Þormóður dæmdur í þriggja mánaða bann Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 5. september 2017 16:45 Þormóður Árni Jónsson. Vísir Þormóður Árni Jónsson, einn fremsti júdókappi Íslands, hefur verið dæmdur í þriggja mánaða keppnisbann vegna brota á tilkynningaskyldu um inntöku ólöglegs lyfs. Dómur féll fyrr í sumar og hefur nú verið staðfestur. Bannið tók gildi 19. júní 2017 og er því stutt eftir af banni Þormóðs. Þormóður var lagður inn á bráðamóttöku Landsspítalans í vor þar sem honum var gefið lyfið Probenecid sem er á bannlista WADA. Þormóði láðist að tilkynna til Lyfjaeftirlitsins um inntöku lyfsins, eins og honum bar skylda til. Nokkrum dögum seinna, 22. maí síðast liðinn, var Þormóður boðaður í lyfjaeftirlit þar sem efnið greindist í blóði hans. Þormóður og Júdósamband Íslands gáfu frá sér yfirlýsingar vegna málsins í dag, þar sem kemur fram að ekki sé um lyfjamisnotkun að ræða, heldur einungis brot á tilkynningarskyldu. Einnig sagðist Þormóður ekki ætla að áfrýja dómnum þar sem hann axli ábyrgð gjörða sinna. Yfirlýsing Þormóðs22. maí síðastliðinn var undirritaður boðaður í lyfjaeftirlit, utan keppni. Nokkrum dögum áður hafði ég gengist undir nokkuð umfangsmikla sýklalyfjameðferð á Landspítala Háskólasjúkrahúsi (LSH) vegna blóðeitrunar í fæti sem var orðin það ágeng að réttast þótti að leggja mig inn á bráðadeild og gefa mér sýklalyf beint í æð til þess að slá á umtalsverðan sótthita. Á LSH óskaði undirritaður eftir því við innlögn að tillit yrði tekið til þess við lyfjagjöf ef til hennar þyrfti að koma að ég væri afreksíþróttamaður í keppni. Á bráðadeildinni var mér gefið sýklalyf í æð og tafla af lyfinu Probenecid sem gjarnan er notað af læknum til þess að auka virkni sýklalyfja en lyf þetta er á bannlista WADA. Ég vegna veikinda minna og vanlíðunar vanrækti þá skyldu mína að fá upplýsingar um lyfið áður en það var gefið. Að sama skapi vanrækti ég þá skyldu mína að tilkynna um inntöku þessa lyfs í neyðartilfelli til lyfjanefndar ÍSÍ. Slævður af veikindum mínum og sótthita taldi ég að beiðni mín við innlögn á bráðadeild og skráningarkerfi spítalans tæki af mér þær skyldur að tilkynna sérstaklega um atvik sem þetta. Það voru mistök sem ég vill biðja alla viðkomandi afsökunar á. Mér er fullljóst að sem afreksíþróttamaður sem reglulega fer til keppni á erlendri grundu fyrir hönd lands og þjóðar, að ég sjálfur ber fulla ábyrgð á því sem ég set ofan í mig, hvort heldur sem um er að ræða fæðu eða lyf sem ávísað er af læknum. Í erfiðum veikindum sem ég hafði miklar áhyggjur af, gerðist ég sekur um að sýna ekki fyllstu árvekni hvað þetta varðar og vill ég biðja alla viðkomandi afsökunar á þessari yfirsjón minni. Að lokum vill ég taka fram að ég er einlægur stuðningsmaður lyfjaeftirlitsins og tel starf þeirra mjög mikilvægt í heimi afreksíþrótta. Ég viðurkenni ábyrgð mína og yfirsjón og mun ekki áfrýja þessu máli til æðra dómsstigs heldur hlíta þessum úrskurði. Þormóður Árni Jónsson Yfirlýsing JúdósambandsinsFormaður Júdósamband Íslands hefur ítarlega fylgst málarekstri þessum fyrir Dómstól Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands frá því að málið kom upp. Þormóður Árni Jónsson hefur í hvívetna komið hreint og beint fram í þessu máli og lagt fram læknabréf frá bráðadeild LSH þar sem vitnisburður hans um veikindin og meðferð eru staðfest. Í málflutningi Lyfjaráðs fyrir Dómstól Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands kemur fram að ráðið telur að ÞÁJ hafi sagt satt og rétt frá um málsatvik og þar sem lyfið er ekki árangursbætandi sé hér fyrst og fremst um vanrækslu á skyldum afreksíþróttamanns að ræða. Dómstóllinn gerir ekki athugasemdir við þá ákvörðun lækna að gefa Þormóði þetta lyf á bráðamóttökunni en telur að honum hafi borið skylda til þess að kanna hvort lyfið væri á bannlista WADA. Þormóður hefur viðurkennt yfirsjón sína og ákveðið að áfrýja ekki niðurstöðu dómsins. Júdósambandið styður þá ákvörðun hans. Júdósambandið telur ekki ástæðu til þess að aðhafast frekar í þessu máli sem augljóslega flokkast undir minniháttar yfirsjón í erfiðum aðstæðum bráðra veikinda. Júdósamband Íslands mun því hér eftir sem hingað til styðja við og ýta undir keppnisferil þessa glæsilega afreksíþróttamanns sem svo glæsilega hefur aukið hróður landsins á afreksíþróttasviðinu. Jóhann Másson formaður. Aðrar íþróttir Tengdar fréttir Tólf íslensk verðlaun í gær þýða að Ísland er áfram í öðru sætinu Ísland er í öðru sæti á verðlaunatöflunni eftir annan dag Smáþjóðaleikana í San Marinó en íslensk íþróttafólk vann til tólf verðlaun í gær. 1. júní 2017 08:56 Tólfta árið sem Þormóður er bestur Júdósambands Íslands valdi júdófólk ársins og verðlaunaði það á lokahófi sambandsins um helgina. 19. desember 2016 14:30 Þormóður fánaberi í glæsilegri setningarathöfn Smáþjóðaleikarnir voru settir í San Marinó í gærkvöldi. 30. maí 2017 07:30 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira
Þormóður Árni Jónsson, einn fremsti júdókappi Íslands, hefur verið dæmdur í þriggja mánaða keppnisbann vegna brota á tilkynningaskyldu um inntöku ólöglegs lyfs. Dómur féll fyrr í sumar og hefur nú verið staðfestur. Bannið tók gildi 19. júní 2017 og er því stutt eftir af banni Þormóðs. Þormóður var lagður inn á bráðamóttöku Landsspítalans í vor þar sem honum var gefið lyfið Probenecid sem er á bannlista WADA. Þormóði láðist að tilkynna til Lyfjaeftirlitsins um inntöku lyfsins, eins og honum bar skylda til. Nokkrum dögum seinna, 22. maí síðast liðinn, var Þormóður boðaður í lyfjaeftirlit þar sem efnið greindist í blóði hans. Þormóður og Júdósamband Íslands gáfu frá sér yfirlýsingar vegna málsins í dag, þar sem kemur fram að ekki sé um lyfjamisnotkun að ræða, heldur einungis brot á tilkynningarskyldu. Einnig sagðist Þormóður ekki ætla að áfrýja dómnum þar sem hann axli ábyrgð gjörða sinna. Yfirlýsing Þormóðs22. maí síðastliðinn var undirritaður boðaður í lyfjaeftirlit, utan keppni. Nokkrum dögum áður hafði ég gengist undir nokkuð umfangsmikla sýklalyfjameðferð á Landspítala Háskólasjúkrahúsi (LSH) vegna blóðeitrunar í fæti sem var orðin það ágeng að réttast þótti að leggja mig inn á bráðadeild og gefa mér sýklalyf beint í æð til þess að slá á umtalsverðan sótthita. Á LSH óskaði undirritaður eftir því við innlögn að tillit yrði tekið til þess við lyfjagjöf ef til hennar þyrfti að koma að ég væri afreksíþróttamaður í keppni. Á bráðadeildinni var mér gefið sýklalyf í æð og tafla af lyfinu Probenecid sem gjarnan er notað af læknum til þess að auka virkni sýklalyfja en lyf þetta er á bannlista WADA. Ég vegna veikinda minna og vanlíðunar vanrækti þá skyldu mína að fá upplýsingar um lyfið áður en það var gefið. Að sama skapi vanrækti ég þá skyldu mína að tilkynna um inntöku þessa lyfs í neyðartilfelli til lyfjanefndar ÍSÍ. Slævður af veikindum mínum og sótthita taldi ég að beiðni mín við innlögn á bráðadeild og skráningarkerfi spítalans tæki af mér þær skyldur að tilkynna sérstaklega um atvik sem þetta. Það voru mistök sem ég vill biðja alla viðkomandi afsökunar á. Mér er fullljóst að sem afreksíþróttamaður sem reglulega fer til keppni á erlendri grundu fyrir hönd lands og þjóðar, að ég sjálfur ber fulla ábyrgð á því sem ég set ofan í mig, hvort heldur sem um er að ræða fæðu eða lyf sem ávísað er af læknum. Í erfiðum veikindum sem ég hafði miklar áhyggjur af, gerðist ég sekur um að sýna ekki fyllstu árvekni hvað þetta varðar og vill ég biðja alla viðkomandi afsökunar á þessari yfirsjón minni. Að lokum vill ég taka fram að ég er einlægur stuðningsmaður lyfjaeftirlitsins og tel starf þeirra mjög mikilvægt í heimi afreksíþrótta. Ég viðurkenni ábyrgð mína og yfirsjón og mun ekki áfrýja þessu máli til æðra dómsstigs heldur hlíta þessum úrskurði. Þormóður Árni Jónsson Yfirlýsing JúdósambandsinsFormaður Júdósamband Íslands hefur ítarlega fylgst málarekstri þessum fyrir Dómstól Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands frá því að málið kom upp. Þormóður Árni Jónsson hefur í hvívetna komið hreint og beint fram í þessu máli og lagt fram læknabréf frá bráðadeild LSH þar sem vitnisburður hans um veikindin og meðferð eru staðfest. Í málflutningi Lyfjaráðs fyrir Dómstól Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands kemur fram að ráðið telur að ÞÁJ hafi sagt satt og rétt frá um málsatvik og þar sem lyfið er ekki árangursbætandi sé hér fyrst og fremst um vanrækslu á skyldum afreksíþróttamanns að ræða. Dómstóllinn gerir ekki athugasemdir við þá ákvörðun lækna að gefa Þormóði þetta lyf á bráðamóttökunni en telur að honum hafi borið skylda til þess að kanna hvort lyfið væri á bannlista WADA. Þormóður hefur viðurkennt yfirsjón sína og ákveðið að áfrýja ekki niðurstöðu dómsins. Júdósambandið styður þá ákvörðun hans. Júdósambandið telur ekki ástæðu til þess að aðhafast frekar í þessu máli sem augljóslega flokkast undir minniháttar yfirsjón í erfiðum aðstæðum bráðra veikinda. Júdósamband Íslands mun því hér eftir sem hingað til styðja við og ýta undir keppnisferil þessa glæsilega afreksíþróttamanns sem svo glæsilega hefur aukið hróður landsins á afreksíþróttasviðinu. Jóhann Másson formaður.
Aðrar íþróttir Tengdar fréttir Tólf íslensk verðlaun í gær þýða að Ísland er áfram í öðru sætinu Ísland er í öðru sæti á verðlaunatöflunni eftir annan dag Smáþjóðaleikana í San Marinó en íslensk íþróttafólk vann til tólf verðlaun í gær. 1. júní 2017 08:56 Tólfta árið sem Þormóður er bestur Júdósambands Íslands valdi júdófólk ársins og verðlaunaði það á lokahófi sambandsins um helgina. 19. desember 2016 14:30 Þormóður fánaberi í glæsilegri setningarathöfn Smáþjóðaleikarnir voru settir í San Marinó í gærkvöldi. 30. maí 2017 07:30 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira
Tólf íslensk verðlaun í gær þýða að Ísland er áfram í öðru sætinu Ísland er í öðru sæti á verðlaunatöflunni eftir annan dag Smáþjóðaleikana í San Marinó en íslensk íþróttafólk vann til tólf verðlaun í gær. 1. júní 2017 08:56
Tólfta árið sem Þormóður er bestur Júdósambands Íslands valdi júdófólk ársins og verðlaunaði það á lokahófi sambandsins um helgina. 19. desember 2016 14:30
Þormóður fánaberi í glæsilegri setningarathöfn Smáþjóðaleikarnir voru settir í San Marinó í gærkvöldi. 30. maí 2017 07:30