Pistill sem er ekki um pólitík Logi Bergmann skrifar 16. september 2017 06:00 Ef við hefðum einhvers konar manndómsvígslur, eins og voru svo algengar í gamla daga, þá mæli ég með einni. Að taka til í bílskúrnum. Ég er semsagt búinn að vera að því svo lengi að mig grunar að stór hluti vinnufélaga minna haldi að ég búi í bílskúr. Þau segja að ég tali ekki um neitt annað. Sem er alls ekki rétt. Ég held þó að orðið bílskúr komi ekki nema í þriðju hverri setningu hjá mér. Ég man hvað ég var glaður þegar ég eignaðist bílskúr Allt þetta pláss! Ég gekk um stikandi og talandi við sjálfan mig: „Hér á bíllinn að vera. Hér verða hjólin og golfsettin og frystikistan og samt allt þetta pláss eftir!“ Ég sá fyrir mér snyrtilegar hillur, með merktum krúttlegum pappakössum og allt í röð og reglu. Þetta væri nánast eins og að ganga inn í vel skipulagt bókasafn.Kassar í Dewey kerfiÞremur árum seinna var þetta orðinn eins og afrískur frumskógur. Klofandi yfir drasl til að komast að öðru drasli sem ég mundi ekki einu sinni eftir að hafa átt, hvað þá keypt. Algjörlega ómögulegt að finna neitt, nema mögulega daginn eftir að maður var búinn að gefast upp og kaupa nýtt. Og mús sem nagaði allt mögulegt í sundur. Það var bara tvennt að gera. Bíða eftir að hún kláraði skúrinn eða laga til.SkuldadagarBílskúrar eru eins og fólk. Það getur etið endalaust en fyrr eða síðar kemur að skuldadögum. Sársaukafullri megrun. Og eins og í venjulegri megrun þá eru fyrstu skrefin auðveldust. Svo fer að harðna á dalnum. Ég fæ til dæmis aldrei til baka tímana sem fóru í samningaviðræður við ástkæra eiginkonu mína um tíu kassa með glósunum hennar úr lögfræðinni. Ég veit að hún á aldrei eftir að líta í þær framar. Hún heldur að þær séu menningarverðmæti. Það var ekki til að bæta það þegar nágranni minn birtist glaðhlakkalegur, þar sem ég stóð og horfði inn í svartholið. Hann, sem er sálfræðingur, sagði mér að til væri regla sem væri á þá leið að það væri hægt að skipta öllu í þrjá flokka. Það sem hefði fagurfræðilegt gildi, tilfinningalegt eða notagildi. Maður ætti bara að halda upp á það sem færi í að minnsta kosti tvo flokka. Eins og þetta hafi ekki verið nógu flókið. Hvað á ég til dæmis að gera við vara Sodastreamtækið mitt? Það er klárlega ekki fallegt og hefur nákvæmlega ekkert tilfinningalegt gildi. En hvað ef hitt (sem ég nota reyndar aldrei) bilar? Hvað á ég að gera þá? Undir hvað falla til dæmis rússneskur herhjálmur, rafmagnssteikarpanna, sex tjöld (fyrir fólk sem hefur farið í samtals eina útilegu í 14 ára sambúð), kandíflossvél, súkkulaðigosbrunnur og að sjálfsögðu fótanuddtæki?Fallegt hilluplássÉg er ekki mikið fyrir hugleiðslu eða svona andlegt dót. En að losa sig við kassa úr bílskúr færir manni hreinan unað. Ég get staðið tímunum saman og horft á hilluplássið sem var að losna. Sérstaklega ef hægt er að gefa eitthvað og vita að einhver hafi not fyrir það. Það er nirvana. Reyndar kemur oft á eftir undarleg tómleikatilfinning með ásakandi spurningu: „Af hverju var ég búinn að geyma þetta í tíu ár?“ En svarið er að gefa. Ég hef farið með fleiri kassa á nytjamarkað ABC. Þar hefur vonandi eitthvað af þessum gersemum selst og peningarnir farið í að hjálpa börnum í Afríku að ganga menntaveginn. Og í draumum mínum sé ég mann fyrir mér í þessum líka fínu jakkafötum af mér, horfandi á eitt af fjölmörgum túbutækjum bílskúrsins, með ískalt sódavatn og við fætur hans er notalegt suð fótanuddtækisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Bergmann Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun
Ef við hefðum einhvers konar manndómsvígslur, eins og voru svo algengar í gamla daga, þá mæli ég með einni. Að taka til í bílskúrnum. Ég er semsagt búinn að vera að því svo lengi að mig grunar að stór hluti vinnufélaga minna haldi að ég búi í bílskúr. Þau segja að ég tali ekki um neitt annað. Sem er alls ekki rétt. Ég held þó að orðið bílskúr komi ekki nema í þriðju hverri setningu hjá mér. Ég man hvað ég var glaður þegar ég eignaðist bílskúr Allt þetta pláss! Ég gekk um stikandi og talandi við sjálfan mig: „Hér á bíllinn að vera. Hér verða hjólin og golfsettin og frystikistan og samt allt þetta pláss eftir!“ Ég sá fyrir mér snyrtilegar hillur, með merktum krúttlegum pappakössum og allt í röð og reglu. Þetta væri nánast eins og að ganga inn í vel skipulagt bókasafn.Kassar í Dewey kerfiÞremur árum seinna var þetta orðinn eins og afrískur frumskógur. Klofandi yfir drasl til að komast að öðru drasli sem ég mundi ekki einu sinni eftir að hafa átt, hvað þá keypt. Algjörlega ómögulegt að finna neitt, nema mögulega daginn eftir að maður var búinn að gefast upp og kaupa nýtt. Og mús sem nagaði allt mögulegt í sundur. Það var bara tvennt að gera. Bíða eftir að hún kláraði skúrinn eða laga til.SkuldadagarBílskúrar eru eins og fólk. Það getur etið endalaust en fyrr eða síðar kemur að skuldadögum. Sársaukafullri megrun. Og eins og í venjulegri megrun þá eru fyrstu skrefin auðveldust. Svo fer að harðna á dalnum. Ég fæ til dæmis aldrei til baka tímana sem fóru í samningaviðræður við ástkæra eiginkonu mína um tíu kassa með glósunum hennar úr lögfræðinni. Ég veit að hún á aldrei eftir að líta í þær framar. Hún heldur að þær séu menningarverðmæti. Það var ekki til að bæta það þegar nágranni minn birtist glaðhlakkalegur, þar sem ég stóð og horfði inn í svartholið. Hann, sem er sálfræðingur, sagði mér að til væri regla sem væri á þá leið að það væri hægt að skipta öllu í þrjá flokka. Það sem hefði fagurfræðilegt gildi, tilfinningalegt eða notagildi. Maður ætti bara að halda upp á það sem færi í að minnsta kosti tvo flokka. Eins og þetta hafi ekki verið nógu flókið. Hvað á ég til dæmis að gera við vara Sodastreamtækið mitt? Það er klárlega ekki fallegt og hefur nákvæmlega ekkert tilfinningalegt gildi. En hvað ef hitt (sem ég nota reyndar aldrei) bilar? Hvað á ég að gera þá? Undir hvað falla til dæmis rússneskur herhjálmur, rafmagnssteikarpanna, sex tjöld (fyrir fólk sem hefur farið í samtals eina útilegu í 14 ára sambúð), kandíflossvél, súkkulaðigosbrunnur og að sjálfsögðu fótanuddtæki?Fallegt hilluplássÉg er ekki mikið fyrir hugleiðslu eða svona andlegt dót. En að losa sig við kassa úr bílskúr færir manni hreinan unað. Ég get staðið tímunum saman og horft á hilluplássið sem var að losna. Sérstaklega ef hægt er að gefa eitthvað og vita að einhver hafi not fyrir það. Það er nirvana. Reyndar kemur oft á eftir undarleg tómleikatilfinning með ásakandi spurningu: „Af hverju var ég búinn að geyma þetta í tíu ár?“ En svarið er að gefa. Ég hef farið með fleiri kassa á nytjamarkað ABC. Þar hefur vonandi eitthvað af þessum gersemum selst og peningarnir farið í að hjálpa börnum í Afríku að ganga menntaveginn. Og í draumum mínum sé ég mann fyrir mér í þessum líka fínu jakkafötum af mér, horfandi á eitt af fjölmörgum túbutækjum bílskúrsins, með ískalt sódavatn og við fætur hans er notalegt suð fótanuddtækisins.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun