„Stærsta sinnar tegundar“ Guðmundur Andri Thorsson skrifar 4. september 2017 06:00 Það urðu tímamót nú um mánaðamótin þegar Umhverfisstofnun tók þá ákvörðun að stöðva starfsemi kísiliðju United Silicon í Helguvík. Í fyrsta sinn fær stóriðja hér á landi ekki að hafa sína hentisemi og stjórnvöld grípa í taumana. Fram til þessa hafa íslensk stjórnvöld verið heimsfræg fyrir undirdánugheit við stóriðjuhölda („minimum red tape“). Kannski er þetta ásamt öðru til vitnis um að nú fari senn að ljúka kafla í atvinnusögu Íslendinga – stóriðjukaflanum. Vonum það.Fyrsti áfanginn Þegar fyrsta skóflustungan var tekin að kísiliðjunni fyrir þremur árum var naumast þverfótað fyrir silkihúfum með skóflur – ráðherrar og sveitastjórnarmenn vildu allir fá mynd af sér að moka kolum til að knýja hjól atvinnulífsins. Allir töluðu um hversu gríðarlega stórt þetta yrði. Þannig sagði þáverandi forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, meðal annars við blaðamenn:Þetta er auðvitað mjög gleðilegur dagur því hér er verið að taka skóflustungu að verksmiðju sem stefnt er að því að verði sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Þetta er líka fyrsti áfanginn í mjög mikilli uppbyggingu um allt land þannig að þetta er mjög gleðilegur dagur. Þetta er að sönnu hrollvekjandi ef rættist draumsýn ráðherrans um svona „uppbyggingu um allt land“ – United Silicon verksmiðjur í hverju holti með tilheyrandi brælu og almennu heilsuleysi. Og hver og ein auðvitað „sú stærsta sinnar tegundar í heiminum“ eins og skóflufólkið þrástagaðist á þennan „gleðilega dag“. Eins og það væri eftirsóknarvert markmið í sjálfu sér að hafa stærsta kísilver í heimi ofan í byggð. Enginn af þessum ráðamönnum virtist hugsa út í orkuþörfina sem þessu fylgdi eða reikna með öðru en öllum hugsanlegum en ósamþykktum virkjunum til að knýja herlegheitin. Enginn þeirra virtist hugsa út í þá mengun sem af muni hljótast; enginn virtist sjá það fyrir að verksmiðjan færi í þrot eftir þrjú ár. Og hefði á þeim tíma skapað sér nafn fyrir athugasemdir Vinnueftirlitsins í 17 liðum vegna aðstöðu starfsfólks, skort á sérkjarasamningum, eldsvoða, ógreidd lóðagjöld, vanskil við verktaka og svo mikla mengun að íbúar í grennd fundu til verulegra særinda í hálsi og annarra óþæginda. Var þó enn langt í land með að náð yrði markmiðunum sem forsætisráðherrann var svo spenntur fyrir: að verksmiðjan yrði stærst í heimi; einungis er búið að byggja einn ofn af fjórum áformuðum; enn eru þarna bara 32 MW í stað áformaðra 128 MW og verður framleiðslugetan þá orðin 90.000 tonn; hætt við að íbúarnir fái þá aldeilis að kynnast því hvernig er að búa í 1,8 kílómetra fjarlægð við slíka iðju. Síðan ætlar Thorsil að reisa 110.000 tonna kísiliðjuver. Samanlagt munu verin brenna um 300.000 tonnum af kolum á ári. Kolum. Á Íslandi.Í ósátt við náttúruna Sú hugmynd að ausa slíku magni af kísílryki í vitin á íbúum í 1,8 kílómetra fjarlægð er svo sannarlega „sú stærsta sinnar tegundar“; einhvers konar atlaga að heimsmeti í frekju. Ekki ræður för umhyggja fyrir fólki, svo mikið er víst. Allt er þetta til marks um að í huga íslenskra ráðamanna hefur það löngum verið svo, að þegar rekast á hagsmunir almennings og hagsmunir stóriðju skuli stóriðjan njóta vafans. Um hagsmuni náttúrunnar þarf ekki að fjölyrða. Margt bendir raunar til þess að íslenskir ráðamenn séu margir beinlínis andvígir náttúrunni og telji það sérstakt hlutverk sitt að stuðla að því að framkvæmdir séu ævinlega gerðar í ósátt við náttúruna, og helst þannig að hún hljóti sem mestan skaða af. Annað sé aumingjaskapur. Vera má að þetta sé arfur hugsunarháttar þar sem sá þykir mestur bóndi sem tekst að beita fé sínu á sem mestan nýgræðing, og þá helst á örfoka land. Þetta kann að vera ýkjukennt tal en breytir ekki hinu að margt er enn á huldu um þetta ævintýralega kísilklúður. Guðmundur Hörður Guðmundsson spyr ýmissa áleitinna spurninga um þetta brölt allt saman í grein í Stundinni frá 29. ágúst. Arion banki hefur að miklu leyti fjármagnað þetta framtak og lífeyrissjóðir hafa sett rúmlega tvo milljarða í þessa hít – og í ljósi þessa fjárausturs úr sjóðum almennings hljótum við að mega vænta svara við að minnsta kosti helstu spurningunum sem vaknað hafa. Til dæmis: Hver á þetta? Guðmundur Hörður spyr: „Hverjir eru raunverulegir eigendur USI Holding BV, huldufélagsins sem á stærstan hlut í United Silicon, og hvers vegna fela þeir sig í Hollandi, þekktu skattaskjóli?“ Hann spyr líka um það hver sé eigandi Geysis Capital, félags sem á lóðina í Helguvík, og hvort skattur af leigu lóðarinnar hafi verið greiddur hér á landi eða færður í skjól gegnum hollenska félagið USI Holding BV, sem er formlegur eigandi að Geysi Capital. Á íbúum Suðurnesja hafa dunið margvísleg áföll á umliðnum áratugum. Framsalskerfið á kvóta í sjávarútvegi hefur leikið svæðið grátt eins og aðrar sjávarbyggðir hér á landi; herinn fór og skildi eftir sig nokkra kakkalakka og guð má vita hvaða rusl grafið í jörðu; Sparisjóður Keflvíkinga var tæmdur af miklum dugnaði – og þannig mætti lengi telja. Lausnarorðið í þessu vandræðum var jafnan eitt og aðeins eitt: stóriðja. Nú er komið á daginn hvað í henni felst: mengun, vondur aðbúnaður, leiðindi og ljótleiki. En það dugmikla fólk sem þarna býr hefur náð að koma undir sig fótunum á ný þrátt fyrir öll þessi áföll. Og hvað varð þeim til bjargar? „Eitthvað annað“: Fólk sem hingað flykkist til að upplifa fjöll og dali, mela og klappir, vind og himin, eld og haf; náttúruna sem ráðamennirnir hafa hatast við svo lengi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun
Það urðu tímamót nú um mánaðamótin þegar Umhverfisstofnun tók þá ákvörðun að stöðva starfsemi kísiliðju United Silicon í Helguvík. Í fyrsta sinn fær stóriðja hér á landi ekki að hafa sína hentisemi og stjórnvöld grípa í taumana. Fram til þessa hafa íslensk stjórnvöld verið heimsfræg fyrir undirdánugheit við stóriðjuhölda („minimum red tape“). Kannski er þetta ásamt öðru til vitnis um að nú fari senn að ljúka kafla í atvinnusögu Íslendinga – stóriðjukaflanum. Vonum það.Fyrsti áfanginn Þegar fyrsta skóflustungan var tekin að kísiliðjunni fyrir þremur árum var naumast þverfótað fyrir silkihúfum með skóflur – ráðherrar og sveitastjórnarmenn vildu allir fá mynd af sér að moka kolum til að knýja hjól atvinnulífsins. Allir töluðu um hversu gríðarlega stórt þetta yrði. Þannig sagði þáverandi forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, meðal annars við blaðamenn:Þetta er auðvitað mjög gleðilegur dagur því hér er verið að taka skóflustungu að verksmiðju sem stefnt er að því að verði sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Þetta er líka fyrsti áfanginn í mjög mikilli uppbyggingu um allt land þannig að þetta er mjög gleðilegur dagur. Þetta er að sönnu hrollvekjandi ef rættist draumsýn ráðherrans um svona „uppbyggingu um allt land“ – United Silicon verksmiðjur í hverju holti með tilheyrandi brælu og almennu heilsuleysi. Og hver og ein auðvitað „sú stærsta sinnar tegundar í heiminum“ eins og skóflufólkið þrástagaðist á þennan „gleðilega dag“. Eins og það væri eftirsóknarvert markmið í sjálfu sér að hafa stærsta kísilver í heimi ofan í byggð. Enginn af þessum ráðamönnum virtist hugsa út í orkuþörfina sem þessu fylgdi eða reikna með öðru en öllum hugsanlegum en ósamþykktum virkjunum til að knýja herlegheitin. Enginn þeirra virtist hugsa út í þá mengun sem af muni hljótast; enginn virtist sjá það fyrir að verksmiðjan færi í þrot eftir þrjú ár. Og hefði á þeim tíma skapað sér nafn fyrir athugasemdir Vinnueftirlitsins í 17 liðum vegna aðstöðu starfsfólks, skort á sérkjarasamningum, eldsvoða, ógreidd lóðagjöld, vanskil við verktaka og svo mikla mengun að íbúar í grennd fundu til verulegra særinda í hálsi og annarra óþæginda. Var þó enn langt í land með að náð yrði markmiðunum sem forsætisráðherrann var svo spenntur fyrir: að verksmiðjan yrði stærst í heimi; einungis er búið að byggja einn ofn af fjórum áformuðum; enn eru þarna bara 32 MW í stað áformaðra 128 MW og verður framleiðslugetan þá orðin 90.000 tonn; hætt við að íbúarnir fái þá aldeilis að kynnast því hvernig er að búa í 1,8 kílómetra fjarlægð við slíka iðju. Síðan ætlar Thorsil að reisa 110.000 tonna kísiliðjuver. Samanlagt munu verin brenna um 300.000 tonnum af kolum á ári. Kolum. Á Íslandi.Í ósátt við náttúruna Sú hugmynd að ausa slíku magni af kísílryki í vitin á íbúum í 1,8 kílómetra fjarlægð er svo sannarlega „sú stærsta sinnar tegundar“; einhvers konar atlaga að heimsmeti í frekju. Ekki ræður för umhyggja fyrir fólki, svo mikið er víst. Allt er þetta til marks um að í huga íslenskra ráðamanna hefur það löngum verið svo, að þegar rekast á hagsmunir almennings og hagsmunir stóriðju skuli stóriðjan njóta vafans. Um hagsmuni náttúrunnar þarf ekki að fjölyrða. Margt bendir raunar til þess að íslenskir ráðamenn séu margir beinlínis andvígir náttúrunni og telji það sérstakt hlutverk sitt að stuðla að því að framkvæmdir séu ævinlega gerðar í ósátt við náttúruna, og helst þannig að hún hljóti sem mestan skaða af. Annað sé aumingjaskapur. Vera má að þetta sé arfur hugsunarháttar þar sem sá þykir mestur bóndi sem tekst að beita fé sínu á sem mestan nýgræðing, og þá helst á örfoka land. Þetta kann að vera ýkjukennt tal en breytir ekki hinu að margt er enn á huldu um þetta ævintýralega kísilklúður. Guðmundur Hörður Guðmundsson spyr ýmissa áleitinna spurninga um þetta brölt allt saman í grein í Stundinni frá 29. ágúst. Arion banki hefur að miklu leyti fjármagnað þetta framtak og lífeyrissjóðir hafa sett rúmlega tvo milljarða í þessa hít – og í ljósi þessa fjárausturs úr sjóðum almennings hljótum við að mega vænta svara við að minnsta kosti helstu spurningunum sem vaknað hafa. Til dæmis: Hver á þetta? Guðmundur Hörður spyr: „Hverjir eru raunverulegir eigendur USI Holding BV, huldufélagsins sem á stærstan hlut í United Silicon, og hvers vegna fela þeir sig í Hollandi, þekktu skattaskjóli?“ Hann spyr líka um það hver sé eigandi Geysis Capital, félags sem á lóðina í Helguvík, og hvort skattur af leigu lóðarinnar hafi verið greiddur hér á landi eða færður í skjól gegnum hollenska félagið USI Holding BV, sem er formlegur eigandi að Geysi Capital. Á íbúum Suðurnesja hafa dunið margvísleg áföll á umliðnum áratugum. Framsalskerfið á kvóta í sjávarútvegi hefur leikið svæðið grátt eins og aðrar sjávarbyggðir hér á landi; herinn fór og skildi eftir sig nokkra kakkalakka og guð má vita hvaða rusl grafið í jörðu; Sparisjóður Keflvíkinga var tæmdur af miklum dugnaði – og þannig mætti lengi telja. Lausnarorðið í þessu vandræðum var jafnan eitt og aðeins eitt: stóriðja. Nú er komið á daginn hvað í henni felst: mengun, vondur aðbúnaður, leiðindi og ljótleiki. En það dugmikla fólk sem þarna býr hefur náð að koma undir sig fótunum á ný þrátt fyrir öll þessi áföll. Og hvað varð þeim til bjargar? „Eitthvað annað“: Fólk sem hingað flykkist til að upplifa fjöll og dali, mela og klappir, vind og himin, eld og haf; náttúruna sem ráðamennirnir hafa hatast við svo lengi.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun