Hafa karlmenn að féþúfu á öldurhúsum Ólöf Skaftadóttir skrifar 2. nóvember 2017 07:00 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar mál Rúmenanna Mál þriggja Rúmena er til rannsóknar hjá lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en öll þrjú eru grunuð um að hafa með skipulögðum hætti haft fé af karlmönnum sem þau hittu fyrir á öldurhúsum í miðborg Reykjavíkur og á Akureyri um nokkurra mánaða skeið, eða frá því í sumar. Þrír einstaklingar hafa verið yfirheyrðir og eru öll grunuð um að hafa unnið saman að því að komast yfir fjármuni brotaþola. Þáttur hvers og eins hafi þó verið mismunandi og misalvarlegur í meintum brotum. Að minnsta kosti þrettán tilfelli hafa verið kærð til lögreglu, þar af fjögur frá Akureyri. Samanlögð fjárhæð sem kært er fyrir er tæplega 1,4 milljónir króna. Þann fjórtánda ágúst síðastliðinn varaði lögreglan við fingralöngum þjófum sem stela greiðslukortum af grandalausu fólki á veitingahúsum eftir að hafa fylgst með því greiða fyrir veitingar og slá inn PIN-númer, en með það og greiðslukort undir höndum væri eftirleikurinn auðveldur. Samkvæmt heimildum blaðsins fór kona fyrir hópnum, dró karlmenn á tálar á öldurhúsum og freistaði þess að láta bjóða sér upp í glas. Meint fórnarlömb hafi þá dregið upp kortið, greitt fyrir drykkinn og slegið inn PIN-númer sitt, eins og venjan er. Þá lagði sú sem fór á fjörur við meint fórnarlamb pinnið á minnið, stal kortinu af viðkomandi og lét vitorðsmann sinn hafa svo lítið bar á. Vitorðsmaðurinn fann næsta hraðbanka og tók út eins mikið og hægt er, sneri aftur og skilaði kortinu á sinn stað í veski mannanna, án þess að þeir yrðu varir við nokkuð. Líkt og fyrr segir lét hópurinn til sín taka í næturlífinu í höfuðborginni og á Akureyri með skipulögðum hætti. Rannsókn málsins er á lokastigum, samkvæmt heimildum blaðsins. Birtist í Fréttablaðinu Næturlíf Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Mál þriggja Rúmena er til rannsóknar hjá lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en öll þrjú eru grunuð um að hafa með skipulögðum hætti haft fé af karlmönnum sem þau hittu fyrir á öldurhúsum í miðborg Reykjavíkur og á Akureyri um nokkurra mánaða skeið, eða frá því í sumar. Þrír einstaklingar hafa verið yfirheyrðir og eru öll grunuð um að hafa unnið saman að því að komast yfir fjármuni brotaþola. Þáttur hvers og eins hafi þó verið mismunandi og misalvarlegur í meintum brotum. Að minnsta kosti þrettán tilfelli hafa verið kærð til lögreglu, þar af fjögur frá Akureyri. Samanlögð fjárhæð sem kært er fyrir er tæplega 1,4 milljónir króna. Þann fjórtánda ágúst síðastliðinn varaði lögreglan við fingralöngum þjófum sem stela greiðslukortum af grandalausu fólki á veitingahúsum eftir að hafa fylgst með því greiða fyrir veitingar og slá inn PIN-númer, en með það og greiðslukort undir höndum væri eftirleikurinn auðveldur. Samkvæmt heimildum blaðsins fór kona fyrir hópnum, dró karlmenn á tálar á öldurhúsum og freistaði þess að láta bjóða sér upp í glas. Meint fórnarlömb hafi þá dregið upp kortið, greitt fyrir drykkinn og slegið inn PIN-númer sitt, eins og venjan er. Þá lagði sú sem fór á fjörur við meint fórnarlamb pinnið á minnið, stal kortinu af viðkomandi og lét vitorðsmann sinn hafa svo lítið bar á. Vitorðsmaðurinn fann næsta hraðbanka og tók út eins mikið og hægt er, sneri aftur og skilaði kortinu á sinn stað í veski mannanna, án þess að þeir yrðu varir við nokkuð. Líkt og fyrr segir lét hópurinn til sín taka í næturlífinu í höfuðborginni og á Akureyri með skipulögðum hætti. Rannsókn málsins er á lokastigum, samkvæmt heimildum blaðsins.
Birtist í Fréttablaðinu Næturlíf Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira