30% aukning bílasölu í ágúst Finnur Thorlacius skrifar 6. september 2017 10:02 Aukningin í bílasölu er 13,7% það sem af er ári. Í nýliðnum ágúst voru 30% fleiri nýir bílar skráðir en í ágúst í fyrra, en alls voru skráðir nú 1.522 nýir fólksbílar. Sala á nýjum bílum frá 1. janúar til 31 ágúst hefur aukist um 13,7% en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 17.095 stk. á móti 15.034 stk. á árinu 2016, eða aukning um 2.061 bíl. Hlutfall bílaleigubíla í nýskráningum fólksbíla á árinu er 44,7% af heildinni á þessum fyrstu átta mánuðum ársins. Það sem af er ári er búið að nýskrá 1.052 hreina rafmagnsbíla og 710 tvinnbíla sem setur Ísland í annað sæti á eftir Noregi varðandi hlutfall rafmagnsbíla af heildarskráningu af Evrópulöndunum, segir í frétt frá Bílgreinasambandinu. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent
Í nýliðnum ágúst voru 30% fleiri nýir bílar skráðir en í ágúst í fyrra, en alls voru skráðir nú 1.522 nýir fólksbílar. Sala á nýjum bílum frá 1. janúar til 31 ágúst hefur aukist um 13,7% en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 17.095 stk. á móti 15.034 stk. á árinu 2016, eða aukning um 2.061 bíl. Hlutfall bílaleigubíla í nýskráningum fólksbíla á árinu er 44,7% af heildinni á þessum fyrstu átta mánuðum ársins. Það sem af er ári er búið að nýskrá 1.052 hreina rafmagnsbíla og 710 tvinnbíla sem setur Ísland í annað sæti á eftir Noregi varðandi hlutfall rafmagnsbíla af heildarskráningu af Evrópulöndunum, segir í frétt frá Bílgreinasambandinu.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent