Bara Vinstri, ekki Græn Þórarinn Halldór Óðinsson skrifar 25. september 2017 12:32 Það var athyglisvert að fylgjast með framgöngu Lilju Rafneyjar þingmanns Vinstri Grænna á borgarafundi sem haldinn var í Ísafjarðarbæ á dögunum undir yfirskriftinni „fólk í fyrirrúmi“. Þar tók hún m.a. til umræðu að leyfa skyldi eldi á frjóum norskum laxi í Ísafjarðardjúpi hið fyrsta og að náttúran skyldi fá að njóta vafans. Samt veit þingmaðurinn að sá vafi leyfir ekki laxeldið, þar sem fyrir liggur áhættumat Hafrannsóknarstofnar. Þar er varað við að slíkt eldi muni vafalaust stefna villtum laxastofnum í ám á svæðinu í hættu. Þrátt fyrir þetta krafðist þingmaðurinn þess að leyfi til laxeldis yrði veitt hið snarasta og virtist þarna alveg hafa gleymt pólitískum uppruna sínum. Það er liðin tíð að stjórnmálamenn í atkvæðaleit geti hagað sér eins og umskiptingar eftir því við hverja þeir tala hverju sinni. Það var því óheppilegt fyrir þingmanninn að fundinum var streymt í beinni útsendingu og því ómar krafa hennar um frjóan lax í sjókvíum um allt Norðvesturkjördæmi. Því ekki má gleyma að aðrir hagsmunahópar búa í kjördæminu. Þar er að finna verðmætustu laxveiðiár á Íslandi og atvinnuhagsmuni þeim tengda sem þingmaðurinn virðist nú engu skeyta um. VG hefur hingað til gefið sig út fyrir að vera sá stjórnmálaflokkur sem stendur næst náttúrvernd í íslenskum stjórnmálum. Það á bersýnilega ekki lengur við, allavega ekki í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Skoðun Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það var athyglisvert að fylgjast með framgöngu Lilju Rafneyjar þingmanns Vinstri Grænna á borgarafundi sem haldinn var í Ísafjarðarbæ á dögunum undir yfirskriftinni „fólk í fyrirrúmi“. Þar tók hún m.a. til umræðu að leyfa skyldi eldi á frjóum norskum laxi í Ísafjarðardjúpi hið fyrsta og að náttúran skyldi fá að njóta vafans. Samt veit þingmaðurinn að sá vafi leyfir ekki laxeldið, þar sem fyrir liggur áhættumat Hafrannsóknarstofnar. Þar er varað við að slíkt eldi muni vafalaust stefna villtum laxastofnum í ám á svæðinu í hættu. Þrátt fyrir þetta krafðist þingmaðurinn þess að leyfi til laxeldis yrði veitt hið snarasta og virtist þarna alveg hafa gleymt pólitískum uppruna sínum. Það er liðin tíð að stjórnmálamenn í atkvæðaleit geti hagað sér eins og umskiptingar eftir því við hverja þeir tala hverju sinni. Það var því óheppilegt fyrir þingmanninn að fundinum var streymt í beinni útsendingu og því ómar krafa hennar um frjóan lax í sjókvíum um allt Norðvesturkjördæmi. Því ekki má gleyma að aðrir hagsmunahópar búa í kjördæminu. Þar er að finna verðmætustu laxveiðiár á Íslandi og atvinnuhagsmuni þeim tengda sem þingmaðurinn virðist nú engu skeyta um. VG hefur hingað til gefið sig út fyrir að vera sá stjórnmálaflokkur sem stendur næst náttúrvernd í íslenskum stjórnmálum. Það á bersýnilega ekki lengur við, allavega ekki í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar