Opnar allan heiminn fyrir mér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2017 07:00 Bríet Bragadóttir verður FIFA-dómari á næsta ári. vísir/Vilhelm Bríet Bragadóttir hefur tekið tvö söguleg skref í íslensku knattspyrnudómarasögunni á árinu 2017. Í september varð hún fyrsta konan sem dæmir bikarúrslitaleik og í þessari viku varð hún fyrsta konan sem fær alþjóðleg réttindi sem FIFA-dómari. Bríet varð sjálf að hætta að spila fótbolta vegna meiðsla en nú sex árum síðar er hún komin alla leið í hóp bestu dómara heims og gæti átt bjarta framtíð með flautuna. „Þetta er búið að vera fjögurra ára ferli. Hvert land hefur pláss fyrir að minnsta kosti einn FIFA-dómara af hvoru kyni. Það var engin kona og þegar ég var 21 árs þá byrjaði pælingin um hvort þetta væri eitthvað sem ég myndi vilja stefna að. Í september á þessu ári þá spurðu þau á KSÍ hvort þau mættu tilnefna mig,“ segir Bríet um aðdragandann að útnefningunni. Hún er 25 ára gömul í dag og má samkvæmt reglum Alþjóðaknattspyrnusambandsins dæma til ársins 2038. „Vonandi á ég mörg ár eftir. Þeir leyfa manni að vera þangað til maður verður 45 ára. Ég er bara rétt að byrja núna þannig að ef allt gengur vel þá getur maður átt tuttugu ára feril,“ segir Bríet. Útnefningin opnar nýjan heim fyrir hana. „Þetta opnar miklu fleiri tækifæri fyrir mig. Ég er búin að vera að fara á ýmis æfingamót í gegnum KSÍ en núna fer ég að dæma fyrir FIFA og það opnar allan heiminn fyrir mér,“ segir Bríet.vísir/vilhelmLokamarkmið er HM, EM eða ÓL „Fyrsta markmiðið er að fá að dæma A-landsleik. Það er næsta markmið en lokamarkmiðið er að fá að fara á stórmót og þá er ég að tala um HM, EM eða Ólympíuleikana,“ segir Bríet. Það er ekki mikið hægt að kvarta yfir þessu ári hjá henni. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt og krefjandi ár. Það var æðislegt að geta endað það á að dæma úrslitaleik Borgunarbikarsins sem er það stærsta sem maður gerir hér á landi. Það var frábært að ná því áður en maður fer inn á alþjóðlegan lista,“ segir Bríet. Það er krefjandi starf að vera dómari en hvað ætli henni þyki erfiðast? „Það er erfiðast að leyfa sjálfum sér að vera mannlegur og leyfa sjálfum sér að gera mistök. Við erum bara mannleg og það verða einhver smávægileg mistök í hverjum einasta fótboltaleik. Þá er bara að finna leið til að fyrirgefa sjálfum sér að mistökin hafi verið gerð og geta mætt í næsta leik og borið höfuðið hátt til að takast á við næsta verkefni,“ segir Bríet. Hún þarf væntanlega að horfa mikið á fótbolta til að halda sér við yfir vetrartímann.Ekki of mikið af fótbolta „Ég reyni að takmarka það þó að það sé áhugamálið. Það er svo mikið annað í gangi í lífinu sem þarf að sinna. Ég horfi frekar á atvik og reyni þá að pæla frekar frá dómarahliðinni. Ég er þá að horfa á klippur sem FIFA og UEFA eru að gefa út. Það koma líka allskonar myndbönd á netinu af mistökum dómara og það er gott að horfa á þau og sjá hvað gerðist og hvað hefði verið hægt að gera öðruvísi,“ segir Bríet. Hún hefur orðið vör við það að stelpurnar í Pepsi-deildinni koma aðeins öðruvísi fram við hana í dag en þegar hún kom fyrst inn í deildina. „Maður græðir alltaf á því, verandi kona, að hafa spilað kvennafótbolta. Það hjálpar mér að dæma kvennafótbolta eins og ég vil að það sé gert. Ég held að þær virði mig fyrir það,“ segir Bríet. Gefur mér ótrúlega mikið Bríet hrósar KSÍ fyrir að hafa sett hana í mörg verkefni með öðrum kvendómurum frá öðrum löndum sem hafa gefið henni góð ráð. „Konur sem hafa náð miklu lengra heldur en ég í dómgæslunni geta sagt mér frá því hvernig þetta var fyrir þær. Það er frábær hvatning að fá að hitta einhvern sem er búinn að ná öllum þeim markmiðum sem mig langar síðan að ná síðar meir. Það gefur mér ótrúlega mikið,“ segir Bríet. Hún leggur mikla áherslu á það að vera í góðu formi. „Þeir eru að grínast með það í vinnunni að ég sé bara orðin atvinnumanneskja. Maður æfir bara fimm sinnum í viku og við fylgjum bara eftir prógrammi frá KSÍ,“ segir Bríet og bætir við: „Lykilatriði í dómgæslu er að vera rétt staðsettur og þú getur ekki verið rétt staðsettur ef þú ert ekki í nógu góðu formi,“ segir Bríet. Hún starfar sem sjúkraþjálfari. „Einhvern tímann fékk ég athugasemd um að vinsamlegast hætta að vera sjúkraþjálfari á meðan ég væri dómari. Sinna bara mínu starfi,“ segir Bríet í léttum tón. Markmiðin í framtíðinni eru ekki bara erlendis. Stefnir hún ekki líka á það að fá að dæma í Pepsi-deild karla? „Jú, algjörlega. Mér hefur verið sagt að það sé raunhæfur möguleiki fyrir mig ef ég held rétt á spöðunum, held mér áfram í góðu formi og held áfram að standa mig. Ég sé það alveg fyrir mér á næstu árum,“ segir Bríet. Vill fleiri íslenskar stelpur Hún vill líka sjá fleiri íslenskar konur í dómgæslu „Það skiptir mig bara persónulega máli. Ég er með aðstoðardómara, hana Rúnu Kristínu (Stefánsdóttur) sem er alveg frábær. Til að vera með fullt tríó og eins og í sumum leikjum þar sem þarf fjóra, þá vantar mig íslenskar stelpur til að koma inn í mitt lið. Vonandi í framtíðinni geta þær farið með mér út og tekið þátt í að ná þessum markmiðum sem ég er að stefna að. Það er leiðinlegt að þurfa að leita til annarra landa eftir dómurum,“ segir Bríet. Hver veit nema að við sjáum fjögurra manna íslenskt kvendómarateymi á A-landsleik í næstu framtíð. „Það væri draumur,“ segir Bríet að lokum. [email protected] Íslenski boltinn Tengdar fréttir Íslensk kona nýr FIFA dómari | Ísland á nú fleiri alþjóðlega dómara en áður Bríet Bragadóttir og Ívar Orri Kristjánsson eru nýir FIFA dómarar en Alþjóða knattspyrnusambandið hefur nú birt nýjan lista yfir alþjóðlega dómara. 21. nóvember 2017 14:39 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Bríet Bragadóttir hefur tekið tvö söguleg skref í íslensku knattspyrnudómarasögunni á árinu 2017. Í september varð hún fyrsta konan sem dæmir bikarúrslitaleik og í þessari viku varð hún fyrsta konan sem fær alþjóðleg réttindi sem FIFA-dómari. Bríet varð sjálf að hætta að spila fótbolta vegna meiðsla en nú sex árum síðar er hún komin alla leið í hóp bestu dómara heims og gæti átt bjarta framtíð með flautuna. „Þetta er búið að vera fjögurra ára ferli. Hvert land hefur pláss fyrir að minnsta kosti einn FIFA-dómara af hvoru kyni. Það var engin kona og þegar ég var 21 árs þá byrjaði pælingin um hvort þetta væri eitthvað sem ég myndi vilja stefna að. Í september á þessu ári þá spurðu þau á KSÍ hvort þau mættu tilnefna mig,“ segir Bríet um aðdragandann að útnefningunni. Hún er 25 ára gömul í dag og má samkvæmt reglum Alþjóðaknattspyrnusambandsins dæma til ársins 2038. „Vonandi á ég mörg ár eftir. Þeir leyfa manni að vera þangað til maður verður 45 ára. Ég er bara rétt að byrja núna þannig að ef allt gengur vel þá getur maður átt tuttugu ára feril,“ segir Bríet. Útnefningin opnar nýjan heim fyrir hana. „Þetta opnar miklu fleiri tækifæri fyrir mig. Ég er búin að vera að fara á ýmis æfingamót í gegnum KSÍ en núna fer ég að dæma fyrir FIFA og það opnar allan heiminn fyrir mér,“ segir Bríet.vísir/vilhelmLokamarkmið er HM, EM eða ÓL „Fyrsta markmiðið er að fá að dæma A-landsleik. Það er næsta markmið en lokamarkmiðið er að fá að fara á stórmót og þá er ég að tala um HM, EM eða Ólympíuleikana,“ segir Bríet. Það er ekki mikið hægt að kvarta yfir þessu ári hjá henni. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt og krefjandi ár. Það var æðislegt að geta endað það á að dæma úrslitaleik Borgunarbikarsins sem er það stærsta sem maður gerir hér á landi. Það var frábært að ná því áður en maður fer inn á alþjóðlegan lista,“ segir Bríet. Það er krefjandi starf að vera dómari en hvað ætli henni þyki erfiðast? „Það er erfiðast að leyfa sjálfum sér að vera mannlegur og leyfa sjálfum sér að gera mistök. Við erum bara mannleg og það verða einhver smávægileg mistök í hverjum einasta fótboltaleik. Þá er bara að finna leið til að fyrirgefa sjálfum sér að mistökin hafi verið gerð og geta mætt í næsta leik og borið höfuðið hátt til að takast á við næsta verkefni,“ segir Bríet. Hún þarf væntanlega að horfa mikið á fótbolta til að halda sér við yfir vetrartímann.Ekki of mikið af fótbolta „Ég reyni að takmarka það þó að það sé áhugamálið. Það er svo mikið annað í gangi í lífinu sem þarf að sinna. Ég horfi frekar á atvik og reyni þá að pæla frekar frá dómarahliðinni. Ég er þá að horfa á klippur sem FIFA og UEFA eru að gefa út. Það koma líka allskonar myndbönd á netinu af mistökum dómara og það er gott að horfa á þau og sjá hvað gerðist og hvað hefði verið hægt að gera öðruvísi,“ segir Bríet. Hún hefur orðið vör við það að stelpurnar í Pepsi-deildinni koma aðeins öðruvísi fram við hana í dag en þegar hún kom fyrst inn í deildina. „Maður græðir alltaf á því, verandi kona, að hafa spilað kvennafótbolta. Það hjálpar mér að dæma kvennafótbolta eins og ég vil að það sé gert. Ég held að þær virði mig fyrir það,“ segir Bríet. Gefur mér ótrúlega mikið Bríet hrósar KSÍ fyrir að hafa sett hana í mörg verkefni með öðrum kvendómurum frá öðrum löndum sem hafa gefið henni góð ráð. „Konur sem hafa náð miklu lengra heldur en ég í dómgæslunni geta sagt mér frá því hvernig þetta var fyrir þær. Það er frábær hvatning að fá að hitta einhvern sem er búinn að ná öllum þeim markmiðum sem mig langar síðan að ná síðar meir. Það gefur mér ótrúlega mikið,“ segir Bríet. Hún leggur mikla áherslu á það að vera í góðu formi. „Þeir eru að grínast með það í vinnunni að ég sé bara orðin atvinnumanneskja. Maður æfir bara fimm sinnum í viku og við fylgjum bara eftir prógrammi frá KSÍ,“ segir Bríet og bætir við: „Lykilatriði í dómgæslu er að vera rétt staðsettur og þú getur ekki verið rétt staðsettur ef þú ert ekki í nógu góðu formi,“ segir Bríet. Hún starfar sem sjúkraþjálfari. „Einhvern tímann fékk ég athugasemd um að vinsamlegast hætta að vera sjúkraþjálfari á meðan ég væri dómari. Sinna bara mínu starfi,“ segir Bríet í léttum tón. Markmiðin í framtíðinni eru ekki bara erlendis. Stefnir hún ekki líka á það að fá að dæma í Pepsi-deild karla? „Jú, algjörlega. Mér hefur verið sagt að það sé raunhæfur möguleiki fyrir mig ef ég held rétt á spöðunum, held mér áfram í góðu formi og held áfram að standa mig. Ég sé það alveg fyrir mér á næstu árum,“ segir Bríet. Vill fleiri íslenskar stelpur Hún vill líka sjá fleiri íslenskar konur í dómgæslu „Það skiptir mig bara persónulega máli. Ég er með aðstoðardómara, hana Rúnu Kristínu (Stefánsdóttur) sem er alveg frábær. Til að vera með fullt tríó og eins og í sumum leikjum þar sem þarf fjóra, þá vantar mig íslenskar stelpur til að koma inn í mitt lið. Vonandi í framtíðinni geta þær farið með mér út og tekið þátt í að ná þessum markmiðum sem ég er að stefna að. Það er leiðinlegt að þurfa að leita til annarra landa eftir dómurum,“ segir Bríet. Hver veit nema að við sjáum fjögurra manna íslenskt kvendómarateymi á A-landsleik í næstu framtíð. „Það væri draumur,“ segir Bríet að lokum. [email protected]
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Íslensk kona nýr FIFA dómari | Ísland á nú fleiri alþjóðlega dómara en áður Bríet Bragadóttir og Ívar Orri Kristjánsson eru nýir FIFA dómarar en Alþjóða knattspyrnusambandið hefur nú birt nýjan lista yfir alþjóðlega dómara. 21. nóvember 2017 14:39 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Íslensk kona nýr FIFA dómari | Ísland á nú fleiri alþjóðlega dómara en áður Bríet Bragadóttir og Ívar Orri Kristjánsson eru nýir FIFA dómarar en Alþjóða knattspyrnusambandið hefur nú birt nýjan lista yfir alþjóðlega dómara. 21. nóvember 2017 14:39