Erlent

Borat býðst til að borga sektirnar

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Samsett mynd af Cohen í gervi Borats og ferðamönnunum sex.
Samsett mynd af Cohen í gervi Borats og ferðamönnunum sex. mynd/samsett
Leikarinn Sacha Baron Cohen hefur boðist til þess að greiða sektir sex tékkneskra ferðamanna sem klæddu sig í sundskýlur líkt og kvikmyndapersónan Borat. Atvikið átti sér stað í höfuðborg Kasakstan, Astana, í síðustu viku.

Cohen gaf Borat líf í kvikmynd frá 2006, en hún fjallar um einfaldan fréttamann frá Kasakstan sem leggur leið sína til Bandaríkjanna í þeim tilgangi að kynna sér menninguna þar í landi.

Cohen gaf þetta út á Facebook síðu sinni, en þar sagðist hann vera tilbúinn að greiða sektirnar sem mönnunum voru afhentar myndu þeir senda póst á netfangið [email protected] með sönnunum.

Persónan Borat er mjög umdeild í Kasaktstan en yfirvöld þar í landi hótuðu að höfða mál gegn Cohen fyrir að móðga þjóðina. Utanríkisráðherra Kasakstan þakkaði Cohen seinna meir fyrir að hafa aukið ferðamannaflæði til landsins.

Sektin nemur um sjö þúsund krónum á hvern ferðamann en samanlögð upphæð sexmenninganna ætti ekki að reynast Cohen þung byrði en í fyrra var hann metinn á um 105 milljónir punda.

Hér að neðan má sjá Facebook færslu Cohen.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×