Blómin launa gott atlæti Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 9. september 2017 10:45 Við afhendinguna: Hreiðar Oddsson, varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogs, Hjördís Ýr Johnson, formaður nefndarinnar, Guðmundur Jóhann Jónsson og Þórhildur Hrönn Ingólfsdóttir, verðlaunahafar og Ármann bæjarstjóri. Það er ekkert lítið gert úr þessu,“ segir Þórhildur Hrönn Ingólfsdóttir steinhissa þegar hringt er í hana til að spyrja út í viðurkenningu sem hún og eiginmaðurinn, Guðmundur Jóhann Jónsson fengu fyrir húsið sitt og lóðina síðasta fimmtudag frá umhverfis-og samgöngunefnd Kópavogs. Þau búa að Kópavogsbakka 15. Í rökstuðningi nefndarinnar stendur meðal annars. „Húsið er bjart og opið með stórum gluggum og næst þannig fallegt útsýni út á Kópavoginn. Lóðin er ekki stór en með aðstoð Árna Hermannssonar hjá Landverk var hún kláruð á einfaldan og smekklegan máta árið 2011. Garðurinn hefur þróast á undanförnum árum en þar sem umhirða hans er sérstakt áhugamál konunnar á heimilinu þá ber hann merki þess að við hann er nostrað.“ Ég bendi Þórhildi því á að hún sé greinilega búin að vinna fyrir athyglinni. „Mér finnst voða gaman að loknum vinnudegi að fara í gallann og út í garð. Það er hvíld frá amstri dagsins og þar get ég alltaf fundið mér eitthvað að gera,“ viðurkennir hún. „Svo er ég alltaf að hugsa, get ég ekki bætt þetta ... og þetta? Samt er þetta bara lítil lóð. Þannig get ég líka haft allt snyrtilegt, bæði grasið og annað, ræð bara vel við það. Blómin launa gott atlæti. Ég er með dálítið af þeim í kerjum og hef voða gaman af þeim.“Sjö viðurkenningar voru veittar í Kópavogi fyrir hönnun og umhverfi. Gata ársins var Litlavör og þar gróðursettu Theodóra, Margrét, Hjördís Ýr, Ármann, Kr. og Jón tré. Örlítið frá stendur Ólafur Þór.Hjónin byrjuðu að byggja í apríl 2007, fluttu inn í febrúar 2009 og tveimur árum síðar létu þau klára lóðina að sögn Þórhildar. Spurð hvort hún eigi sér einhverja uppáhaldsjurt í garðinum segir hún þær nokkrar. „Mér finnst lavander æðisleg jurt. Ég hef alltaf keypt hana á vorin og sett í pott en gerði tilraun í fyrrahaust með að stinga henni niður í beð og henni líkaði það mjög vel, lifði af veturinn og braggaðist vel í sumar, þannig að hún er mjög falleg. Núna á ég margar hortensíur í kerjum og langar að gá hvort mér tekst að láta þær lifa milli ára, pota þeim einhvernsstaðar niður og sjá hvað þær segja við því. Það er svo leiðinlegt að sjá allt deyja og hverfa á haustin.“ Hús og heimili Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Hélt að hann væri George Clooney Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira
Það er ekkert lítið gert úr þessu,“ segir Þórhildur Hrönn Ingólfsdóttir steinhissa þegar hringt er í hana til að spyrja út í viðurkenningu sem hún og eiginmaðurinn, Guðmundur Jóhann Jónsson fengu fyrir húsið sitt og lóðina síðasta fimmtudag frá umhverfis-og samgöngunefnd Kópavogs. Þau búa að Kópavogsbakka 15. Í rökstuðningi nefndarinnar stendur meðal annars. „Húsið er bjart og opið með stórum gluggum og næst þannig fallegt útsýni út á Kópavoginn. Lóðin er ekki stór en með aðstoð Árna Hermannssonar hjá Landverk var hún kláruð á einfaldan og smekklegan máta árið 2011. Garðurinn hefur þróast á undanförnum árum en þar sem umhirða hans er sérstakt áhugamál konunnar á heimilinu þá ber hann merki þess að við hann er nostrað.“ Ég bendi Þórhildi því á að hún sé greinilega búin að vinna fyrir athyglinni. „Mér finnst voða gaman að loknum vinnudegi að fara í gallann og út í garð. Það er hvíld frá amstri dagsins og þar get ég alltaf fundið mér eitthvað að gera,“ viðurkennir hún. „Svo er ég alltaf að hugsa, get ég ekki bætt þetta ... og þetta? Samt er þetta bara lítil lóð. Þannig get ég líka haft allt snyrtilegt, bæði grasið og annað, ræð bara vel við það. Blómin launa gott atlæti. Ég er með dálítið af þeim í kerjum og hef voða gaman af þeim.“Sjö viðurkenningar voru veittar í Kópavogi fyrir hönnun og umhverfi. Gata ársins var Litlavör og þar gróðursettu Theodóra, Margrét, Hjördís Ýr, Ármann, Kr. og Jón tré. Örlítið frá stendur Ólafur Þór.Hjónin byrjuðu að byggja í apríl 2007, fluttu inn í febrúar 2009 og tveimur árum síðar létu þau klára lóðina að sögn Þórhildar. Spurð hvort hún eigi sér einhverja uppáhaldsjurt í garðinum segir hún þær nokkrar. „Mér finnst lavander æðisleg jurt. Ég hef alltaf keypt hana á vorin og sett í pott en gerði tilraun í fyrrahaust með að stinga henni niður í beð og henni líkaði það mjög vel, lifði af veturinn og braggaðist vel í sumar, þannig að hún er mjög falleg. Núna á ég margar hortensíur í kerjum og langar að gá hvort mér tekst að láta þær lifa milli ára, pota þeim einhvernsstaðar niður og sjá hvað þær segja við því. Það er svo leiðinlegt að sjá allt deyja og hverfa á haustin.“
Hús og heimili Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Hélt að hann væri George Clooney Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira