Ríkisendurskoðun vill svör frá flokki sem fékk 29 milljónir króna Haraldur Guðmundsson skrifar 25. október 2017 06:00 Skrifstofa Flokks heimilanna var í Vallarstræti 4 í miðborg Reykjavíkur. Starfsemi hans var afar umsvifalítil eftir kosningarnar 2013. vísir/valli Flokkur heimilanna hefur ekki skilað fullnægjandi ársreikningi til Ríkisendurskoðunar rúmu ári eftir að skilafrestur rann út. Flokkurinn fékk 29,4 milljónir króna úr ríkissjóði og eru átta mánuðir liðnir síðan stofnunin óskaði eftir frekari gögnum um rekstur hans á árinu 2015. Kristján Snorri Ingólfsson, formaður Flokks heimilannaFlokkurinn hlaut rétt ríflega þrjú prósent atkvæða í alþingiskosningunum 2013. Samkvæmt lögum eiga allir flokkar sem fá yfir 2,5 prósenta fylgi rétt á greiðslum úr ríkissjóði. Kosningaárið fékk hann því þrjár milljónir og síðan á bilinu átta til tæpar 9,2 milljónir á ári út 2016. Ef ekki hefði verið kosið til Alþingis í októberlok í fyrra hefði flokkurinn fengið um níu milljónir króna til viðbótar vegna ársins 2017. Samkvæmt svari Ríkisendurskoðunar við fyrirspurn Fréttablaðsins skilaði Flokkur heimilanna inn ársreikningi fyrir 2015 í febrúar á þessu ári. Reikningurinn var aftur á móti óendurskoðaður og óskaði stofnunin þá eftir frekari gögnum og öðrum skýringum varðandi reksturinn. Þau hafa ekki borist þrátt fyrir ítrekanir en flokkurinn hefur áður skilað eldri ársreikningum eftir að skilafrestur rann út. Í desember 2015 munaði minnstu að Ríkisendurskoðun kærði vanskil á ársreikningi 2014 til lögreglu. „Við erum ekki lengur á neinum fjárlögum ríkisins,“ sagði Kristján Snorri Ingólfsson, formaður flokksins, í samtali við blaðamann áður en hann baðst undan viðtali. Kristján Snorri og Eyjólfur Vestmann Ingólfsson, bróðir hans og framkvæmdastjóri Flokks heimilanna, hafa séð um reksturinn síðan 2013. Sá fyrrnefndi tapaði í febrúar í fyrra meiðyrðamáli gegn Pétri Gunnlaugssyni, útvarpsmanni á Útvarpi sögu. Pétur kom að stofnun stjórnmálaaflsins en Kristján stefndi honum vegna ummæla um að Kristján hefði ekki greitt skuldir flokksins og þess í stað farið á HM í fótbolta í Brasilíu árið 2014. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kom fram að flokkurinn hefði borgað einkafyrirtæki formannsins, einkahlutafélaginu Helstirni, og bróður hans 5,3 milljónir króna úr sjóðum flokksins þegar Pétur lét ummælin falla í júlí 2014. Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Segir ósatt að hann sé með flokkspeningana í Brasilíu Kristján Snorri Ingólfsson íhugar lagalegan rétt sinn vegna fréttar Útvarps Sögu 5. júlí 2014 00:01 Stjórnarmenn Flokks heimilanna takast á um 40 milljóna króna ríkisstyrk "Það verða sinnaskipti þegar einhverjir peningar koma til sögunnar. Það er bara þannig,“ segir Pétur Gunnlaugsson sem var kjörinn formaður Flokks heimilanna fyrir síðustu Alþingiskosningar. Næstum tveimur mánuðum eftir kosningar andmælti framkvæmdastjóri flokksins formannskjörinu. Flokkurinn fær um 40 milljónir frá ríkinu á næstu árum. 4. júlí 2014 20:00 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Flokkur heimilanna hefur ekki skilað fullnægjandi ársreikningi til Ríkisendurskoðunar rúmu ári eftir að skilafrestur rann út. Flokkurinn fékk 29,4 milljónir króna úr ríkissjóði og eru átta mánuðir liðnir síðan stofnunin óskaði eftir frekari gögnum um rekstur hans á árinu 2015. Kristján Snorri Ingólfsson, formaður Flokks heimilannaFlokkurinn hlaut rétt ríflega þrjú prósent atkvæða í alþingiskosningunum 2013. Samkvæmt lögum eiga allir flokkar sem fá yfir 2,5 prósenta fylgi rétt á greiðslum úr ríkissjóði. Kosningaárið fékk hann því þrjár milljónir og síðan á bilinu átta til tæpar 9,2 milljónir á ári út 2016. Ef ekki hefði verið kosið til Alþingis í októberlok í fyrra hefði flokkurinn fengið um níu milljónir króna til viðbótar vegna ársins 2017. Samkvæmt svari Ríkisendurskoðunar við fyrirspurn Fréttablaðsins skilaði Flokkur heimilanna inn ársreikningi fyrir 2015 í febrúar á þessu ári. Reikningurinn var aftur á móti óendurskoðaður og óskaði stofnunin þá eftir frekari gögnum og öðrum skýringum varðandi reksturinn. Þau hafa ekki borist þrátt fyrir ítrekanir en flokkurinn hefur áður skilað eldri ársreikningum eftir að skilafrestur rann út. Í desember 2015 munaði minnstu að Ríkisendurskoðun kærði vanskil á ársreikningi 2014 til lögreglu. „Við erum ekki lengur á neinum fjárlögum ríkisins,“ sagði Kristján Snorri Ingólfsson, formaður flokksins, í samtali við blaðamann áður en hann baðst undan viðtali. Kristján Snorri og Eyjólfur Vestmann Ingólfsson, bróðir hans og framkvæmdastjóri Flokks heimilanna, hafa séð um reksturinn síðan 2013. Sá fyrrnefndi tapaði í febrúar í fyrra meiðyrðamáli gegn Pétri Gunnlaugssyni, útvarpsmanni á Útvarpi sögu. Pétur kom að stofnun stjórnmálaaflsins en Kristján stefndi honum vegna ummæla um að Kristján hefði ekki greitt skuldir flokksins og þess í stað farið á HM í fótbolta í Brasilíu árið 2014. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kom fram að flokkurinn hefði borgað einkafyrirtæki formannsins, einkahlutafélaginu Helstirni, og bróður hans 5,3 milljónir króna úr sjóðum flokksins þegar Pétur lét ummælin falla í júlí 2014.
Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Segir ósatt að hann sé með flokkspeningana í Brasilíu Kristján Snorri Ingólfsson íhugar lagalegan rétt sinn vegna fréttar Útvarps Sögu 5. júlí 2014 00:01 Stjórnarmenn Flokks heimilanna takast á um 40 milljóna króna ríkisstyrk "Það verða sinnaskipti þegar einhverjir peningar koma til sögunnar. Það er bara þannig,“ segir Pétur Gunnlaugsson sem var kjörinn formaður Flokks heimilanna fyrir síðustu Alþingiskosningar. Næstum tveimur mánuðum eftir kosningar andmælti framkvæmdastjóri flokksins formannskjörinu. Flokkurinn fær um 40 milljónir frá ríkinu á næstu árum. 4. júlí 2014 20:00 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Segir ósatt að hann sé með flokkspeningana í Brasilíu Kristján Snorri Ingólfsson íhugar lagalegan rétt sinn vegna fréttar Útvarps Sögu 5. júlí 2014 00:01
Stjórnarmenn Flokks heimilanna takast á um 40 milljóna króna ríkisstyrk "Það verða sinnaskipti þegar einhverjir peningar koma til sögunnar. Það er bara þannig,“ segir Pétur Gunnlaugsson sem var kjörinn formaður Flokks heimilanna fyrir síðustu Alþingiskosningar. Næstum tveimur mánuðum eftir kosningar andmælti framkvæmdastjóri flokksins formannskjörinu. Flokkurinn fær um 40 milljónir frá ríkinu á næstu árum. 4. júlí 2014 20:00