Áfram varað við vatnavöxtum og skriðuföllum fyrir austan Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. september 2017 08:36 Á þriðja tug kinda sem lentu undir aurskriðu í Hamarsfirði var bjargað í gær. Enn er talin hætta á skriðuföllum á austanverðu og suðaustanverðu landinu vegna mikilla vatnavaxta sem hefur fylgt hefur gríðarlegri úrkomu á svæðinu síðustu daga. Spáð er áframhaldandi úrkomu í dag með tilheyrandi vatnavöxtum og hættu á skriðuföllum. landsbjörg Útlit er fyrir áframhaldandi votviðri og vatnavexti á Suðausturlandi og Austfjörðum fram eftir laugardegi og því lítið lát á vatnavöxtunum sem verið hafa á svæðinu síðustu daga. Spáð er rigningu með köflum víðast hvar í dag, en samfelldri og jafnvel talsverðri úrkomu á suðaustan til og á Austfjörðum. Áfram er því talin hætta á skriðuföllum þar og er óvissustig almannavarna enn í gildi. Þyrla Landhelgisgæslunnar heldur áfram aðgerðum á flóðasvæðunum í dag en í gær fluttu flugmenn þyrlunnar 121 einstakling til og frá hinum ýmsu stöðum innan þess svæðis sem lokað er milli Steinavatna í vestri og Hólabrekku í austri með þyrlunni og nutu aðstoðar björgunarsveita og lögreglu. 97 einstaklingar voru fluttir vestur yfir Steinavötn að Hala í Suðursveit þangað sem þeir voru sóttir á fólksflutningabílum og ferjaðir vestur, að því er segir í tilkynningu lögreglunnar. Þar kemur jafnframt fram að enn séu einhverjir ferðamenn innans þess svæðis sem er lokað en þeir munu ætla að vera þar áfram þar til um hægist og njóta lífsins í sveitinni. Brúin yfir Steinavötn er mikið skemmd vegna vatnavaxtanna og var henni því lokað í gær. Ekki er víst að hún standi af sér flóðið sem væntanlega mun fylgja rigningunni í dag. Þá er þjóðvegur 1 eitt einnig lokaður við Hólmsá á Mýrum og ekki útlit fyrir að það takist að opna að nýju á næstu dögum, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Stöðufundur verður núna klukkan níu áður en haldið verður inn í daginn. Áætlað er að Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, og Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, heimsæki flóðasvæðin í dag auk Hreins Haraldssonar, vegamálastjóra, og kynni sér aðstæður að því gefnu að það viðri til flugs.Veðurhorfur í dag og næstu daga:Austan 8-15 m/s við suðaustur og austurströndina annars norðaustan 5-13 m/s. Rigning með köflum víðast hvar í dag, en samfelld og jafnvel talsverð úrkoma suðaustanlands og á Austfjörðum. Hæg vestlæg átt og úrkomulítið vestantil á landinu á morgun en snýst í sunnan 5-10 og dregur úr úrkomu austantil annað kvöld. Hiti 7 til 13 stig hlýjast sunnanlands.Á sunnudag:Austlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og dálítil væta á köflum. Hiti 6 til 10 stig.Á mánudag:Norðlæg átt, 5-13 m/s. Skýjað og dálítil væta austantil og með norðurströndinni en bjartviðri sunnan jökla. Hiti 4 til 10 stig, mildast syðst.Á þriðjudag:Vestlæg átt með rigningu á norðanverðu landinu en og skúrir með suðurströndinni. Þurrt að kalla á Austfjörðum og suðaustanlands. Kólnar í veðri. Veður Tengdar fréttir Á þriðja tug kinda bjargað undan aurskriðu Talið er að enn sé eitthvert fé undir skriðunni en gríðarlegir vatnavextir eru á Suðaustur- og Austurlandi vegna úrkomu í gær og í dag. 28. september 2017 18:00 Sjötíu ferjaðir yfir Steinavötn með þyrlu Landhelgisgæslunnar Ákveðið hefur verið að þyrlan verði á Höfn í Hornafirði í nótt eins og þurfa þykir. 28. september 2017 19:57 Þyrlan flýgur með nauðsynjavörur á bæi sem eru innlyksa vegna vatnavaxta Von er á þyrlu Landhelgisgæslunnar innan skamms á Suðausturland þar sem gríðarlegir vatnavextir eru vegna úrkomu í gær og í dag. 28. september 2017 12:23 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld Sjá meira
Útlit er fyrir áframhaldandi votviðri og vatnavexti á Suðausturlandi og Austfjörðum fram eftir laugardegi og því lítið lát á vatnavöxtunum sem verið hafa á svæðinu síðustu daga. Spáð er rigningu með köflum víðast hvar í dag, en samfelldri og jafnvel talsverðri úrkomu á suðaustan til og á Austfjörðum. Áfram er því talin hætta á skriðuföllum þar og er óvissustig almannavarna enn í gildi. Þyrla Landhelgisgæslunnar heldur áfram aðgerðum á flóðasvæðunum í dag en í gær fluttu flugmenn þyrlunnar 121 einstakling til og frá hinum ýmsu stöðum innan þess svæðis sem lokað er milli Steinavatna í vestri og Hólabrekku í austri með þyrlunni og nutu aðstoðar björgunarsveita og lögreglu. 97 einstaklingar voru fluttir vestur yfir Steinavötn að Hala í Suðursveit þangað sem þeir voru sóttir á fólksflutningabílum og ferjaðir vestur, að því er segir í tilkynningu lögreglunnar. Þar kemur jafnframt fram að enn séu einhverjir ferðamenn innans þess svæðis sem er lokað en þeir munu ætla að vera þar áfram þar til um hægist og njóta lífsins í sveitinni. Brúin yfir Steinavötn er mikið skemmd vegna vatnavaxtanna og var henni því lokað í gær. Ekki er víst að hún standi af sér flóðið sem væntanlega mun fylgja rigningunni í dag. Þá er þjóðvegur 1 eitt einnig lokaður við Hólmsá á Mýrum og ekki útlit fyrir að það takist að opna að nýju á næstu dögum, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Stöðufundur verður núna klukkan níu áður en haldið verður inn í daginn. Áætlað er að Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, og Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, heimsæki flóðasvæðin í dag auk Hreins Haraldssonar, vegamálastjóra, og kynni sér aðstæður að því gefnu að það viðri til flugs.Veðurhorfur í dag og næstu daga:Austan 8-15 m/s við suðaustur og austurströndina annars norðaustan 5-13 m/s. Rigning með köflum víðast hvar í dag, en samfelld og jafnvel talsverð úrkoma suðaustanlands og á Austfjörðum. Hæg vestlæg átt og úrkomulítið vestantil á landinu á morgun en snýst í sunnan 5-10 og dregur úr úrkomu austantil annað kvöld. Hiti 7 til 13 stig hlýjast sunnanlands.Á sunnudag:Austlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og dálítil væta á köflum. Hiti 6 til 10 stig.Á mánudag:Norðlæg átt, 5-13 m/s. Skýjað og dálítil væta austantil og með norðurströndinni en bjartviðri sunnan jökla. Hiti 4 til 10 stig, mildast syðst.Á þriðjudag:Vestlæg átt með rigningu á norðanverðu landinu en og skúrir með suðurströndinni. Þurrt að kalla á Austfjörðum og suðaustanlands. Kólnar í veðri.
Veður Tengdar fréttir Á þriðja tug kinda bjargað undan aurskriðu Talið er að enn sé eitthvert fé undir skriðunni en gríðarlegir vatnavextir eru á Suðaustur- og Austurlandi vegna úrkomu í gær og í dag. 28. september 2017 18:00 Sjötíu ferjaðir yfir Steinavötn með þyrlu Landhelgisgæslunnar Ákveðið hefur verið að þyrlan verði á Höfn í Hornafirði í nótt eins og þurfa þykir. 28. september 2017 19:57 Þyrlan flýgur með nauðsynjavörur á bæi sem eru innlyksa vegna vatnavaxta Von er á þyrlu Landhelgisgæslunnar innan skamms á Suðausturland þar sem gríðarlegir vatnavextir eru vegna úrkomu í gær og í dag. 28. september 2017 12:23 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld Sjá meira
Á þriðja tug kinda bjargað undan aurskriðu Talið er að enn sé eitthvert fé undir skriðunni en gríðarlegir vatnavextir eru á Suðaustur- og Austurlandi vegna úrkomu í gær og í dag. 28. september 2017 18:00
Sjötíu ferjaðir yfir Steinavötn með þyrlu Landhelgisgæslunnar Ákveðið hefur verið að þyrlan verði á Höfn í Hornafirði í nótt eins og þurfa þykir. 28. september 2017 19:57
Þyrlan flýgur með nauðsynjavörur á bæi sem eru innlyksa vegna vatnavaxta Von er á þyrlu Landhelgisgæslunnar innan skamms á Suðausturland þar sem gríðarlegir vatnavextir eru vegna úrkomu í gær og í dag. 28. september 2017 12:23