Sigurður Ingi minnist foreldra sinna sem fórust í umferðarslysi Jakob Bjarnar skrifar 28. nóvember 2017 13:51 Sigurður Ingi var við nám úti í Kaupmannahöfn, fyrir þrjátíu árum, þegar honum barst símtal sem færði honum hin skelfilegu tíðindi. visir/vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, skrifar á Facebook-síðu sína hjartnæm eftirmæli um foreldra sína sem fórust í umferðarslysi. Hann tengir það við fregn frá Umferðarstofu þar sem greint er frá því að rúmlega 1500 manns hafi látist í umferðinni á hundrað árum. Sigurður Ingi segir að nú séu 30 ár í dag þegar hann fékk erfiðasta símtal ævi sinnar, þegar honum var tilkynnt að foreldrar hans hefðu látist í bílsslysi í Svínahrauni. Orð Sigurðar Inga eru á þennan veg, en hann notar tækifærið og varar fólk við erfiðum aðstæðum einmitt á þessum tíma ársins: „Fyrir 30 árum - bjó ég í Kaupmannahöfn og var þar við nám - akkúrat þennan dag 28. nóvember fékk ég erfiðasta símtal ævinnar, þar sem mér var tilkynnt um að foreldrar mínir hefðu látist í bílslysi í Svínahrauni. Veröldin varð dökk, lífið umsnérist í einni hendingu. Lán okkar systkina var kærleikur og umhyggja fjölskyldu, vina og samfélagsins þar sem við ólumst upp. Án alls þess stuðnings sem allt þetta fólk veitti okkur hefði verið erfitt að komast í gegnum sorgina og alls þess sem beið okkar. Fyrir það verður aldrei fullþakkað. Mér varð hugsað til þessa þegar ég keyrði Svínahraunið í morgun. Foreldrar mínir voru yndislegt fólk sem við söknum. Blessuð sé minning þeirra. Um 1500 manns hafi látist í umferðinni frá því að bílaöldin hófst 1914. Veturinn og myrkrið er oft hættulegasti tíminn. Förum því varlega kæru vinir og pössum hvert annað.“ Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, skrifar á Facebook-síðu sína hjartnæm eftirmæli um foreldra sína sem fórust í umferðarslysi. Hann tengir það við fregn frá Umferðarstofu þar sem greint er frá því að rúmlega 1500 manns hafi látist í umferðinni á hundrað árum. Sigurður Ingi segir að nú séu 30 ár í dag þegar hann fékk erfiðasta símtal ævi sinnar, þegar honum var tilkynnt að foreldrar hans hefðu látist í bílsslysi í Svínahrauni. Orð Sigurðar Inga eru á þennan veg, en hann notar tækifærið og varar fólk við erfiðum aðstæðum einmitt á þessum tíma ársins: „Fyrir 30 árum - bjó ég í Kaupmannahöfn og var þar við nám - akkúrat þennan dag 28. nóvember fékk ég erfiðasta símtal ævinnar, þar sem mér var tilkynnt um að foreldrar mínir hefðu látist í bílslysi í Svínahrauni. Veröldin varð dökk, lífið umsnérist í einni hendingu. Lán okkar systkina var kærleikur og umhyggja fjölskyldu, vina og samfélagsins þar sem við ólumst upp. Án alls þess stuðnings sem allt þetta fólk veitti okkur hefði verið erfitt að komast í gegnum sorgina og alls þess sem beið okkar. Fyrir það verður aldrei fullþakkað. Mér varð hugsað til þessa þegar ég keyrði Svínahraunið í morgun. Foreldrar mínir voru yndislegt fólk sem við söknum. Blessuð sé minning þeirra. Um 1500 manns hafi látist í umferðinni frá því að bílaöldin hófst 1914. Veturinn og myrkrið er oft hættulegasti tíminn. Förum því varlega kæru vinir og pössum hvert annað.“
Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira