Næsta skref að Bjarni skili umboðinu til forseta Íslands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. september 2017 07:55 Bjarni Benediktsson átti nokkra fundi með forseta Íslands í fyrra og mætti sömuleiðis til veislu að Bessastöðum ásamt þingmönnum. Vísir/Eyþór Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segir um stórtíðindi að ræða þegar ríkisstjórnarsamstarfi sé slitið. Athyglisvert sé að þetta sé í þriðja skiptið á innan við áratug sem ríkisstjórn fellur eftir kröftug mótmæli almennings. „Almennir leikmenn, kjósendur, mótmæla harðlega einhverjum gjörningi ríkisstjórnarinar og rísa upp. Í kjölfarið hrökklast ríkisstjórnin frá,“ segir Baldur. Árið 2009 sleit Samfylkingin samstarfi sínu við Sjálfstæðisflokkinn eftir fall bankanna haustið 2008 og hávær mótmæli um „vanhæfa ríkisstjórn“. Í fyrra hrökklaðist svo Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra frá völdum eftir mótmæli í kjölfar Panamaskjalanna.Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.Vísir/Kristinn Ingvarsson„Þessi mótmæli núna voru ekki á götum úti en mikill hiti og þungi í umræðunni. Ég upplifði umræðuna í samfélaginu og á samfélagsmiðlum þannig að hún minnti óþægilega mikið á stöðuna 2009, þó svo að málin séu gjörólík,“ segir Baldur. Bendir hann á þá staðreynd að frá árinu 2007 hafi aðeins ein ríkisstjórn náð að sitja út kjörtímabilið. Ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna undir stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sem tók við búinu árið 2009.„Eina ríkisstjórnin sem situr út kjörtímabilið er vinstri stjórn. Það eru tíðindi í íslenskum stjórnmálum,“ segir Baldur en í sögulegu samhengi hafa vinstri stjórnir átt erfiðara með að halda samstarfi gangandi en kollegar þeirra lengra til hægri.Baldur segir að í stöðunni sem upp sé komið sé hefðbundið að forsætisráðherra gangi á fund forseta Íslands og biðjist lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Forseti biðji þá forsætisráðherra um að sitja áfram í svokallaðri starfsstjórn. Það samþykki forsætisráðherra nær undantekningalaust og situr þar til ný stjórn er mynduð eða þar til eftir kosningar.„En munu ráðherrar Bjartrar framtíðar sitja í stjórn með Sjálfstæðisflokknum?“ spyr Baldur. Þau gætu ákveðið að ganga út en þá sé mögulegt að Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn sitji áfram í starfsstjórn þótt flokkarnir væru bara með 28 þingmenn. Þeir gætu starfað með stuðningi flokka á þingi. Baldur segir óvíst hvort flokkar vilji ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn í augnablikinu.„Í augnablikinu er Sjálfstæðisflokkurinn dálítið eins og heit kartafla. Það er ekki hlaupið að því að mynda stjórn með honum. Hvað gerist á næstu dögum og vikum er ómögulegt að segja til um,“ segir Baldur. Í stöðunni gæti Sjálfstæðisflokkurinn myndað minnihlutastjórn eins til tveggja flokka sem njóti stuðnings einhvers þriðja flokks en svo er spurning hvað Bjarni Ben vilji gera.„Hann gæti metið stöðuna svo að hann vilji boða til kosninga.“Vísir fylgist með gangi mála í vaktinni í allan dag.
Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segir um stórtíðindi að ræða þegar ríkisstjórnarsamstarfi sé slitið. Athyglisvert sé að þetta sé í þriðja skiptið á innan við áratug sem ríkisstjórn fellur eftir kröftug mótmæli almennings. „Almennir leikmenn, kjósendur, mótmæla harðlega einhverjum gjörningi ríkisstjórnarinar og rísa upp. Í kjölfarið hrökklast ríkisstjórnin frá,“ segir Baldur. Árið 2009 sleit Samfylkingin samstarfi sínu við Sjálfstæðisflokkinn eftir fall bankanna haustið 2008 og hávær mótmæli um „vanhæfa ríkisstjórn“. Í fyrra hrökklaðist svo Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra frá völdum eftir mótmæli í kjölfar Panamaskjalanna.Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.Vísir/Kristinn Ingvarsson„Þessi mótmæli núna voru ekki á götum úti en mikill hiti og þungi í umræðunni. Ég upplifði umræðuna í samfélaginu og á samfélagsmiðlum þannig að hún minnti óþægilega mikið á stöðuna 2009, þó svo að málin séu gjörólík,“ segir Baldur. Bendir hann á þá staðreynd að frá árinu 2007 hafi aðeins ein ríkisstjórn náð að sitja út kjörtímabilið. Ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna undir stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sem tók við búinu árið 2009.„Eina ríkisstjórnin sem situr út kjörtímabilið er vinstri stjórn. Það eru tíðindi í íslenskum stjórnmálum,“ segir Baldur en í sögulegu samhengi hafa vinstri stjórnir átt erfiðara með að halda samstarfi gangandi en kollegar þeirra lengra til hægri.Baldur segir að í stöðunni sem upp sé komið sé hefðbundið að forsætisráðherra gangi á fund forseta Íslands og biðjist lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Forseti biðji þá forsætisráðherra um að sitja áfram í svokallaðri starfsstjórn. Það samþykki forsætisráðherra nær undantekningalaust og situr þar til ný stjórn er mynduð eða þar til eftir kosningar.„En munu ráðherrar Bjartrar framtíðar sitja í stjórn með Sjálfstæðisflokknum?“ spyr Baldur. Þau gætu ákveðið að ganga út en þá sé mögulegt að Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn sitji áfram í starfsstjórn þótt flokkarnir væru bara með 28 þingmenn. Þeir gætu starfað með stuðningi flokka á þingi. Baldur segir óvíst hvort flokkar vilji ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn í augnablikinu.„Í augnablikinu er Sjálfstæðisflokkurinn dálítið eins og heit kartafla. Það er ekki hlaupið að því að mynda stjórn með honum. Hvað gerist á næstu dögum og vikum er ómögulegt að segja til um,“ segir Baldur. Í stöðunni gæti Sjálfstæðisflokkurinn myndað minnihlutastjórn eins til tveggja flokka sem njóti stuðnings einhvers þriðja flokks en svo er spurning hvað Bjarni Ben vilji gera.„Hann gæti metið stöðuna svo að hann vilji boða til kosninga.“Vísir fylgist með gangi mála í vaktinni í allan dag.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira