Tveir Víkurgarðsmenn sagðir hafa klipið fornleifafræðing í rassinn Garðar Örn Úlfarsson skrifar 24. nóvember 2017 06:00 Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur. vísir/stefán „Það er svo mikið af staðreyndavillum sem virðast teknar sem sannleikur í þessu máli,“ segir Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur sem stjórnaði fornleifauppgreftri á Landsímareitnum. Vala setti í fyrrakvöld harðorða yfirlýsingu á Facebook þar sem hún kveðst ekki geta orða bundist og sakar menn úr hópi, sem kallar sig Varðmenn Víkurgarðs og berst gegn uppbyggingu hótels þar sem áður var bílastæði á Landsímareitnum, um að „fara rangt með staðreyndir, villa fyrir um og stinga höfðinu í sandinn við öllu því sem er rétt og staðreynd í þessu máli,“ eins og hún segir. „Þeir flestir hafa svo dregið mig persónulega og faglega inn í þetta mál,“ skrifaði Vala. Meðal annars hafi þeir kallað hana unga sæta „fornminjafræðinginn“ og klipið hana svo í rassinn.Vísir/stefánVið Fréttablaðið segir Vala stöðufærslu sína eiga langan aðdraganda. Hótelbyggingin sé tilfinningalegt mál fyrir þennan hóp og hún hafi allan skilning á því. „En mér hefur fundist ábótavant að þeir fari rétt með staðreyndir,“ segir hún. Að sögn Völu vill þessi hópur fyrst og og fremst ekki hótel á Landsímareitnum. „Það er rótin að þessu öllu saman. Það er ekki mitt að segja hvað þeim á að finnast um það en það hvernig þeir bera fyrir sig söguna og fornminjar er meðal sem mér finnst ekki helga tilganginn.“ Aðspurð segir Vala helstu rangfærslu hópsins þá að jarðneskar leifar séu enn á svæðinu. Það sé ekki rétt. „Þeir halda því líka fram að nýja viðbyggingin sem var reist 1967 sé á súlum og að þar séu ennþá jarðneskar minjar – sem er ekki rétt vegna þess að sökkullinn nær alveg niður í gamla fjarðarbotninn,“ útskýrir Vala sem kveðst hafa gert prufuholur inni í Landsímahúsinu í gegn um sökkulinn. „Húsið var ekki reist á súlum og það er enginn jarðvegur þarna undir né jarðneskar menjar.“Reiturinn við Landsímahúsið þar sem fornleifauppgröfturinn hefur farið fram.Vísir/anton brinkVala segir um að ræða um það bil fimmtán manna hóp. Flestir séu heiðursmenn eins og séra Þórir Stephensen, Friðrik Ólafsson, Þór Magnússon og Helgi Þorláksson en sumir hreint ekki. Nokkrir þeirra hafi skrifað í blöðin og kallað hana litla stelpu og stelpuskjátu. „Ég hef verið á fundum með tveimur, sem ég vil ekki nafngreina, þar sem ég var spurð hvort ég vildi ekki bara hætta að tala og hlusta á mér eldri og vitrari menn og fékk svo nett klíp í rassinn þegar ég labbaði út,“ lýsir Vala samskiptum sínum við þessa tvo menn. „Ég hef alltaf reynt að vera vitrari í þessari umræðu og sagði ekki neitt en leit á þá með illu augnaráði,“ segir Vala um viðbrögð sín við þessari áreitni. „Þetta gerist svo lítið ber á. Ef þetta væri sýnilegt þá myndu almennilegir menn kannski segja eitthvað við því.“Vala deildi frétt Stöðvar 2 í fyrrakvöld með færslu sinni á Facebook. Færsluna í heild má sjá fyrir neðan fréttina.Færsla Völu á Facebook í fyrrakvöld Nú get ég ekki orða bundist lengur með þessa blessuðu, mér heldri og vitrari menn! sem hafa vísvitandi talið i lagi að tilgangurinn helgi meðalið í vilja sínum að ekki komi hótel sem áður var bílastæði austan við Fógetagarðinn! Að það megi fara rangt með staðreyndir, villa fyrir um og stinga höfðinu í sandinn við öllu því sem er rétt og staðreynd í þessu máli taka þeir aldrei til greina ef það hentar þeirra málstað illa! Þeir flestir hafa svo dregið mig persónulega og faglega inní þetta mál og kallað mig m.a. litla stelpu! ungi sæti “fornminjafræðingurinn”, stelpuskjáta og (besta) ungi “fornminjafræðingurinn” sem kann ekki að virða sér heldri og vitrari menn! og kleyp svo í rassinn á mér! Þeir taka engum sönsum því þeir vilja ekki töskuberandi túrista!! og það er heila málið! Fornminjarnar skipta þá engu máli! Þeir eru búnir að hamast í kerfinu á forsendum sem eru uppspuni af þeirra hálfu og láta allt virðast vera túlkun eða glænýjar upplýsingar! Endemis vitleysa!! Þeir hafa haft 70 ár til að gera eitthvað! En á meðan grófu þeir upp eða urðu þess valdandi að Víkurkirkjugarður var eyðilagður frá 1955-1965, Viðeyjarkirkjugarður grafinn burt, Bessastaðakirkjugarður grafinn upp, Reykholtskirkjugarður grafinn upp Skálholt etc.. etc... En núna ætla þeir að þykjast ekki vita neitt eða muna neitt!! Þeir verða að fara að hysja upp um sig, rifja upp, taka á sig sínar syndir, hætta að mismuna menningarminjum og kyngja því að á sinni embættistíð sváfu þeir á verðinum!! sannleikurinn er oft vondur strákar!!.....en með þessu bulli ykkar gerið þið illt verra - og mismunið menningararfi okkar allra! Leyfið mér og mínum að vinna vinnuna okkar í friði!Ps: Feðraveldið lét mig missa kúlið eftir 20 ára baráttu að fara aldrei á þeirra plan! Svo fór um sjóferð þá!:/ Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Víkurgarður Tengdar fréttir Segja ekki byggt í Víkurgarði og hótel fær grænt ljós Ósk Lindarvatns ehf. um breytt deiliskipulag á Landsímareit vegna hótelbyggingar þar var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði í gær.<br/>Á sama tíma ræddi kirkjuþing um bókun þar sem skorað er á yfirvöld að koma í veg fyrir framkvæmdir sem raski gröfum í Víkurgarði. 16. nóvember 2017 06:00 Andstæðingar byggingar hótels við Fógetagarðinn undirbúa málsókn gegn borginni Hópur sem leggst gegn því að hótelbygging rísi þar sem gamla Landsímahúsið stendur við Austurvöll, íhugar málaferli á hendur borginni. 22. nóvember 2017 19:45 Varðmenn Víkurgarðs segja mörk hans rangfærð í deiliskipulaginu Hópur sem kallar sig Varðmenn Víkurgarðs boðaði í gær til fundar sem svo skoraði einróma á borgarstjórn Reykjavíkur að varðveita hinn forna kirkjugarð Víkurkirkju allan sem almenningsgarð, alveg að austustu mörkum garðsins. 22. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
„Það er svo mikið af staðreyndavillum sem virðast teknar sem sannleikur í þessu máli,“ segir Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur sem stjórnaði fornleifauppgreftri á Landsímareitnum. Vala setti í fyrrakvöld harðorða yfirlýsingu á Facebook þar sem hún kveðst ekki geta orða bundist og sakar menn úr hópi, sem kallar sig Varðmenn Víkurgarðs og berst gegn uppbyggingu hótels þar sem áður var bílastæði á Landsímareitnum, um að „fara rangt með staðreyndir, villa fyrir um og stinga höfðinu í sandinn við öllu því sem er rétt og staðreynd í þessu máli,“ eins og hún segir. „Þeir flestir hafa svo dregið mig persónulega og faglega inn í þetta mál,“ skrifaði Vala. Meðal annars hafi þeir kallað hana unga sæta „fornminjafræðinginn“ og klipið hana svo í rassinn.Vísir/stefánVið Fréttablaðið segir Vala stöðufærslu sína eiga langan aðdraganda. Hótelbyggingin sé tilfinningalegt mál fyrir þennan hóp og hún hafi allan skilning á því. „En mér hefur fundist ábótavant að þeir fari rétt með staðreyndir,“ segir hún. Að sögn Völu vill þessi hópur fyrst og og fremst ekki hótel á Landsímareitnum. „Það er rótin að þessu öllu saman. Það er ekki mitt að segja hvað þeim á að finnast um það en það hvernig þeir bera fyrir sig söguna og fornminjar er meðal sem mér finnst ekki helga tilganginn.“ Aðspurð segir Vala helstu rangfærslu hópsins þá að jarðneskar leifar séu enn á svæðinu. Það sé ekki rétt. „Þeir halda því líka fram að nýja viðbyggingin sem var reist 1967 sé á súlum og að þar séu ennþá jarðneskar minjar – sem er ekki rétt vegna þess að sökkullinn nær alveg niður í gamla fjarðarbotninn,“ útskýrir Vala sem kveðst hafa gert prufuholur inni í Landsímahúsinu í gegn um sökkulinn. „Húsið var ekki reist á súlum og það er enginn jarðvegur þarna undir né jarðneskar menjar.“Reiturinn við Landsímahúsið þar sem fornleifauppgröfturinn hefur farið fram.Vísir/anton brinkVala segir um að ræða um það bil fimmtán manna hóp. Flestir séu heiðursmenn eins og séra Þórir Stephensen, Friðrik Ólafsson, Þór Magnússon og Helgi Þorláksson en sumir hreint ekki. Nokkrir þeirra hafi skrifað í blöðin og kallað hana litla stelpu og stelpuskjátu. „Ég hef verið á fundum með tveimur, sem ég vil ekki nafngreina, þar sem ég var spurð hvort ég vildi ekki bara hætta að tala og hlusta á mér eldri og vitrari menn og fékk svo nett klíp í rassinn þegar ég labbaði út,“ lýsir Vala samskiptum sínum við þessa tvo menn. „Ég hef alltaf reynt að vera vitrari í þessari umræðu og sagði ekki neitt en leit á þá með illu augnaráði,“ segir Vala um viðbrögð sín við þessari áreitni. „Þetta gerist svo lítið ber á. Ef þetta væri sýnilegt þá myndu almennilegir menn kannski segja eitthvað við því.“Vala deildi frétt Stöðvar 2 í fyrrakvöld með færslu sinni á Facebook. Færsluna í heild má sjá fyrir neðan fréttina.Færsla Völu á Facebook í fyrrakvöld Nú get ég ekki orða bundist lengur með þessa blessuðu, mér heldri og vitrari menn! sem hafa vísvitandi talið i lagi að tilgangurinn helgi meðalið í vilja sínum að ekki komi hótel sem áður var bílastæði austan við Fógetagarðinn! Að það megi fara rangt með staðreyndir, villa fyrir um og stinga höfðinu í sandinn við öllu því sem er rétt og staðreynd í þessu máli taka þeir aldrei til greina ef það hentar þeirra málstað illa! Þeir flestir hafa svo dregið mig persónulega og faglega inní þetta mál og kallað mig m.a. litla stelpu! ungi sæti “fornminjafræðingurinn”, stelpuskjáta og (besta) ungi “fornminjafræðingurinn” sem kann ekki að virða sér heldri og vitrari menn! og kleyp svo í rassinn á mér! Þeir taka engum sönsum því þeir vilja ekki töskuberandi túrista!! og það er heila málið! Fornminjarnar skipta þá engu máli! Þeir eru búnir að hamast í kerfinu á forsendum sem eru uppspuni af þeirra hálfu og láta allt virðast vera túlkun eða glænýjar upplýsingar! Endemis vitleysa!! Þeir hafa haft 70 ár til að gera eitthvað! En á meðan grófu þeir upp eða urðu þess valdandi að Víkurkirkjugarður var eyðilagður frá 1955-1965, Viðeyjarkirkjugarður grafinn burt, Bessastaðakirkjugarður grafinn upp, Reykholtskirkjugarður grafinn upp Skálholt etc.. etc... En núna ætla þeir að þykjast ekki vita neitt eða muna neitt!! Þeir verða að fara að hysja upp um sig, rifja upp, taka á sig sínar syndir, hætta að mismuna menningarminjum og kyngja því að á sinni embættistíð sváfu þeir á verðinum!! sannleikurinn er oft vondur strákar!!.....en með þessu bulli ykkar gerið þið illt verra - og mismunið menningararfi okkar allra! Leyfið mér og mínum að vinna vinnuna okkar í friði!Ps: Feðraveldið lét mig missa kúlið eftir 20 ára baráttu að fara aldrei á þeirra plan! Svo fór um sjóferð þá!:/
Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Víkurgarður Tengdar fréttir Segja ekki byggt í Víkurgarði og hótel fær grænt ljós Ósk Lindarvatns ehf. um breytt deiliskipulag á Landsímareit vegna hótelbyggingar þar var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði í gær.<br/>Á sama tíma ræddi kirkjuþing um bókun þar sem skorað er á yfirvöld að koma í veg fyrir framkvæmdir sem raski gröfum í Víkurgarði. 16. nóvember 2017 06:00 Andstæðingar byggingar hótels við Fógetagarðinn undirbúa málsókn gegn borginni Hópur sem leggst gegn því að hótelbygging rísi þar sem gamla Landsímahúsið stendur við Austurvöll, íhugar málaferli á hendur borginni. 22. nóvember 2017 19:45 Varðmenn Víkurgarðs segja mörk hans rangfærð í deiliskipulaginu Hópur sem kallar sig Varðmenn Víkurgarðs boðaði í gær til fundar sem svo skoraði einróma á borgarstjórn Reykjavíkur að varðveita hinn forna kirkjugarð Víkurkirkju allan sem almenningsgarð, alveg að austustu mörkum garðsins. 22. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Segja ekki byggt í Víkurgarði og hótel fær grænt ljós Ósk Lindarvatns ehf. um breytt deiliskipulag á Landsímareit vegna hótelbyggingar þar var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði í gær.<br/>Á sama tíma ræddi kirkjuþing um bókun þar sem skorað er á yfirvöld að koma í veg fyrir framkvæmdir sem raski gröfum í Víkurgarði. 16. nóvember 2017 06:00
Andstæðingar byggingar hótels við Fógetagarðinn undirbúa málsókn gegn borginni Hópur sem leggst gegn því að hótelbygging rísi þar sem gamla Landsímahúsið stendur við Austurvöll, íhugar málaferli á hendur borginni. 22. nóvember 2017 19:45
Varðmenn Víkurgarðs segja mörk hans rangfærð í deiliskipulaginu Hópur sem kallar sig Varðmenn Víkurgarðs boðaði í gær til fundar sem svo skoraði einróma á borgarstjórn Reykjavíkur að varðveita hinn forna kirkjugarð Víkurkirkju allan sem almenningsgarð, alveg að austustu mörkum garðsins. 22. nóvember 2017 07:00