Hvað getur ferðaþjónustan lært af fótboltanum? Helga Árnadóttir skrifar 14. október 2017 12:06 Árangurinn sem strákarnir okkar í knattspyrnulandsliðinu hafa náð er magnaður. Ekki nóg með að hafa slegið í gegn á EM í Frakklandi í fyrra þá hafa þeir tryggt sér sæti á lokamóti HM í Rússlandi á næsta ári. Ekki má heldur gleyma frábærum árangri stelpnanna okkar sem hafa verið fastagestir á EM síðustu ár. Fyrir fáum árum hefði engan grunað að jafn fámenn þjóð eins og Ísland er ætti eftir að ná slíkum árangri enda er eftir honum tekið um allan heim. En hver er lykillinn að þessum frábæra árangri? Hugarfarið og samtakamátturinn hefur vissulega komið okkur langt, en það er fleira sem kemur til. Með markvissri uppbyggingu innviða á undanförnum árum, svo sem byggingu knattspyrnuhúsa, sparkvalla um land allt og menntun þjálfara, hefur verið lagður traustur grunnur til að byggja á. Framtíðarsýnin er skýr og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Setjum þetta í samhengi við ferðaþjónustuna. Hvernig getum við lært af því sem vel hefur verið gert í fótboltanum? Í ferðaþjónustunni eru markmiðin að ákveðnu leyti skýr. Við viljum efla atvinnugreinina um allt land, allan ársins hring. Við viljum byggja upp sjálfbæra ferðaþjónustu og þannig ferðaþjónustulandið Ísland sem gott er að búa í. Þannig eykst framleiðni greinarinnar, álag verður jafnara og samfélagsgrunnur og byggð í landinu er treyst. Leiðirnar að þessum markmiðum eru ekki nægjanlega skýrar og markviss uppbygging innviða liggur ekki fyrir. Við þurfum að stórefla samgöngukerfið, sem er lífæð ferðaþjónustunnar og landsbyggðarinnar allrar. Hvernig ætlum við að byggja upp áhugaverða staði um allt land? Hvernig tryggjum við sjálfbæra ferðaþjónustu? Hvað með heildarupplifun ferðamannsins? Hvernig eflum við samtakamáttinn og fáum alla hagaðila til að ganga í takt? Á undanförnum árum höfum við upplifað gríðarlegan vöxt í komum erlendra ferðamanna hingað til lands. Þessum mikla vexti fylgja vissulega áskoranir og við megum ekki gleyma því sem vel er gert. Við Íslendingar erum góðir gestgjafar, við búum á ævintýraeyju sem býður upp á stórkostleg tækifæri til enn frekari sóknar. Eftir leikinn fræga þar sem HM sætið var tryggt var eftirtektarvert hvernig leikmenn og þjálfari tjáðu sig í fjölmiðlum. Þar voru lykilorðin samheldni allra og skýr markmið. Framlag allra væri jafn mikilvægt, jafnt leikmanna, þjálfara, starfsfólks og ekki síst stuðningsmanna. Allir lögðu sig fram af heilum hug, sem liðsheild með fulla trú á markmiðinu. Tökum okkur knattspyrnuna til fyrirmyndar og treystum þann grunn sem þarf til að efla ferðaþjónustuna enn frekar á sjálfbæran hátt. Við eigum mikið undir að vel gangi í ferðaþjónustu hér á landi og þar þurfa allir að taka höndum saman – stjórnvöld, sveitarfélög, atvinnugreinin sjálf og landsmenn allir.Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Árnadóttir Kosningar 2017 Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Árangurinn sem strákarnir okkar í knattspyrnulandsliðinu hafa náð er magnaður. Ekki nóg með að hafa slegið í gegn á EM í Frakklandi í fyrra þá hafa þeir tryggt sér sæti á lokamóti HM í Rússlandi á næsta ári. Ekki má heldur gleyma frábærum árangri stelpnanna okkar sem hafa verið fastagestir á EM síðustu ár. Fyrir fáum árum hefði engan grunað að jafn fámenn þjóð eins og Ísland er ætti eftir að ná slíkum árangri enda er eftir honum tekið um allan heim. En hver er lykillinn að þessum frábæra árangri? Hugarfarið og samtakamátturinn hefur vissulega komið okkur langt, en það er fleira sem kemur til. Með markvissri uppbyggingu innviða á undanförnum árum, svo sem byggingu knattspyrnuhúsa, sparkvalla um land allt og menntun þjálfara, hefur verið lagður traustur grunnur til að byggja á. Framtíðarsýnin er skýr og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Setjum þetta í samhengi við ferðaþjónustuna. Hvernig getum við lært af því sem vel hefur verið gert í fótboltanum? Í ferðaþjónustunni eru markmiðin að ákveðnu leyti skýr. Við viljum efla atvinnugreinina um allt land, allan ársins hring. Við viljum byggja upp sjálfbæra ferðaþjónustu og þannig ferðaþjónustulandið Ísland sem gott er að búa í. Þannig eykst framleiðni greinarinnar, álag verður jafnara og samfélagsgrunnur og byggð í landinu er treyst. Leiðirnar að þessum markmiðum eru ekki nægjanlega skýrar og markviss uppbygging innviða liggur ekki fyrir. Við þurfum að stórefla samgöngukerfið, sem er lífæð ferðaþjónustunnar og landsbyggðarinnar allrar. Hvernig ætlum við að byggja upp áhugaverða staði um allt land? Hvernig tryggjum við sjálfbæra ferðaþjónustu? Hvað með heildarupplifun ferðamannsins? Hvernig eflum við samtakamáttinn og fáum alla hagaðila til að ganga í takt? Á undanförnum árum höfum við upplifað gríðarlegan vöxt í komum erlendra ferðamanna hingað til lands. Þessum mikla vexti fylgja vissulega áskoranir og við megum ekki gleyma því sem vel er gert. Við Íslendingar erum góðir gestgjafar, við búum á ævintýraeyju sem býður upp á stórkostleg tækifæri til enn frekari sóknar. Eftir leikinn fræga þar sem HM sætið var tryggt var eftirtektarvert hvernig leikmenn og þjálfari tjáðu sig í fjölmiðlum. Þar voru lykilorðin samheldni allra og skýr markmið. Framlag allra væri jafn mikilvægt, jafnt leikmanna, þjálfara, starfsfólks og ekki síst stuðningsmanna. Allir lögðu sig fram af heilum hug, sem liðsheild með fulla trú á markmiðinu. Tökum okkur knattspyrnuna til fyrirmyndar og treystum þann grunn sem þarf til að efla ferðaþjónustuna enn frekar á sjálfbæran hátt. Við eigum mikið undir að vel gangi í ferðaþjónustu hér á landi og þar þurfa allir að taka höndum saman – stjórnvöld, sveitarfélög, atvinnugreinin sjálf og landsmenn allir.Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun