Frábær tilþrif íslenskra torfærukappa í Tennessee Finnur Thorlacius skrifar 13. október 2017 09:53 Hart var tekist á í Tennessee. Fjórtán íslenskir torfærubílar kepptu um síðustu helgi í torfærukeppni í Bandaríkjunum. Keppt var í torfærugarði sem heitir Bikini Bottoms Offroad Park og er í Dyersburg, Tennessee. Þetta er annað árið í röð sem Íslenska torfæran keppir á þessu svæði. Miðvikudagurinn fór allur í að taka úr 4 gámum með öllum bílunum í og koma öllu fyrir. Fimmtudagurinn var prufudagur, en þá gátu þátttakendur reynt bílana sína fyrir öll átökin. Keppni hófst svo á föstudeginum með 5 brautum og svo með 6 brautum á Laugardeginum. Það var gríðarleg barátta á milli manna og mjög jafnt var á milli keppenda meirihlutann af keppninni. Talsvert mikið ryk var á svæðinu og mikil sól og hiti en það gerði þetta allt bara skemmtilegra. Þór Þormar Pálsson á THOR endaði sem sigurvegarinn eftir frábæran og skemmtilegan akstur. THOR liðið ákvað í lokabrautinni að festa flugeldaköku á þakið á bílnum þar sem vatnaaksturinn var keyrður í myrki með ljósum og kveikt var í kökunni þegar hann lagði af stað og hann flaut alla leið yfir og tryggði sér sigurinn. Kanninn var heldur betur skemmt með þessu atriði. Þetta var fyrsti sigurinn hjá Þór Þormar í torfæru. Hann endaði í 3. sæti í Íslandsmótinu í ár. Í öðru sæti í keppninni var Geir Evert Grímsson á Sleggjunni. Geir leiddi keppninni meirihlutann af seinni deginum og var með smá forskot á Þór fyrir síðustu braut en komst ekki alla leið yfir í vatninu í fyrstu og tapaði miklum tíma. En Geir Evert var að keyra fantavel alla keppnina. Í þriðja sæti var svo Guðmundur Ingi Arnarson Íslandsmeistarinn 2017 á Ljóninu. Fösturdagurinn var ekki hans dagur og hann var neðarlega en með frábærum og góðum akstri á laugardeginum náði hann að komast uppí 3. sætið. Tilþrifaveðlaunin fóru svo til Guðlaug Sindra Helgasonar á Galdragul. Eftir fyrri keppnisdaginn leiddi Magnús Sigurðsson á Kubbnum og Gísli G. Jónsson var í öðru sæti en þeim gekk ekki nógu vel á seinni deginum og enduðu neðar. Gísli keppti síðast á Akureyri árið 2012 en Gísli er margfaldur Íslandsmeistari í Torfæru. Heilt yfir var kaninn himinlifandi með þessa keppni og stemningin á svæðinu var rosalega góð og allir skemmtu sér frábærlega, keppendur, aðstoðarmenn, áhorfendur og keppnishaldarar. Bandaríkjamenn kepptu á milli á Rock Bounser bílum sem er aðeins öðruvísi torfæra en við erum vön og kom það mjög vel út. Sjá má frábær tilþrif hjá íslensku keppendunum í Tennessee í meðfylgjandi myndskeiði. Úrlitin í Tennessee urðu þessi. Þór Þormar PálssonTHOR 2710Geir Evert GrímssonSledgehammer2652Guðmundur ArnarssonThe Lion2583Gestur J. IngólfssonThe Dream2480Magnús SigurðssonCube2312Ingólfur GuðvarðarsonGuttinn Reborn2292Elias GuðmundssonRodeo2290Guðlaugur HelgasonYellow Magic2090Gísli G. JónssonJeepster2070Bjarki ReynissonThe Animal1908Haukur EinarssonHekla1820Svanur TómassonInsane1665Jón vilhjálmssonDoctor1480Kristján BirgissonKatla Turbo590 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent
Fjórtán íslenskir torfærubílar kepptu um síðustu helgi í torfærukeppni í Bandaríkjunum. Keppt var í torfærugarði sem heitir Bikini Bottoms Offroad Park og er í Dyersburg, Tennessee. Þetta er annað árið í röð sem Íslenska torfæran keppir á þessu svæði. Miðvikudagurinn fór allur í að taka úr 4 gámum með öllum bílunum í og koma öllu fyrir. Fimmtudagurinn var prufudagur, en þá gátu þátttakendur reynt bílana sína fyrir öll átökin. Keppni hófst svo á föstudeginum með 5 brautum og svo með 6 brautum á Laugardeginum. Það var gríðarleg barátta á milli manna og mjög jafnt var á milli keppenda meirihlutann af keppninni. Talsvert mikið ryk var á svæðinu og mikil sól og hiti en það gerði þetta allt bara skemmtilegra. Þór Þormar Pálsson á THOR endaði sem sigurvegarinn eftir frábæran og skemmtilegan akstur. THOR liðið ákvað í lokabrautinni að festa flugeldaköku á þakið á bílnum þar sem vatnaaksturinn var keyrður í myrki með ljósum og kveikt var í kökunni þegar hann lagði af stað og hann flaut alla leið yfir og tryggði sér sigurinn. Kanninn var heldur betur skemmt með þessu atriði. Þetta var fyrsti sigurinn hjá Þór Þormar í torfæru. Hann endaði í 3. sæti í Íslandsmótinu í ár. Í öðru sæti í keppninni var Geir Evert Grímsson á Sleggjunni. Geir leiddi keppninni meirihlutann af seinni deginum og var með smá forskot á Þór fyrir síðustu braut en komst ekki alla leið yfir í vatninu í fyrstu og tapaði miklum tíma. En Geir Evert var að keyra fantavel alla keppnina. Í þriðja sæti var svo Guðmundur Ingi Arnarson Íslandsmeistarinn 2017 á Ljóninu. Fösturdagurinn var ekki hans dagur og hann var neðarlega en með frábærum og góðum akstri á laugardeginum náði hann að komast uppí 3. sætið. Tilþrifaveðlaunin fóru svo til Guðlaug Sindra Helgasonar á Galdragul. Eftir fyrri keppnisdaginn leiddi Magnús Sigurðsson á Kubbnum og Gísli G. Jónsson var í öðru sæti en þeim gekk ekki nógu vel á seinni deginum og enduðu neðar. Gísli keppti síðast á Akureyri árið 2012 en Gísli er margfaldur Íslandsmeistari í Torfæru. Heilt yfir var kaninn himinlifandi með þessa keppni og stemningin á svæðinu var rosalega góð og allir skemmtu sér frábærlega, keppendur, aðstoðarmenn, áhorfendur og keppnishaldarar. Bandaríkjamenn kepptu á milli á Rock Bounser bílum sem er aðeins öðruvísi torfæra en við erum vön og kom það mjög vel út. Sjá má frábær tilþrif hjá íslensku keppendunum í Tennessee í meðfylgjandi myndskeiði. Úrlitin í Tennessee urðu þessi. Þór Þormar PálssonTHOR 2710Geir Evert GrímssonSledgehammer2652Guðmundur ArnarssonThe Lion2583Gestur J. IngólfssonThe Dream2480Magnús SigurðssonCube2312Ingólfur GuðvarðarsonGuttinn Reborn2292Elias GuðmundssonRodeo2290Guðlaugur HelgasonYellow Magic2090Gísli G. JónssonJeepster2070Bjarki ReynissonThe Animal1908Haukur EinarssonHekla1820Svanur TómassonInsane1665Jón vilhjálmssonDoctor1480Kristján BirgissonKatla Turbo590
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent