Óli Kalli: Óli Jóh sagði að ég væri góður í fótbolta og snarklikkaður Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. október 2017 19:15 Ólafur Karl Finsen skrifaði undir þriggja ára samning við Valsmenn seinni partinn en hann er ekki einu sinni búinn að lesa yfir samninginn sem hann skrifaði undir. „Tilfinningin er skrítin en líka mjög góð enda stór klúbbur. Ég er mjög ánægður að vera kominn í Val,“ sagði Ólafur Karl er hann var nýbúinn að fara í Valstreyjuna í fyrsta skipti. Það er óhætt að segja að aðdragandinn að þessum félagaskiptum hafi ekki verið langur. „Það var bara í morgun sem ég ákvað að koma í Val. Ég hafði heyrt út undan mér að þeir hefðu áhuga. Óli Jóh vakti mig síðan klukkan ellefu í morgun. Ég vissi að honum fyndist ég vera góður í fótbolta en þegar hann sagði að ég væri góður í fótbolta og snarklikkaður, það er góð blanda, þá var þetta eiginlega selt,“ segir Ólafur Karl og brosir er hann fer í gegnum þennan viðburðarríka dag. „Þetta var eiginlega bara setningin: He had me at hello.“ Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, sagði á blaðamannafundinum að Valsmenn hefðu reynt að fá Ólaf til sín í sumar en það hefði ekki gengið þá. „Ég vissi af því en ég vissi ekki hversu mikil alvara var í því. Ég vissi ekkert hvað fór fram.“ Ólafur Karl er mikill Stjörnumaður og viðurkennir fúslega að það sé ekki auðvelt að yfirgefa uppeldisfélagið. „Auðvitað er sárt að fara frá Stjörnunni en svona er lífið. Stundum eru sambönd búin þó svo manni þyki vænt um hinn aðilann. Þá þarf það samt að enda. Stundum er það bara þannig. Svona er líka fótboltinn og þetta er ekkert persónulegt,“ segir þessi litríki leikmaður en er hann ósáttur við viðskilnaðinn við Stjörnuna? „Nei, í rauninni ekki. Ég er ánægður með minn tíma þar. Auðvitað hefði ég viljað að margt hefði farið öðruvísi. Það sem að misfórst get ég eiginlega tekið allt á mig. Ég hef ekkert slæmt að segja um neinn hjá Stjörnunni og maður lifir og lærir.“ Ólafur segist vera spenntur fyrir komandi tækifærum með Valsmönnum. Svo spenntur að hann skrifaði undir samninginn án þess að lesa hann yfir. „Ég er ekki búinn að lesa yfir samninginn en fótboltinn hérna heillar mig mikið. Ég á eftir að lesa í samningnum hvað hann er langur. Ef ég les hann þá yfir. Ég er mjög leslatur,“ sagði Ólafur léttur. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Real Madrid | Lendir Real í enn meiri vandræðum? Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Ólafur Karl Finsen skrifaði undir þriggja ára samning við Valsmenn seinni partinn en hann er ekki einu sinni búinn að lesa yfir samninginn sem hann skrifaði undir. „Tilfinningin er skrítin en líka mjög góð enda stór klúbbur. Ég er mjög ánægður að vera kominn í Val,“ sagði Ólafur Karl er hann var nýbúinn að fara í Valstreyjuna í fyrsta skipti. Það er óhætt að segja að aðdragandinn að þessum félagaskiptum hafi ekki verið langur. „Það var bara í morgun sem ég ákvað að koma í Val. Ég hafði heyrt út undan mér að þeir hefðu áhuga. Óli Jóh vakti mig síðan klukkan ellefu í morgun. Ég vissi að honum fyndist ég vera góður í fótbolta en þegar hann sagði að ég væri góður í fótbolta og snarklikkaður, það er góð blanda, þá var þetta eiginlega selt,“ segir Ólafur Karl og brosir er hann fer í gegnum þennan viðburðarríka dag. „Þetta var eiginlega bara setningin: He had me at hello.“ Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, sagði á blaðamannafundinum að Valsmenn hefðu reynt að fá Ólaf til sín í sumar en það hefði ekki gengið þá. „Ég vissi af því en ég vissi ekki hversu mikil alvara var í því. Ég vissi ekkert hvað fór fram.“ Ólafur Karl er mikill Stjörnumaður og viðurkennir fúslega að það sé ekki auðvelt að yfirgefa uppeldisfélagið. „Auðvitað er sárt að fara frá Stjörnunni en svona er lífið. Stundum eru sambönd búin þó svo manni þyki vænt um hinn aðilann. Þá þarf það samt að enda. Stundum er það bara þannig. Svona er líka fótboltinn og þetta er ekkert persónulegt,“ segir þessi litríki leikmaður en er hann ósáttur við viðskilnaðinn við Stjörnuna? „Nei, í rauninni ekki. Ég er ánægður með minn tíma þar. Auðvitað hefði ég viljað að margt hefði farið öðruvísi. Það sem að misfórst get ég eiginlega tekið allt á mig. Ég hef ekkert slæmt að segja um neinn hjá Stjörnunni og maður lifir og lærir.“ Ólafur segist vera spenntur fyrir komandi tækifærum með Valsmönnum. Svo spenntur að hann skrifaði undir samninginn án þess að lesa hann yfir. „Ég er ekki búinn að lesa yfir samninginn en fótboltinn hérna heillar mig mikið. Ég á eftir að lesa í samningnum hvað hann er langur. Ef ég les hann þá yfir. Ég er mjög leslatur,“ sagði Ólafur léttur. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Real Madrid | Lendir Real í enn meiri vandræðum? Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira