Hrekkjavökusjúk og skreytir allt hátt og lágt Guðný Hrönn skrifar 28. október 2017 11:00 Sigga Dögg og Benjamín Leó Hermannsson. VÍSIR/ANTON BRINK Sigga Dögg Arnardóttir er ein þeirra sem halda hátíðlega upp á hrekkjavöku og hún segir sjálfa sig vera „hrekkjavökusjúka“. Hún heldur metnaðarfull hrekkjavökupartí árlega og mun halda slíkt partí um helgina. Hún byrjaði að undirbúa partíið í ágúst.Metnaðarfullar skreytingar taka á móti þeim sem heimsækja Siggu.vísir/anton brink„Ég ólst upp í Keflavík og sem krakkar þá fengum við alltaf að fara upp á völl og ganga í hús á hrekkjavökunni. Þannig að þetta er bara svolítið mikilvægur hluti af minni æsku,“ segir Sigga Dögg spurð út í hvaðan áhugi hennar á hrekkjavökunni kemur. Þegar Sigga Dögg eignaðist svo börn fór hrekkjavökuáhugi hennar á flug fyrir alvöru. „Ég byrjaði að halda hrekkjavökupartí þegar ég var komin með börn og í ár byrjaði ég sko að skipuleggja partíið mitt í ágúst og ég skreytti í byrjun október.“ Sigga Dögg mun halda hrekkjavökupartí um helgina, á kosningahelginni. „Kosningarnar eru að eyðileggja hrekkjavökupartíið mitt. Ég ætla sko ekki að hafa neina pólitík í mínu partíi,“ grínast Sigga og hlær. „En þetta er nú krakkapartí fyrst og fremst. Ég legg mikið upp úr því að þetta sé fyrir börnin.“Köngulær skríða upp um alla veggi á heimili Siggu í október.vísir/anton brinkAðspurð hvort hún lumi á góðum ráðum fyrir það fólk sem langar að halda hrekkjavökupartí á næstunni leggur Sigga Dögg áherslu á mikilvægi skreytinga.„Ekki vanmeta skreytingar. Þær eru mjög mikilvægar.“ „Sem betur fer hafa búðir hérna á Íslandi aldeilis tekið við sér hvað þetta varðar.“ Spurð út í hvar hún kaupi helst skreytingar nefnir Sigga Tiger, Bónus, Nettó, Toys 'R' Us, Allt í köku og AliExpress sem dæmi. Svo mælir Sigga Dögg með að leita innblásturs á Pinterest. „Ég er mjög öflugur pinnari, á Pinterest. Þar leynist innblásturinn.“ Hrekkjavaka Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Fleiri fréttir Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Sjá meira
Sigga Dögg Arnardóttir er ein þeirra sem halda hátíðlega upp á hrekkjavöku og hún segir sjálfa sig vera „hrekkjavökusjúka“. Hún heldur metnaðarfull hrekkjavökupartí árlega og mun halda slíkt partí um helgina. Hún byrjaði að undirbúa partíið í ágúst.Metnaðarfullar skreytingar taka á móti þeim sem heimsækja Siggu.vísir/anton brink„Ég ólst upp í Keflavík og sem krakkar þá fengum við alltaf að fara upp á völl og ganga í hús á hrekkjavökunni. Þannig að þetta er bara svolítið mikilvægur hluti af minni æsku,“ segir Sigga Dögg spurð út í hvaðan áhugi hennar á hrekkjavökunni kemur. Þegar Sigga Dögg eignaðist svo börn fór hrekkjavökuáhugi hennar á flug fyrir alvöru. „Ég byrjaði að halda hrekkjavökupartí þegar ég var komin með börn og í ár byrjaði ég sko að skipuleggja partíið mitt í ágúst og ég skreytti í byrjun október.“ Sigga Dögg mun halda hrekkjavökupartí um helgina, á kosningahelginni. „Kosningarnar eru að eyðileggja hrekkjavökupartíið mitt. Ég ætla sko ekki að hafa neina pólitík í mínu partíi,“ grínast Sigga og hlær. „En þetta er nú krakkapartí fyrst og fremst. Ég legg mikið upp úr því að þetta sé fyrir börnin.“Köngulær skríða upp um alla veggi á heimili Siggu í október.vísir/anton brinkAðspurð hvort hún lumi á góðum ráðum fyrir það fólk sem langar að halda hrekkjavökupartí á næstunni leggur Sigga Dögg áherslu á mikilvægi skreytinga.„Ekki vanmeta skreytingar. Þær eru mjög mikilvægar.“ „Sem betur fer hafa búðir hérna á Íslandi aldeilis tekið við sér hvað þetta varðar.“ Spurð út í hvar hún kaupi helst skreytingar nefnir Sigga Tiger, Bónus, Nettó, Toys 'R' Us, Allt í köku og AliExpress sem dæmi. Svo mælir Sigga Dögg með að leita innblásturs á Pinterest. „Ég er mjög öflugur pinnari, á Pinterest. Þar leynist innblásturinn.“
Hrekkjavaka Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Fleiri fréttir Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Sjá meira