Liðsmenn Pittsburg Steelers í NFL farnir að minna á ÍBV og Stjörnuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2017 15:00 Leikmenn Pittsburg Steelers fagna í gær. Vísir/Getty Eyjamenn slógu í gegn með frumleg fögn á tíunda áratugnum og fögn Stjörnumanna urðu hreinlega heimsfræg. Nú eru lið í NFL-deildinni farin að slá í gegn með frumleg fögn. Liðsmenn Pittsburg Steelers fögnuðu sínum þriðja sigri í röð í NFL-deild ameríska fótboltans í gær þegar liðið vann Detroit Lions á útivelli. Leikurinn var svokallaður Sunnudagskvöldsleikur í NFL-deildinni og fær alla athygli fótboltaáhugamanna í Bandaríkjunum því enginn leikur er á sama tíma. Um síðustu helgi fögnuðu leikmenn Pittsburg Steelers með því að fara í feluleik en að þessu sinni buðu þeir upp á bekkpressuæfingu eins og sjá má hér fyrir neðan.Spot me, bro pic.twitter.com/QdWTbqweBb — Deadspin (@Deadspin) October 30, 2017 Reglur um fagnaðarlæti leikmanna eftir snertimörk voru rýmkaðar fyrir þetta tímabil og því leyfist leikmönnum aðeins meira svo framarlega sem þeir brjóta engin velsæmismörk. Liðsmenn Pittsburg Steelers hafa nýtt sér þetta og út úr því hafa komið mörg fyndin og frumleg fögn. Þessi fögn virðast líka hafa rifið upp stemmninguna innan liðsins og síðustu þrír sigurleikir hafa breytt mikið stöðu liðsins í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Pittsburg Steelers er þó ekki eina félagið sem nýtti sér þessa reglubreytingu því Philadelphia Eagles liðið bauð líka upp á öðruvísi fagn eins og sjá má hér fyrir neðan.Eagles mime baseball again with hit-by-pitch TD celebration: https://t.co/0L8SOPGFgRpic.twitter.com/UhKAf2mnrl — Deadspin (@Deadspin) October 29, 2017 NFL Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Sjá meira
Eyjamenn slógu í gegn með frumleg fögn á tíunda áratugnum og fögn Stjörnumanna urðu hreinlega heimsfræg. Nú eru lið í NFL-deildinni farin að slá í gegn með frumleg fögn. Liðsmenn Pittsburg Steelers fögnuðu sínum þriðja sigri í röð í NFL-deild ameríska fótboltans í gær þegar liðið vann Detroit Lions á útivelli. Leikurinn var svokallaður Sunnudagskvöldsleikur í NFL-deildinni og fær alla athygli fótboltaáhugamanna í Bandaríkjunum því enginn leikur er á sama tíma. Um síðustu helgi fögnuðu leikmenn Pittsburg Steelers með því að fara í feluleik en að þessu sinni buðu þeir upp á bekkpressuæfingu eins og sjá má hér fyrir neðan.Spot me, bro pic.twitter.com/QdWTbqweBb — Deadspin (@Deadspin) October 30, 2017 Reglur um fagnaðarlæti leikmanna eftir snertimörk voru rýmkaðar fyrir þetta tímabil og því leyfist leikmönnum aðeins meira svo framarlega sem þeir brjóta engin velsæmismörk. Liðsmenn Pittsburg Steelers hafa nýtt sér þetta og út úr því hafa komið mörg fyndin og frumleg fögn. Þessi fögn virðast líka hafa rifið upp stemmninguna innan liðsins og síðustu þrír sigurleikir hafa breytt mikið stöðu liðsins í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Pittsburg Steelers er þó ekki eina félagið sem nýtti sér þessa reglubreytingu því Philadelphia Eagles liðið bauð líka upp á öðruvísi fagn eins og sjá má hér fyrir neðan.Eagles mime baseball again with hit-by-pitch TD celebration: https://t.co/0L8SOPGFgRpic.twitter.com/UhKAf2mnrl — Deadspin (@Deadspin) October 29, 2017
NFL Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Sjá meira