Leikmennirnir létu ekki sjá sig þegar þjóðsöngurinn var spilaður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. september 2017 09:00 Dómararnir voru einu þátttakendurnir í leiknum sem hlustuðu á þjóðsöngvana inn á leikvanginum. Vísir/Getty Gagnrýni Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á leikmenn NFL-deildarinnar fór mjög illa í alla tengdum NFL-deildinni hvort sem það voru leikmenn eða forráðamenn liðanna. Trump taldi rétt að leikmenn sem notuðu bandaríska þjóðsönginn, til að mótmæla ástandinu í bandarísku þjóðfélagi, yrðu reknir úr sínum liðum. Þjóðsöngurinn er alltaf spilaður fyrir hvern leik og þó nokkrir leikmenn hafa neitað að standa á meðan þjóðsöngurinn er spilaður og tengjast þessi mótmæli þeirra undantekningarlaust kynþáttafordómum í Bandaríkjunum og harkalegum lögregluaðgerðum gagnvart blökkumönnum. Það voru allskonar útgáfur af þjóðsöngvunum fyrir leiki gærdagsins í NFL-deildinni en sú óvenjulegasta var án vafa í leik Tennessee Titans og Seattle Seahawks á Nissan leikvanginum í Nashville í Tennessee-fylki.Both the Titans Seahawks remained in their locker rooms during the national anthem while the singer took a knee during her performance. pic.twitter.com/uN3ACIMsL5 — FOX Sports (@FOXSports) September 24, 2017 Leikmenn liða Tennessee Titans og Seattle Seahawks voru nefnilega hvergi sjáanlegir þegar bandaríski þjóðsöngurinn því þeir voru allir ennþá inn í búningsklefa. Það eru yfir 50 leikmenn í hverju liði í hverjum leik. Bæði liðin sendu frá sér yfirlýsingu það sem kom fram að allir leikmenn liðanna væru á því að þetta væri besta leiðin til að sýna ást sína á Bandaríkjunum og tala á móti því óréttlæti sem blökkumenn hafa orðið fyrir í landinu. Þar kom líka fram að fólk mætti alls ekki líta á fjarveru leikmannanna sem skort á föðurlandsástNo players on the field. @meghanlinsey takes a knee after singing national anthem in Nashville. #Titans#Seahawkshttps://t.co/Kvb7rdd6NFpic.twitter.com/3TQH8N5sZB — Jason Wolf (@JasonWolf) September 24, 2017 Það var því heldur tómlegt á hliðarlínunni þegar bandaríski þjóðsöngurinn var spilaður á Nissan leikvanginum í Nashville í gær. Sjónvarpsvélararnar mynduðu bara yfirgefna hjálpa á varamannabekknum og dyrnar á búningsklefanum á meðan þjóðsöngurinn var sunginn. Leikurinn var síðan hin besta skemmtun en hann endaði með 33-27 sigri heimamanna í Tennessee Titans. NFL Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Sjá meira
Gagnrýni Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á leikmenn NFL-deildarinnar fór mjög illa í alla tengdum NFL-deildinni hvort sem það voru leikmenn eða forráðamenn liðanna. Trump taldi rétt að leikmenn sem notuðu bandaríska þjóðsönginn, til að mótmæla ástandinu í bandarísku þjóðfélagi, yrðu reknir úr sínum liðum. Þjóðsöngurinn er alltaf spilaður fyrir hvern leik og þó nokkrir leikmenn hafa neitað að standa á meðan þjóðsöngurinn er spilaður og tengjast þessi mótmæli þeirra undantekningarlaust kynþáttafordómum í Bandaríkjunum og harkalegum lögregluaðgerðum gagnvart blökkumönnum. Það voru allskonar útgáfur af þjóðsöngvunum fyrir leiki gærdagsins í NFL-deildinni en sú óvenjulegasta var án vafa í leik Tennessee Titans og Seattle Seahawks á Nissan leikvanginum í Nashville í Tennessee-fylki.Both the Titans Seahawks remained in their locker rooms during the national anthem while the singer took a knee during her performance. pic.twitter.com/uN3ACIMsL5 — FOX Sports (@FOXSports) September 24, 2017 Leikmenn liða Tennessee Titans og Seattle Seahawks voru nefnilega hvergi sjáanlegir þegar bandaríski þjóðsöngurinn því þeir voru allir ennþá inn í búningsklefa. Það eru yfir 50 leikmenn í hverju liði í hverjum leik. Bæði liðin sendu frá sér yfirlýsingu það sem kom fram að allir leikmenn liðanna væru á því að þetta væri besta leiðin til að sýna ást sína á Bandaríkjunum og tala á móti því óréttlæti sem blökkumenn hafa orðið fyrir í landinu. Þar kom líka fram að fólk mætti alls ekki líta á fjarveru leikmannanna sem skort á föðurlandsástNo players on the field. @meghanlinsey takes a knee after singing national anthem in Nashville. #Titans#Seahawkshttps://t.co/Kvb7rdd6NFpic.twitter.com/3TQH8N5sZB — Jason Wolf (@JasonWolf) September 24, 2017 Það var því heldur tómlegt á hliðarlínunni þegar bandaríski þjóðsöngurinn var spilaður á Nissan leikvanginum í Nashville í gær. Sjónvarpsvélararnar mynduðu bara yfirgefna hjálpa á varamannabekknum og dyrnar á búningsklefanum á meðan þjóðsöngurinn var sunginn. Leikurinn var síðan hin besta skemmtun en hann endaði með 33-27 sigri heimamanna í Tennessee Titans.
NFL Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Sjá meira