Morðinginn var fjárhættuspilari og sonur bankaræningja Kjartan Kjartansson skrifar 2. október 2017 18:57 Karlmaður á sjötugsaldri sem myrti að minnsta kosti 58 og særði hundruð manna á tónleikum í Las Vegas í nótt er sagður hafa eytt eftirlaunaárum sínum í að spila fjárhættuspil fyrir fúlgur fjár. Faðir hans var eitt sinn á meðal tíu eftirlýstustu glæpamanna Bandaríkjanna. Stephen Paddock var 64 ára gamall en hann er talinn hafa svipt sig lífi eftir að hann lét skotum rigna yfir tónleikagesti í Las Vegas í gærkvöldi. Yfir fimm hundruð manns eru sárir eftir skotárásina sem er sögð sú mannskæðasta í samtímasögu Bandaríkjanna. Bróðir hans, Eric, segir að morðinginn hafi verið hættur að vinna. Hann hafi stundað fjárhættuspil af miklum móð og lagt háar fjárhæðir undir. Morðin komu honum og fjölskyldunni algerlega í opna skjöldu. „Hann var bróðir minn og þetta er eins og að loftsteinn hafi fallið af himnum ofan,“ segir Eric Paddock við CNN-fréttastöðina. Faðir þeirra var eitt sinn á lista alríkislögreglunnar FBI yfir tíu eftirlýstustu menn Bandaríkjanna þegar hann var á flótta eftir bankarán.Höfðu engar upplýsingar um manninn áður Lögreglan hefur leitað að kærustu Paddock, Marilou Danley, sem er sögð hafa búið með honum síðustu árin. Ekki er talið að hún hafi haft neitt að gera með skotárásina og að hún hafi verið stödd á Filippseyjum á meðan. Joseph Lombardo, lögreglustjóri Las Vegas, segir að yfirvöld hafi ekki haft neinar upplýsingar um Paddock áður en hann myrti tugi manna með köldu blóði. „Ég veit ekki hvernig hefði verið hægt að koma í veg fyrir þetta,“ segir hann.Rúmlega tuttugu þúsund manns voru á tónleikum utandyra þegar Paddock hóf skothríð. Mikil skelfing braust út.Vísir/AFPEngar tengingar við hryðjuverk, pólitík eða trú Lítið er vitað um hvað Paddock gekk til. Lombardo segir að engin tengsl hafi fundist við hryðjuverkahópa og svo virðist sem að hann hafi staðið einn að árásinni. Bróðir hans segir að fjölskyldan viti ekki um neinar pólitískar eða trúarlegar tengingar sem hann hafi haft. Nágrannar Paddock í hverfi eftirlaunaþegar í borginni Reno lýsa honum sem fáskiptum og að parið hafi horfið dögum og jafnvel mánuðum saman þegar þau fóru að spila fjárhættuspil, að því er segir í frétt Washington Post. Gögn benda til þess að Paddock hafi átt skotvopn í gegnum tíðina, þar á meðal í Kaliforníu. Fleiri en tíu byssur fundust á hótelherbergi Paddock í Las Vegas en lögreglan telur að vopnin hafi hann keypt löglega. Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Tugir látnir og hundruð særð eftir skotárás í Las Vegas 64 ára gamall karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 08:39 Mannskæðasta skotárás í sögu Bandaríkjanna Að minnsta kosti 50 eru látnir og meira en 200 manns eru særðir. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka. 2. október 2017 11:42 Íslendingur á Mandalay-hótelinu: "Skotunum rigndi yfir mannskapinn“ Jón Þorgrímur Stefánsson, forstjóri NetApp, segir það hafa verið hræðilegt að horfa upp á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas hlaupa og tvístrast eftir að maður hóf skotárás frá 32. hæð Mandalay-hótelsins. 2. október 2017 10:49 Donald Trump ávarpaði bandarísku þjóðina: Skotárásin í Las Vegas „hrein illska“ Þetta kom fram í ávarpi hans til bandarísku þjóðarinnar fyrir nokkrum mínútum en árásin er sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna. 2. október 2017 14:34 Hræðsla og múgæsingur í Las Vegas: „Ég hef aldrei hlaupið jafn hratt eða verið eins hrædd á ævi minni“ Gríðarleg hræðsla og múgæsingur greip um sig á meðal gesta tónlistarhátíðarinnar Route 91 Harvest og annarra vegfarenda í Las Vegas í nótt þegar Stephen Paddock, 64 ára gamall karlmaður, hóf skothríð á tug þúsundir tónleikagesta. 2. október 2017 14:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Karlmaður á sjötugsaldri sem myrti að minnsta kosti 58 og særði hundruð manna á tónleikum í Las Vegas í nótt er sagður hafa eytt eftirlaunaárum sínum í að spila fjárhættuspil fyrir fúlgur fjár. Faðir hans var eitt sinn á meðal tíu eftirlýstustu glæpamanna Bandaríkjanna. Stephen Paddock var 64 ára gamall en hann er talinn hafa svipt sig lífi eftir að hann lét skotum rigna yfir tónleikagesti í Las Vegas í gærkvöldi. Yfir fimm hundruð manns eru sárir eftir skotárásina sem er sögð sú mannskæðasta í samtímasögu Bandaríkjanna. Bróðir hans, Eric, segir að morðinginn hafi verið hættur að vinna. Hann hafi stundað fjárhættuspil af miklum móð og lagt háar fjárhæðir undir. Morðin komu honum og fjölskyldunni algerlega í opna skjöldu. „Hann var bróðir minn og þetta er eins og að loftsteinn hafi fallið af himnum ofan,“ segir Eric Paddock við CNN-fréttastöðina. Faðir þeirra var eitt sinn á lista alríkislögreglunnar FBI yfir tíu eftirlýstustu menn Bandaríkjanna þegar hann var á flótta eftir bankarán.Höfðu engar upplýsingar um manninn áður Lögreglan hefur leitað að kærustu Paddock, Marilou Danley, sem er sögð hafa búið með honum síðustu árin. Ekki er talið að hún hafi haft neitt að gera með skotárásina og að hún hafi verið stödd á Filippseyjum á meðan. Joseph Lombardo, lögreglustjóri Las Vegas, segir að yfirvöld hafi ekki haft neinar upplýsingar um Paddock áður en hann myrti tugi manna með köldu blóði. „Ég veit ekki hvernig hefði verið hægt að koma í veg fyrir þetta,“ segir hann.Rúmlega tuttugu þúsund manns voru á tónleikum utandyra þegar Paddock hóf skothríð. Mikil skelfing braust út.Vísir/AFPEngar tengingar við hryðjuverk, pólitík eða trú Lítið er vitað um hvað Paddock gekk til. Lombardo segir að engin tengsl hafi fundist við hryðjuverkahópa og svo virðist sem að hann hafi staðið einn að árásinni. Bróðir hans segir að fjölskyldan viti ekki um neinar pólitískar eða trúarlegar tengingar sem hann hafi haft. Nágrannar Paddock í hverfi eftirlaunaþegar í borginni Reno lýsa honum sem fáskiptum og að parið hafi horfið dögum og jafnvel mánuðum saman þegar þau fóru að spila fjárhættuspil, að því er segir í frétt Washington Post. Gögn benda til þess að Paddock hafi átt skotvopn í gegnum tíðina, þar á meðal í Kaliforníu. Fleiri en tíu byssur fundust á hótelherbergi Paddock í Las Vegas en lögreglan telur að vopnin hafi hann keypt löglega.
Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Tugir látnir og hundruð særð eftir skotárás í Las Vegas 64 ára gamall karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 08:39 Mannskæðasta skotárás í sögu Bandaríkjanna Að minnsta kosti 50 eru látnir og meira en 200 manns eru særðir. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka. 2. október 2017 11:42 Íslendingur á Mandalay-hótelinu: "Skotunum rigndi yfir mannskapinn“ Jón Þorgrímur Stefánsson, forstjóri NetApp, segir það hafa verið hræðilegt að horfa upp á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas hlaupa og tvístrast eftir að maður hóf skotárás frá 32. hæð Mandalay-hótelsins. 2. október 2017 10:49 Donald Trump ávarpaði bandarísku þjóðina: Skotárásin í Las Vegas „hrein illska“ Þetta kom fram í ávarpi hans til bandarísku þjóðarinnar fyrir nokkrum mínútum en árásin er sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna. 2. október 2017 14:34 Hræðsla og múgæsingur í Las Vegas: „Ég hef aldrei hlaupið jafn hratt eða verið eins hrædd á ævi minni“ Gríðarleg hræðsla og múgæsingur greip um sig á meðal gesta tónlistarhátíðarinnar Route 91 Harvest og annarra vegfarenda í Las Vegas í nótt þegar Stephen Paddock, 64 ára gamall karlmaður, hóf skothríð á tug þúsundir tónleikagesta. 2. október 2017 14:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Tugir látnir og hundruð særð eftir skotárás í Las Vegas 64 ára gamall karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 08:39
Mannskæðasta skotárás í sögu Bandaríkjanna Að minnsta kosti 50 eru látnir og meira en 200 manns eru særðir. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka. 2. október 2017 11:42
Íslendingur á Mandalay-hótelinu: "Skotunum rigndi yfir mannskapinn“ Jón Þorgrímur Stefánsson, forstjóri NetApp, segir það hafa verið hræðilegt að horfa upp á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas hlaupa og tvístrast eftir að maður hóf skotárás frá 32. hæð Mandalay-hótelsins. 2. október 2017 10:49
Donald Trump ávarpaði bandarísku þjóðina: Skotárásin í Las Vegas „hrein illska“ Þetta kom fram í ávarpi hans til bandarísku þjóðarinnar fyrir nokkrum mínútum en árásin er sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna. 2. október 2017 14:34
Hræðsla og múgæsingur í Las Vegas: „Ég hef aldrei hlaupið jafn hratt eða verið eins hrædd á ævi minni“ Gríðarleg hræðsla og múgæsingur greip um sig á meðal gesta tónlistarhátíðarinnar Route 91 Harvest og annarra vegfarenda í Las Vegas í nótt þegar Stephen Paddock, 64 ára gamall karlmaður, hóf skothríð á tug þúsundir tónleikagesta. 2. október 2017 14:00