Brýnt að ná góðum tengslum við breska ráðamenn Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. september 2017 06:00 Guðlaugur Þór flaug utan í gærmorgun eftir að þingi var slitið á Alþingi. Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hélt ávarp í gær við opnun breskrar hugveitu sem ber heitið Stofnun frjálsra viðskipta. Hann átti við það tækifæri tvíhliða fund með Liam Fox, sem er ráðherra yfir málum milliríkjaviðskipta í bresku ríkisstjórninni. „Það sem við vorum að ræða var tvíhliðasamskipti Íslands og Bretlands við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu,“ segir hann. Guðlaugur Þór segir þetta hafa verið forgangsmál hjá utanríkisráðuneytinu frá því að Bretar samþykktu að ganga úr Evrópusambandinu. „Enda er þetta næstmikilvægasta viðskiptaland okkar Íslendinga á eftir Bandaríkjunum. Við höfum lagt mikið upp úr því að ná góðum tengslum við breska ráðamenn og sömuleiðis æðstu embættismenn og þetta er bara liður í því,“ segir Guðlaugur Þór. Breskir fjölmiðlar segja hugveituna vera nokkurs konar samfélag harðlínu-Brexit sinna. Guðlaugur Þór segist ekki taka afstöðu til breskra stjórnmála. „Boris Johnson bauð mér á þennan fund en það er ekki þar með sagt að ég sé að taka einhverja afstöðu í einhverjum málum innan breska Íhaldsflokksins. Það er mikil umræða um Brexit hérna í Bretlandi en ég er ekki að taka þátt í þeim umræðum og það var ekki til umræðu á þessum fundum. Hann segir heimsóknina einkum vera lið í því að undirbúa samskiptin við Breta eftir Brexit. „Ég er búinn að hitta núna alla þá ráðherra sem að þessum málum koma hjá Bretum en ég átti eftir að hitta Liam Fox. Það hefur staðið yfir nokkuð lengi og þetta var kjörið tækifæri til að setjast niður með honum.“ Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hélt ávarp í gær við opnun breskrar hugveitu sem ber heitið Stofnun frjálsra viðskipta. Hann átti við það tækifæri tvíhliða fund með Liam Fox, sem er ráðherra yfir málum milliríkjaviðskipta í bresku ríkisstjórninni. „Það sem við vorum að ræða var tvíhliðasamskipti Íslands og Bretlands við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu,“ segir hann. Guðlaugur Þór segir þetta hafa verið forgangsmál hjá utanríkisráðuneytinu frá því að Bretar samþykktu að ganga úr Evrópusambandinu. „Enda er þetta næstmikilvægasta viðskiptaland okkar Íslendinga á eftir Bandaríkjunum. Við höfum lagt mikið upp úr því að ná góðum tengslum við breska ráðamenn og sömuleiðis æðstu embættismenn og þetta er bara liður í því,“ segir Guðlaugur Þór. Breskir fjölmiðlar segja hugveituna vera nokkurs konar samfélag harðlínu-Brexit sinna. Guðlaugur Þór segist ekki taka afstöðu til breskra stjórnmála. „Boris Johnson bauð mér á þennan fund en það er ekki þar með sagt að ég sé að taka einhverja afstöðu í einhverjum málum innan breska Íhaldsflokksins. Það er mikil umræða um Brexit hérna í Bretlandi en ég er ekki að taka þátt í þeim umræðum og það var ekki til umræðu á þessum fundum. Hann segir heimsóknina einkum vera lið í því að undirbúa samskiptin við Breta eftir Brexit. „Ég er búinn að hitta núna alla þá ráðherra sem að þessum málum koma hjá Bretum en ég átti eftir að hitta Liam Fox. Það hefur staðið yfir nokkuð lengi og þetta var kjörið tækifæri til að setjast niður með honum.“
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira