Hyundai IONIQ deilibílar í Vín og Amterdam Finnur Thorlacius skrifar 20. nóvember 2017 16:29 Hyundai IONIQ deilibíll í Amsterdam. Nýlega voru 15 tvinnbílar af gerðinni Hyundai IONIQ afhentir Greenmove í Vínarborg í Austurríki sem ætlar að bjóða bílana almenningi til afnota í deiliþjónustu (Car Sharing). Nú þegar eru um 100 slíkir í sams konar notkun í Amsterdam í Hollandi. Frá og með næsta vori verða 70 bílar í þjónustu Greenmove sem almenningur getur leigt og skilað að lokinni notkun á fyrirframákveðnum stöðum í Vínarborg. Notendur skrá sig á vefsíðu fyrirtækisins og geta að því loknu farið og sótt bíl á einhverjum þessara „pick- up“-staða þar sem Greenmove er með útibú. Með símaappi Greenmove er hægt að sjá hvar hægt er að fá lausan bíl og bóka hann. Thomas A. Schmid rekstrarstjóri hjá Hyundai Motor Europe segir að samningurinn við Greenmove sé til marks um áhuga Hyundai á að taka þátt í verkefnum sem miða að því að bjóða grænar lausnir í samgöngumálum fólks. „Í síðasta mánuði gengum við til liðs við aðila í Amsterdam um „hreinar rafmagnslausnir í samgöngumálum“ þar sem við höfum afhent hreina IONIQ rafmagnsbíla til sams konar nota. Verkefnið í Vín er af sama toga sem er að víkka deilikerfið á alþjóðavísu í þágu aukinna loftgæða. Þáttur í þeirri stefnu Hyundai er sú ákvörðun okkar sem við höfum áður kynnt sem er að kynna fimmtán nýja umhverfismilda bíla fyrir árið 2020. Tvinnbíllinn Hyundai IONIQ Hybrid er annars vegar búinn 32 kW rafmótor sem skilar 43,5 hestöflum og hins vegar 103,6 kW 1,6 lítra GDI bensínvél sem skilar 141 hestafli. Saman skila mótorarnir rúmum 184 hestöflum. Orkunotkun bílsins samsvarar eyðslu á bilinu 3,4-3,9 l/100 km að meðaltali og kolefnislosun á bilinu 79-92 g á ekinn kílómetra sem gerir bílinn leiðandi í sínum flokki. Hjá Greenmove í Vín er ætlunin að skipta bílunum smám saman út fyrir hreina rafmagnsbíla þegar fleiri hleðslustöðvar hafa verið settar upp í borginni, en eins og kunnugt er er einnig hægt að fá IONIQ í þeirri útfærslu. Frá því að IONIQ kom á markað á síðasta ári hafa um 23 þúsund bílar verið seldir í Evrópu. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent
Nýlega voru 15 tvinnbílar af gerðinni Hyundai IONIQ afhentir Greenmove í Vínarborg í Austurríki sem ætlar að bjóða bílana almenningi til afnota í deiliþjónustu (Car Sharing). Nú þegar eru um 100 slíkir í sams konar notkun í Amsterdam í Hollandi. Frá og með næsta vori verða 70 bílar í þjónustu Greenmove sem almenningur getur leigt og skilað að lokinni notkun á fyrirframákveðnum stöðum í Vínarborg. Notendur skrá sig á vefsíðu fyrirtækisins og geta að því loknu farið og sótt bíl á einhverjum þessara „pick- up“-staða þar sem Greenmove er með útibú. Með símaappi Greenmove er hægt að sjá hvar hægt er að fá lausan bíl og bóka hann. Thomas A. Schmid rekstrarstjóri hjá Hyundai Motor Europe segir að samningurinn við Greenmove sé til marks um áhuga Hyundai á að taka þátt í verkefnum sem miða að því að bjóða grænar lausnir í samgöngumálum fólks. „Í síðasta mánuði gengum við til liðs við aðila í Amsterdam um „hreinar rafmagnslausnir í samgöngumálum“ þar sem við höfum afhent hreina IONIQ rafmagnsbíla til sams konar nota. Verkefnið í Vín er af sama toga sem er að víkka deilikerfið á alþjóðavísu í þágu aukinna loftgæða. Þáttur í þeirri stefnu Hyundai er sú ákvörðun okkar sem við höfum áður kynnt sem er að kynna fimmtán nýja umhverfismilda bíla fyrir árið 2020. Tvinnbíllinn Hyundai IONIQ Hybrid er annars vegar búinn 32 kW rafmótor sem skilar 43,5 hestöflum og hins vegar 103,6 kW 1,6 lítra GDI bensínvél sem skilar 141 hestafli. Saman skila mótorarnir rúmum 184 hestöflum. Orkunotkun bílsins samsvarar eyðslu á bilinu 3,4-3,9 l/100 km að meðaltali og kolefnislosun á bilinu 79-92 g á ekinn kílómetra sem gerir bílinn leiðandi í sínum flokki. Hjá Greenmove í Vín er ætlunin að skipta bílunum smám saman út fyrir hreina rafmagnsbíla þegar fleiri hleðslustöðvar hafa verið settar upp í borginni, en eins og kunnugt er er einnig hægt að fá IONIQ í þeirri útfærslu. Frá því að IONIQ kom á markað á síðasta ári hafa um 23 þúsund bílar verið seldir í Evrópu.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent