„Heyrðu, ég á bara alveg eftir að ríða þér“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 7. desember 2017 16:45 Konur í tónlist hafa stigið fram og sagt frá kynferðislegri áreitni, kynferðisofbeldi og mismunun innan tónlistarbransans. 333 konur hafa skrifað undir yfirlýsingu KÍTÓN, félags kvenna í tónlist þar sem þær krefjast þess að geta unnið vinnu sína án áreitni, ofbeldis eða mismunar. Tilkynningin er byggð á yfirlýsingu kvenna í sviðslistum og kvikmyndagerð og fylgja 28 sögur tónlistarkvenna með yfirlýsingunni. Ein konan segir frá því að hafa farið rúmlega tvítug niður í miðbæ Reykjavíkur að skemmta sér. Þar hitti hún mann sem var í hljómsveit og deildi því áhuga hennar á tónlist. Hún heillaðist af vitneskju hans um tónlist og bauð honum heim að hlusta á tónlist, en hún segist hafa verið mjög stolt af tónlistarsafni sínu. „Við förum sem sagt heim til mín, og ég set hvert lagið á eftir öðru í græjurnar, og rek sögu tónlistarmannsins eða hvar ég hafði fundið þetta stöff. Ég var mjög enthusiastic, enda var þetta mitt helsta áhugamál. Eftir á að hyggja hef ég alltaf hugsað “já ég bauð upp á þetta”, þar sem hann hefur mjög líklega tekið áhuga minn og beint honum að sér, og skömmin og óþægistilfinningin hefur ekki getað vikið frá mér síðan,“ skrifar hún. „Eftir einhvern tíma af tónlistarhlustun inn í stofu byrjar hann að reyna að kyssa mig en ég reyni að víkja mér kurteisislega undan, enda fann ég engan slíkan áhuga til hans, og fattaði þá hvert stefndi og hvernig hann hafði greinilega túlkað þetta allt. Ég afsakaði mig með að ég væri orðin alveg rosalega þreytt og yrði að fara að sofa. Ég vildi halda öllu góðu, enda leit ég upp til þessa manns og alltaf líkað rosalega vel við hann (þó ég hafi bara verið svona “hæ” kunnug honum hingað til), og segi bara að ég sé farin upp í rúm og hann geti klárað bjórinn ef hann vill áður en hann fer. Ég sofna strax, enda klukkan orðin mjög margt, en ég rumska við e-ð og þegar ég vakna alveg er ég ekki lengur í buxum, en þó í nærbuxum ennþá, og hann stendur fyrir ofan rúmið. Ég spyr hvað sé eiginlega í gangi, og það er eins og hann skilji það ekki sjálfur og ringlaður fer hann út úr herberginu. Eða það var amk mín upplifun þá. Ég sofna strax aftur, og þegar ég vakna er hann farinn.“ Enginn sagði neitt „Ég vaknaði með hann ofan á mér,“ þannig byrjar frásögn einnar konunnar. Hún var 17 ára og í skólaferðalagi vegna uppfærslu skólans á söngleik. Hann hafi ekki heillað hana. Á einm tímapunkti hafi hún verið mönuð í að drekka bjór úr trekt, en að strákarnir hafi á einhverjum tímapunkti sett eitthvað sterkara í trektina. „Ég hafði verið í partýi inn á einu herbergjanna en nú var partýið búið. Ég sagði ekki nei - ég sagði ekki stopp. Hann var inn í mér en ég var enn að reyna átta mig á hvað væri að gerast. Ég man að ég sagði eitthvað og hann hló. Síðan man ég ekki meir. Næsta morgun vaknaði ég full vanlíðunar og auðvitað. Þunn. Ég dauðskammaðist mín. Ég vissi ekki hvernig við enduðum þarna tvö. Auðvitað var skömmin mín. Ég gat ekki hætt að æla. Ég mætti fólki sem ýmist flissaði, eins og vinum hans, og fólki sem greinilega leit niður á mig. Fólki sem ég hafði samt litið upp til. Fljótlega kom í ljós að einhverjir fleiri hefðu verið inn í herberginu - vaknað við hljóðin - meiri druslan sem ég var. Nema það að ég vissi ekki sinni hvað var að gerast. Samt var ég skömmin - en ekki þau sem horfðu á. Og gerðu ekkert. Seinna rifjaðist þetta upp hjá mér. Glefsur úr vondum draumi. Það voru fleiri inn í herberginu. Af hverju gerðu þau ekkert?“ Ein kona segist hafa verið að ræða áreitni í bransanum við kollega sitt nýverið sem hafi sagt að það væri bara hluti af „show business.“ „Eitt atvik sem ég man samt alltaf er þegar ég var að spila á stað niðri í bæ fyrir svona 5 árum, þá 20 ára og nýbyrjuð að koma fram með eigið efni og band. Þar var hljóðmaður sem átti að sjá um sandið fyrir okkur það kvöld. Hann byrjaði kvöldið á að segja mér og nokkrum öðrum stelpum að við vorum rosa sætar og það væri extra auðvelt að mixa söngkonur þegar það er gott að horfa á þær. Svo kom að sándtjekki en hann átti aldeilis ekki orð yfir því að ég ætlaði að fara tengja hljómborðið mitt sjálf og hló hálfpartinn af mér og spurði hvort hann ætti ekki bara að gera þetta fyrir mig, það tæki miklu styttri tíma. Ég hélt áfram mínu striki en lenti í því að jack snúran mín var orðin ónýt og ekkert hljóð kom. Þá labbaði hann til mín brosandi „æ elskan mín, þú þarft að koma í heimsókn til mín við tækifæri og ég sýni þér hvernig maður stingur í samband á öllum vígstöðvum - mér sýnist þú hafa gott af því“.“ Pikkaði upp lásinn á baðherbergishurðinni Ein sagan gerist í tónleikaferð erlendis. Konan sem segir frá var eina konan í hópnum og fór með öðrum meðlimi fyrr út. Þau hafi verið fyrst til að tékka sig inn á hótelið og hafi það endað þannig að þau lentu saman á herbergi. Hún segist þó engar áhyggjur haft þar sem þau voru vinir og hún treysti manninum. „Það var svo fyrstu nóttina á hótelinu þar sem hann kemur nakinn upp að rúminu um miðja nótt og vildi “kúra”. Ég þurfti að halda sænginni niðri og ýta honum frá mér. Hann lét sér ekki segjast og endaði ég á að sparka honum frá mér. Um morguninn fer ég þegjandi og hljóðalaust í sturtu. Læsi að mér og held mínu striki. Allt í einu sé ég að hann hafði pikkað upp lásinn á baðherbergishurðinni og horfir á mig. Hversu lengi hann stóð þarna veit ég ekki. Ég tjáði öðrum hljómsveitarmeðlimum frá þessu og viðbrögð voru “Æji þú veist hvernig hann er þegar hann er fullur”. Einn gekk svo langt að segja “Hann sér þig bara sem eina af strákunum” og ég spurði hann hvort hann héldi að hann hefði gert þetta við hann hefðu þeir verið saman í herbergi. Það var ekki fyrr en ég sagði elsta meðlim frá þessu, manni sem er jafn gamall pabba mínum þar sem hann heimtaði að skipta um herbergi við mig og hann tók ekki í mál að ég væri með þessum manni áfram í herbergi. Ég hef unnið með þessum manni eftir þetta en alltaf liðið illa í návist hans. Ég er nýfarin að læra að skömmin er hans“ Öskra yfir músíkina Önnur kona segir frá því að hún var söngkona í hljómsveit á ónefndum bar. „Fremst koma sér fyrir nokkrir menn sem öskra yfir músíkina allt þađ sem þeir ætli sér ađ gera viđ mig. Viđ heyrđum þađ öll, ég á erfitt međ ađ halda takti. Ég er hrædd. Ég gef þessu ekki athygli og held áfram þá breytast köllin í hvađ ég sé ógeđsleg. Þeim var ekki vísađ út en ég fékk klapp á bakiđ fyrir ađ klára. Brenglađ?“ Ein kona segir sögu frá því hún var um tvítugt á söngnámskeiði úti á landi. „Þáttakendur á námskeiðinu voru allt konur nema einn karlsöngvari sem ég ætla að kalla X. Við gistum í gömlu skóla. Þetta var rosalega spennandi og gekk vel. X var alltaf aðal spaðinn og var alltaf að segja brandara, sumir voru mjög fyndnir en flestir voru samt neðan mittis brandarar. Eitt kvöldið sat ég ein í eldhúsi skólans og var að læra textana mína. Þá kemur X inn og fer að spjalla og hrósa mér hvað ég sé með fallega rödd, samt hefði hann tekið eftir því að ég myndi stundum stífna upp þegar ég syngi þannig að ég ætti nú bara að reyna að slaka svolítið á. Um leið og hann segir þetta byrjar hann að nudda á mér axlirnar mjög munúðarlega og endar svo á því að strjúka yfir brjóstin á mér líka. Ég auðvita fraus og sat lömuð í stólnum. En sem betur fer hætti hann og fór. Daginn eftir þá er ég og X að æfa með karl –píanistanum í næsta húsi við þar sem að námskeiðið fór fram og allt gékk vel. Svo förum við í pásu og fáum okkur kaffi. Við erum að spjalla um tónlist og hvað þetta sé spennandi kennari osfr. Allt í einu fara þeir að tala um hvað það séu fallegar stelpur á námskeiðinu og svo fer píanistinn að lýsa fyrir X hvernig konan hans vill láta taka sig í bólinu og lýsir stellingum og hversu hratt og hversu hart osfr. Ég sat þarna með þeim lömuð og hrædd. Svo stóðu þeir upp eins og ekkert hefði í skorist og við kláruðum æfingunna.“ Ein sagan hljómar einfaldlega svona: „Var tjáð að í stað launa fyrir verkefni með hljómsveit mætti ég sofa hjá meðlimi sveitarinnar.“ Gáfu útlitinu einkunn frá 1-10 Önnur segir frá því þegar hún vann hörðum höndum við að fá plötusamning fyrir hljómsveit sem hún með hjá einu stærsta útgáfufyrirtæki heims. „Fékk fwd email frá forsprakka labelsins þar sem hann kynnti mig fyrir kollega sínum. Var rosa spennt, þar til ég skrollaði niður og sá samræður sem þeir höfðu átt um mig og óvart áframsent. Í stað þess að ræða bandið neitt sérstaklega gáfu þeir útliti mínu einkunn á skalanum 1-10 og áttu vægast sagt tæpar samræður. Ég lét eins og ég hefði ekki séð þetta til að eyðileggja ekki möguleika á díl, þeir svöruðu aldrei aftur.“ Enn önnur segir frá því að hafa verið nýflutt til útlanda og var í tónlistarnámi sem var að mestu leyti á ábyrgð eins kennara. „Í hverri viku undirbjó ég mig fyrir einkatíma með honum, sem fór fram á föstudögum og stóð yfir í einn og hálfan tíma. Það liðu ekki margir mánuðir þangað til kennarinn fór að segja mér frá því hversu óhamingjusamur hann væri í hjónabandi sínu, hvað honum fannst ég falleg, biðja um að taka myndir af mér, bjóða mér út, leggja til að ég færi með honum í ferðalag osfrv. Ég fékk líka að heyra meðal samnemanda að hann væri þekktur fyrir slíkt, hefði iðulega haldið við nemendur sína. Mér fór að finnast mjög óþægilegt að hitta hann. Eftir nokkra mánuði ákvað ég að ræða við hann og segja honum að mér mislíkaði þetta. Hann hélt því að sjálfsögðu fram að ég væri ímyndunarveik og undirstrikaði mikilvægi þagmælsku næstu mánuði á eftir. Það ágerðist eftir að ég komst að því að hann var farinn að halda við annan nemanda sinn, japanska stelpu sem var nær mállaus í þessu landi og algjörlega háð honum. Hún brotnaði niður á tónleikum/fékk vægt taugaáfall, fór að ofanda og hvítnaði upp svo ég fór með hana á spítalann í tékk. Þar sagði hún mér alla söguna sína, á meðan við biðum eftir lækni. Næst þegar ég hitti kennarann talaði hann mikið um hvað viðkomandi stelpa ætti bágt og að hún væri léleg tónlistarkona, myndi aldrei komast langt...“ Ein segir frá áreitni af hendi virts landsþekkt tónlistarmanns á sextugsaldri þegar hún var sautján ára gömul. „Ég var nýbúin að koma fram á virðulegri skemmtun í félagsheimili úti á landi. Þegar ég gekk af sviðinu og út úr salnum mætti ég honum á miðju gólfi innan um fullt af fullorðnu fólki. Hann stoppaði mig, tók um annað brjóstið á mér og sagði hátt fyrir framan alla "Það er ekki nema von að þú sért svona góð, ég ól nú þig og foreldra þína upp í músík á sveitaböllunum!". Allir voru edrú. Enginn sagði neitt. Engum fannst óeðlilegt að fullorðinn maður gripi um brjóstið á 17 ára stelpu og héldi um það á meðan að hann talaði. Síðan þá hef ég orðið vitni að og orðið fyrir ótrúlegustu hlutum á mínum ferli, bæði frá körlum og konum. Orð, káf, eignarhald, símtöl, skilaboð.“ Ofbeldi í kirkju við útför Enn önnur segir frá atviki þegar hún söng í útför í Dómkirkju Reykjavíkur. „Meðan presturinn les minningarorðin fer tónlistarfólk oft og fær sér kaffipásu uppi á kirkjulofti. Ég átti að syngja einsöng strax eftir minningarorð, og kórfélagar þurftu að koma sér fyrir við orgelið. Ég var síðust í hópnum til að yfirgefa kirkjuloftið þegar karlmaður úr kórnum snýr sér að mér. Þegar hann sér að allir eru komnir úr augsýn þá króar hann mig af upp að vegg. Hann lagði lófana að veggnum. Nokkrum sekúndum síðar er hann með tunguna bókstaflega uppí mér, og kominn með hendurnar á mig. Ég hafði sem betur fer styrk til að slíta mig út úr þessum aðstæðum og flýta mér niður til að ná að syngja mitt. Ég var snögg að láta mig hverfa úr þessu umhverfi strax eftir lokatóninn minn. Nú er skömmin öll hans.“ Ein konan segir frá atviki úr óperunni. „Eitt sinn var haldið partí uppi á þaki, þar sem Petersen svítan er núna. Júju það var eitthvað áfengi í boði, en meira bara svona glas, enda var þetta kveðjuboð fyrir kæran samstarfsfélaga sem var að hætta og var í eftirmiðdaginn. Þá gengur hann upp að mér og segir: „Heyrðu, ég á bara alveg eftir að ríða þér, eigum við ekki bara að finna okkur kústaskáp?““ Frásagnir kvenna í tónlist: *** nafnlaus saga #1 ***Ég var líklega rétt rúmlega 20 ára gömul, og mikill músíknörd. Ég vissi ekkert skemmtilegra en að grúska í alls konar skrítinni tónlist og grafa og garfa í músíkbloggum og öðrum músiknördasíðum og uppgötva the newest of the new (þetta var vel fyrir tíma bandcamp, youtube, spotify osfrv). Þegar ég fór á skemmtistaði niðrí bæ fórum ég og vinir mínir yfirleitt heim til einhvers eftir að staðnum lokaði til að spila tónlist og drekka nokkra bjóra saman fyrir svefninn. Það var á einum slíkum skemmtistað sem ég hitti X. Hann var einnig mikill tónlistaráhugamaður og í hljómsveit ofan á allt saman. Ég var heilluð af því hvað hann vissi mikið um tónlist og bauð honum að koma heim með mér að hlusta saman á tónlist úr tölvunni minni, en ég var mjög stolt af safninu mínu. Við förum sem sagt heim til mín, og ég set hvert lagið á eftir öðru í græjurnar, og rek sögu tónlistarmannsins eða hvar ég hafði fundið þetta stöff. Ég var mjög enthusiastic, enda var þetta mitt helsta áhugamál. Eftir á að hyggja hef ég alltaf hugsað “já ég bauð upp á þetta”, þar sem hann hefur mjög líklega tekið áhuga minn og beint honum að sér, og skömmin og óþægistilfinningin hefur ekki getað vikið frá mér síðan. Eftir einhvern tíma af tónlistarhlustun inn í stofu byrjar hann að reyna að kyssa mig en ég reyni að víkja mér kurteisislega undan, enda fann ég engan slíkan áhuga til hans, og fattaði þá hvert stefndi og hvernig hann hafði greinilega túlkað þetta allt. Ég afsakaði mig með að ég væri orðin alveg rosalega þreytt og yrði að fara að sofa. Ég vildi halda öllu góðu, enda leit ég upp til þessa manns og alltaf líkað rosalega vel við hann (þó ég hafi bara verið svona “hæ” kunnug honum hingað til), og segi bara að ég sé farin upp í rúm og hann geti klárað bjórinn ef hann vill áður en hann fer. Ég sofna strax, enda klukkan orðin mjög margt, en ég rumska við e-ð og þegar ég vakna alveg er ég ekki lengur í buxum, en þó í nærbuxum ennþá, og hann stendur fyrir ofan rúmið. Ég spyr hvað sé eiginlega í gangi, og það er eins og hann skilji það ekki sjálfur og ringlaður fer hann út úr herberginu. Eða það var amk mín upplifun þá. Ég sofna strax aftur, og þegar ég vakna er hann farinn. Þessi lífsreynsla hefur alltaf setið í mér, og það var ekki fyrr en ég vaknaði morguninn eftir sem ég fann einhverja ónotatilfinningu í hjartanu og e-ð skilningsleysi. Þó sem betur fer ekkert of alvarlegt hafi gerst hef ég oft velt því fyrir mér af hverju samskipti okkar fóru þessa leið, og þess á milli finn ég líka til mikilla særinda þar sem mér finnst e-ð traust til karlmanna hafa verið rofið endanlega. Ég hef aldrei getað rætt þetta við hann og spurt hvað honum hafi eiginlega staðið til, en ég rekst stundum á hann og það er frekar vandræðaleg orka á milli okkar. Síðan þetta gerðist hef ég amk aldrei boðið neinum heim með mér að hlusta á tónlist nema ég þekki viðkomandi rosalega vel. Takk kæru konur fyrir að deila ykkar sögum og takk #metoo fyrir að gera okkur kleift að létta af okkur og hlsuta á hvor aðra og finna ég við séum hér til staðar fyrir hvor aðra <3 ***Nafnlaus saga #2***Fyrir 20 árum. Ég var á þvílíku flugi, búin að vera í hljómsveit í rúmt ár með frábærum strákum. Þvílíkur draumur sem var að rætast. Við túruðum um landið á alvöru hljómsveitarútum eins og alvöru sveitaballahljómsveit og vorum alltaf í rosa stuði á böllum og ég var í himnaríki, þetta má aldrei enda hugsaði ég alltaf þegar ég kom heim þreytt en alsæl. Strákarnir voru dásamlegir og kærusturnar þeirra yndislegar vinkonur mínar, þetta var svona eins og lítil fjölskylda og vá hvað mér þótti vænt um þetta líf og þetta æðislega fólk sem ég var búin að finna og hvað þá að vera að gera það sem ég elska, koma fram og syngja og halda uppi rosa stuði og allir sveittir á dansgólfinu, þurfti að klípa mig stundum mér fannst þetta vera draumur. Eitt sem fór samt alltaf í taugarnar á mér, einn af þessum strákum kom stundum með klámmynd í rútuferðirnar og ég vissi aldrei hvernig ég ætti að vera en reyndi bara að taka þetta á kúlinu og láta eins og þetta færi ekki í taugarnar á mér. En strákar eru bara svona hugsaði ég, leið samt alltaf mikið betur þegar það var bara venjuleg bíómynd í gangi, þetta voru oft langar ferðir í rútu. Í einni ferðinni fórum við með rútu sem var með flatsæng aftast, rosa kósí með litlu sjónvarpi svo maður gat kúrt og horft á tv á meðan maður skrölti út á land. Svo var ballið alveg geggjað, við fórum í eftirpartý og ég fékk mér nokkra drykki. Ég var ekki lengi því ég var svo þreytt, ákvað að fara uppí rútu að sofa. Vaknaði svo við það að það var einhver búin að lauma sér aftan að mér, búin að stinga honum inn…ég opnaði augun og sá að það var klámmynd í gangi í litla sjónvarpinu. Ég fraus…sá að annar strákur var líka komin í rúmið og lá við hliðina á mér og snéri í áttina til mín, ég óskaði þess heitast að hann myndi vakna við þetta, hann bylti sér…Yess hann er að vakna, ég get beðið hann að stoppa þetta, tárin runnu niður kinnarnar þegar hann snéri sér á hina hliðina. Ég þorði ekki að snúa mér við til að sjá hver þetta væri, það var ekki fyrr en hann lauk sér af og fór fram að ég sá hver þetta var. Ég hugsaði um kærustuna hans, hvað við værum góðar vinkonur, hversu dásamleg hún og hann hefðu reynst mér þegar ég hætti með kærastanum mínum á sínum tíma og voru spennt fyrir mína hönd þegar ég eignaðist annan kærasta í sama bransa. Þau voru í innsta hring á þessum tíma, hvað átti ég að gera? Ég ákvað að fara fram á eftir honum, hann sat og hélt um andlitið á sér af skömm, úff hann sér eftir þessu hugsaði ég. Þetta voru svo skemmtilegir tímar ég vildi ekki skemma þetta tímabil, getum við ekki bara látið eins og þetta hafi ekki gerst? Ég ákveð á stað og stundu að það væri besta hugmyndin, geng til hans og segi við hann „eigum við ekki bara að gleyma þessu?“ Hann þiggur það og segir að kærastan hans megi aldrei frétta þetta, ég er honum hjartanlega sammála á þessum tímapunkti. Þegar ég kom heim í faðm kærastans leið mér djöfullega, ég var ung og mín hugmynd um nauðgun var að einhver héldi manni niðri og að maður yrði brjálaður og lemdi frá sér….ekkert af því var þarna í gangi, hann hélt mér ekki niðri og ég barst ekki um, ég fraus. Ég upplifði þetta sem framhjáhald. Ég gat ekki leynt þessu fyrir kærastanum, mér fannst ég viðbjóðsleg kærasta og sagði honum frá því hvað hafði gerst og bað hann að fyrirgefa mér. Það sem hann gerði næst kom mér á óvart, hann tók mig í fangið og sagði mér að þetta hefði ekki verið framhjáhald, þetta hafi verið nauðgun. Hann útskýrði það mjög vel og benti mér á Stígamót…sem ég fórsvo til 15 árum seinna. Til að gera langa sögu stutta þá ákvað ég að hætta í bandinu og ganga í bandið sem kærastinn minn var í, þá gat ég alltaf haft hann hjá mér og engin myndi geta gert mér þetta aftur. Kærastinn var vægast sagt viti sínu fjær af reiði við viðkomandi geranda og í þessum litla bransa vorum við oft á sama staðnum og gerandinn skynjaði reiðina og spennuna og ákvað að baktryggja sig með því að koma þeim sögum í gang um mig að ég væri að ljúga því um allan bæ að hann hafi nauðgað mér og ég væri geðveik. Nýja söngkonan kom til mín í eitt skiptið og sagði að hún hefði heyrt að hann hafi nauðgað mér og vildi heyra mína hlið, ég ákvað að það væri best að hún vissi hvernig maður þetta væri sem hún væri að fara að hanga með og sagði henni alla söguna. Hún þakkar mér fyrir og gengur svo til hópsins, gömlu fjölskyldunnar minnar, og ég sá að hún segir eitthvað og allir ranghvolfa augum og einhverjir fara að hlægja, svolítið eins og í amerískri bíómynd. Ég var eyðilögð, en hugsanlega vildi þessi nýja bara fitta inn…enda ótrúlega gott fólk sem ég á eftir að sakna alveg ógurlega sárt….nema einsaðila. Kærastan hans hringdi í mig og bað mig að segja sér satt, sem ég gerði, hún sagðist trúa mér ef ég myndi kæra hann, sem ég gerði ekki. Stuttu seinna hringdi hann sjálfur í mig í vinnuna mína og hótaði mér að ef ég myndi kæra hann þá kæmi hann með mótákæru um ærumeiðingar og hann væri með góðan lögfræðingsem myndi rústa mér. Mér hefur alltaf, eftir þetta, fundist viðmót „vina“ minna í bransanum skrítið og hugsa alltaf „ætli þessi sé vinur hans og haldi að ég sé geðveik“ en vonandi er það ímyndun og afleiðing þessarar reynslu heldur en staðreynd. Ég hef hrökklast að mestu leyti úr þessum draumi mínum af ótta við að það vilji engin vinna með mér og að ég sé engan vegin nógu góð söngkona. Afleiðingarnar eru svo margvíslegar af svona ofbeldi og koma fram á mismunandi tímum í mismunandi formum…. ég var að vinna í því að verða sterkari en ég var að gera það á rangan hátt, ég var að gera það með því að vera ósýnileg….ég vil ég ekki vera það lengur….skömmin er ekki mín…ég má vera til…þetta er fyrsta skrefið. ***Nafnlaus saga #3*** Það hryggir mig svo að lesa frásagnir ykkar stelpur og ég prísaði mig sæla því ég hélt að ég hefði sloppið svo vel. Þó hef ég lent í allskonar áreitir, líkamlegu og andlegu síðan frá unga aldri en hélt að í tónlistarheiminum hefði ég sloppið. En allt í einu kviknaði á perunni og ég mundi eftir atviki/atvikum sem ég ætlaði mér bara að gleyma. Ég hef unnið með manni úr tónlistarheiminum þó nokkur ár. Hef sungið inn á plöturnar hans og stokkið inn sem bakrödd. Ég var alltaf tilbúin í hvaða verkefni sem er því jú, ég er söngkona og vildi koma mér á framfæri. Hann er með aðstöðu heima hjá sér þar sem ég mætti til að hlusta á nýja lagið, læra raddir o.s.frv. Fyrir nokkrum árum fer ég að finna fyrir því að hann allt í einu orðinn voðalega ,,touchy-feely" ef þið skiljið hvað ég meina. Til dæmis þegar við hlustuðum á nýtt lag þá lagði hann höndina/hendurnar á bakið á mér eða mittið. Hann þurfti bara alltaf að vera að koma við mig. Ekkert að strjúka eða neitt - heldur voru hendurnar bara þarna og á meðan á þessu stóð segir hann ekkert. Ég frosin. Ef það væri ekki tónlist í gangi væri hægt að heyra hjartað mitt slá á 200. Andrúmsloftið varð bara yfirþyrmandi og óþægilegt OG að sjálfsögðu lét ég eins og ekkert væri. Ég vinn ekkert með honum í dag og hef ekki gert í um 2 ár. Hann lét mér alltaf líða eins og ég væri annars flokks söngkona. Ég væri ekki nógu fræg eða nógu góð til að syngja lögin hans. Punkturinn yfir i-ið var svo þegar hann hringdi með dagsfyrirvara því hann þurfti bakrödd í lag sem ég átti upphaflega að syngja en hann hafði fengið aðra í staðinn. Ég afþakkaði bara pent (samt smá ákveðin). Sagðist vera rosalega upptekin og ekkert heyrðist í honum eftir það. Söngkonan raddaðist sig sjálf og þar með var hans mál leyst. Hann þurfti mig ekkert lengur. Hann er sjúklingur og auðvitað AUÐVITAÐ fer maður að afsaka hegðun hans því hann á svo erfitt eða að dómgreind hans ekki 100%. Ég vona að söngkonurnar sem hafa unnið með honum hafi sloppið við þetta og ef ekki þá vona ég bara að honum verði lesinn pistillinn. Takk fyrir að lesa ***Nafnlaust saga #4*** Ég vaknaði með hann ofan á mér. Ég var 17 ára. Ég var í skólaferðalagi vegna uppfærslu skólans á söngleik. Hann var í stjórninni. Hann höfðaði alls ekki til mín - mér fannst hann hálf ógeðfelldur. Ég var mönuð upp í að drekka bjór úr sérstakri trekkt en á einhverjum tímapunkti settu strákarnir eitthvað sterkara út í sem ég veit ekki hvað var. Ég hafði verið í partýi inn á einu herbergjanna en nú var partýið búið. Ég sagði ekki nei - ég sagði ekki stopp. Hann var inn í mér en ég var enn að reyna átta mig á hvað væri að gerast. Ég man að ég sagði eitthvað og hann hló. Síðan man ég ekki meir. Næsta morgun vaknaði ég full vanlíðunar og auðvitað. Þunn. Ég dauðskammaðist mín. Ég vissi ekki hvernig við enduðum þarna tvö. Auðvitað var skömmin mín. Ég gat ekki hætt að æla. Ég mætti fólki sem ýmist flissaði, eins og vinum hans, og fólki sem greinilega leit niður á mig. Fólki sem ég hafði samt litið upp til. Fljótlega kom í ljós að einhverjir fleiri hefðu verið inn í herberginu - vaknað við hljóðin - meiri druslan sem ég var. Nema það að ég vissi ekki sinni hvað var að gerast. Samt var ég skömmin - en ekki þau sem horfðu á. Og gerðu ekkert. Seinna rifjaðist þetta upp hjá mér. Glefsur úr vondum draumi. Það voru fleiri inn í herberginu. Af hverju gerðu þau ekkert? Ég var vandræðaleg - líka við hann. Spurði hann vandræðaleg á msn hvort ég þyrfti að hafa áhyggjur. Ég vissi ekki einu sinni hvort hann hefði klárað. Nei sagði hann, ég var of fullur. Fiskisagan flaug. Ég gat ekki þessa skömm. Ég bara gat hana ekki. Gat ekki afborið hana. Og ég vildi ekki vera að athlægi. Ég varð að gera eitthvað. Reyna að laga þetta. Hann sóttist eftir mér og í örvæntingu minni til þess að reyna að laga þetta beit ég á agnið. Ef við værum að deita þá gat ég varla verið svona mikil drusla. Samt fannst mér hann ógeðslegur. Ógeðslegur í verstu merkingu orðsins. Og endanum gat ég ekki meira. Fólk var hætt að tala um þetta. Fólk var búið að gleyma þessu og nú þyrfti ég að gleyma líka. Og halda áfram. Nú þurfti ég ekki að horfast í augu við hann framar. Ég upplifði margar erfiðar tilfinningar gagnvart þessu í mörg ár eftir að þetta gerðist. En ég leit ekki svo á sem að hann hefði nauðgað mér. Ég var bara drusla sem tók rangar ákvarðanir. Og því fylgdu slæmar tilfinningar. Og talandi um druslur. Druslugangan var sett á laggirnar mörgum árum síðar. Þar voru gefnar út einfaldar leiðbeiningar sem virtust svo einfaldar að þær voru hálf kjánalegar sem líklega var markmiðið upp að einhverju marki. Reglur eins og...Þrátt fyrir að klukkan sé orðin miðnætti þá er ekki í lagi að nauðga...Þrátt fyrir að kona sé í stuttu pisli þá er ekki í lagi að nauðga henni...Þar til kom að reglunni um að… Þrátt fyrir að kona sé sofandi að völdum lyfja eða áfengis þá er ekki í lagi að nauðga henni! Ái. Þarna fékk ég einhverja skýringu á allri þessari vanlíðan. Þetta þurfti ég að melta. En þrátt fyrir að hafa melt þetta í vikur, mánuði, ár - þá átti ég samt erfitt með að kalla þetta nauðgun. Í raun á ég enn þá erfitt með það. Ekki þegar ég heyri sögur annarra kvenna í áþekkum aðstæðum. En einhvern veginn er skömmin alltaf mín í minni sögu. Meira að segja þegar ég talaði fyrir nokkrum árum við ljósmóðurina mína eftir fæðinguna um fæðingarkvíðann minn þá kom þetta upp. Þá sagði ég að ég hefði reyndar einu sinni orðið fyrir nauðgun en ekki ofbeldisfullri. Hún leit á mig forviða og spurði mig hvaða nauðgun væri án ofbeldis? Ég gat ekki svarað. ***Nafnlaus saga #5*** Ég hef orðið fyrir alls kyns áreitni á sviði og í kringum spilamennsku. Stundum fannst mér augnaráðin verst – oft verri en rasskellingar, káf, orð og skilaboð. ‘You can look but don’t touch‘ á ekki við um mig. Mér finnst ógeðslegt að láta karlmenn stara á mig frá toppi til táar þrátt fyrir skýr skilaboð um að mér mislíki það. Auðvitað eru konur í þessum hópi en ég upplifi þessa reynslu erfiðari þegar karlmenn eiga í hlut. Mér finnst það alltaf meira ógnandi – og ég verð meiri þolandi. Ég var í tygjum við einn úr bandinu. Hann setti mig alltaf út í kuldann þegar aðrir karlmenn sýndu mér áhuga. Aftur varð skömmin einhvern veginn mín. Og það fór illa í mig líka. Auðvitað reynir maður að láta sér líða vel á sviðinu en á sama tíma mátti mér ekki líða of vel því að þá beindist of mikil athygli að mér og þá var kannski ekkert talað við mann í hléi. Mér fannst þetta svo mikið ofbeldi líka og inn í mér kraumaði hjálparleysi og reiði. Og þá brást ég oft (of) illa við. Ef ég var t.d. slegin í rassinn eða fannst mér ógnað þá sló ég hreinlega frá mér. Bara eins og einhver reflex. Og það var ekki í lagi. Áreitnin sem slík var ekki fordæmd en hegðunin mín var ekki í lagi. Bandið tók aldrei skýra afstöðuðu með áreitninni, hvorki með eða á móti. Sem mér fannst vont. Það var eins og hún væri bara partur af programmet. Einu sinni var mér þó sagt að ég hefði boðið upp á þetta. Það er í raun mjög skýr afstaða - gegn mér. Ég reyndi margoft að slíta sambandinu við þennan mann sem setti mig reglulega út í kuldann en mér var gert það ljóst að þar með yrði bandið úr sögunni. Og ferillinn líka. Ég var ekkert sérstök. Þegar bandið var hvort eð er á leiðinni til fjandans var ég ekki lengi að stökkva á tækifærið. Nú var tími til kominn að halda - enn og aftur - áfram. Og ég er víst sérstök. Ég, eins og vonandi flestir, hef verið mjög hugsi eftir umræður síðustu daga og vikur. Umræðurnar eru hollar og nauðsynlegar en þær ýfa líka upp mörg sár. Þess vegna finnst mér mikilvægt að skrifa mína sögu. Mér finnst enn mjög erfitt að ræða hana en ég vona að ég hafi komið máli mínu ágætlega til skila. Upp koma alls konar erfiðar tilfinningar, beintengdar efninu en líka þær sem eru það ekki. Ég vil ekki kenna karlmönnum um allt sem miður hefur farið. Alls ekki. En mér finnst oft erfitt að vera kona í þessum bransa. Ég vil bara geta sagt það beint út. En hvað get ég gert? Fyrir mig og aðrar konur sem eru að stíga sín fyrstu eða hunduðustu skref í þessum bransa? Ég ætla að segja skýrt nei við hvers kyns áreitni og standa með þeim sem fyrir henni hafa orðið. Ég tek skýra afstöðu með þolanda og hann nýtur alltaf vafans. Ég ætla líka að standa betur með sjálfri mér í framtíðinni. Mér finnst ég oft hafa látið eitthvað yfir mig ganga sem ég held að aðrir karlmenn hefðu ekki gert. Ég hef oft ekki staðið með sjálfri mér eða fengið samviskubit yfir hlutum sem ég held að karlmenn hefðu ekki pælt í. Mér ofarlega í minninu eru bókanir eftir að ég eignaðist mitt fyrsta barn. Ég var treg til að bóka fyrstu þrjá mánuðina eftir á. Bandið skildi það alveg en var samt að ýta létt á mig eða sagði hluti eins og: Þetta þarf ekki að vera neitt mál, þú bara mætir, þarft ekkert að róta. Vel meint en hvernig vita þeir hvenær ég er tilbúin að fara aftur að spila? Þeir hafa ekki fætt barn. Og síst af öllu mitt barn. Æ skiljiði hvert ég er að fara…Ég ætla líka að leyfa mér að hafa skoðanir. Háværar. Og kröfur. Þrátt fyrir að ég spili ekki á hljóðfæri. Og fyrst og fremst - þrátt fyrir að ég sé kona. ***Nafnlaus saga #6*** Þetta er saga af sama manninum í tveimur liðum. Ég var 14 ára gömul og var að fara að taka þátt í Samfés og mig langaði að eiga til upptöku af mér að syngja lagið sem ég ætlaði að keppa með. Mamma hafði unnið með honum áður og hann var til í að gera þetta frítt. Mjög næs af honum og allt það. Mamma þurfti að skreppa frá og skildi mig eftir í stúdíóinu og á meðan hún var í burtu byrjaði hann að segja brandara um typpið á sér og spurði mig kynferðislegra spurninga, m.a hvort ég hefði séð typpi í reisn áður og þegar hann fór að stilla mækinn fyrir mig í rétta hæð tók hann um mjaðmirnar á mér og ýtti mér nær statífinu, tók um höfuðið á mér og ýtti því nær mæknum og sagði "svona já, góð stelpa.." Flottur gaur! Seinna, þegar ég var 19 ára, þá var Facebook orðið thing og við vorum vinir þar, ég og þessi maður. Ég var fáránlega dugleg að posta skvísumyndum á þeim tíma og hann poppaði upp á chat-inu nánast í hvert einasta skipti til þess að segja mér hvað honum fyndist ég sæt og aðlaðandi. Pældi ekki mikið í því í fyrstu, hann var bara að hrósa mér. Fannst það samt alltaf mjög óþægilegt. Það var ekki fyrr en hann sagði við mig orðrétt á Facebook: „Ef þú værir ekki dóttir hennar mömmu þinnar eða ef við mamma þín værum ekki vinir þá myndi ég pottþétt sofa hjá þér“ - sem ég áttaði mig á því að hann væri að áreita mig og hefði gert það líka þegar ég var 14 ára. ***Nafnlaus #7*** Finnst svo erfitt að finna eitthvað til að deila hér inn aðallega því það er orðið svo mikið af hlutum að ég er orðin samdauna áreitinu og leiði það hjá mér og gleymi. Oft allavega. Brjósta og rassakomment&klípingar eru alltaf. Svo skrifar maður það bara á að fólk sé drukkið og klukkan svo seint eða whatever. Um daginn var ég að ræða nokkur svona einstök atvik við kollega minn og hann sagði við mig "já en þetta er bara hluti af show business". Ég ræddi það auðvitað áfram við hann og benti honum á hvað það er röng og brengluð sýn á þessari vinnu. Eitt atvik sem ég man samt alltaf er þegar ég var að spila á stað niðri í bæ fyrir svona 5 árum, þá 20 ára og nýbyrjuð að koma fram með eigið efni og band. Þar var hljóðmaður sem átti að sjá um sandið fyrir okkur það kvöld. Hann byrjaði kvöldið á að segja mér og nokkrum öðrum stelpum að við vorum rosa sætar og það væri extra auðvelt að mixa söngkonur þegar það er gott að horfa á þær. Svo kom að sándtjekki en hann átti aldeilis ekki orð yfir því að ég ætlaði að fara tengja hljómborðið mitt sjálf og hló hálfpartinn af mér og spurði hvort hann ætti ekki bara að gera þetta fyrir mig, það tæki miklu styttri tíma. Ég hélt áfram mínu striki en lenti í því að jack snúran mín var orðin ónýt og ekkert hljóð kom. Þá labbaði hann til mín brosandi "æ elskan mín, þú þarft að koma í heimsókn til mín við tækifæri og ég sýni þér hvernig maður stingur í samband á öllum vígstöðvum - mér sýnist þú hafa gott af því". Eftir það forðaðist ég hann allt kvöldið, hann var mjög ágengur og fullur yfirlætis en varð líka fúll þegar ég vildi ekki sitja hjá honum og svoleiðis. Svo byrjaði hann að senda mér Facebook Messages á meðan ég var að spila (sem ég sá bara eftir á) með alls konar skrýtnum hlutum. Eftir giggið pakkaði ég niður á methraða og ákvað að vinna aldrei aftur með þessum manni. Mig langaði svo að segja eitthvað þà en vissi ekki hvar eða við hvern. En núna er þetta hér. ***Nafnlaus saga #8*** Ha? Skiptir það einhverju máli hvort að ég geymi fingurinn minn hér eða þar? Hvort hann sé inni í klofinu á þér, innan í buxunum….eða bara svona leikandi laus fyrir utan? Ég var nýbyrjuð í nýju starfi í geiranum. Fannst eins og þetta væri nýja framtíðin mín. Ótrúlega stolt af mér að hafa unnið svo vel á öðrum stöðum að ég ætti skilið að taka þátt með þessum mönnum. Konan hans, ung og falleg, heima, ólétt. Á þessum tíma var ég u.þ.b. 25. Í frábæru formi miðað við sjálfa mig. Stór brjóst. Sítt hár. Sterk. Búin að eiga og reka sjálf fyrirtæki. Fá flotta stöðu í útlöndum og vinna þar í nokkur ár en enginn trúði því að ég hefði fengið þessa stöðu því að það hafði ekki lesið um það í DV. Ég átti erfitt með að trúa því en ég var farin að halda að allar konur yrðu að skrímslum þegar að þær yrðu óléttar. Ég var endalaust að fá einhver skrítin boð á djamminu frá mönnum sem ég þekkti: æ, plís, konan mín er ólétt og alveg ómöguleg…eins og ég ætti þess vegna að sofa hjá þeim. Ég var ekkert miður mín eftir þessa reynslu. Ég náði að koma mér út úr aðstöðunni á auðveldan hátt og málið átti sér ekki eftirmála. Ef eitthvað þá fannst mér hún bara taka niður þessa menn sem að ég leit svona upp til. Mér þykir vænt um þá. En það skóf undan stoltinu yfir því að hafa afrekað eitthvað. Það breytti hlutverkinu sem að ég sá fyrir mér að ég ætti að sinna ***Nafnlaus saga 9*** Þetta var á tónleikaferð erlendis. Ég var eina konan í hópnum og það var þannig að ég for ásamt öðrum meðlim fyrr út, við vildum versla aðeins og gera ferð úr þessu. Við vorum fyrst til að bóka okkur inn á hótelið sem æxlaðist þannig að við lentum saman á herbergi. Ég hafði engar áhyggjur þar sem við vorum vinir og ég treysti honum. Það var svo fyrstu nóttina á hótelinu þar sem hann kemur nakin upp að rúminu um miðja nótt og vildi “kúra”. Ég þurfti að halda sænginni niðri og ýta honum frá mér. Hann lét sér ekki segjast og endaði ég á að sparka honum frá mér. Um morguninn fer ég þegjandi og hljóðalaust í sturtu. Læsi að mér og held mínu striki. Allt í einu sé ég að hann hafði pikkað upp lásinn á baðherbergishurðinni og horfir á mig. Hversu lengi hann stóð þarna veit ég ekki. Ég tjáði öðrum hljómsveitarmeðlimum frá þessu og viðbrögð voru “Æji þú veist hvernig hann er þegar hann er fullur”. Einn gekk svo langt að segja “Hann sér þig bara sem eina af strákunum” og ég spurði hann hvort hann héldi að hann hefði gert þetta við hann hefðu þeir verið saman í herbergi. Það var ekki fyrr en ég sagði elsta meðlim frá þessu, manni sem er jafn gamall pabba mínum þar sem hann heimtaði að skipta um herbergi við mig og hann tók ekki í mál að ég væri með þessum manni áfram í herbergi. Ég hef unnið með þessum manni eftir þetta en alltaf liðið illa í návist hans. Ég er nýfarin að læra að skömmin er hans ***Nafnlaus saga 10*** Tjaldiđ fellur! Ég var söngkona í hljómsveit á ónefndum bar. Þađ var ekki fullt en ágætis mæting. Fremst koma sér fyrir nokkrir menn sem öskra yfir músíkina allt þađ sem þeir ætli sér ađ gera viđ mig. Viđ heyrđum þađ öll, ég á erfitt međ ađ halda takti. Ég er hrædd. Ég gef þessu ekki athygli og held áfram þá breytast köllin í hvađ ég sé ógeđsleg. Þeim var ekki vísađ út en ég fékk klapp á bakiđ fyrir ađ klára. Brenglađ? Ég vildi ađ ég ætti fáar sögurnar en hey ég er alltaf ađ biđja um þetta áreiti, veljandi mér athyglissjúkar vinnur sem söngkona, leikkona og ekki síst þjónn. Nei takk! #metoo ***Nafnlaus saga 11*** Mikið er ég þakklát fyrir þennan hóp, og ykkur fyrir að stofna hann og láta í ykkur heyra, hugrökku KÍTÓNur! Ég hef ósjaldan lent í áreiti í vinnu minni sem plötusnælda, oft meðal mjög drukkins fólks. Allt frá því að menn troði sér inn í DJ-búrið til þess að sjá hvort ég (kona!) sé í alvöru að DJ-a, hvort ég sé að nota rétt forrit, til þess að spurja mig hvort ég eigi eldri bróður sem hafi kennt mér að hlusta á góða tónlist, til þess að reyna að draga mig út úr búrinu, til þess að kyssa mig á hendurnar, andlitið og munninn í leyfisleysi og að mér óvarri, til þess að grípa í mig, klípa í mig, koma aftan að mér þegar borðið er svo staðsett, hvísla í eyrun á mér og grípa utan um mig þegar ég sný baki í þá, strjúka mér, kasta í mig peningum og leggjast á mig svo ég festist upp við vegg undir þunga þeirra, að kasta í mig flöskum fyrir að vilja ekki leyfa þeim að fá óskalög og kossa og reyna svo að elta mig í bílinn minn. Ég hef ákveðið að hætta að DJ-a örugglega 100 sinnum eftir erfið kvöld, oftast vegna svona uppákoma, en hef alltaf haldið áfram á hnefunum afþví ég vil ekki láta fávita hafa af mér ánægju og tekjur. Mikið hlakka ég til að þessi umræða springi út eins og hinar, og mikið vona ég að dónakarlar bæjarins hafi sens fyrir því skammast sín niður í tær, sjái að þetta er ekki í boði og hætti að reyna að komast upp með svona kjaftæði. Að sama skapi vona ég að skemmtistaðir, tónleikastaðir osfrv. sjái þetta sem tilefni til þess að herða gæslu og eftirlit með framkomu gesta í garð skemmtikrafta. Áfram við! <3 ***Nafnlaus saga #12*** Elsku systur. Ég ætla ekki að fara út í smáatriði eða sögur, heldur reyna frekar að ná utanum tilfinningu. Tilfinningu sem ég held að við jafnvel flestar könnumst við. Ég á einn svona "kvalara" í okkar röðum. Mann sem ég er svo hrædd við á einhvern hátt - af því hann hefur milljón trilljón sinnum komið fáránlega fram við mig og troðið og traðkað á öllum mínum mörkum. Í orðum og gjörðum. En það fríkaða er að ég tók ákvörðun fyrir margt löngu (sem er auðvitað algalin en mér fannst rosa sniðug) að best væri að verða bara besta besta vinkona hans, og vera bara sjúklega hress og fyndin og elskuleg í alla staði. Og krossa fingur í hvert skipti í þeirri von að hann haldi sig á mottunni og segi ekkert óviðeigandi eða geri eitthvað óþægilegt. Vandinn er sá að hann er fyndinn, orðheppinn, sjarmerandi og vel gefinn. Og fáránlega "kvikk" í tilsvörum. Svo kvikk að ég á ekki breik. Og þar myndast helvítis togstreitan - hann hefur valdið svo fullkomlega í höndum sér af því hann veit að ég meika ekki aðstæðurnar - og enginn heldur sem verður vitni að neinu af því þeir eru líka allir hræddir við hann. Sannkallaður frekjukall. Tilfinningin er þessi : "Æ nei, hér hef ég ekki stjórn á aðstæðum og verð lítil og skrítin í mér útaf því að hér er þessi stóri frekjukall með alla sína ógnandi nærveru og best er fyrir mig að halda mig til hlés og vona það besta." Og þetta - þetta er óþolandi. Og ég ætla að hætta þessu - og jafnframt lofa því að hvæsa á hann sjái ég eða heyri hann koma fram við aðrar af virðingarleysi, yfirgangi og markaleysi. Gangi okkur öllum vel - áfram við og áfram naflaskoðunin. Megi hún hins vegar fara frá oss þangað sem hún á heima. Hjá þeim. Knús. ***Nafnlaus saga #13*** Djöfull er ég ánægð með ykkur, íslenskar tónlistarkonur, að opna þetta Pandórubox. Búin að skrifa undir. Hér er í kaupbæti hugleiðing um staðlaðar og úreltar kynjaímyndir sem ég hef rekist á í tónlistarbransanum sjálf og eru auðvitað hluti vandans. Er búin að hugsa mikið um þetta í allan dag eftir að mér var boðið hér inn. Ég var fyrir fáeinum árum í hljómsveit með fimm karlmönnum sem allir voru frábærir samstarfsmenn og vinir mínir. Við vorum mjög virk í tónleikahaldi, gáfum út plötu og ferðuðumst stundum út á land til að spila. Á þessum tíma rakst ég á það hvað allar hugmyndir um tónlistarmenn í rafmögnuðum böndum eru staðlaðar. „Já, ha, ert þú í bandinu? Söngkonan þá, sem sagt?“ var alltaf viðkvæðið. Nei, þessi kona var einn af hljóðfæraleikurunum en auk þess laga- og textahöfundur, útsetjari, listrænn stjórnandi, á kafi í skipulagi og framkvæmdamálum bandsins, rótari – allt auðvitað í gefandi og góðu samstarfi við hljómsveitarfélagana. (Vita ekki örugglega allir að það er ekkert mál að vera „bara“ söngvarinn? Standa fremst, vera sætur og opna munninn?) Við vorum iðulega ávörpuð „strákar“, frekar snúið sér til þeirra með praktísk mál – og alltaf bókuð saman í svefnrými. Sem gat stundum orðið frekar óþægilegt fyrir okkur öll. Ég fékk líka allt öðruvísi athygli frá tónleikagestum eftir tónleika heldur en félagar mínir. Varð meiri almenningseign. Mörgum körlum fannst þeir þurfa að koma og tala við mig sérstaklega eftir tónleikana og þá aðallega um útlit mitt og kyn. „Vá, kona sem spilar á harmóniku. Er hún ekkert þung?“ (12 kílóa helvíti. Manndráps. En hefðu þeir spurt karlmann um það?) „Þú tókst þig rosa flott út á sviðinu með nikkuna. Og í svona fínum, rauðum kjól. Ertu búin að spila lengi?“ (Kanntu eitthvað á þetta, elskan, eða ertu bara með hana til skrauts? Ert þú ekki bara til skrauts?) Sem er auðvitað allt annað en að fá hól fyrir góða tónleika eða hæfileika eins og strákarnir fengu. Mér þótti oft gott að vera orðin 34 þegar ég hellti mér út í þennan pungabransa og vera óhrædd bæði við að láta bæði í mér heyra og draga mörk. ***Nafnlaus saga 14*** Ég var rétt um tvítugt og var að byrja að læra söng. Ég var út á landi á námskeiði með frægum erlendum söngkennara. Það hafði íslensk söngkona skipulagt námskeiðið og var hún þarna til að kenna líka þegar að frægi söngkennarinn þurfti hvíld og það gékk allt vel. Það voru tveir píanóleikarar á námskeiðinu, frábær kona sem var geggjað að vinna með og svo maður sem er giftur söngkonunni sem að skipulagði námskeiðið, hann var ekki eins flinkur en alltí lagi. Þáttakendur á námskeiðinu voru allt konur nema einn karlsöngvari sem ég ætla að kalla X. Við gistum í gömlu skóla. Þetta var rosalega spennandi og gekk vel. X var alltaf aðal spaðinn og var alltaf að segja brandara, sumir voru mjög fyndnir en flestir voru samt neðan mittis brandarar. Eitt kvöldið sat ég ein í eldhúsi skólans og var að læra textana mína. Þá kemur X inn og fer að spjalla og hrósa mér hvað ég sé með fallega rödd, samt hefði hann tekið eftir því að ég myndi stundum stífna upp þegar ég syngi þannig að ég ætti nú bara að reyna að slaka svolítið á. Um leið og hann segir þetta byrjar hann að nudda á mér axlirnar mjög munúðarlega og endar svo á því að strjúka yfir brjóstin á mér líka. Ég auðvita fraus og sat lömuð í stólnum. En sem betur fer hætti hann og fór. Daginn eftir þá er ég og X að æfa með karl –píanistanum í næsta húsi við þar sem að námskeiðið fór fram og allt gékk vel. Svo förum við í pásu og fáum okkur kaffi. Við erum að spjalla um tónlist og hvað þetta sé spennandi kennari osfr. Allt í einu fara þeir að tala um hvað það séu fallegar stelpur á námskeiðinu og svo fer píanistinn að lýsa fyrir X hvernig konan hans vill láta taka sig í bólinu og lýsir stellingum og hversu hratt og hversu hart osfr. Ég sat þarna með þeim lömuð og hrædd. Svo stóðu þeir upp eins og ekkert hefði í skorist og við kláruðum æfingunna. ***Nafnlaus saga #15*** Ég hef verið heppin og tekist að halda ýmsu frá mér, meira af glópaláni en kænsku, en öll þessi umræða hefur fengið mig til að hugsa um eitt og annað atvik frá unglingsárunum sem ekki olli sárum á sálinni en var samt, eftir á að hyggja bara alls ekki í lagi. Stundum er maður bara svo hissa á því sem aðrir virðast líta á sem sjálfsagða hegðun að maður veit varla hvað maður á að hugsa. Að því sögðu er ég þó svo óendanlega þakklát yfir því að þetta átak fer nú í gegnum alla þjóðfélagshópa ( er í nettu áfalli yfir því sem konur segja hér inni og ekki síst þingkonurnar, nógu erfitt og vanþakklátt starf er það nú ). Ef hugarfarið er virkilega svona hjá þessum meirihluta karla þá