Yfir 760 særðir í Katalóníu: „Það segja allir: Franco er genginn aftur“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 1. október 2017 21:00 761 særðist í átökum í Katalóníu á Spáni í dag þegar fólk reyndi að kjósa um sjálfstæði héraðsins. Spænska lögreglan hefur gengið hart fram gegn kjósendum, skotið gúmmískotum og notað kylfur. Birgitta Jónsdóttir, fráfarandi þingmaður, sem stödd er í Barcelona, segist vera í áfalli yfir ofbeldinu. Varað er við myndefni sem fylgir þessari frétt. Kjörstaðir voru opnaðir klukkan sjö í morgun en þó ekki eins margir og til stóð því spænska ríkisstjórnin sendi þúsundir lögreglumanna til héraðsins til að reyna koma í veg fyrir kosninguna þar sem stjórnlagadómstóll Spánar hefur dæmt kosningarnar ólögmætar.Lokaði kjörstað forsetans Spænska lögreglan hefur lokað rúmlega 300 kjörstöðum og reynt að fjarlægja kjörgögn víða. Hún lokaði til að mynda kjörstað í bænum Girona í morgun þar sem forseti Katalóníu, Carles Puigdemont, átti að kjósa. Þá réðst hún inn á fjölda annara kjörstaða og hafði á brott með sér kjörkassa. Í allan dag hafa verið hörð átök milli lögreglunnar og fólks sem safnaðist saman við kjörstaði en lögregluþjónar í óeirðarbúningum hafa gengið hart gegn kjósendum og til að mynda skotið gúmmískotum að þeim og barið þá með kylfum til að aftra för þeirra á kjörstað. Yfir 760 manns eru slasaðir að því er fram kemur í yfirlýsingu frá heilbrigðisyfirvöldum héraðsins.Birgitta Jónsdóttir, fráfarandi þingmaður, er stödd í Barselóna.Vísir/LaufeyRíkisstjórnin kennir forsetanum um atburði dagsins Carles Puigdemont, forseti Katalóníu, hefur fordæmt aðgerðir lögreglunnar í héraðinu og segir beitingu ofbeldis vera óréttlætanlega. Spænka ríkisstjórnin kennir Puigdemont um atburði dagsins og segir þá óskiljanlega og hafa skorað á Katalóna að hætta við atkvæðagreiðsluna sem þeir kalla „farsa“. Þá hefur lögreglan sagt lögreglumenn vera að verjast ógnunum og áreiti á meðan þeir sinni störfum sínum og framfylgi lögum.„Við erum í áfalli“ Birgitta Jónsdóttir, fráfarandi þingmaður, er stödd í Barselóna þar sem hörðustu átökin hafa verið. Hún er hluti af kosningaeftirliti héraðsstjórnar Katalóníu. „Við erum í áfalli yfir þeim bara rosalega ofsafengnu viðbrögðum lögreglunnar sem hefur verið að ráðast hér á gamalmenni, börn og varnarlaust fólk sem hefur hreinlega staðið með hendurnar uppi, sungið og bara vill fá að kjósa,“ segir Birgitta. Óttast er að spænska lögreglan geri fleiri kjörkassa upptæka þegar kosningunni lýkur í kvöld klukkan 21. „Það segja allir: Franco er genginn aftur og bara við sem þjóð og Evrópusambandið við eigum að fordæma þetta strax,“ segir Birgitta en þjóðarleiðtogar víða hafa fordæmt ofbeldið og hvatt spænsk stjórnvöld til að láta af því. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Brutu sér leið inn á kjörstað í Katalóníu Birgitta Jónsdóttir er stödd á Spáni að fylgjast með kosningunum. 1. október 2017 08:33 Tala slasaðra komin upp í 761 í Katalóníu Átök geisa enn í Katalóníu en þar er kosið um sjálfstæði héraðsins frá Spáni í dag. 1. október 2017 19:15 Krefst þess að lögregla láti af aðgerðum gegn „varnarlausum íbúum“ Borgarstjóri Barselóna, Ada Colau, segir 460 manns nú hafa særst í átökum milli lögreglu og íbúa í Katalóníu. Colau krefst þess að lögregla láti tafarlaust af aðgerðum í héraðinu. 1. október 2017 16:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
761 særðist í átökum í Katalóníu á Spáni í dag þegar fólk reyndi að kjósa um sjálfstæði héraðsins. Spænska lögreglan hefur gengið hart fram gegn kjósendum, skotið gúmmískotum og notað kylfur. Birgitta Jónsdóttir, fráfarandi þingmaður, sem stödd er í Barcelona, segist vera í áfalli yfir ofbeldinu. Varað er við myndefni sem fylgir þessari frétt. Kjörstaðir voru opnaðir klukkan sjö í morgun en þó ekki eins margir og til stóð því spænska ríkisstjórnin sendi þúsundir lögreglumanna til héraðsins til að reyna koma í veg fyrir kosninguna þar sem stjórnlagadómstóll Spánar hefur dæmt kosningarnar ólögmætar.Lokaði kjörstað forsetans Spænska lögreglan hefur lokað rúmlega 300 kjörstöðum og reynt að fjarlægja kjörgögn víða. Hún lokaði til að mynda kjörstað í bænum Girona í morgun þar sem forseti Katalóníu, Carles Puigdemont, átti að kjósa. Þá réðst hún inn á fjölda annara kjörstaða og hafði á brott með sér kjörkassa. Í allan dag hafa verið hörð átök milli lögreglunnar og fólks sem safnaðist saman við kjörstaði en lögregluþjónar í óeirðarbúningum hafa gengið hart gegn kjósendum og til að mynda skotið gúmmískotum að þeim og barið þá með kylfum til að aftra för þeirra á kjörstað. Yfir 760 manns eru slasaðir að því er fram kemur í yfirlýsingu frá heilbrigðisyfirvöldum héraðsins.Birgitta Jónsdóttir, fráfarandi þingmaður, er stödd í Barselóna.Vísir/LaufeyRíkisstjórnin kennir forsetanum um atburði dagsins Carles Puigdemont, forseti Katalóníu, hefur fordæmt aðgerðir lögreglunnar í héraðinu og segir beitingu ofbeldis vera óréttlætanlega. Spænka ríkisstjórnin kennir Puigdemont um atburði dagsins og segir þá óskiljanlega og hafa skorað á Katalóna að hætta við atkvæðagreiðsluna sem þeir kalla „farsa“. Þá hefur lögreglan sagt lögreglumenn vera að verjast ógnunum og áreiti á meðan þeir sinni störfum sínum og framfylgi lögum.„Við erum í áfalli“ Birgitta Jónsdóttir, fráfarandi þingmaður, er stödd í Barselóna þar sem hörðustu átökin hafa verið. Hún er hluti af kosningaeftirliti héraðsstjórnar Katalóníu. „Við erum í áfalli yfir þeim bara rosalega ofsafengnu viðbrögðum lögreglunnar sem hefur verið að ráðast hér á gamalmenni, börn og varnarlaust fólk sem hefur hreinlega staðið með hendurnar uppi, sungið og bara vill fá að kjósa,“ segir Birgitta. Óttast er að spænska lögreglan geri fleiri kjörkassa upptæka þegar kosningunni lýkur í kvöld klukkan 21. „Það segja allir: Franco er genginn aftur og bara við sem þjóð og Evrópusambandið við eigum að fordæma þetta strax,“ segir Birgitta en þjóðarleiðtogar víða hafa fordæmt ofbeldið og hvatt spænsk stjórnvöld til að láta af því.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Brutu sér leið inn á kjörstað í Katalóníu Birgitta Jónsdóttir er stödd á Spáni að fylgjast með kosningunum. 1. október 2017 08:33 Tala slasaðra komin upp í 761 í Katalóníu Átök geisa enn í Katalóníu en þar er kosið um sjálfstæði héraðsins frá Spáni í dag. 1. október 2017 19:15 Krefst þess að lögregla láti af aðgerðum gegn „varnarlausum íbúum“ Borgarstjóri Barselóna, Ada Colau, segir 460 manns nú hafa særst í átökum milli lögreglu og íbúa í Katalóníu. Colau krefst þess að lögregla láti tafarlaust af aðgerðum í héraðinu. 1. október 2017 16:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Brutu sér leið inn á kjörstað í Katalóníu Birgitta Jónsdóttir er stödd á Spáni að fylgjast með kosningunum. 1. október 2017 08:33
Tala slasaðra komin upp í 761 í Katalóníu Átök geisa enn í Katalóníu en þar er kosið um sjálfstæði héraðsins frá Spáni í dag. 1. október 2017 19:15
Krefst þess að lögregla láti af aðgerðum gegn „varnarlausum íbúum“ Borgarstjóri Barselóna, Ada Colau, segir 460 manns nú hafa særst í átökum milli lögreglu og íbúa í Katalóníu. Colau krefst þess að lögregla láti tafarlaust af aðgerðum í héraðinu. 1. október 2017 16:45