gott að vita að þjálfararnir og fólkið sem ræður þarna hafi trú á manni. Það munar um það,“ sagði Anton sem tekur gagnrýninni með jafnaðargeði. „Markmannsbransinn getur verið helvíti harður inn á milli. Ef það klikkar eitthvað hjá þér er það yfirleitt bara mark. Maður er ekki með fleiri aftar á vellinum til að bakka sig upp. Hvað gagnrýnina varðar finnst mér þægilegast að spá sem minnst í henni og fylgjast lítið með umræðunni.“ Anton kom óvænt inn í íslenska landsliðshópinn sem mætti Mexíkó í vináttulandsleik í Las Vegas í vetur. Hann segir það hafa gefið sér mikið að vera valinn í landsliðið. „Ingvar [Jónsson] veiktist og ég var kallaður til og stökk út með þeim. Þetta var alveg frábært og hvatti mann áfram. Þetta var góð reynsla og gaman að sjá hvernig umhverfið þarna er,“ sagði Anton Ari. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Sjá meira
Anton Ari Einarsson átti afar góðan leik í marki Vals þegar liðið lagði Grindavík að velli, 2-0, í 16. umferð Pepsi-deildar karla á mánudaginn. Með sigrinum héldu Valsmenn fimm stiga forskoti á toppi deildarinnar. „Við spiluðum ekki nóg vel og Grindavíkurliðið er líka gríðarlega sterkt. Fyrri hálfleikurinn var agalega dapur en við skerptum á hlutunum í hálfleik,“ sagði Anton í samtali við Fréttablaðið í gær. Mosfellingurinn, sem fagnar 23 ára afmæli sínu á föstudaginn, hefur spilað betur og betur eftir því sem liðið hefur á tímabilið og haldið fjórum sinnum hreinu í síðustu sex deildarleikjum Vals. Raunar hafa Valsmenn aðeins fengið á sig 12 mörk í Pepsi-deildinni, fæst allra liða. Valur er jafnan mikið með boltann í leikjum sínum og því hefur Anton ekki alltaf mikið að gera milli stanganna. Hann segir það kúnst að halda einbeitingu í svona aðstæðum.Talar til að halda sér á tánum „Þetta hefur gengið þokkalega í sumar. En það er oft erfitt þegar maður er búinn að standa lengi á meðan liðið er með boltann. Það er meira kveikt á manni þegar þetta er akkúrat öfugt. Helsta bragðið sem ég beiti er að tala allan leikinn. Þegar við erum með boltann tala ég alltaf með og segi mönnum hvort þeir hafi tíma með boltann. Þannig heldur maður sér á tánum,“ sagði Anton. Þótt hann þurfi oft ekki að verja mörg skot í leikjum hefur Anton mikilvægu hlutverki að gegna í uppspili Valsmanna; að hefja sóknir og koma boltanum í spil. „Með auknu sjálfstrausti og meiri spilatíma verður allt svona betra. Maður kemst í betri takt. Ég hef alltaf verið þokkalegur með boltann á löppunum. Í hitteðfyrra sendi Rajko [Stanisic] markmannsþjálfari mig í battaþjálfun. Ég vann mikið í þessum grunnþáttum allan veturinn og það skilaði sér,“ sagði Anton.vísir/stefánGreip tækifærið Mosfellingurinn kom til Vals vorið 2014 en það var ekki fyrr en tveimur árum seinna sem hann vann sér fast sæti í byrjunarliði Valsmanna. Anton var lánaður til Grindavíkur vorið 2016 en Valur kallaði hann til baka eftir aðeins einn leik vegna meiðsla Ingvars Þórs Kale. Anton greip tækifærið báðum höndum og hefur ekki litið um öxl síðan. „Þetta breyttist fljótt í fyrra. Ég gekk út frá því að taka sumarið með Grindavík en ég er þakklátur fyrir að hafa fengið tækifærið með Val. Við urðum bikarmeistarar, ég spilaði mikið og öðlaðist mikla reynslu,“ sagði Anton. En finnst honum hann vera mikið betri markmaður en í fyrra? „Mér finnst ég ekki vera mikið betri markvörður sem slíkur. En með auknum spilatíma eykst sjálfstraustið. Ég hef bætt mig eitthvað og er í töluvert betra formi en í fyrra. Ég minnkaði við mig í vinnu í vetur og æfði af meiri krafti,“ sagði Anton sem starfar í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ. Þrátt fyrir gott gengi Vals undanfarin tvö ár hefur Anton á köflum fengið talsverða gagnrýni fyrir frammistöðu sína. Þjálfarateymi Vals hefur hins vegar staðið þétt við bakið á honum sem hann segir mikilvægt.Harður markmannsbransi „Það er gott að vita að þjálfararnir og fólkið sem ræður þarna hafi trú á manni. Það munar um það,“ sagði Anton sem tekur gagnrýninni með jafnaðargeði. „Markmannsbransinn getur verið helvíti harður inn á milli. Ef það klikkar eitthvað hjá þér er það yfirleitt bara mark. Maður er ekki með fleiri aftar á vellinum til að bakka sig upp. Hvað gagnrýnina varðar finnst mér þægilegast að spá sem minnst í henni og fylgjast lítið með umræðunni.“ Anton kom óvænt inn í íslenska landsliðshópinn sem mætti Mexíkó í vináttulandsleik í Las Vegas í vetur. Hann segir það hafa gefið sér mikið að vera valinn í landsliðið. „Ingvar [Jónsson] veiktist og ég var kallaður til og stökk út með þeim. Þetta var alveg frábært og hvatti mann áfram. Þetta var góð reynsla og gaman að sjá hvernig umhverfið þarna er,“ sagði Anton Ari.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Sjá meira