Umferðartafir á Miklubraut þjóðhagslega dýrar Finnur Thorlacius skrifar 15. nóvember 2017 09:49 Þeir sem leið eiga úr Árbænum eða Mosfellsbæ til vinnu á morgnana niður Ártúnsbrekkuna verða þessa dagana að sætta sig við gríðarlegar tafir vegna mikillar umferðarteppu sem þar myndast ávallt á morgnana og stendur líklega í ríflega klukkutíma á hverjum morgni. Ekki þarf að efast um þá þjóðhagslegu óhagkvæmni sem af þessum töfum hlýst en það tekur nær aldrei minna en 25-30 mínútur fyrir vegfarendur að skila sér til vinnu á þessum tíma. Hæglega má búast við því að hver vegfarandi tefjist um 15 mínútur á hverjum morgni vegna þessa og ekki tekur mikið betra við að loknum vinnudegi. Vegfarendur á þessari leið á degi hverjum skipta tugum þúsunda og ef giskað er á þeir séu 30.000 þúsund tapast 7.500 vinnustundir daglega við þessar umferðatafir. Ef gert er ráð fyrir að hver vinnustund þessa fólks kosti vinnuveitendur 4.000 kr. á klukkustund kosta þessar umferðatafir 30 milljónir á hverjum virkum degi. Fjöldi vinnudaga á hverju ári eru 260 og því má áætla að kostnaðurinn sé 7,8 milljarðar á ári, bara við það að tefja hvern starfsmann um þetta korter á dag sitjandi í bíl sínum af óþörfu á degi hverjum. Lausnin á þessu vandamáli hlýtur að felast í því að greiða fyrir umferðinni með mislægum umferðarmannvirkjum á þeim gatnamótum sem skera Miklubrautina. Mislæg gatnamót eru þegar til staðar við Réttarholtsveg, en ekki við Grensásveg, Háaleitisbraut og Kringlumýrarbraut, en eftir það í vesturátt er umferðin farin að þynnast það mikið að líklega er ekki þörf fyrir slík mannvirki vestar. Forvitnilegt væri að reikna út hvað slík mannvirki myndu kosta á þessum þremur ofantöldu gatnamótum og reikna í framhaldinu út á hve fáum árum þau myndu borga sig. Það telur ekki í mörgum árum, jafnvel innan við tveimur árum. Líklega myndu þau borga sig upp 10-20 sinnum hraðar upp en til dæmis Vaðlaheiðargöng, sem jafnvel aldrei munu borga sig upp. Víst er að róttækar breytingar verða að eiga sér stað til að greiða götu fólks á höfuðborgarsvæðinu á næstu misserum og því fyrr því betra. Loforð um innviðauppbyggingu í stjórnmálum þessa dagana ættu nú loksins að snúa að höfuðborgarsvæðinu. Tími er kominn til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bílar Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Þeir sem leið eiga úr Árbænum eða Mosfellsbæ til vinnu á morgnana niður Ártúnsbrekkuna verða þessa dagana að sætta sig við gríðarlegar tafir vegna mikillar umferðarteppu sem þar myndast ávallt á morgnana og stendur líklega í ríflega klukkutíma á hverjum morgni. Ekki þarf að efast um þá þjóðhagslegu óhagkvæmni sem af þessum töfum hlýst en það tekur nær aldrei minna en 25-30 mínútur fyrir vegfarendur að skila sér til vinnu á þessum tíma. Hæglega má búast við því að hver vegfarandi tefjist um 15 mínútur á hverjum morgni vegna þessa og ekki tekur mikið betra við að loknum vinnudegi. Vegfarendur á þessari leið á degi hverjum skipta tugum þúsunda og ef giskað er á þeir séu 30.000 þúsund tapast 7.500 vinnustundir daglega við þessar umferðatafir. Ef gert er ráð fyrir að hver vinnustund þessa fólks kosti vinnuveitendur 4.000 kr. á klukkustund kosta þessar umferðatafir 30 milljónir á hverjum virkum degi. Fjöldi vinnudaga á hverju ári eru 260 og því má áætla að kostnaðurinn sé 7,8 milljarðar á ári, bara við það að tefja hvern starfsmann um þetta korter á dag sitjandi í bíl sínum af óþörfu á degi hverjum. Lausnin á þessu vandamáli hlýtur að felast í því að greiða fyrir umferðinni með mislægum umferðarmannvirkjum á þeim gatnamótum sem skera Miklubrautina. Mislæg gatnamót eru þegar til staðar við Réttarholtsveg, en ekki við Grensásveg, Háaleitisbraut og Kringlumýrarbraut, en eftir það í vesturátt er umferðin farin að þynnast það mikið að líklega er ekki þörf fyrir slík mannvirki vestar. Forvitnilegt væri að reikna út hvað slík mannvirki myndu kosta á þessum þremur ofantöldu gatnamótum og reikna í framhaldinu út á hve fáum árum þau myndu borga sig. Það telur ekki í mörgum árum, jafnvel innan við tveimur árum. Líklega myndu þau borga sig upp 10-20 sinnum hraðar upp en til dæmis Vaðlaheiðargöng, sem jafnvel aldrei munu borga sig upp. Víst er að róttækar breytingar verða að eiga sér stað til að greiða götu fólks á höfuðborgarsvæðinu á næstu misserum og því fyrr því betra. Loforð um innviðauppbyggingu í stjórnmálum þessa dagana ættu nú loksins að snúa að höfuðborgarsvæðinu. Tími er kominn til.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar