Í fréttum er þetta helst ... Rakel Sveinsdóttir skrifar 4. október 2017 07:00 Árið 1937 voru aðildarfélagar Blaðamannafélags Íslands tuttugu talsins. Þetta voru þá blaðamenn helstu dagblaða í Reykjavík og innan hópsins var ein kona. Sem betur fer hefur mikið breyst síðan þá, enda get ég ekki ímyndað mér hversu einsleitir fjölmiðlar væru ef 95% starfsmanna frétta væru eingöngu karlar. Persónulega tel ég líka að aukin hlutdeild kvenna í fjölmiðlum hafi aukið fjölbreytileika efnis og umræðu svo um munar. Með fleiri konum í fjölmiðlum höfum við hreinlega uppskorið meira, betra og fjölbreyttara efni. En við þurfum ekki aðeins að fjölga konum innan fjölmiðla, heldur einnig í hópi viðmælenda. Þar er oft talað um að hlutföllin séu 70:30, karlmönnum í vil. Undantekning var þó fjölmiðladagur FKA í fyrra. Þá tóku fjölmiðlar svo rækilega þátt, að konur urðu nánast allsráðandi í umræðunni og mjög áberandi í öllum tegundum miðla. Tvennt gerðist í kjölfarið: í fyrsta lagi víxluðust kynjahlutföllin í ljósvakafréttum, konum í vil. Þetta teljum við vera einsdæmi í heiminum. Hins vegar staðfesti góð þátttaka fjölmiðla áhuga þeirra og vilja til að jafna stöðu kynjanna í umræðunni. Við konurnar stöndum líka alveg undir því að taka meiri þátt. Við erum virkar á öllum sviðum atvinnulífs, í stjórnmálum, erum vel menntaðar og stöndum jafnfætis öðrum sem álitsgjafar. Jöfn ásýnd kynja í fjölmiðlum getur líka leitt til hraðari breytinga í svo mörgu. Ég nefni sem dæmi hraðari árangur í að jafna hlutdeild kynja í stjórnunarstöðum, í launum eða í stjórnmálum. Í dag er fjölmiðladagur FKA 2017 og er sérlegur gestur okkar Mary Hockaday frá BBC. Mary mun hitta fyrir fjölmiðlafólk, FKA konur og fleiri, en í tilefni dagsins hvet ég líka fjölmiðla til að ræða við sem flestar konur, hvert svo sem viðfangsefnið er. Markmiðið er að víxla kynjahlutföllum viðmælenda í einn dag, eins og í fyrra. Í þetta sinn hefur Jafnréttisráð Evrópu óskað eftir upplýsingum um hvernig til tekst. Það er því aldrei að vita nema að þetta sameiginlega verkefni FKA og fjölmiðla um aukna ásýnd kvenna í fjölmiðlum, endi með að verða öðrum þjóðum til fyrirmyndar. Háleit hugmynd en ekki fráleit. Eða hvað finnst ykkur?Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Árið 1937 voru aðildarfélagar Blaðamannafélags Íslands tuttugu talsins. Þetta voru þá blaðamenn helstu dagblaða í Reykjavík og innan hópsins var ein kona. Sem betur fer hefur mikið breyst síðan þá, enda get ég ekki ímyndað mér hversu einsleitir fjölmiðlar væru ef 95% starfsmanna frétta væru eingöngu karlar. Persónulega tel ég líka að aukin hlutdeild kvenna í fjölmiðlum hafi aukið fjölbreytileika efnis og umræðu svo um munar. Með fleiri konum í fjölmiðlum höfum við hreinlega uppskorið meira, betra og fjölbreyttara efni. En við þurfum ekki aðeins að fjölga konum innan fjölmiðla, heldur einnig í hópi viðmælenda. Þar er oft talað um að hlutföllin séu 70:30, karlmönnum í vil. Undantekning var þó fjölmiðladagur FKA í fyrra. Þá tóku fjölmiðlar svo rækilega þátt, að konur urðu nánast allsráðandi í umræðunni og mjög áberandi í öllum tegundum miðla. Tvennt gerðist í kjölfarið: í fyrsta lagi víxluðust kynjahlutföllin í ljósvakafréttum, konum í vil. Þetta teljum við vera einsdæmi í heiminum. Hins vegar staðfesti góð þátttaka fjölmiðla áhuga þeirra og vilja til að jafna stöðu kynjanna í umræðunni. Við konurnar stöndum líka alveg undir því að taka meiri þátt. Við erum virkar á öllum sviðum atvinnulífs, í stjórnmálum, erum vel menntaðar og stöndum jafnfætis öðrum sem álitsgjafar. Jöfn ásýnd kynja í fjölmiðlum getur líka leitt til hraðari breytinga í svo mörgu. Ég nefni sem dæmi hraðari árangur í að jafna hlutdeild kynja í stjórnunarstöðum, í launum eða í stjórnmálum. Í dag er fjölmiðladagur FKA 2017 og er sérlegur gestur okkar Mary Hockaday frá BBC. Mary mun hitta fyrir fjölmiðlafólk, FKA konur og fleiri, en í tilefni dagsins hvet ég líka fjölmiðla til að ræða við sem flestar konur, hvert svo sem viðfangsefnið er. Markmiðið er að víxla kynjahlutföllum viðmælenda í einn dag, eins og í fyrra. Í þetta sinn hefur Jafnréttisráð Evrópu óskað eftir upplýsingum um hvernig til tekst. Það er því aldrei að vita nema að þetta sameiginlega verkefni FKA og fjölmiðla um aukna ásýnd kvenna í fjölmiðlum, endi með að verða öðrum þjóðum til fyrirmyndar. Háleit hugmynd en ekki fráleit. Eða hvað finnst ykkur?Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun