Trump virðist hafa meiri áhyggjur af NFL-deildinni en Norður Kóreu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. september 2017 16:15 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætti að vera með hugann við heimsmálin enda æðsti maður áhrifamestu þjóðar heims og nóg um að vera bæði heima og erlendis. Raunin er önnur en Trump tókst um helgina að gera sig að óvini númer eitt hjá stærstu atvinnumannadeild bandarískra íþrótta sem er NFL-deildin. NFL-leikmenn og NFL-eigendur hafa fordæmt Bandaríkjaforseta eftir að forsetinn sagði að reka ætti leikmenn sem mótmæla undir bandaríska þjóðsöngnum. „Þætti ykkur ekki frábært að sjá einn af þessum NFL eigendum, þegar einhver sýnir fánanum okkar vanvirðingu, segja „Takið þennan tíkarson af vellinum núna strax, hann er rekinn. „Sá eigandi [sem rekur leikmann vegna þessa] mun verða vinsælasta manneskja landsins,“ sagði forsetinn í Alabama á föstudaginn. Eru þetta enn ein ummæli forsetans sem skapa sundrungu og ýta undir kynþóttafordóma í Bandaríkjunum. Öll lið NFL-deildarinnar stóðu saman í því að svara forsetanum og gagnrýni hans. Fyrir vikið hefur verið nóg að gera hjá Donald Trump á Twitter að reyna að réttlæta og svara fyrir ummæli sín. Í rauninni hefur verið lítill tími í annað hjá Bandaríkjaforseta. Darren Rovell tók það saman á Twitter hvað Donald Trump hefur verið að skrifa um á twitter á síðustu 36 klukkutímum. Þá samantekt má sjá hér fyrir neðan.President Trump Tweets, Last 36 Hours, By Topic pic.twitter.com/yrEo3J7nDK — Darren Rovell (@darrenrovell) September 25, 2017 Eins og sjá má þar þá hafa 10 af 36 twitter færslum forsetans snúist um NFL-deildina eða þjóðsönginn en aðeins tvisvar hefur honum þótt ástæða til að skrifa um Norður Kóreu eða heilbrigðismálin. NFL Tengdar fréttir Leikmennirnir létu ekki sjá sig þegar þjóðsöngurinn var spilaður Gagnrýni Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á leikmenn NFL-deildarinnar fór mjög illa í alla tengdum NFL-deildinni hvort sem það voru leikmenn eða forráðamenn liðanna. 25. september 2017 09:00 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætti að vera með hugann við heimsmálin enda æðsti maður áhrifamestu þjóðar heims og nóg um að vera bæði heima og erlendis. Raunin er önnur en Trump tókst um helgina að gera sig að óvini númer eitt hjá stærstu atvinnumannadeild bandarískra íþrótta sem er NFL-deildin. NFL-leikmenn og NFL-eigendur hafa fordæmt Bandaríkjaforseta eftir að forsetinn sagði að reka ætti leikmenn sem mótmæla undir bandaríska þjóðsöngnum. „Þætti ykkur ekki frábært að sjá einn af þessum NFL eigendum, þegar einhver sýnir fánanum okkar vanvirðingu, segja „Takið þennan tíkarson af vellinum núna strax, hann er rekinn. „Sá eigandi [sem rekur leikmann vegna þessa] mun verða vinsælasta manneskja landsins,“ sagði forsetinn í Alabama á föstudaginn. Eru þetta enn ein ummæli forsetans sem skapa sundrungu og ýta undir kynþóttafordóma í Bandaríkjunum. Öll lið NFL-deildarinnar stóðu saman í því að svara forsetanum og gagnrýni hans. Fyrir vikið hefur verið nóg að gera hjá Donald Trump á Twitter að reyna að réttlæta og svara fyrir ummæli sín. Í rauninni hefur verið lítill tími í annað hjá Bandaríkjaforseta. Darren Rovell tók það saman á Twitter hvað Donald Trump hefur verið að skrifa um á twitter á síðustu 36 klukkutímum. Þá samantekt má sjá hér fyrir neðan.President Trump Tweets, Last 36 Hours, By Topic pic.twitter.com/yrEo3J7nDK — Darren Rovell (@darrenrovell) September 25, 2017 Eins og sjá má þar þá hafa 10 af 36 twitter færslum forsetans snúist um NFL-deildina eða þjóðsönginn en aðeins tvisvar hefur honum þótt ástæða til að skrifa um Norður Kóreu eða heilbrigðismálin.
NFL Tengdar fréttir Leikmennirnir létu ekki sjá sig þegar þjóðsöngurinn var spilaður Gagnrýni Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á leikmenn NFL-deildarinnar fór mjög illa í alla tengdum NFL-deildinni hvort sem það voru leikmenn eða forráðamenn liðanna. 25. september 2017 09:00 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Sjá meira
Leikmennirnir létu ekki sjá sig þegar þjóðsöngurinn var spilaður Gagnrýni Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á leikmenn NFL-deildarinnar fór mjög illa í alla tengdum NFL-deildinni hvort sem það voru leikmenn eða forráðamenn liðanna. 25. september 2017 09:00