„Hér var engin tilraun til þöggunar eða þöggun yfirhöfuð“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. september 2017 11:24 Dómsmálaráðherra situr fyrir svörum þingmanna á fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar. vísir/anton brink Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, frábiður sér ásakanir á hendur henni og ráðuneyti hennar um að þöggun og leyndarhyggja hafi ríkt í kringum mál tengd uppreist æru. Þetta kom fram í máli hennar á opnum fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar þegar hún svaraði spurningu Oddnýjar G. Harðardóttur, þingmanni Samfylkingarinnar. Fram hefur komið að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, skrifað undir umsögn á umsókn dæmds kynferðisbrotamanns, Hjalta Sigurjóns Haukssonar, um uppreist æru. Sigríður greindi Bjarna frá aðkomu föður hans að því máli í júlí síðastliðnum. „Hér var gerð tilraun til þess að þagga niður og gera ekki opinber nöfnin á þeim sem skrifuðu undir bréfin. Hver ber ábyrgð á því? Er það ráðherrann, stjórnarþingmenn sem lögðu mikið á sig til að sannfæra almenning um að nöfnin skiptu engumáli í ferlinu eða var það forsætisráðherra?“ spurði Oddný Sigríði.Ómaklegt að saka sérfræðinga ráðuneytisins um þöggun Ráðherrann svaraði því til að í spurningunni fælust ósannindi og að hún yrði að fá að svara þeim. „Hér var engin tilraun til þöggunar eða þöggun yfirhöfuð,“ sagði Sigríður og spurði hvort að Oddný væri að vísa í það að fjölmiðlum hefði verið ekki verið veittur aðgangur að gögnum í máli Roberts Downey strax. Sigríður sagði það afskaplega ómaklegt að saka sérfræðinga ráðuneytisins um þöggun þar sem þeir hefðu það eitt að markmiði að fara vel og varfærnislega með trúnaðarupplýsingar. Ráðuneytið neitaði að afhenda fjölmiðlum gögnum en sá úrskurður var kærður til úrskurðarnefndar upplýsingamála. „Þá lá fyrir að það yrði úrskurðað um þetta. Ég hef bent á það að það verður ekki aftur tekið þegar menn birta upplýsingar sem leynt eiga að fara en ef það er skortur á upplýsingum þá er alltaf hægt að bæta úr því,“ sagði Sigríður.Sá enga ástæðu til að farið yrði öðruvísi með gögn í máli Hjalta Hún sagði síðan að þegar hún heyrði af því að faðir forsætisráðherra væri umsagnaraðili í einu máli sem sneri að uppreist æru þá sá hún enga ástæðu til þess að um það yrði fjallað á annan hátt en önnur sambærileg mál. „Þau gögn yrðu þá gerð opinber ef gera ætti gögn í þessum málum opinber samkvæmt úrskurði úrskurðarnefndar. Þannig að ég frábið mér þennan málflutning og ásakanir á hendur mér og ráðuneytinu um að það hafi verið einhver þöggun og leyndarhygga í kringum þetta mál.“ Þá hafði ráðherrann áður svarað því að hún hefði ekki hlutast til um það innan ráðuneytisins með hvaða hætti beiðni fjölmiðla um afhendingu á gögnum í máli Roberts Downey yrði háttað. Alþingi Uppreist æru Tengdar fréttir Dæmdur kynferðisbrotamaður dró umsókn um uppreist æru til baka Maður sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn barni og hafði sótt um uppreist æru dró umsókn sína til baka í morgun. 19. september 2017 10:49 Ræða hvort hægt sé að taka uppreist æru Hjalta til baka vegna gruns um skjalafals Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra verður á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag. 19. september 2017 09:00 Bein útsending: Opinn fundur stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar um uppreist æru Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er gestur fundarins. 19. september 2017 09:53 Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, frábiður sér ásakanir á hendur henni og ráðuneyti hennar um að þöggun og leyndarhyggja hafi ríkt í kringum mál tengd uppreist æru. Þetta kom fram í máli hennar á opnum fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar þegar hún svaraði spurningu Oddnýjar G. Harðardóttur, þingmanni Samfylkingarinnar. Fram hefur komið að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, skrifað undir umsögn á umsókn dæmds kynferðisbrotamanns, Hjalta Sigurjóns Haukssonar, um uppreist æru. Sigríður greindi Bjarna frá aðkomu föður hans að því máli í júlí síðastliðnum. „Hér var gerð tilraun til þess að þagga niður og gera ekki opinber nöfnin á þeim sem skrifuðu undir bréfin. Hver ber ábyrgð á því? Er það ráðherrann, stjórnarþingmenn sem lögðu mikið á sig til að sannfæra almenning um að nöfnin skiptu engumáli í ferlinu eða var það forsætisráðherra?“ spurði Oddný Sigríði.Ómaklegt að saka sérfræðinga ráðuneytisins um þöggun Ráðherrann svaraði því til að í spurningunni fælust ósannindi og að hún yrði að fá að svara þeim. „Hér var engin tilraun til þöggunar eða þöggun yfirhöfuð,“ sagði Sigríður og spurði hvort að Oddný væri að vísa í það að fjölmiðlum hefði verið ekki verið veittur aðgangur að gögnum í máli Roberts Downey strax. Sigríður sagði það afskaplega ómaklegt að saka sérfræðinga ráðuneytisins um þöggun þar sem þeir hefðu það eitt að markmiði að fara vel og varfærnislega með trúnaðarupplýsingar. Ráðuneytið neitaði að afhenda fjölmiðlum gögnum en sá úrskurður var kærður til úrskurðarnefndar upplýsingamála. „Þá lá fyrir að það yrði úrskurðað um þetta. Ég hef bent á það að það verður ekki aftur tekið þegar menn birta upplýsingar sem leynt eiga að fara en ef það er skortur á upplýsingum þá er alltaf hægt að bæta úr því,“ sagði Sigríður.Sá enga ástæðu til að farið yrði öðruvísi með gögn í máli Hjalta Hún sagði síðan að þegar hún heyrði af því að faðir forsætisráðherra væri umsagnaraðili í einu máli sem sneri að uppreist æru þá sá hún enga ástæðu til þess að um það yrði fjallað á annan hátt en önnur sambærileg mál. „Þau gögn yrðu þá gerð opinber ef gera ætti gögn í þessum málum opinber samkvæmt úrskurði úrskurðarnefndar. Þannig að ég frábið mér þennan málflutning og ásakanir á hendur mér og ráðuneytinu um að það hafi verið einhver þöggun og leyndarhygga í kringum þetta mál.“ Þá hafði ráðherrann áður svarað því að hún hefði ekki hlutast til um það innan ráðuneytisins með hvaða hætti beiðni fjölmiðla um afhendingu á gögnum í máli Roberts Downey yrði háttað.
Alþingi Uppreist æru Tengdar fréttir Dæmdur kynferðisbrotamaður dró umsókn um uppreist æru til baka Maður sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn barni og hafði sótt um uppreist æru dró umsókn sína til baka í morgun. 19. september 2017 10:49 Ræða hvort hægt sé að taka uppreist æru Hjalta til baka vegna gruns um skjalafals Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra verður á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag. 19. september 2017 09:00 Bein útsending: Opinn fundur stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar um uppreist æru Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er gestur fundarins. 19. september 2017 09:53 Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Dæmdur kynferðisbrotamaður dró umsókn um uppreist æru til baka Maður sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn barni og hafði sótt um uppreist æru dró umsókn sína til baka í morgun. 19. september 2017 10:49
Ræða hvort hægt sé að taka uppreist æru Hjalta til baka vegna gruns um skjalafals Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra verður á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag. 19. september 2017 09:00
Bein útsending: Opinn fundur stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar um uppreist æru Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er gestur fundarins. 19. september 2017 09:53