Lilja Dögg leggur fram frumvarp um afnám bókaskatts Ingvar Þór Björnsson skrifar 26. september 2017 22:03 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra. Vísir/stefán Lilja Dögg Alfreðsdóttir lagði í dag fram frumvarp um breytingar á lögum um virðisaukaskatt. Með breytingunum á að afnema bókaskatt. Fulltrúar úr öllum flokkum koma að frumvarpinu og er þverpólitísk samstaða um málið. Með frumvarpinu er lagt til að sala bóka, jafnt frumsaminna sem þýddra, verði bætt við upptalningu 12. gr. laga um virðisaukaskatt á starfsemi sem ekki telst til skattskyldrar veltu. Nýjar tölur Félags íslenskra bókaútgefenda, sem unnar eru upp úr tölum Hagstofu Íslands, sýna að 11% samdráttur varð í bóksölu árið 2016 miðað við fyrra ár. Alls hefur bóksala dregist saman um 31,32% frá árinu 2008. Samdráttur í veltu fyrstu fjóra mánuði ársins var 7,83%. Þá kemur fram í greinargerðinni með frumvarpinu að hækkun neðra þreps virðisaukaskatt árið 2014 hafi haft umtalsverð neikvæð áhrif á bóksölu á skömmum tíma. Í greinargerðinni kemur einnig fram að frumvarpið styðji við meginmarkmið Hvítbókar um umbætur í menntun á Íslandi til ársins 2018 um að 90% grunnskólanema nái lágmarksviðmiðum í lestri. Þá kemur fram að tekjur af virðisaukaskatti á bóksölu voru um 278 milljónir árið 2014, um 374 milljónir króna árið 2015 og um 353 milljónir króna árið 2016. „Gera má ráð fyrir að á móti lækkun tekna ríkissjóðs vegna afnáms virðisaukaskatts af bóksölu muni önnur jákvæð hagræn áhrif koma fram eins og aukin velta í bókaútgáfu sem mun skapa fleiri störf í samfélaginu. Þá eru ótalin önnur jákvæð áhrif af því að efla bókaútgáfu, svo sem aukinn fjölbreytileiki með auknu framboði af bókum ásamt því að styðja við íslenska tungu sem seint verður metið til fjár,“ segir í frumvarpinu. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Lilja Dögg Alfreðsdóttir lagði í dag fram frumvarp um breytingar á lögum um virðisaukaskatt. Með breytingunum á að afnema bókaskatt. Fulltrúar úr öllum flokkum koma að frumvarpinu og er þverpólitísk samstaða um málið. Með frumvarpinu er lagt til að sala bóka, jafnt frumsaminna sem þýddra, verði bætt við upptalningu 12. gr. laga um virðisaukaskatt á starfsemi sem ekki telst til skattskyldrar veltu. Nýjar tölur Félags íslenskra bókaútgefenda, sem unnar eru upp úr tölum Hagstofu Íslands, sýna að 11% samdráttur varð í bóksölu árið 2016 miðað við fyrra ár. Alls hefur bóksala dregist saman um 31,32% frá árinu 2008. Samdráttur í veltu fyrstu fjóra mánuði ársins var 7,83%. Þá kemur fram í greinargerðinni með frumvarpinu að hækkun neðra þreps virðisaukaskatt árið 2014 hafi haft umtalsverð neikvæð áhrif á bóksölu á skömmum tíma. Í greinargerðinni kemur einnig fram að frumvarpið styðji við meginmarkmið Hvítbókar um umbætur í menntun á Íslandi til ársins 2018 um að 90% grunnskólanema nái lágmarksviðmiðum í lestri. Þá kemur fram að tekjur af virðisaukaskatti á bóksölu voru um 278 milljónir árið 2014, um 374 milljónir króna árið 2015 og um 353 milljónir króna árið 2016. „Gera má ráð fyrir að á móti lækkun tekna ríkissjóðs vegna afnáms virðisaukaskatts af bóksölu muni önnur jákvæð hagræn áhrif koma fram eins og aukin velta í bókaútgáfu sem mun skapa fleiri störf í samfélaginu. Þá eru ótalin önnur jákvæð áhrif af því að efla bókaútgáfu, svo sem aukinn fjölbreytileiki með auknu framboði af bókum ásamt því að styðja við íslenska tungu sem seint verður metið til fjár,“ segir í frumvarpinu.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira