Hækkandi sjávarmál leysir kjarnorkuúrgang úr læðingi Kjartan Kjartansson skrifar 27. nóvember 2017 15:30 Hvelfingin lítur helst út eins og fljúgandi diskur. Myndin var tekin árið 1980 þegar smíði hvelfingarinnar var nýlokið. Vísir/AFP Sjór er byrjaður að flæða inn í hvelfingu með miklu magni geislavirks úrgangs frá Bandaríkjaher á afskekktu rifi í miðju Kyrrahafi. Ástæðan er hækkandi yfirborð sjávar af völdum hnattrænnar hlýnunar og er geislavirku efnin byrjuð að berast út úr hvelfingunni. Alls er talið að um 85.000 rúmmetrar af geislavirkum úrgangi sé geymdur í risavaxinni steinsteypuhvelfingu á Runit-eyju á Enewetak-rifi vestur af Marshall-eyjum, miðja vegu á milli Havaí og Ástralíu. Bandaríkjaher kom úrganginum fyrir í sprengjugíg eftir tugi tilrauna með kjarnorkuvopn á 8. áratug síðustu aldar, að því er kemur fram í umfjöllun áströlsku ABC-fréttastöðvarinnar. Verkfræðingar hersins innsigluðu gíginn með hálfs metra þykkri steypu áður en herinn hafði sig á brott. Nú fer yfirborð sjávar hins vegar hækkandi eftir því sem jörðin hlýnar af völdum losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Bandaríska orkumálaráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu árið 2013 að geislavirku efnin væru byrjuð að berast út úr hvelfingunni vegna ágangs sjávar.85,000 cubic meters of radioactive waste are buried under a dome on a Marshall Island atoll. Sea level rise is starting to undermine it https://t.co/SwaEKI3qDi pic.twitter.com/vJzXg4F3Mf— Brian L Kahn (@blkahn) November 27, 2017 Eins og verðandi grafreiturÍ frétt ABC kemur fram að Bandaríkjaher sprengdi alls 43 kjarnorkusprengjur í kringum eyjaklasanna á 5. og 6. áratugnum. Sumar sprenginganna gereyddu heilu eyjunum. Áður höfðu íbúar Enewetak-rifsins verið fluttir til annarrar eyju Marshall-eyjanna. Íbúarnir fengu ekki að snúa aftur heim til sín fyrir en þremur áratugum seinna. Þrátt fyrir að þakið yfir gígnum sé steinsteypt gerðu Bandaríkjamenn enga tilraun til að húða botn gígsins. Úrgangurinn hvílir nú aðeins á jarðveginum sem hækkandi hafið gengur æ meira á. Sprungur er sagðar komnar í hvelfinguna og skolar sjó yfir hana í stormum. Bandarísk stjórnvöld telja að jafnvel þó að geislavirku efnin sleppi út þá hafi það ekki mikla breytingu í för með sér fyrir mengunina á svæðinu. Íbúarnir óttast hins vegar að úti verði um byggðina ef til þess kemur að hvelfingin bresti endanlega. „Þetta er eins og grafreitur fyrir okkur sem bíður þess að verða,‟ segir Christina Aningi, yfirkennari við eina skólanna á Enewetak-rifinu. Loftslagsmál Marshall-eyjar Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Sjór er byrjaður að flæða inn í hvelfingu með miklu magni geislavirks úrgangs frá Bandaríkjaher á afskekktu rifi í miðju Kyrrahafi. Ástæðan er hækkandi yfirborð sjávar af völdum hnattrænnar hlýnunar og er geislavirku efnin byrjuð að berast út úr hvelfingunni. Alls er talið að um 85.000 rúmmetrar af geislavirkum úrgangi sé geymdur í risavaxinni steinsteypuhvelfingu á Runit-eyju á Enewetak-rifi vestur af Marshall-eyjum, miðja vegu á milli Havaí og Ástralíu. Bandaríkjaher kom úrganginum fyrir í sprengjugíg eftir tugi tilrauna með kjarnorkuvopn á 8. áratug síðustu aldar, að því er kemur fram í umfjöllun áströlsku ABC-fréttastöðvarinnar. Verkfræðingar hersins innsigluðu gíginn með hálfs metra þykkri steypu áður en herinn hafði sig á brott. Nú fer yfirborð sjávar hins vegar hækkandi eftir því sem jörðin hlýnar af völdum losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Bandaríska orkumálaráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu árið 2013 að geislavirku efnin væru byrjuð að berast út úr hvelfingunni vegna ágangs sjávar.85,000 cubic meters of radioactive waste are buried under a dome on a Marshall Island atoll. Sea level rise is starting to undermine it https://t.co/SwaEKI3qDi pic.twitter.com/vJzXg4F3Mf— Brian L Kahn (@blkahn) November 27, 2017 Eins og verðandi grafreiturÍ frétt ABC kemur fram að Bandaríkjaher sprengdi alls 43 kjarnorkusprengjur í kringum eyjaklasanna á 5. og 6. áratugnum. Sumar sprenginganna gereyddu heilu eyjunum. Áður höfðu íbúar Enewetak-rifsins verið fluttir til annarrar eyju Marshall-eyjanna. Íbúarnir fengu ekki að snúa aftur heim til sín fyrir en þremur áratugum seinna. Þrátt fyrir að þakið yfir gígnum sé steinsteypt gerðu Bandaríkjamenn enga tilraun til að húða botn gígsins. Úrgangurinn hvílir nú aðeins á jarðveginum sem hækkandi hafið gengur æ meira á. Sprungur er sagðar komnar í hvelfinguna og skolar sjó yfir hana í stormum. Bandarísk stjórnvöld telja að jafnvel þó að geislavirku efnin sleppi út þá hafi það ekki mikla breytingu í för með sér fyrir mengunina á svæðinu. Íbúarnir óttast hins vegar að úti verði um byggðina ef til þess kemur að hvelfingin bresti endanlega. „Þetta er eins og grafreitur fyrir okkur sem bíður þess að verða,‟ segir Christina Aningi, yfirkennari við eina skólanna á Enewetak-rifinu.
Loftslagsmál Marshall-eyjar Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira