Carrie Fisher sendi virtum framleiðanda tungu úr nautgrip í öskju Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 17. október 2017 18:56 Skilaboð Carrie Fisher til framleiðandans voru skýr. visir/getty Leikkonan Carrie Fisher færði framleiðanda í Hollywood tungu úr nautgrip, sem hún hafði komið fyrir í öskju frá skartgripaversluninni Tiffany‘s, eftir að vinkona hennar sagði henni frá því að téður framleiðandi hafði reynt að nauðga sér. Vinkonan, sem heitir Heather Robinson og er handritshöfundur, sagði að Fisher hafi tekið málin í sínar hendur eftir að framleiðandinn, sem hún nefndi ekki á nafn, reyndi að nauðga sér í bifreið. Robinson sagði frá atvikinu í samtali við útvarpsstöð í Arizona. Að hennar sögn hafði Fisher fært framleiðandanum tunguna að eigin frumkvæði en auk tungunnar var í öskjunni miði sem á stóð: „Ef þú snertir mína elskulegu Heather framar, eða aðra konu, þá verður einhver af þínum [líkamshlutum] í mun smærri öskju“. Robinson hefur ekki tjáð sig opinberlega um atvikið áður en það átti sér stað árið 2000. „Þetta gerðist svo hratt að ég blygðaðist mín. Ég hélt ég hefði gert eitthvað rangt. Ég hélt að með því að samþykkja að snæða með honum hádegismat væri ég að biðja um þetta. Þannig að ég þagði um árabil, vegna þess að ég vildi ekki að mér væri refsað fyrir þetta,“ sagði hún í þættinum. Þótt Robinson hafi ekki viljað nafngreina framleiðandann tók hún fram að hann hefur unnið til Óskarsverðlauna. Carrie Fisher lést í desember á síðasta ári en hún hlaut hjartastopp í millilandaflugi. MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Jennifer Lawrence opnar sig um viðbjóðinn í Hollywood: Sagt að léttast um sjö kíló á tveimur vikum Lawrence var meðal annars stillt upp nakinni með öðrum konum í megrunarskyni. 17. október 2017 17:52 Leikstjóri beitti Reese Witherspoon kynferðisofbeldi þegar hún var aðeins 16 ára Leikkonan Reese Witherspoon segist eiga erfitt með að sofa eftir fréttir síðustu daga. 17. október 2017 08:38 Woody Allen sorgmæddur vegna máls Harvey Weinstein Bandaríski leikstjórinn Woody Allen segist sorgmæddur vegna máls Harvey Weinstein en á þriðja tug kvenna hafa stigið fram á undanförnum dögum og sakað hann um að hafa beitt þær kynferðislegu ofbeldi. 15. október 2017 10:11 Segir Lars von Trier hafa borið upp kynferðisleg boð á meðan konan hans stóð við hliðina á þeim Björk segir kynferðislega áreitni Lars von Trier yfir allan vafa hafinn 17. október 2017 11:30 Myllumerkið Me Too tekur yfir samfélagsmiðla: „Sannast enn og aftur hversu stórt samfélagslegt vandamál kynferðisofbeldi er“ Fjölmargar konur, íslenskar og erlendar, hafa síðasta sólarhringinn stigið fram og sagt frá kynferðislegu áreiti sem þær hafa orðið fyrir í gegnum tíðina undir myllumerkinu #MeToo, eða „Ég líka.“ 16. október 2017 13:04 Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Sjá meira
Leikkonan Carrie Fisher færði framleiðanda í Hollywood tungu úr nautgrip, sem hún hafði komið fyrir í öskju frá skartgripaversluninni Tiffany‘s, eftir að vinkona hennar sagði henni frá því að téður framleiðandi hafði reynt að nauðga sér. Vinkonan, sem heitir Heather Robinson og er handritshöfundur, sagði að Fisher hafi tekið málin í sínar hendur eftir að framleiðandinn, sem hún nefndi ekki á nafn, reyndi að nauðga sér í bifreið. Robinson sagði frá atvikinu í samtali við útvarpsstöð í Arizona. Að hennar sögn hafði Fisher fært framleiðandanum tunguna að eigin frumkvæði en auk tungunnar var í öskjunni miði sem á stóð: „Ef þú snertir mína elskulegu Heather framar, eða aðra konu, þá verður einhver af þínum [líkamshlutum] í mun smærri öskju“. Robinson hefur ekki tjáð sig opinberlega um atvikið áður en það átti sér stað árið 2000. „Þetta gerðist svo hratt að ég blygðaðist mín. Ég hélt ég hefði gert eitthvað rangt. Ég hélt að með því að samþykkja að snæða með honum hádegismat væri ég að biðja um þetta. Þannig að ég þagði um árabil, vegna þess að ég vildi ekki að mér væri refsað fyrir þetta,“ sagði hún í þættinum. Þótt Robinson hafi ekki viljað nafngreina framleiðandann tók hún fram að hann hefur unnið til Óskarsverðlauna. Carrie Fisher lést í desember á síðasta ári en hún hlaut hjartastopp í millilandaflugi.
MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Jennifer Lawrence opnar sig um viðbjóðinn í Hollywood: Sagt að léttast um sjö kíló á tveimur vikum Lawrence var meðal annars stillt upp nakinni með öðrum konum í megrunarskyni. 17. október 2017 17:52 Leikstjóri beitti Reese Witherspoon kynferðisofbeldi þegar hún var aðeins 16 ára Leikkonan Reese Witherspoon segist eiga erfitt með að sofa eftir fréttir síðustu daga. 17. október 2017 08:38 Woody Allen sorgmæddur vegna máls Harvey Weinstein Bandaríski leikstjórinn Woody Allen segist sorgmæddur vegna máls Harvey Weinstein en á þriðja tug kvenna hafa stigið fram á undanförnum dögum og sakað hann um að hafa beitt þær kynferðislegu ofbeldi. 15. október 2017 10:11 Segir Lars von Trier hafa borið upp kynferðisleg boð á meðan konan hans stóð við hliðina á þeim Björk segir kynferðislega áreitni Lars von Trier yfir allan vafa hafinn 17. október 2017 11:30 Myllumerkið Me Too tekur yfir samfélagsmiðla: „Sannast enn og aftur hversu stórt samfélagslegt vandamál kynferðisofbeldi er“ Fjölmargar konur, íslenskar og erlendar, hafa síðasta sólarhringinn stigið fram og sagt frá kynferðislegu áreiti sem þær hafa orðið fyrir í gegnum tíðina undir myllumerkinu #MeToo, eða „Ég líka.“ 16. október 2017 13:04 Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Sjá meira
Jennifer Lawrence opnar sig um viðbjóðinn í Hollywood: Sagt að léttast um sjö kíló á tveimur vikum Lawrence var meðal annars stillt upp nakinni með öðrum konum í megrunarskyni. 17. október 2017 17:52
Leikstjóri beitti Reese Witherspoon kynferðisofbeldi þegar hún var aðeins 16 ára Leikkonan Reese Witherspoon segist eiga erfitt með að sofa eftir fréttir síðustu daga. 17. október 2017 08:38
Woody Allen sorgmæddur vegna máls Harvey Weinstein Bandaríski leikstjórinn Woody Allen segist sorgmæddur vegna máls Harvey Weinstein en á þriðja tug kvenna hafa stigið fram á undanförnum dögum og sakað hann um að hafa beitt þær kynferðislegu ofbeldi. 15. október 2017 10:11
Segir Lars von Trier hafa borið upp kynferðisleg boð á meðan konan hans stóð við hliðina á þeim Björk segir kynferðislega áreitni Lars von Trier yfir allan vafa hafinn 17. október 2017 11:30
Myllumerkið Me Too tekur yfir samfélagsmiðla: „Sannast enn og aftur hversu stórt samfélagslegt vandamál kynferðisofbeldi er“ Fjölmargar konur, íslenskar og erlendar, hafa síðasta sólarhringinn stigið fram og sagt frá kynferðislegu áreiti sem þær hafa orðið fyrir í gegnum tíðina undir myllumerkinu #MeToo, eða „Ég líka.“ 16. október 2017 13:04