þarf að uppræta það og endurmennta í anda kínversku menningarbyltingarinnar ( nei kannski ekki alveg ) Ég sjálf sigldi og sigli enn blessunarlega örugg í gengum atvinnumennsku á sviði í tónlist aðallega. EN, þegar farið var yfir mín mörk, sem gestsöngvara á fyrsta ári í húsi sem var valið besta óperuhús Þýskaland í mörg ár í röð, þá sagði ég frá því. Atvikin voru í sjálfu sér saklaus, en þetta var heit sena í upphafi Rigoletto, flett af mér kjólnum og allt það, í mjög fínu korsetti undir, ekkert mál. Mjög glæsileg sena út af fyrir sig. En í lokin á mótsöngvarinn að þrífa mig til sín og kyssa mig á hálsinn, svona bakvið eyrað bara. Hann var með ámálað skegg og eftir hverja sýningu var það komið á nýjan stað, niður á brjóst og kinn og leitaði á munn. Ég sagði honum á endanum í miðri senu að ef hann hætti þessu ekki myndi ég slá hann utanundir. Þegar samningum lauk fór ég upp á skrifstofu, sagðist ekki vilja að neitt yrði gert, en ef aðrar kvartanir bærust þá væri gott að hafa minn vitnsiburð. Auðvitað var svo söngkona í öðru hlutverki komin með hendur hans upp eftri pilsinu og tunguna ofan í kok nokkru síðar og þá var hægt að gera eitthvað í málunum og það var gert. ***Nafnlaus saga #16*** Var tjáð að í stað launa fyrir verkefni með hljómsveit mætti ég sofa hjá meðlimi sveitarinnar. ***Nafnlaus saga #17*** Var boðið á túr með heimsfrægri rokkhljómsveit þegar ég var nýorðin 18. Hafði verið að taka viðtal við forsprakka sveitarinnar fyrir tónleikana og fannst ég voða pró, þangað til ég og 17 ára vinkonur mínar fengum þetta boð, þá leið mér eins og verið væri að tríta mig sem grúppíu, ekki jafningja. ***Nafnlaus saga #18*** Vann hörðum höndum við að fá plötusamning fyrir hljómsveit sem ég vann með hjá einu stærsta útgáfufyrirtæki heims. Fékk fwd email frá forsprakka labelsins þar sem hann kynnti mig fyrir kollega sínum. Var rosa spennt, þar til ég skrollaði niður og sá samræður sem þeir höfðu átt um mig og óvart áframsent. Í stað þess að ræða bandið neitt sérstaklega gáfu þeir útliti mínu einkunn á skalanum 1-10 og áttu vægast sagt tæpar samræður. Ég lét eins og ég hefði ekki séð þetta til að eyðileggja ekki möguleika á díl, þeir svöruðu aldrei aftur. ***Nafnlaus #19*** Hef sem betur fer ekki lent í miklu áreiti en ég ein af þessum örfáu stelpum sem eru að rappa og hef óþolandi oft heyrt að ég sé sko "miklu betri en Reykjavíkurdætur" eins og mitt eina markmið sé að keppa við hinar stelpurnar. Finnst oft talað niður til kvenna í rappi þegar mér er hrósað fyrir tónlistina mína sérstaklega af kk röppurum. þá sérstaklega að heyra komment á um hvað textinn minn er og að stelpur "eigi" að rappa um x en ekki y osf osf alveg óþolandi!! Síðan hef ég oft fengið skrýtin komment frá köllum eftir tónleika, finnst sumir gera ráð fyrir því að eina markmiðið við tónlistarsköpun sé að vera sexí vegna þess að ég er stelpa. ***Nafnlaus 20*** Set mína sögu líka hér inn. Sem betur fer gerðist hún ekki hér á landi. En hafði mikil áhrif samt sem áður. #metoo Held að ég hafi sloppið betur en flestar. En get þó sagt frá dæmi sem hafði afgerandi áhrif á mig sem manneskju og sem tónlistarkonu. Nýflutt til útlanda fór ég í tónlistarnám sem var að mestum hluta á ábyrgð eins kennara. Í hverri viku undirbjó ég mig fyrir einkatíma með honum, sem fór fram á föstudögum og stóð yfir í einn og hálfan tíma. Það liðu ekki margir mánuðir þangað til kennarinn fór að segja mér frá því hversu óhamingjusamur hann væri í hjónabandi sínu, hvað honum fannst ég falleg, biðja um að taka myndir af mér, bjóða mér út, leggja til að ég færi með honum í ferðalag osfrv. Ég fékk líka að heyra meðal samnemanda að hann væri þekktur fyrir slíkt, hefði iðulega haldið við nemendur sína. Mér fór að finnast mjög óþægilegt að hitta hann. Eftir nokkra mánuði ákvað ég að ræða við hann og segja honum að mér mislíkaði þetta. Hann hélt því að sjálfsögðu fram að ég væri ímyndunarveik og undirstrikaði mikilvægi þagmælsku næstu mánuði á eftir. Það ágerðist eftir að ég komst að því að hann var farinn að halda við annan nemanda sinn, japanska stelpu sem var nær mállaus í þessu landi og algjörlega háð honum. Hún brotnaði niður á tónleikum/fékk vægt taugaáfall, fór að ofanda og hvítnaði upp svo ég fór með hana á spítalann í tékk. Þar sagði hún mér alla söguna sína, á meðan við biðum eftir lækni. Næst þegar ég hitti kennarann talaði hann mikið um hvað viðkomandi stelpa ætti bágt og að hún væri léleg tónlistarkona, myndi aldrei komast langt... Í stuttu máli þá vildi ég óska að ég hefði gert mér betur grein fyrir því hversu óviðeigandi þetta allt saman var, ég vildi óska að ég hefði klagað hann og ég vildi óska að ég hefði hætt hjá honum. Í staðinn missti ég trúna á sjálfa mig. Ég veit að japanski samnemandi minn hefur svipaða sögu að segja. Ég hætti að trúa því að þessi kennari, sem hafði hrósað mér mikið og verið svo spenntur fyrir því að fá mig sem nemanda hefði beitt sér fyrir því vegna hæfileika minna. Ég fór að efast um að ég væri góð tónlistarkona, ég lokaðist og varð kvíðnari að koma fram. Það tók mig mörg ár að vinna mig út úr því óöryggi og stundum fylgir það mér ennþá. Ég fagna því innilega að konur séu að stíga fram og segja frá. Þannig getum við breytt til hins betra fyrir okkur öll. ***Nafnlaus #21*** Ég var 17, hann var á sextugsaldri (landsþekktur virðulegur músíkant). Ég var nýbúin að koma fram á virðulegri skemmtun í félagsheimili úti á landi. Þegar ég gekk af sviðinu og út úr salnum mætti ég honum á miðju gólfi innan um fullt af fullorðnu fólki. Hann stoppaði mig, tók um annað brjóstið á mér og sagði hátt fyrir framan alla "Það er ekki nema von að þú sért svona góð, ég ól nú þig og foreldra þína upp í músík á sveitaböllunum!". Allir voru edrú. Enginn sagði neitt. Engum fannst óeðlilegt að fullorðinn maður gripi um brjóstið á 17 ára stelpu og héldi um það á meðan að hann talaði. Síðan þá hef ég orðið vitni að og orðið fyrir ótrúlegustu hlutum á mínum ferli, bæði frá körlum og konum. Orð, káf, eignarhald, símtöl, skilaboð. #metoo#höfumhátt ***Nafnlaus #22*** Ég var í vinnunni, að syngja í útför í Dómkirkju Reykjavíkur. Meðan presturinn les minningarorðin fer tónlistarfólk oft og fær sér kaffipásu uppi á kirkjulofti. Ég átti að syngja einsöng strax eftir minningarorð, og kórfélagar þurftu að koma sér fyrir við orgelið. Ég var síðust í hópnum til að yfirgefa kirkjuloftið þegar karlmaður úr kórnum snýr sér að mér. Þegar hann sér að allir eru komnir úr augsýn þá króar hann mig af upp að vegg. Hann lagði lófana að veggnum. Nokkrum sekúndum síðar er hann með tunguna bókstaflega uppí mér, og kominn með hendurnar á mig. Ég hafði sem betur fer styrk til að slíta mig út úr þessum aðstæðum og flýta mér niður til að ná að syngja mitt. Ég var snögg að láta mig hverfa úr þessu umhverfi strax eftir lokatóninn minn. Nú er skömmin öll hans. ***Nafnlaus #23*** Skömmin er skrítin skepna. Hér skal henni skilað á sinn stað þegar ég deili henni með ykkur. Ég vildi óska að þetta væri eina sagan sem ég á. ………..Hann fálmaði eitthvað í pappírum og lét mig hafa nótnablöð af lagi sem hann sagðist vilja tileinka mér. Ég settist á næsta stól, og skoðaði nótnablöðin. Þá sá ég að þetta var lag sem allir þekkja, löngu samið og var greinilega ekki ætlað mér í neinum öðrum tilgangi en að setjast klofvega yfir mig. Ég var eins varnarlaus og hugsast getur. Ég er þannig gerð að mér vex kraftur í hættulegum aðstæðum, og ýtti ég stórum manninum af mér. Það tók auðvitað einhver augnablik meðan heljar karlmennið náði að strjúka á mér brjóstin, kyssa mig og gera tilraun til að ná mér aftur. Ég náði að komast úr íbúðinni á mettíma. Ég óttaðist mest að hann hefði læst mig inni, en ég komst út. Hann hafði sem sagt hringt í mig klukkutíma áður, og sagðist vera með lag fyrir mig sem hann hafði samið og vildi sýna mér. Ég var á leið út úr bænum að syngja í athöfn, en sagðist koma við og stoppa mjög stutt. Spjallið sem við áttum þegar ég kom, gaf mér óþægilega tilfinningu í plásslitlu rýminu í lítilli þröngri íbúð. Hann vissi að ég var tímabundin, en hagaði sér óþægilega valdsmannslega, enda dáður og virtur maður með sérstaklega mikið vald. En valdið sem hann hafði gefið sér var sérstaklega sterkt og yfirþyrmandi. Ég ítrekaði að ég væri komin til að skoða lagið. Ég sagði manninum mínum frá þessu þegar ég kom heim, í algjöru áfalli. Ég veit í dag, að ég sagði honum, og síðar nánum samstarfsvinkonum, aðeins yfirborðið af þessu athæfi, því ég skammaðist mín þvílíkt fyrir að “koma mér í þessa stöðu”. En! Skömmin er ekki mín, heldur hans. ***Nafnlaus #24*** Sælar vinkonur og þakka ykkur kærlega fyrir póstana ykkar. Það er þetta með þessa blessaða einkatíma...! Ég var komin í tónlistarnám í útlöndum, rétt rúmlega tvítug. Ég hafði stefnt á þennan skóla vegna ákveðins kennara sem var þekktur tónlistarmaður og virtur kennari. Ég komst ekki strax í bekkinn hans, það liðu nokkur ár. Loksins, eftir eina tónleika í bænum hafði hann komið til mín þar sem fleiri tónlistarmenn sátu á veitingahúsi og sagt að hann hefði frétt að ég stæði mig vel og ég væri velkomin til sín í bekkinn. Ég var að springa úr hamingju og stolti og sá fram á að fá góða leiðsögn, eins og nokkrir sem ég þekkti höfðu fengið hjá honum og voru farnir að feta sig áfram í listheiminum. Allt frá fyrsta tíma verður þetta óþægilegt, hann fer að beina talinu að sjálfum sér, leggur höndina gjarnan aftan á hálsinn á mér þegar ég er að sýna honum verkefnin mín og leiðir talið að öðru. Ég er síðasti nemandi dagsins frá 7-8, komið kvöld og flestir farnir úr skólanum. Hann talar um að sig vanti nú stundum gistingu í bænum og ég finn að hann er að þrýsta á mig að bjóða sér gistingu. Snertingin á hálsinum þróast yfir í það að hann fer að losa taglið/hnútinn úr hárinu á mér og strjúka hnakkann. Mér verður fljótlega ljóst að þessi maður hefur ekki nokkurn áhuga á verkefnum mínum og er ekki að fara að hjálpa mér neitt í náminu. Hugsun mín er sú að ég hafi ekki komist í bekkinn hans vegna eigin verðleika heldur hafi eitthvað allt annað legið að baki. Tilfinningarnar eru sárar og ég er reið og vonsvikin og ég sýni það með látbragði –en ég var alls ekki fær um að tjá mig um þetta með orðum. Í næsta tíma segir hann: Ég ætla ekki að snerta þig, því ég finn að þú vilt það ekki. Málin þróast þannig að hann fær mig til að koma með sér í ferðir þar sem hann heldur fyrirlestra og námskeið á ólíkum stöðum og borgum þar sem ég spila og fæ borgað fyrir það. Það var upphefð fyrir mig. Hann heldur uppteknum hætti og ég reyni að vera ekki allt of leiðinleg og taka þessu ekki of alvarlega. Ég átti jú mikið undir þessum manni og hann var í valdastöðu gagnvart mér. Hann gekk þó fram af mér þegar ég gisti heima hjá honum í einni ferðinni. Konan hans sem var einnig þekkt í tónlistarbransanum átti að mæta að kenna snemma morguninn eftir. Hann sagði um kvöldið að við tvö gætum gætum nú aldeilis haft það "náðugt" í morgunsárið þegar hún yrði farin. Mér kom ekki dúr á auga alla nóttina og flúði út með eiginkonunni í birtingu. Ég fann á henni að hún var fegin að ég gerði það! Seinna vældi hann: Djöfull varstu leiðinleg að fara! Það leið ekki á löngu þar til hann reyndi að kyssa mig tungukossi eftir tíma. Námið hjá þessum góða Maestro hafði breyst í martröð. Ég hafði aldrei haft minnsta kynferðislega áhuga á þessum manni og það var aldrei spurt um það! Ég var ein taugahrúga, átti erfitt með svefn og einbeitingu. Að auki ýfði þetta upp tilfinningar erfiðrar reynslu í heimalandinu, þar sem ég var í sömu aðstæðum, en miklu yngri og varnarlausari. Mér var það til happs að þessi kennari fékk stöðu í öðrum skóla um áramótin. Hann bauð mér að koma og fylgja sér, það var í raun mun virtari skóli. Ég þáði það ekki og var í lausu lofti í náminu með nokkra gestakennara það sem eftir var vetrar, áhugalaus og efins um eigið ágæti og tónlistarhæfileika. Eftir þessa önn með kauða var vanlíðanin orðin gríðarleg og ég leitaði mér hjálpar hjá geðlækni. Í viðtölunum við lækninn ræddi ég þetta þó ekkert mikið því ég áttaði mig ekki á alvarleika málsins og sá þessa atburðarás ekki svona skýrt: Það hafði nú e k k e r t gerst og ég var fullorðin. Var greind með kvíðaröskun og fékk róandi pillur. ***Nafnlaus # 25 *** Hér er lítil örsaga um casual sexisma sem við gerumst mörg hver allt of oft sek um að samþykkja gagnrýnislaust. Ég fór sem tour manager í ferðalag út fyrir landsteinana. Aðstæður voru erfiðar en allt var þetta fagfólk og samtaka í því að reyna að gera það besta úr öllu saman. Nema bílstjórinn. Miðaldra, hvítur karl sem drakk mikið, var með dólg og ætlaði svo sannarlega ekki að láta einhverja unga stelpu segja sér til verka. Það var alls ekki að registerast hjá honum að ég gæti haldið utan um ferðaáætlunina og oft þurfti ég að fá einn af karlkyns tónlistarmönnunum til þess að tala um fyrir honum, þótt um væri að ræða jafn sjálfsagða hluti og að leggja af stað á tilsettum tíma til að ná næsta giggi. Sumir í hópnum vörðu hann. Sögðu að hann væri bara af þessari kynslóð eða að hann hefði tekið að sér verkefnið af röngum forsendum. Ég skil þau vel. Í svona harki er best að horfa bara fram á veginn og gefa neikvæðum upplifunum lítinn gaum. Mesta break-through sem ég náði í samskiptum við bílstjórann var þegar við vorum að róta og hann sá mig halda á þungum kassa. Þá kallaði hann til mín: “You are not a girl”. Hljómsveitarmeðlimur tók þá upp hanskann fyrir hann: “Hann meinti þetta sem hrós”. Hugsunin var falleg á bak við þessi orð ferðafélaga míns. Kannski ég myndi segja það sama ef hlutskiptin væru öfug, þ.e. gera lítið úr sexismanum. Örugglega. En ég ætti ekki að gera það. Túrharkið var erfitt en það var drulluerfitt að fá þá viðurkenningu sem karlmaður í sömu stöðu hefði hiklaust fengið. Að vera kölluð “ekki-stelpa” var minn stærsti sigur hjá þessum manni. Það er ruglað. ***Nafnlaus #26*** Ein sagan mín er af fremur ógeðfelldri hegðun söngvara sem ég var að vinna með í óperunni. Eitt sinn var haldið partí uppi á þaki, þar sem Petersen svítan er núna. Júju það var eitthvað áfengi í boði, en meira bara svona glas, enda var þetta kveðjuboð fyrir kæran samstarfsfélaga sem var að hætta og var í eftirmiðdaginn. Þá gengur hann upp að mér og segir: "Heyrðu, ég á bara alveg eftir að ríða þér, eigum við ekki bara að finna okkur kústaskáp?" ***Nafnlaus #27*** Samstarfsmaður minn í óperunni, sem ég hafði aldrei fundið að væri eitthvað sérlega spenntur fyrir mér þó auðvitað væri hann stundum með óviðeigandi brandara, ákvað í leigubíl sem við vorum að taka saman heim úr lokapartíi að pinna mig niður og troða tungunni upp í mig. Við vorum nokkur að taka saman bíl en ég var næstsíðust út, svo hann hefði ekkert átt að lesa í það að við værum að taka saman bíl að ég væri spennt fyrir honum. Annað nánast nákvæmlega eins dæmi gerðist svo nokkrum árum seinna. Þar var á ferðinni maður sem þykir algjör ljúflingur og ég leit á hann sem náinn vin. Við kenndum saman í tónlistarskóla og vorum samferða heim í leigubíl af jólahlaðborði, líka með fleirum eins og í fyrra tilvikinu. Nema að um leið og sá á undan mér fór úr bílnum tók hann sig til og tróð tungunni upp í mig og höndunum út um allt. Ég þurfti virkilega að ýta honum frá mér og sem betur fer var stutt heim til mín. Mér brá svo hræðilega því mér fannst hann bregðast okkar vináttu. Hann flutti sem betur fer í burtu og ég þurfti lítið að hitta hann en veislu um daginn, í fyrsta sinn sem ég hitti hann lengi, gekk hann þannig á mig aftur að mér blöskraði. Ég náði samt einhvernveginn að gera grín að honum og slá á hegðunina. En mikið sem mér brá þegar ég fattaði að hann hefði ekkert lært síðan síðast. ***Nafnlaus #28*** #meetoo hreyfingin hefur haft gríðarleg áhrif og því ég hef ákveðið að segja frá atviki sem ég varð fyrir. Atvikið átti sér stað þegar ég var að taka framhaldspróf í söngnum. Ég fór inná skrifstofu skólastjórans sem var karlmaður kominn langt á sjötugs aldur til að spurja hvenær prófið yrði. Ég hafði heyrt að hann væri að áreita konur með káfi og ósmekklegum athugasemdum og því stóð mér alltaf stuggur af honum og í rauninnni var ég hálf hrædd við hann. Ég stend því við hurðina á skrifstofunni hans og hann spurði mig afhverju ég kæmi ekki alveg inn og ég svaraði að ég væri á hraðferð. Eftir samtalið stendur hann upp og gengur í áttina til mín á meðan hann talar við mig. Hann staðnæmist fyrir framan mig, grípur um brjóstin á mér og strýkur svo niður eftir bakinu á mér með annari hendinni og klípur mig í rassinn og segir, þú ert nú alltaf svo sæt! Það sem hann vissi ekki var að ég var þarna komin rétt um 4 mánuði á leið með mitt fyrsta barn. Ég varð svo hvumsa og fannst ég svo niðurlægð að ég fór inn á klósett og kúgaðist. Ég sagði ekki nokkrum manni frá þessu atviki og er að segja það í fyrsta sinn hér. MeToo Tónlist Tengdar fréttir „Ríddu mér helvítis hóran þín“ Konur í tækni- upplýsinga- og hugbúnaðariðnaði sendu í morgun frá sér yfirlýsingu þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðisofbeldi, áreitni og kynbundinni mismunun í starfi. 7. desember 2017 12:11 Konur í tónlist rjúfa þögnina: Í stað launa fyrir verkefni með hljómsveit mátti hún sofa hjá meðlimi sveitarinnar 333 konur hafa skrifað undir yfirlýsingu KÍTÓN, félags kvenna í tónlist þar sem þær krefjast þess að geta unnið vinnu sína án áreitni, ofbeldis eða mismunar. 7. desember 2017 15:41 Konur í tækni- upplýsinga- og hugbúnaðariðnaði rjúfa þögnina: „Við krefjumst þess að fá að vinna vinnuna okkar án áreitni, ofbeldis eða mismununar“ Konur í tækni- upplýsinga- og hugbúnaðariðnaði hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðisofbeldi, áreitni og kynbundinni mismunun í starfi. 7. desember 2017 10:41 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Sjá meira
333 konur hafa skrifað undir yfirlýsingu KÍTÓN, félags kvenna í tónlist þar sem þær krefjast þess að geta unnið vinnu sína án áreitni, ofbeldis eða mismunar. Tilkynningin er byggð á yfirlýsingu kvenna í sviðslistum og kvikmyndagerð og fylgja 28 sögur tónlistarkvenna með yfirlýsingunni. Ein konan segir frá því að hafa farið rúmlega tvítug niður í miðbæ Reykjavíkur að skemmta sér. Þar hitti hún mann sem var í hljómsveit og deildi því áhuga hennar á tónlist. Hún heillaðist af vitneskju hans um tónlist og bauð honum heim að hlusta á tónlist, en hún segist hafa verið mjög stolt af tónlistarsafni sínu. „Við förum sem sagt heim til mín, og ég set hvert lagið á eftir öðru í græjurnar, og rek sögu tónlistarmannsins eða hvar ég hafði fundið þetta stöff. Ég var mjög enthusiastic, enda var þetta mitt helsta áhugamál. Eftir á að hyggja hef ég alltaf hugsað “já ég bauð upp á þetta”, þar sem hann hefur mjög líklega tekið áhuga minn og beint honum að sér, og skömmin og óþægistilfinningin hefur ekki getað vikið frá mér síðan,“ skrifar hún. „Eftir einhvern tíma af tónlistarhlustun inn í stofu byrjar hann að reyna að kyssa mig en ég reyni að víkja mér kurteisislega undan, enda fann ég engan slíkan áhuga til hans, og fattaði þá hvert stefndi og hvernig hann hafði greinilega túlkað þetta allt. Ég afsakaði mig með að ég væri orðin alveg rosalega þreytt og yrði að fara að sofa. Ég vildi halda öllu góðu, enda leit ég upp til þessa manns og alltaf líkað rosalega vel við hann (þó ég hafi bara verið svona “hæ” kunnug honum hingað til), og segi bara að ég sé farin upp í rúm og hann geti klárað bjórinn ef hann vill áður en hann fer. Ég sofna strax, enda klukkan orðin mjög margt, en ég rumska við e-ð og þegar ég vakna alveg er ég ekki lengur í buxum, en þó í nærbuxum ennþá, og hann stendur fyrir ofan rúmið. Ég spyr hvað sé eiginlega í gangi, og það er eins og hann skilji það ekki sjálfur og ringlaður fer hann út úr herberginu. Eða það var amk mín upplifun þá. Ég sofna strax aftur, og þegar ég vakna er hann farinn.“ Enginn sagði neitt „Ég vaknaði með hann ofan á mér,“ þannig byrjar frásögn einnar konunnar. Hún var 17 ára og í skólaferðalagi vegna uppfærslu skólans á söngleik. Hann hafi ekki heillað hana. Á einm tímapunkti hafi hún verið mönuð í að drekka bjór úr trekt, en að strákarnir hafi á einhverjum tímapunkti sett eitthvað sterkara í trektina. „Ég hafði verið í partýi inn á einu herbergjanna en nú var partýið búið. Ég sagði ekki nei - ég sagði ekki stopp. Hann var inn í mér en ég var enn að reyna átta mig á hvað væri að gerast. Ég man að ég sagði eitthvað og hann hló. Síðan man ég ekki meir. Næsta morgun vaknaði ég full vanlíðunar og auðvitað. Þunn. Ég dauðskammaðist mín. Ég vissi ekki hvernig við enduðum þarna tvö. Auðvitað var skömmin mín. Ég gat ekki hætt að æla. Ég mætti fólki sem ýmist flissaði, eins og vinum hans, og fólki sem greinilega leit niður á mig. Fólki sem ég hafði samt litið upp til. Fljótlega kom í ljós að einhverjir fleiri hefðu verið inn í herberginu - vaknað við hljóðin - meiri druslan sem ég var. Nema það að ég vissi ekki sinni hvað var að gerast. Samt var ég skömmin - en ekki þau sem horfðu á. Og gerðu ekkert. Seinna rifjaðist þetta upp hjá mér. Glefsur úr vondum draumi. Það voru fleiri inn í herberginu. Af hverju gerðu þau ekkert?“ Ein kona segist hafa verið að ræða áreitni í bransanum við kollega sitt nýverið sem hafi sagt að það væri bara hluti af „show business.“ „Eitt atvik sem ég man samt alltaf er þegar ég var að spila á stað niðri í bæ fyrir svona 5 árum, þá 20 ára og nýbyrjuð að koma fram með eigið efni og band. Þar var hljóðmaður sem átti að sjá um sandið fyrir okkur það kvöld. Hann byrjaði kvöldið á að segja mér og nokkrum öðrum stelpum að við vorum rosa sætar og það væri extra auðvelt að mixa söngkonur þegar það er gott að horfa á þær. Svo kom að sándtjekki en hann átti aldeilis ekki orð yfir því að ég ætlaði að fara tengja hljómborðið mitt sjálf og hló hálfpartinn af mér og spurði hvort hann ætti ekki bara að gera þetta fyrir mig, það tæki miklu styttri tíma. Ég hélt áfram mínu striki en lenti í því að jack snúran mín var orðin ónýt og ekkert hljóð kom. Þá labbaði hann til mín brosandi „æ elskan mín, þú þarft að koma í heimsókn til mín við tækifæri og ég sýni þér hvernig maður stingur í samband á öllum vígstöðvum - mér sýnist þú hafa gott af því“.“ Pikkaði upp lásinn á baðherbergishurðinni Ein sagan gerist í tónleikaferð erlendis. Konan sem segir frá var eina konan í hópnum og fór með öðrum meðlimi fyrr út. Þau hafi verið fyrst til að tékka sig inn á hótelið og hafi það endað þannig að þau lentu saman á herbergi. Hún segist þó engar áhyggjur haft þar sem þau voru vinir og hún treysti manninum. „Það var svo fyrstu nóttina á hótelinu þar sem hann kemur nakinn upp að rúminu um miðja nótt og vildi “kúra”. Ég þurfti að halda sænginni niðri og ýta honum frá mér. Hann lét sér ekki segjast og endaði ég á að sparka honum frá mér. Um morguninn fer ég þegjandi og hljóðalaust í sturtu. Læsi að mér og held mínu striki. Allt í einu sé ég að hann hafði pikkað upp lásinn á baðherbergishurðinni og horfir á mig. Hversu lengi hann stóð þarna veit ég ekki. Ég tjáði öðrum hljómsveitarmeðlimum frá þessu og viðbrögð voru “Æji þú veist hvernig hann er þegar hann er fullur”. Einn gekk svo langt að segja “Hann sér þig bara sem eina af strákunum” og ég spurði hann hvort hann héldi að hann hefði gert þetta við hann hefðu þeir verið saman í herbergi. Það var ekki fyrr en ég sagði elsta meðlim frá þessu, manni sem er jafn gamall pabba mínum þar sem hann heimtaði að skipta um herbergi við mig og hann tók ekki í mál að ég væri með þessum manni áfram í herbergi. Ég hef unnið með þessum manni eftir þetta en alltaf liðið illa í návist hans. Ég er nýfarin að læra að skömmin er hans“ Öskra yfir músíkina Önnur kona segir frá því að hún var söngkona í hljómsveit á ónefndum bar. „Fremst koma sér fyrir nokkrir menn sem öskra yfir músíkina allt þađ sem þeir ætli sér ađ gera viđ mig. Viđ heyrđum þađ öll, ég á erfitt međ ađ halda takti. Ég er hrædd. Ég gef þessu ekki athygli og held áfram þá breytast köllin í hvađ ég sé ógeđsleg. Þeim var ekki vísađ út en ég fékk klapp á bakiđ fyrir ađ klára. Brenglađ?“ Ein kona segir sögu frá því hún var um tvítugt á söngnámskeiði úti á landi. „Þáttakendur á námskeiðinu voru allt konur nema einn karlsöngvari sem ég ætla að kalla X. Við gistum í gömlu skóla. Þetta var rosalega spennandi og gekk vel. X var alltaf aðal spaðinn og var alltaf að segja brandara, sumir voru mjög fyndnir en flestir voru samt neðan mittis brandarar. Eitt kvöldið sat ég ein í eldhúsi skólans og var að læra textana mína. Þá kemur X inn og fer að spjalla og hrósa mér hvað ég sé með fallega rödd, samt hefði hann tekið eftir því að ég myndi stundum stífna upp þegar ég syngi þannig að ég ætti nú bara að reyna að slaka svolítið á. Um leið og hann segir þetta byrjar hann að nudda á mér axlirnar mjög munúðarlega og endar svo á því að strjúka yfir brjóstin á mér líka. Ég auðvita fraus og sat lömuð í stólnum. En sem betur fer hætti hann og fór. Daginn eftir þá er ég og X að æfa með karl –píanistanum í næsta húsi við þar sem að námskeiðið fór fram og allt gékk vel. Svo förum við í pásu og fáum okkur kaffi. Við erum að spjalla um tónlist og hvað þetta sé spennandi kennari osfr. Allt í einu fara þeir að tala um hvað það séu fallegar stelpur á námskeiðinu og svo fer píanistinn að lýsa fyrir X hvernig konan hans vill láta taka sig í bólinu og lýsir stellingum og hversu hratt og hversu hart osfr. Ég sat þarna með þeim lömuð og hrædd. Svo stóðu þeir upp eins og ekkert hefði í skorist og við kláruðum æfingunna.“ Ein sagan hljómar einfaldlega svona: „Var tjáð að í stað launa fyrir verkefni með hljómsveit mætti ég sofa hjá meðlimi sveitarinnar.“ Gáfu útlitinu einkunn frá 1-10 Önnur segir frá því þegar hún vann hörðum höndum við að fá plötusamning fyrir hljómsveit sem hún með hjá einu stærsta útgáfufyrirtæki heims. „Fékk fwd email frá forsprakka labelsins þar sem hann kynnti mig fyrir kollega sínum. Var rosa spennt, þar til ég skrollaði niður og sá samræður sem þeir höfðu átt um mig og óvart áframsent. Í stað þess að ræða bandið neitt sérstaklega gáfu þeir útliti mínu einkunn á skalanum 1-10 og áttu vægast sagt tæpar samræður. Ég lét eins og ég hefði ekki séð þetta til að eyðileggja ekki möguleika á díl, þeir svöruðu aldrei aftur.“ Enn önnur segir frá því að hafa verið nýflutt til útlanda og var í tónlistarnámi sem var að mestu leyti á ábyrgð eins kennara. „Í hverri viku undirbjó ég mig fyrir einkatíma með honum, sem fór fram á föstudögum og stóð yfir í einn og hálfan tíma. Það liðu ekki margir mánuðir þangað til kennarinn fór að segja mér frá því hversu óhamingjusamur hann væri í hjónabandi sínu, hvað honum fannst ég falleg, biðja um að taka myndir af mér, bjóða mér út, leggja til að ég færi með honum í ferðalag osfrv. Ég fékk líka að heyra meðal samnemanda að hann væri þekktur fyrir slíkt, hefði iðulega haldið við nemendur sína. Mér fór að finnast mjög óþægilegt að hitta hann. Eftir nokkra mánuði ákvað ég að ræða við hann og segja honum að mér mislíkaði þetta. Hann hélt því að sjálfsögðu fram að ég væri ímyndunarveik og undirstrikaði mikilvægi þagmælsku næstu mánuði á eftir. Það ágerðist eftir að ég komst að því að hann var farinn að halda við annan nemanda sinn, japanska stelpu sem var nær mállaus í þessu landi og algjörlega háð honum. Hún brotnaði niður á tónleikum/fékk vægt taugaáfall, fór að ofanda og hvítnaði upp svo ég fór með hana á spítalann í tékk. Þar sagði hún mér alla söguna sína, á meðan við biðum eftir lækni. Næst þegar ég hitti kennarann talaði hann mikið um hvað viðkomandi stelpa ætti bágt og að hún væri léleg tónlistarkona, myndi aldrei komast langt...“ Ein segir frá áreitni af hendi virts landsþekkt tónlistarmanns á sextugsaldri þegar hún var sautján ára gömul. „Ég var nýbúin að koma fram á virðulegri skemmtun í félagsheimili úti á landi. Þegar ég gekk af sviðinu og út úr salnum mætti ég honum á miðju gólfi innan um fullt af fullorðnu fólki. Hann stoppaði mig, tók um annað brjóstið á mér og sagði hátt fyrir framan alla "Það er ekki nema von að þú sért svona góð, ég ól nú þig og foreldra þína upp í músík á sveitaböllunum!". Allir voru edrú. Enginn sagði neitt. Engum fannst óeðlilegt að fullorðinn maður gripi um brjóstið á 17 ára stelpu og héldi um það á meðan að hann talaði. Síðan þá hef ég orðið vitni að og orðið fyrir ótrúlegustu hlutum á mínum ferli, bæði frá körlum og konum. Orð, káf, eignarhald, símtöl, skilaboð.“ Ofbeldi í kirkju við útför Enn önnur segir frá atviki þegar hún söng í útför í Dómkirkju Reykjavíkur. „Meðan presturinn les minningarorðin fer tónlistarfólk oft og fær sér kaffipásu uppi á kirkjulofti. Ég átti að syngja einsöng strax eftir minningarorð, og kórfélagar þurftu að koma sér fyrir við orgelið. Ég var síðust í hópnum til að yfirgefa kirkjuloftið þegar karlmaður úr kórnum snýr sér að mér. Þegar hann sér að allir eru komnir úr augsýn þá króar hann mig af upp að vegg. Hann lagði lófana að veggnum. Nokkrum sekúndum síðar er hann með tunguna bókstaflega uppí mér, og kominn með hendurnar á mig. Ég hafði sem betur fer styrk til að slíta mig út úr þessum aðstæðum og flýta mér niður til að ná að syngja mitt. Ég var snögg að láta mig hverfa úr þessu umhverfi strax eftir lokatóninn minn. Nú er skömmin öll hans.“ Ein konan segir frá atviki úr óperunni. „Eitt sinn var haldið partí uppi á þaki, þar sem Petersen svítan er núna. Júju það var eitthvað áfengi í boði, en meira bara svona glas, enda var þetta kveðjuboð fyrir kæran samstarfsfélaga sem var að hætta og var í eftirmiðdaginn. Þá gengur hann upp að mér og segir: „Heyrðu, ég á bara alveg eftir að ríða þér, eigum við ekki bara að finna okkur kústaskáp?““ Frásagnir kvenna í tónlist: *** nafnlaus saga #1 ***Ég var líklega rétt rúmlega 20 ára gömul, og mikill músíknörd. Ég vissi ekkert skemmtilegra en að grúska í alls konar skrítinni tónlist og grafa og garfa í músíkbloggum og öðrum músiknördasíðum og uppgötva the newest of the new (þetta var vel fyrir tíma bandcamp, youtube, spotify osfrv). Þegar ég fór á skemmtistaði niðrí bæ fórum ég og vinir mínir yfirleitt heim til einhvers eftir að staðnum lokaði til að spila tónlist og drekka nokkra bjóra saman fyrir svefninn. Það var á einum slíkum skemmtistað sem ég hitti X. Hann var einnig mikill tónlistaráhugamaður og í hljómsveit ofan á allt saman. Ég var heilluð af því hvað hann vissi mikið um tónlist og bauð honum að koma heim með mér að hlusta saman á tónlist úr tölvunni minni, en ég var mjög stolt af safninu mínu. Við förum sem sagt heim til mín, og ég set hvert lagið á eftir öðru í græjurnar, og rek sögu tónlistarmannsins eða hvar ég hafði fundið þetta stöff. Ég var mjög enthusiastic, enda var þetta mitt helsta áhugamál. Eftir á að hyggja hef ég alltaf hugsað “já ég bauð upp á þetta”, þar sem hann hefur mjög líklega tekið áhuga minn og beint honum að sér, og skömmin og óþægistilfinningin hefur ekki getað vikið frá mér síðan. Eftir einhvern tíma af tónlistarhlustun inn í stofu byrjar hann að reyna að kyssa mig en ég reyni að víkja mér kurteisislega undan, enda fann ég engan slíkan áhuga til hans, og fattaði þá hvert stefndi og hvernig hann hafði greinilega túlkað þetta allt. Ég afsakaði mig með að ég væri orðin alveg rosalega þreytt og yrði að fara að sofa. Ég vildi halda öllu góðu, enda leit ég upp til þessa manns og alltaf líkað rosalega vel við hann (þó ég hafi bara verið svona “hæ” kunnug honum hingað til), og segi bara að ég sé farin upp í rúm og hann geti klárað bjórinn ef hann vill áður en hann fer. Ég sofna strax, enda klukkan orðin mjög margt, en ég rumska við e-ð og þegar ég vakna alveg er ég ekki lengur í buxum, en þó í nærbuxum ennþá, og hann stendur fyrir ofan rúmið. Ég spyr hvað sé eiginlega í gangi, og það er eins og hann skilji það ekki sjálfur og ringlaður fer hann út úr herberginu. Eða það var amk mín upplifun þá. Ég sofna strax aftur, og þegar ég vakna er hann farinn. Þessi lífsreynsla hefur alltaf setið í mér, og það var ekki fyrr en ég vaknaði morguninn eftir sem ég fann einhverja ónotatilfinningu í hjartanu og e-ð skilningsleysi. Þó sem betur fer ekkert of alvarlegt hafi gerst hef ég oft velt því fyrir mér af hverju samskipti okkar fóru þessa leið, og þess á milli finn ég líka til mikilla særinda þar sem mér finnst e-ð traust til karlmanna hafa verið rofið endanlega. Ég hef aldrei getað rætt þetta við hann og spurt hvað honum hafi eiginlega staðið til, en ég rekst stundum á hann og það er frekar vandræðaleg orka á milli okkar. Síðan þetta gerðist hef ég amk aldrei boðið neinum heim með mér að hlusta á tónlist nema ég þekki viðkomandi rosalega vel. Takk kæru konur fyrir að deila ykkar sögum og takk #metoo fyrir að gera okkur kleift að létta af okkur og hlsuta á hvor aðra og finna ég við séum hér til staðar fyrir hvor aðra <3 ***Nafnlaus saga #2***Fyrir 20 árum. Ég var á þvílíku flugi, búin að vera í hljómsveit í rúmt ár með frábærum strákum. Þvílíkur draumur sem var að rætast. Við túruðum um landið á alvöru hljómsveitarútum eins og alvöru sveitaballahljómsveit og vorum alltaf í rosa stuði á böllum og ég var í himnaríki, þetta má aldrei enda hugsaði ég alltaf þegar ég kom heim þreytt en alsæl. Strákarnir voru dásamlegir og kærusturnar þeirra yndislegar vinkonur mínar, þetta var svona eins og lítil fjölskylda og vá hvað mér þótti vænt um þetta líf og þetta æðislega fólk sem ég var búin að finna og hvað þá að vera að gera það sem ég elska, koma fram og syngja og halda uppi rosa stuði og allir sveittir á dansgólfinu, þurfti að klípa mig stundum mér fannst þetta vera draumur. Eitt sem fór samt alltaf í taugarnar á mér, einn af þessum strákum kom stundum með klámmynd í rútuferðirnar og ég vissi aldrei hvernig ég ætti að vera en reyndi bara að taka þetta á kúlinu og láta eins og þetta færi ekki í taugarnar á mér. En strákar eru bara svona hugsaði ég, leið samt alltaf mikið betur þegar það var bara venjuleg bíómynd í gangi, þetta voru oft langar ferðir í rútu. Í einni ferðinni fórum við með rútu sem var með flatsæng aftast, rosa kósí með litlu sjónvarpi svo maður gat kúrt og horft á tv á meðan maður skrölti út á land. Svo var ballið alveg geggjað, við fórum í eftirpartý og ég fékk mér nokkra drykki. Ég var ekki lengi því ég var svo þreytt, ákvað að fara uppí rútu að sofa. Vaknaði svo við það að það var einhver búin að lauma sér aftan að mér, búin að stinga honum inn…ég opnaði augun og sá að það var klámmynd í gangi í litla sjónvarpinu. Ég fraus…sá að annar strákur var líka komin í rúmið og lá við hliðina á mér og snéri í áttina til mín, ég óskaði þess heitast að hann myndi vakna við þetta, hann bylti sér…Yess hann er að vakna, ég get beðið hann að stoppa þetta, tárin runnu niður kinnarnar þegar hann snéri sér á hina hliðina. Ég þorði ekki að snúa mér við til að sjá hver þetta væri, það var ekki fyrr en hann lauk sér af og fór fram að ég sá hver þetta var. Ég hugsaði um kærustuna hans, hvað við værum góðar vinkonur, hversu dásamleg hún og hann hefðu reynst mér þegar ég hætti með kærastanum mínum á sínum tíma og voru spennt fyrir mína hönd þegar ég eignaðist annan kærasta í sama bransa. Þau voru í innsta hring á þessum tíma, hvað átti ég að gera? Ég ákvað að fara fram á eftir honum, hann sat og hélt um andlitið á sér af skömm, úff hann sér eftir þessu hugsaði ég. Þetta voru svo skemmtilegir tímar ég vildi ekki skemma þetta tímabil, getum við ekki bara látið eins og þetta hafi ekki gerst? Ég ákveð á stað og stundu að það væri besta hugmyndin, geng til hans og segi við hann „eigum við ekki bara að gleyma þessu?“ Hann þiggur það og segir að kærastan hans megi aldrei frétta þetta, ég er honum hjartanlega sammála á þessum tímapunkti. Þegar ég kom heim í faðm kærastans leið mér djöfullega, ég var ung og mín hugmynd um nauðgun var að einhver héldi manni niðri og að maður yrði brjálaður og lemdi frá sér….ekkert af því var þarna í gangi, hann hélt mér ekki niðri og ég barst ekki um, ég fraus. Ég upplifði þetta sem framhjáhald. Ég gat ekki leynt þessu fyrir kærastanum, mér fannst ég viðbjóðsleg kærasta og sagði honum frá því hvað hafði gerst og bað hann að fyrirgefa mér. Það sem hann gerði næst kom mér á óvart, hann tók mig í fangið og sagði mér að þetta hefði ekki verið framhjáhald, þetta hafi verið nauðgun. Hann útskýrði það mjög vel og benti mér á Stígamót…sem ég fórsvo til 15 árum seinna. Til að gera langa sögu stutta þá ákvað ég að hætta í bandinu og ganga í bandið sem kærastinn minn var í, þá gat ég alltaf haft hann hjá mér og engin myndi geta gert mér þetta aftur. Kærastinn var vægast sagt viti sínu fjær af reiði við viðkomandi geranda og í þessum litla bransa vorum við oft á sama staðnum og gerandinn skynjaði reiðina og spennuna og ákvað að baktryggja sig með því að koma þeim sögum í gang um mig að ég væri að ljúga því um allan bæ að hann hafi nauðgað mér og ég væri geðveik. Nýja söngkonan kom til mín í eitt skiptið og sagði að hún hefði heyrt að hann hafi nauðgað mér og vildi heyra mína hlið, ég ákvað að það væri best að hún vissi hvernig maður þetta væri sem hún væri að fara að hanga með og sagði henni alla söguna. Hún þakkar mér fyrir og gengur svo til hópsins, gömlu fjölskyldunnar minnar, og ég sá að hún segir eitthvað og allir ranghvolfa augum og einhverjir fara að hlægja, svolítið eins og í amerískri bíómynd. Ég var eyðilögð, en hugsanlega vildi þessi nýja bara fitta inn…enda ótrúlega gott fólk sem ég á eftir að sakna alveg ógurlega sárt….nema einsaðila. Kærastan hans hringdi í mig og bað mig að segja sér satt, sem ég gerði, hún sagðist trúa mér ef ég myndi kæra hann, sem ég gerði ekki. Stuttu seinna hringdi hann sjálfur í mig í vinnuna mína og hótaði mér að ef ég myndi kæra hann þá kæmi hann með mótákæru um ærumeiðingar og hann væri með góðan lögfræðingsem myndi rústa mér. Mér hefur alltaf, eftir þetta, fundist viðmót „vina“ minna í bransanum skrítið og hugsa alltaf „ætli þessi sé vinur hans og haldi að ég sé geðveik“ en vonandi er það ímyndun og afleiðing þessarar reynslu heldur en staðreynd. Ég hef hrökklast að mestu leyti úr þessum draumi mínum af ótta við að það vilji engin vinna með mér og að ég sé engan vegin nógu góð söngkona. Afleiðingarnar eru svo margvíslegar af svona ofbeldi og koma fram á mismunandi tímum í mismunandi formum…. ég var að vinna í því að verða sterkari en ég var að gera það á rangan hátt, ég var að gera það með því að vera ósýnileg….ég vil ég ekki vera það lengur….skömmin er ekki mín…ég má vera til…þetta er fyrsta skrefið. ***Nafnlaus saga #3*** Það hryggir mig svo að lesa frásagnir ykkar stelpur og ég prísaði mig sæla því ég hélt að ég hefði sloppið svo vel. Þó hef ég lent í allskonar áreitir, líkamlegu og andlegu síðan frá unga aldri en hélt að í tónlistarheiminum hefði ég sloppið. En allt í einu kviknaði á perunni og ég mundi eftir atviki/atvikum sem ég ætlaði mér bara að gleyma. Ég hef unnið með manni úr tónlistarheiminum þó nokkur ár. Hef sungið inn á plöturnar hans og stokkið inn sem bakrödd. Ég var alltaf tilbúin í hvaða verkefni sem er því jú, ég er söngkona og vildi koma mér á framfæri. Hann er með aðstöðu heima hjá sér þar sem ég mætti til að hlusta á nýja lagið, læra raddir o.s.frv. Fyrir nokkrum árum fer ég að finna fyrir því að hann allt í einu orðinn voðalega ,,touchy-feely" ef þið skiljið hvað ég meina. Til dæmis þegar við hlustuðum á nýtt lag þá lagði hann höndina/hendurnar á bakið á mér eða mittið. Hann þurfti bara alltaf að vera að koma við mig. Ekkert að strjúka eða neitt - heldur voru hendurnar bara þarna og á meðan á þessu stóð segir hann ekkert. Ég frosin. Ef það væri ekki tónlist í gangi væri hægt að heyra hjartað mitt slá á 200. Andrúmsloftið varð bara yfirþyrmandi og óþægilegt OG að sjálfsögðu lét ég eins og ekkert væri. Ég vinn ekkert með honum í dag og hef ekki gert í um 2 ár. Hann lét mér alltaf líða eins og ég væri annars flokks söngkona. Ég væri ekki nógu fræg eða nógu góð til að syngja lögin hans. Punkturinn yfir i-ið var svo þegar hann hringdi með dagsfyrirvara því hann þurfti bakrödd í lag sem ég átti upphaflega að syngja en hann hafði fengið aðra í staðinn. Ég afþakkaði bara pent (samt smá ákveðin). Sagðist vera rosalega upptekin og ekkert heyrðist í honum eftir það. Söngkonan raddaðist sig sjálf og þar með var hans mál leyst. Hann þurfti mig ekkert lengur. Hann er sjúklingur og auðvitað AUÐVITAÐ fer maður að afsaka hegðun hans því hann á svo erfitt eða að dómgreind hans ekki 100%. Ég vona að söngkonurnar sem hafa unnið með honum hafi sloppið við þetta og ef ekki þá vona ég bara að honum verði lesinn pistillinn. Takk fyrir að lesa ***Nafnlaust saga #4*** Ég vaknaði með hann ofan á mér. Ég var 17 ára. Ég var í skólaferðalagi vegna uppfærslu skólans á söngleik. Hann var í stjórninni. Hann höfðaði alls ekki til mín - mér fannst hann hálf ógeðfelldur. Ég var mönuð upp í að drekka bjór úr sérstakri trekkt en á einhverjum tímapunkti settu strákarnir eitthvað sterkara út í sem ég veit ekki hvað var. Ég hafði verið í partýi inn á einu herbergjanna en nú var partýið búið. Ég sagði ekki nei - ég sagði ekki stopp. Hann var inn í mér en ég var enn að reyna átta mig á hvað væri að gerast. Ég man að ég sagði eitthvað og hann hló. Síðan man ég ekki meir. Næsta morgun vaknaði ég full vanlíðunar og auðvitað. Þunn. Ég dauðskammaðist mín. Ég vissi ekki hvernig við enduðum þarna tvö. Auðvitað var skömmin mín. Ég gat ekki hætt að æla. Ég mætti fólki sem ýmist flissaði, eins og vinum hans, og fólki sem greinilega leit niður á mig. Fólki sem ég hafði samt litið upp til. Fljótlega kom í ljós að einhverjir fleiri hefðu verið inn í herberginu - vaknað við hljóðin - meiri druslan sem ég var. Nema það að ég vissi ekki sinni hvað var að gerast. Samt var ég skömmin - en ekki þau sem horfðu á. Og gerðu ekkert. Seinna rifjaðist þetta upp hjá mér. Glefsur úr vondum draumi. Það voru fleiri inn í herberginu. Af hverju gerðu þau ekkert? Ég var vandræðaleg - líka við hann. Spurði hann vandræðaleg á msn hvort ég þyrfti að hafa áhyggjur. Ég vissi ekki einu sinni hvort hann hefði klárað. Nei sagði hann, ég var of fullur. Fiskisagan flaug. Ég gat ekki þessa skömm. Ég bara gat hana ekki. Gat ekki afborið hana. Og ég vildi ekki vera að athlægi. Ég varð að gera eitthvað. Reyna að laga þetta. Hann sóttist eftir mér og í örvæntingu minni til þess að reyna að laga þetta beit ég á agnið. Ef við værum að deita þá gat ég varla verið svona mikil drusla. Samt fannst mér hann ógeðslegur. Ógeðslegur í verstu merkingu orðsins. Og endanum gat ég ekki meira. Fólk var hætt að tala um þetta. Fólk var búið að gleyma þessu og nú þyrfti ég að gleyma líka. Og halda áfram. Nú þurfti ég ekki að horfast í augu við hann framar. Ég upplifði margar erfiðar tilfinningar gagnvart þessu í mörg ár eftir að þetta gerðist. En ég leit ekki svo á sem að hann hefði nauðgað mér. Ég var bara drusla sem tók rangar ákvarðanir. Og því fylgdu slæmar tilfinningar. Og talandi um druslur. Druslugangan var sett á laggirnar mörgum árum síðar. Þar voru gefnar út einfaldar leiðbeiningar sem virtust svo einfaldar að þær voru hálf kjánalegar sem líklega var markmiðið upp að einhverju marki. Reglur eins og...Þrátt fyrir að klukkan sé orðin miðnætti þá er ekki í lagi að nauðga...Þrátt fyrir að kona sé í stuttu pisli þá er ekki í lagi að nauðga henni...Þar til kom að reglunni um að… Þrátt fyrir að kona sé sofandi að völdum lyfja eða áfengis þá er ekki í lagi að nauðga henni! Ái. Þarna fékk ég einhverja skýringu á allri þessari vanlíðan. Þetta þurfti ég að melta. En þrátt fyrir að hafa melt þetta í vikur, mánuði, ár - þá átti ég samt erfitt með að kalla þetta nauðgun. Í raun á ég enn þá erfitt með það. Ekki þegar ég heyri sögur annarra kvenna í áþekkum aðstæðum. En einhvern veginn er skömmin alltaf mín í minni sögu. Meira að segja þegar ég talaði fyrir nokkrum árum við ljósmóðurina mína eftir fæðinguna um fæðingarkvíðann minn þá kom þetta upp. Þá sagði ég að ég hefði reyndar einu sinni orðið fyrir nauðgun en ekki ofbeldisfullri. Hún leit á mig forviða og spurði mig hvaða nauðgun væri án ofbeldis? Ég gat ekki svarað. ***Nafnlaus saga #5*** Ég hef orðið fyrir alls kyns áreitni á sviði og í kringum spilamennsku. Stundum fannst mér augnaráðin verst – oft verri en rasskellingar, káf, orð og skilaboð. ‘You can look but don’t touch‘ á ekki við um mig. Mér finnst ógeðslegt að láta karlmenn stara á mig frá toppi til táar þrátt fyrir skýr skilaboð um að mér mislíki það. Auðvitað eru konur í þessum hópi en ég upplifi þessa reynslu erfiðari þegar karlmenn eiga í hlut. Mér finnst það alltaf meira ógnandi – og ég verð meiri þolandi. Ég var í tygjum við einn úr bandinu. Hann setti mig alltaf út í kuldann þegar aðrir karlmenn sýndu mér áhuga. Aftur varð skömmin einhvern veginn mín. Og það fór illa í mig líka. Auðvitað reynir maður að láta sér líða vel á sviðinu en á sama tíma mátti mér ekki líða of vel því að þá beindist of mikil athygli að mér og þá var kannski ekkert talað við mann í hléi. Mér fannst þetta svo mikið ofbeldi líka og inn í mér kraumaði hjálparleysi og reiði. Og þá brást ég oft (of) illa við. Ef ég var t.d. slegin í rassinn eða fannst mér ógnað þá sló ég hreinlega frá mér. Bara eins og einhver reflex. Og það var ekki í lagi. Áreitnin sem slík var ekki fordæmd en hegðunin mín var ekki í lagi. Bandið tók aldrei skýra afstöðuðu með áreitninni, hvorki með eða á móti. Sem mér fannst vont. Það var eins og hún væri bara partur af programmet. Einu sinni var mér þó sagt að ég hefði boðið upp á þetta. Það er í raun mjög skýr afstaða - gegn mér. Ég reyndi margoft að slíta sambandinu við þennan mann sem setti mig reglulega út í kuldann en mér var gert það ljóst að þar með yrði bandið úr sögunni. Og ferillinn líka. Ég var ekkert sérstök. Þegar bandið var hvort eð er á leiðinni til fjandans var ég ekki lengi að stökkva á tækifærið. Nú var tími til kominn að halda - enn og aftur - áfram. Og ég er víst sérstök. Ég, eins og vonandi flestir, hef verið mjög hugsi eftir umræður síðustu daga og vikur. Umræðurnar eru hollar og nauðsynlegar en þær ýfa líka upp mörg sár. Þess vegna finnst mér mikilvægt að skrifa mína sögu. Mér finnst enn mjög erfitt að ræða hana en ég vona að ég hafi komið máli mínu ágætlega til skila. Upp koma alls konar erfiðar tilfinningar, beintengdar efninu en líka þær sem eru það ekki. Ég vil ekki kenna karlmönnum um allt sem miður hefur farið. Alls ekki. En mér finnst oft erfitt að vera kona í þessum bransa. Ég vil bara geta sagt það beint út. En hvað get ég gert? Fyrir mig og aðrar konur sem eru að stíga sín fyrstu eða hunduðustu skref í þessum bransa? Ég ætla að segja skýrt nei við hvers kyns áreitni og standa með þeim sem fyrir henni hafa orðið. Ég tek skýra afstöðu með þolanda og hann nýtur alltaf vafans. Ég ætla líka að standa betur með sjálfri mér í framtíðinni. Mér finnst ég oft hafa látið eitthvað yfir mig ganga sem ég held að aðrir karlmenn hefðu ekki gert. Ég hef oft ekki staðið með sjálfri mér eða fengið samviskubit yfir hlutum sem ég held að karlmenn hefðu ekki pælt í. Mér ofarlega í minninu eru bókanir eftir að ég eignaðist mitt fyrsta barn. Ég var treg til að bóka fyrstu þrjá mánuðina eftir á. Bandið skildi það alveg en var samt að ýta létt á mig eða sagði hluti eins og: Þetta þarf ekki að vera neitt mál, þú bara mætir, þarft ekkert að róta. Vel meint en hvernig vita þeir hvenær ég er tilbúin að fara aftur að spila? Þeir hafa ekki fætt barn. Og síst af öllu mitt barn. Æ skiljiði hvert ég er að fara…Ég ætla líka að leyfa mér að hafa skoðanir. Háværar. Og kröfur. Þrátt fyrir að ég spili ekki á hljóðfæri. Og fyrst og fremst - þrátt fyrir að ég sé kona. ***Nafnlaus saga #6*** Þetta er saga af sama manninum í tveimur liðum. Ég var 14 ára gömul og var að fara að taka þátt í Samfés og mig langaði að eiga til upptöku af mér að syngja lagið sem ég ætlaði að keppa með. Mamma hafði unnið með honum áður og hann var til í að gera þetta frítt. Mjög næs af honum og allt það. Mamma þurfti að skreppa frá og skildi mig eftir í stúdíóinu og á meðan hún var í burtu byrjaði hann að segja brandara um typpið á sér og spurði mig kynferðislegra spurninga, m.a hvort ég hefði séð typpi í reisn áður og þegar hann fór að stilla mækinn fyrir mig í rétta hæð tók hann um mjaðmirnar á mér og ýtti mér nær statífinu, tók um höfuðið á mér og ýtti því nær mæknum og sagði "svona já, góð stelpa.." Flottur gaur! Seinna, þegar ég var 19 ára, þá var Facebook orðið thing og við vorum vinir þar, ég og þessi maður. Ég var fáránlega dugleg að posta skvísumyndum á þeim tíma og hann poppaði upp á chat-inu nánast í hvert einasta skipti til þess að segja mér hvað honum fyndist ég sæt og aðlaðandi. Pældi ekki mikið í því í fyrstu, hann var bara að hrósa mér. Fannst það samt alltaf mjög óþægilegt. Það var ekki fyrr en hann sagði við mig orðrétt á Facebook: „Ef þú værir ekki dóttir hennar mömmu þinnar eða ef við mamma þín værum ekki vinir þá myndi ég pottþétt sofa hjá þér“ - sem ég áttaði mig á því að hann væri að áreita mig og hefði gert það líka þegar ég var 14 ára. ***Nafnlaus #7*** Finnst svo erfitt að finna eitthvað til að deila hér inn aðallega því það er orðið svo mikið af hlutum að ég er orðin samdauna áreitinu og leiði það hjá mér og gleymi. Oft allavega. Brjósta og rassakomment&klípingar eru alltaf. Svo skrifar maður það bara á að fólk sé drukkið og klukkan svo seint eða whatever. Um daginn var ég að ræða nokkur svona einstök atvik við kollega minn og hann sagði við mig "já en þetta er bara hluti af show business". Ég ræddi það auðvitað áfram við hann og benti honum á hvað það er röng og brengluð sýn á þessari vinnu. Eitt atvik sem ég man samt alltaf er þegar ég var að spila á stað niðri í bæ fyrir svona 5 árum, þá 20 ára og nýbyrjuð að koma fram með eigið efni og band. Þar var hljóðmaður sem átti að sjá um sandið fyrir okkur það kvöld. Hann byrjaði kvöldið á að segja mér og nokkrum öðrum stelpum að við vorum rosa sætar og það væri extra auðvelt að mixa söngkonur þegar það er gott að horfa á þær. Svo kom að sándtjekki en hann átti aldeilis ekki orð yfir því að ég ætlaði að fara tengja hljómborðið mitt sjálf og hló hálfpartinn af mér og spurði hvort hann ætti ekki bara að gera þetta fyrir mig, það tæki miklu styttri tíma. Ég hélt áfram mínu striki en lenti í því að jack snúran mín var orðin ónýt og ekkert hljóð kom. Þá labbaði hann til mín brosandi "æ elskan mín, þú þarft að koma í heimsókn til mín við tækifæri og ég sýni þér hvernig maður stingur í samband á öllum vígstöðvum - mér sýnist þú hafa gott af því". Eftir það forðaðist ég hann allt kvöldið, hann var mjög ágengur og fullur yfirlætis en varð líka fúll þegar ég vildi ekki sitja hjá honum og svoleiðis. Svo byrjaði hann að senda mér Facebook Messages á meðan ég var að spila (sem ég sá bara eftir á) með alls konar skrýtnum hlutum. Eftir giggið pakkaði ég niður á methraða og ákvað að vinna aldrei aftur með þessum manni. Mig langaði svo að segja eitthvað þà en vissi ekki hvar eða við hvern. En núna er þetta hér. ***Nafnlaus saga #8*** Ha? Skiptir það einhverju máli hvort að ég geymi fingurinn minn hér eða þar? Hvort hann sé inni í klofinu á þér, innan í buxunum….eða bara svona leikandi laus fyrir utan? Ég var nýbyrjuð í nýju starfi í geiranum. Fannst eins og þetta væri nýja framtíðin mín. Ótrúlega stolt af mér að hafa unnið svo vel á öðrum stöðum að ég ætti skilið að taka þátt með þessum mönnum. Konan hans, ung og falleg, heima, ólétt. Á þessum tíma var ég u.þ.b. 25. Í frábæru formi miðað við sjálfa mig. Stór brjóst. Sítt hár. Sterk. Búin að eiga og reka sjálf fyrirtæki. Fá flotta stöðu í útlöndum og vinna þar í nokkur ár en enginn trúði því að ég hefði fengið þessa stöðu því að það hafði ekki lesið um það í DV. Ég átti erfitt með að trúa því en ég var farin að halda að allar konur yrðu að skrímslum þegar að þær yrðu óléttar. Ég var endalaust að fá einhver skrítin boð á djamminu frá mönnum sem ég þekkti: æ, plís, konan mín er ólétt og alveg ómöguleg…eins og ég ætti þess vegna að sofa hjá þeim. Ég var ekkert miður mín eftir þessa reynslu. Ég náði að koma mér út úr aðstöðunni á auðveldan hátt og málið átti sér ekki eftirmála. Ef eitthvað þá fannst mér hún bara taka niður þessa menn sem að ég leit svona upp til. Mér þykir vænt um þá. En það skóf undan stoltinu yfir því að hafa afrekað eitthvað. Það breytti hlutverkinu sem að ég sá fyrir mér að ég ætti að sinna ***Nafnlaus saga 9*** Þetta var á tónleikaferð erlendis. Ég var eina konan í hópnum og það var þannig að ég for ásamt öðrum meðlim fyrr út, við vildum versla aðeins og gera ferð úr þessu. Við vorum fyrst til að bóka okkur inn á hótelið sem æxlaðist þannig að við lentum saman á herbergi. Ég hafði engar áhyggjur þar sem við vorum vinir og ég treysti honum. Það var svo fyrstu nóttina á hótelinu þar sem hann kemur nakin upp að rúminu um miðja nótt og vildi “kúra”. Ég þurfti að halda sænginni niðri og ýta honum frá mér. Hann lét sér ekki segjast og endaði ég á að sparka honum frá mér. Um morguninn fer ég þegjandi og hljóðalaust í sturtu. Læsi að mér og held mínu striki. Allt í einu sé ég að hann hafði pikkað upp lásinn á baðherbergishurðinni og horfir á mig. Hversu lengi hann stóð þarna veit ég ekki. Ég tjáði öðrum hljómsveitarmeðlimum frá þessu og viðbrögð voru “Æji þú veist hvernig hann er þegar hann er fullur”. Einn gekk svo langt að segja “Hann sér þig bara sem eina af strákunum” og ég spurði hann hvort hann héldi að hann hefði gert þetta við hann hefðu þeir verið saman í herbergi. Það var ekki fyrr en ég sagði elsta meðlim frá þessu, manni sem er jafn gamall pabba mínum þar sem hann heimtaði að skipta um herbergi við mig og hann tók ekki í mál að ég væri með þessum manni áfram í herbergi. Ég hef unnið með þessum manni eftir þetta en alltaf liðið illa í návist hans. Ég er nýfarin að læra að skömmin er hans ***Nafnlaus saga 10*** Tjaldiđ fellur! Ég var söngkona í hljómsveit á ónefndum bar. Þađ var ekki fullt en ágætis mæting. Fremst koma sér fyrir nokkrir menn sem öskra yfir músíkina allt þađ sem þeir ætli sér ađ gera viđ mig. Viđ heyrđum þađ öll, ég á erfitt međ ađ halda takti. Ég er hrædd. Ég gef þessu ekki athygli og held áfram þá breytast köllin í hvađ ég sé ógeđsleg. Þeim var ekki vísađ út en ég fékk klapp á bakiđ fyrir ađ klára. Brenglađ? Ég vildi ađ ég ætti fáar sögurnar en hey ég er alltaf ađ biđja um þetta áreiti, veljandi mér athyglissjúkar vinnur sem söngkona, leikkona og ekki síst þjónn. Nei takk! #metoo ***Nafnlaus saga 11*** Mikið er ég þakklát fyrir þennan hóp, og ykkur fyrir að stofna hann og láta í ykkur heyra, hugrökku KÍTÓNur! Ég hef ósjaldan lent í áreiti í vinnu minni sem plötusnælda, oft meðal mjög drukkins fólks. Allt frá því að menn troði sér inn í DJ-búrið til þess að sjá hvort ég (kona!) sé í alvöru að DJ-a, hvort ég sé að nota rétt forrit, til þess að spurja mig hvort ég eigi eldri bróður sem hafi kennt mér að hlusta á góða tónlist, til þess að reyna að draga mig út úr búrinu, til þess að kyssa mig á hendurnar, andlitið og munninn í leyfisleysi og að mér óvarri, til þess að grípa í mig, klípa í mig, koma aftan að mér þegar borðið er svo staðsett, hvísla í eyrun á mér og grípa utan um mig þegar ég sný baki í þá, strjúka mér, kasta í mig peningum og leggjast á mig svo ég festist upp við vegg undir þunga þeirra, að kasta í mig flöskum fyrir að vilja ekki leyfa þeim að fá óskalög og kossa og reyna svo að elta mig í bílinn minn. Ég hef ákveðið að hætta að DJ-a örugglega 100 sinnum eftir erfið kvöld, oftast vegna svona uppákoma, en hef alltaf haldið áfram á hnefunum afþví ég vil ekki láta fávita hafa af mér ánægju og tekjur. Mikið hlakka ég til að þessi umræða springi út eins og hinar, og mikið vona ég að dónakarlar bæjarins hafi sens fyrir því skammast sín niður í tær, sjái að þetta er ekki í boði og hætti að reyna að komast upp með svona kjaftæði. Að sama skapi vona ég að skemmtistaðir, tónleikastaðir osfrv. sjái þetta sem tilefni til þess að herða gæslu og eftirlit með framkomu gesta í garð skemmtikrafta. Áfram við! <3 ***Nafnlaus saga #12*** Elsku systur. Ég ætla ekki að fara út í smáatriði eða sögur, heldur reyna frekar að ná utanum tilfinningu. Tilfinningu sem ég held að við jafnvel flestar könnumst við. Ég á einn svona "kvalara" í okkar röðum. Mann sem ég er svo hrædd við á einhvern hátt - af því hann hefur milljón trilljón sinnum komið fáránlega fram við mig og troðið og traðkað á öllum mínum mörkum. Í orðum og gjörðum. En það fríkaða er að ég tók ákvörðun fyrir margt löngu (sem er auðvitað algalin en mér fannst rosa sniðug) að best væri að verða bara besta besta vinkona hans, og vera bara sjúklega hress og fyndin og elskuleg í alla staði. Og krossa fingur í hvert skipti í þeirri von að hann haldi sig á mottunni og segi ekkert óviðeigandi eða geri eitthvað óþægilegt. Vandinn er sá að hann er fyndinn, orðheppinn, sjarmerandi og vel gefinn. Og fáránlega "kvikk" í tilsvörum. Svo kvikk að ég á ekki breik. Og þar myndast helvítis togstreitan - hann hefur valdið svo fullkomlega í höndum sér af því hann veit að ég meika ekki aðstæðurnar - og enginn heldur sem verður vitni að neinu af því þeir eru líka allir hræddir við hann. Sannkallaður frekjukall. Tilfinningin er þessi : "Æ nei, hér hef ég ekki stjórn á aðstæðum og verð lítil og skrítin í mér útaf því að hér er þessi stóri frekjukall með alla sína ógnandi nærveru og best er fyrir mig að halda mig til hlés og vona það besta." Og þetta - þetta er óþolandi. Og ég ætla að hætta þessu - og jafnframt lofa því að hvæsa á hann sjái ég eða heyri hann koma fram við aðrar af virðingarleysi, yfirgangi og markaleysi. Gangi okkur öllum vel - áfram við og áfram naflaskoðunin. Megi hún hins vegar fara frá oss þangað sem hún á heima. Hjá þeim. Knús. ***Nafnlaus saga #13*** Djöfull er ég ánægð með ykkur, íslenskar tónlistarkonur, að opna þetta Pandórubox. Búin að skrifa undir. Hér er í kaupbæti hugleiðing um staðlaðar og úreltar kynjaímyndir sem ég hef rekist á í tónlistarbransanum sjálf og eru auðvitað hluti vandans. Er búin að hugsa mikið um þetta í allan dag eftir að mér var boðið hér inn. Ég var fyrir fáeinum árum í hljómsveit með fimm karlmönnum sem allir voru frábærir samstarfsmenn og vinir mínir. Við vorum mjög virk í tónleikahaldi, gáfum út plötu og ferðuðumst stundum út á land til að spila. Á þessum tíma rakst ég á það hvað allar hugmyndir um tónlistarmenn í rafmögnuðum böndum eru staðlaðar. „Já, ha, ert þú í bandinu? Söngkonan þá, sem sagt?“ var alltaf viðkvæðið. Nei, þessi kona var einn af hljóðfæraleikurunum en auk þess laga- og textahöfundur, útsetjari, listrænn stjórnandi, á kafi í skipulagi og framkvæmdamálum bandsins, rótari – allt auðvitað í gefandi og góðu samstarfi við hljómsveitarfélagana. (Vita ekki örugglega allir að það er ekkert mál að vera „bara“ söngvarinn? Standa fremst, vera sætur og opna munninn?) Við vorum iðulega ávörpuð „strákar“, frekar snúið sér til þeirra með praktísk mál – og alltaf bókuð saman í svefnrými. Sem gat stundum orðið frekar óþægilegt fyrir okkur öll. Ég fékk líka allt öðruvísi athygli frá tónleikagestum eftir tónleika heldur en félagar mínir. Varð meiri almenningseign. Mörgum körlum fannst þeir þurfa að koma og tala við mig sérstaklega eftir tónleikana og þá aðallega um útlit mitt og kyn. „Vá, kona sem spilar á harmóniku. Er hún ekkert þung?“ (12 kílóa helvíti. Manndráps. En hefðu þeir spurt karlmann um það?) „Þú tókst þig rosa flott út á sviðinu með nikkuna. Og í svona fínum, rauðum kjól. Ertu búin að spila lengi?“ (Kanntu eitthvað á þetta, elskan, eða ertu bara með hana til skrauts? Ert þú ekki bara til skrauts?) Sem er auðvitað allt annað en að fá hól fyrir góða tónleika eða hæfileika eins og strákarnir fengu. Mér þótti oft gott að vera orðin 34 þegar ég hellti mér út í þennan pungabransa og vera óhrædd bæði við að láta bæði í mér heyra og draga mörk. ***Nafnlaus saga 14*** Ég var rétt um tvítugt og var að byrja að læra söng. Ég var út á landi á námskeiði með frægum erlendum söngkennara. Það hafði íslensk söngkona skipulagt námskeiðið og var hún þarna til að kenna líka þegar að frægi söngkennarinn þurfti hvíld og það gékk allt vel. Það voru tveir píanóleikarar á námskeiðinu, frábær kona sem var geggjað að vinna með og svo maður sem er giftur söngkonunni sem að skipulagði námskeiðið, hann var ekki eins flinkur en alltí lagi. Þáttakendur á námskeiðinu voru allt konur nema einn karlsöngvari sem ég ætla að kalla X. Við gistum í gömlu skóla. Þetta var rosalega spennandi og gekk vel. X var alltaf aðal spaðinn og var alltaf að segja brandara, sumir voru mjög fyndnir en flestir voru samt neðan mittis brandarar. Eitt kvöldið sat ég ein í eldhúsi skólans og var að læra textana mína. Þá kemur X inn og fer að spjalla og hrósa mér hvað ég sé með fallega rödd, samt hefði hann tekið eftir því að ég myndi stundum stífna upp þegar ég syngi þannig að ég ætti nú bara að reyna að slaka svolítið á. Um leið og hann segir þetta byrjar hann að nudda á mér axlirnar mjög munúðarlega og endar svo á því að strjúka yfir brjóstin á mér líka. Ég auðvita fraus og sat lömuð í stólnum. En sem betur fer hætti hann og fór. Daginn eftir þá er ég og X að æfa með karl –píanistanum í næsta húsi við þar sem að námskeiðið fór fram og allt gékk vel. Svo förum við í pásu og fáum okkur kaffi. Við erum að spjalla um tónlist og hvað þetta sé spennandi kennari osfr. Allt í einu fara þeir að tala um hvað það séu fallegar stelpur á námskeiðinu og svo fer píanistinn að lýsa fyrir X hvernig konan hans vill láta taka sig í bólinu og lýsir stellingum og hversu hratt og hversu hart osfr. Ég sat þarna með þeim lömuð og hrædd. Svo stóðu þeir upp eins og ekkert hefði í skorist og við kláruðum æfingunna. ***Nafnlaus saga #15*** Ég hef verið heppin og tekist að halda ýmsu frá mér, meira af glópaláni en kænsku, en öll þessi umræða hefur fengið mig til að hugsa um eitt og annað atvik frá unglingsárunum sem ekki olli sárum á sálinni en var samt, eftir á að hyggja bara alls ekki í lagi. Stundum er maður bara svo hissa á því sem aðrir virðast líta á sem sjálfsagða hegðun að maður veit varla hvað maður á að hugsa. Að því sögðu er ég þó svo óendanlega þakklát yfir því að þetta átak fer nú í gegnum alla þjóðfélagshópa ( er í nettu áfalli yfir því sem konur segja hér inni og ekki síst þingkonurnar, nógu erfitt og vanþakklátt starf er það nú ). Ef hugarfarið er virkilega svona hjá þessum meirihluta karla þá þarf að uppræta það og endurmennta í anda kínversku menningarbyltingarinnar ( nei kannski ekki alveg ) Ég sjálf sigldi og sigli enn blessunarlega örugg í gengum atvinnumennsku á sviði í tónlist aðallega. EN, þegar farið var yfir mín mörk, sem gestsöngvara á fyrsta ári í húsi sem var valið besta óperuhús Þýskaland í mörg ár í röð, þá sagði ég frá því. Atvikin voru í sjálfu sér saklaus, en þetta var heit sena í upphafi Rigoletto, flett af mér kjólnum og allt það, í mjög fínu korsetti undir, ekkert mál. Mjög glæsileg sena út af fyrir sig. En í lokin á mótsöngvarinn að þrífa mig til sín og kyssa mig á hálsinn, svona bakvið eyrað bara. Hann var með ámálað skegg og eftir hverja sýningu var það komið á nýjan stað, niður á brjóst og kinn og leitaði á munn. Ég sagði honum á endanum í miðri senu að ef hann hætti þessu ekki myndi ég slá hann utanundir. Þegar samningum lauk fór ég upp á skrifstofu, sagðist ekki vilja að neitt yrði gert, en ef aðrar kvartanir bærust þá væri gott að hafa minn vitnsiburð. Auðvitað var svo söngkona í öðru hlutverki komin með hendur hans upp eftri pilsinu og tunguna ofan í kok nokkru síðar og þá var hægt að gera eitthvað í málunum og það var gert. ***Nafnlaus saga #16*** Var tjáð að í stað launa fyrir verkefni með hljómsveit mætti ég sofa hjá meðlimi sveitarinnar. ***Nafnlaus saga #17*** Var boðið á túr með heimsfrægri rokkhljómsveit þegar ég var nýorðin 18. Hafði verið að taka viðtal við forsprakka sveitarinnar fyrir tónleikana og fannst ég voða pró, þangað til ég og 17 ára vinkonur mínar fengum þetta boð, þá leið mér eins og verið væri að tríta mig sem grúppíu, ekki jafningja. ***Nafnlaus saga #18*** Vann hörðum höndum við að fá plötusamning fyrir hljómsveit sem ég vann með hjá einu stærsta útgáfufyrirtæki heims. Fékk fwd email frá forsprakka labelsins þar sem hann kynnti mig fyrir kollega sínum. Var rosa spennt, þar til ég skrollaði niður og sá samræður sem þeir höfðu átt um mig og óvart áframsent. Í stað þess að ræða bandið neitt sérstaklega gáfu þeir útliti mínu einkunn á skalanum 1-10 og áttu vægast sagt tæpar samræður. Ég lét eins og ég hefði ekki séð þetta til að eyðileggja ekki möguleika á díl, þeir svöruðu aldrei aftur. ***Nafnlaus #19*** Hef sem betur fer ekki lent í miklu áreiti en ég ein af þessum örfáu stelpum sem eru að rappa og hef óþolandi oft heyrt að ég sé sko "miklu betri en Reykjavíkurdætur" eins og mitt eina markmið sé að keppa við hinar stelpurnar. Finnst oft talað niður til kvenna í rappi þegar mér er hrósað fyrir tónlistina mína sérstaklega af kk röppurum. þá sérstaklega að heyra komment á um hvað textinn minn er og að stelpur "eigi" að rappa um x en ekki y osf osf alveg óþolandi!! Síðan hef ég oft fengið skrýtin komment frá köllum eftir tónleika, finnst sumir gera ráð fyrir því að eina markmiðið við tónlistarsköpun sé að vera sexí vegna þess að ég er stelpa. ***Nafnlaus 20*** Set mína sögu líka hér inn. Sem betur fer gerðist hún ekki hér á landi. En hafði mikil áhrif samt sem áður. #metoo Held að ég hafi sloppið betur en flestar. En get þó sagt frá dæmi sem hafði afgerandi áhrif á mig sem manneskju og sem tónlistarkonu. Nýflutt til útlanda fór ég í tónlistarnám sem var að mestum hluta á ábyrgð eins kennara. Í hverri viku undirbjó ég mig fyrir einkatíma með honum, sem fór fram á föstudögum og stóð yfir í einn og hálfan tíma. Það liðu ekki margir mánuðir þangað til kennarinn fór að segja mér frá því hversu óhamingjusamur hann væri í hjónabandi sínu, hvað honum fannst ég falleg, biðja um að taka myndir af mér, bjóða mér út, leggja til að ég færi með honum í ferðalag osfrv. Ég fékk líka að heyra meðal samnemanda að hann væri þekktur fyrir slíkt, hefði iðulega haldið við nemendur sína. Mér fór að finnast mjög óþægilegt að hitta hann. Eftir nokkra mánuði ákvað ég að ræða við hann og segja honum að mér mislíkaði þetta. Hann hélt því að sjálfsögðu fram að ég væri ímyndunarveik og undirstrikaði mikilvægi þagmælsku næstu mánuði á eftir. Það ágerðist eftir að ég komst að því að hann var farinn að halda við annan nemanda sinn, japanska stelpu sem var nær mállaus í þessu landi og algjörlega háð honum. Hún brotnaði niður á tónleikum/fékk vægt taugaáfall, fór að ofanda og hvítnaði upp svo ég fór með hana á spítalann í tékk. Þar sagði hún mér alla söguna sína, á meðan við biðum eftir lækni. Næst þegar ég hitti kennarann talaði hann mikið um hvað viðkomandi stelpa ætti bágt og að hún væri léleg tónlistarkona, myndi aldrei komast langt... Í stuttu máli þá vildi ég óska að ég hefði gert mér betur grein fyrir því hversu óviðeigandi þetta allt saman var, ég vildi óska að ég hefði klagað hann og ég vildi óska að ég hefði hætt hjá honum. Í staðinn missti ég trúna á sjálfa mig. Ég veit að japanski samnemandi minn hefur svipaða sögu að segja. Ég hætti að trúa því að þessi kennari, sem hafði hrósað mér mikið og verið svo spenntur fyrir því að fá mig sem nemanda hefði beitt sér fyrir því vegna hæfileika minna. Ég fór að efast um að ég væri góð tónlistarkona, ég lokaðist og varð kvíðnari að koma fram. Það tók mig mörg ár að vinna mig út úr því óöryggi og stundum fylgir það mér ennþá. Ég fagna því innilega að konur séu að stíga fram og segja frá. Þannig getum við breytt til hins betra fyrir okkur öll. ***Nafnlaus #21*** Ég var 17, hann var á sextugsaldri (landsþekktur virðulegur músíkant). Ég var nýbúin að koma fram á virðulegri skemmtun í félagsheimili úti á landi. Þegar ég gekk af sviðinu og út úr salnum mætti ég honum á miðju gólfi innan um fullt af fullorðnu fólki. Hann stoppaði mig, tók um annað brjóstið á mér og sagði hátt fyrir framan alla "Það er ekki nema von að þú sért svona góð, ég ól nú þig og foreldra þína upp í músík á sveitaböllunum!". Allir voru edrú. Enginn sagði neitt. Engum fannst óeðlilegt að fullorðinn maður gripi um brjóstið á 17 ára stelpu og héldi um það á meðan að hann talaði. Síðan þá hef ég orðið vitni að og orðið fyrir ótrúlegustu hlutum á mínum ferli, bæði frá körlum og konum. Orð, káf, eignarhald, símtöl, skilaboð. #metoo#höfumhátt ***Nafnlaus #22*** Ég var í vinnunni, að syngja í útför í Dómkirkju Reykjavíkur. Meðan presturinn les minningarorðin fer tónlistarfólk oft og fær sér kaffipásu uppi á kirkjulofti. Ég átti að syngja einsöng strax eftir minningarorð, og kórfélagar þurftu að koma sér fyrir við orgelið. Ég var síðust í hópnum til að yfirgefa kirkjuloftið þegar karlmaður úr kórnum snýr sér að mér. Þegar hann sér að allir eru komnir úr augsýn þá króar hann mig af upp að vegg. Hann lagði lófana að veggnum. Nokkrum sekúndum síðar er hann með tunguna bókstaflega uppí mér, og kominn með hendurnar á mig. Ég hafði sem betur fer styrk til að slíta mig út úr þessum aðstæðum og flýta mér niður til að ná að syngja mitt. Ég var snögg að láta mig hverfa úr þessu umhverfi strax eftir lokatóninn minn. Nú er skömmin öll hans. ***Nafnlaus #23*** Skömmin er skrítin skepna. Hér skal henni skilað á sinn stað þegar ég deili henni með ykkur. Ég vildi óska að þetta væri eina sagan sem ég á. ………..Hann fálmaði eitthvað í pappírum og lét mig hafa nótnablöð af lagi sem hann sagðist vilja tileinka mér. Ég settist á næsta stól, og skoðaði nótnablöðin. Þá sá ég að þetta var lag sem allir þekkja, löngu samið og var greinilega ekki ætlað mér í neinum öðrum tilgangi en að setjast klofvega yfir mig. Ég var eins varnarlaus og hugsast getur. Ég er þannig gerð að mér vex kraftur í hættulegum aðstæðum, og ýtti ég stórum manninum af mér. Það tók auðvitað einhver augnablik meðan heljar karlmennið náði að strjúka á mér brjóstin, kyssa mig og gera tilraun til að ná mér aftur. Ég náði að komast úr íbúðinni á mettíma. Ég óttaðist mest að hann hefði læst mig inni, en ég komst út. Hann hafði sem sagt hringt í mig klukkutíma áður, og sagðist vera með lag fyrir mig sem hann hafði samið og vildi sýna mér. Ég var á leið út úr bænum að syngja í athöfn, en sagðist koma við og stoppa mjög stutt. Spjallið sem við áttum þegar ég kom, gaf mér óþægilega tilfinningu í plásslitlu rýminu í lítilli þröngri íbúð. Hann vissi að ég var tímabundin, en hagaði sér óþægilega valdsmannslega, enda dáður og virtur maður með sérstaklega mikið vald. En valdið sem hann hafði gefið sér var sérstaklega sterkt og yfirþyrmandi. Ég ítrekaði að ég væri komin til að skoða lagið. Ég sagði manninum mínum frá þessu þegar ég kom heim, í algjöru áfalli. Ég veit í dag, að ég sagði honum, og síðar nánum samstarfsvinkonum, aðeins yfirborðið af þessu athæfi, því ég skammaðist mín þvílíkt fyrir að “koma mér í þessa stöðu”. En! Skömmin er ekki mín, heldur hans. ***Nafnlaus #24*** Sælar vinkonur og þakka ykkur kærlega fyrir póstana ykkar. Það er þetta með þessa blessaða einkatíma...! Ég var komin í tónlistarnám í útlöndum, rétt rúmlega tvítug. Ég hafði stefnt á þennan skóla vegna ákveðins kennara sem var þekktur tónlistarmaður og virtur kennari. Ég komst ekki strax í bekkinn hans, það liðu nokkur ár. Loksins, eftir eina tónleika í bænum hafði hann komið til mín þar sem fleiri tónlistarmenn sátu á veitingahúsi og sagt að hann hefði frétt að ég stæði mig vel og ég væri velkomin til sín í bekkinn. Ég var að springa úr hamingju og stolti og sá fram á að fá góða leiðsögn, eins og nokkrir sem ég þekkti höfðu fengið hjá honum og voru farnir að feta sig áfram í listheiminum. Allt frá fyrsta tíma verður þetta óþægilegt, hann fer að beina talinu að sjálfum sér, leggur höndina gjarnan aftan á hálsinn á mér þegar ég er að sýna honum verkefnin mín og leiðir talið að öðru. Ég er síðasti nemandi dagsins frá 7-8, komið kvöld og flestir farnir úr skólanum. Hann talar um að sig vanti nú stundum gistingu í bænum og ég finn að hann er að þrýsta á mig að bjóða sér gistingu. Snertingin á hálsinum þróast yfir í það að hann fer að losa taglið/hnútinn úr hárinu á mér og strjúka hnakkann. Mér verður fljótlega ljóst að þessi maður hefur ekki nokkurn áhuga á verkefnum mínum og er ekki að fara að hjálpa mér neitt í náminu. Hugsun mín er sú að ég hafi ekki komist í bekkinn hans vegna eigin verðleika heldur hafi eitthvað allt annað legið að baki. Tilfinningarnar eru sárar og ég er reið og vonsvikin og ég sýni það með látbragði –en ég var alls ekki fær um að tjá mig um þetta með orðum. Í næsta tíma segir hann: Ég ætla ekki að snerta þig, því ég finn að þú vilt það ekki. Málin þróast þannig að hann fær mig til að koma með sér í ferðir þar sem hann heldur fyrirlestra og námskeið á ólíkum stöðum og borgum þar sem ég spila og fæ borgað fyrir það. Það var upphefð fyrir mig. Hann heldur uppteknum hætti og ég reyni að vera ekki allt of leiðinleg og taka þessu ekki of alvarlega. Ég átti jú mikið undir þessum manni og hann var í valdastöðu gagnvart mér. Hann gekk þó fram af mér þegar ég gisti heima hjá honum í einni ferðinni. Konan hans sem var einnig þekkt í tónlistarbransanum átti að mæta að kenna snemma morguninn eftir. Hann sagði um kvöldið að við tvö gætum gætum nú aldeilis haft það "náðugt" í morgunsárið þegar hún yrði farin. Mér kom ekki dúr á auga alla nóttina og flúði út með eiginkonunni í birtingu. Ég fann á henni að hún var fegin að ég gerði það! Seinna vældi hann: Djöfull varstu leiðinleg að fara! Það leið ekki á löngu þar til hann reyndi að kyssa mig tungukossi eftir tíma. Námið hjá þessum góða Maestro hafði breyst í martröð. Ég hafði aldrei haft minnsta kynferðislega áhuga á þessum manni og það var aldrei spurt um það! Ég var ein taugahrúga, átti erfitt með svefn og einbeitingu. Að auki ýfði þetta upp tilfinningar erfiðrar reynslu í heimalandinu, þar sem ég var í sömu aðstæðum, en miklu yngri og varnarlausari. Mér var það til happs að þessi kennari fékk stöðu í öðrum skóla um áramótin. Hann bauð mér að koma og fylgja sér, það var í raun mun virtari skóli. Ég þáði það ekki og var í lausu lofti í náminu með nokkra gestakennara það sem eftir var vetrar, áhugalaus og efins um eigið ágæti og tónlistarhæfileika. Eftir þessa önn með kauða var vanlíðanin orðin gríðarleg og ég leitaði mér hjálpar hjá geðlækni. Í viðtölunum við lækninn ræddi ég þetta þó ekkert mikið því ég áttaði mig ekki á alvarleika málsins og sá þessa atburðarás ekki svona skýrt: Það hafði nú e k k e r t gerst og ég var fullorðin. Var greind með kvíðaröskun og fékk róandi pillur. ***Nafnlaus # 25 *** Hér er lítil örsaga um casual sexisma sem við gerumst mörg hver allt of oft sek um að samþykkja gagnrýnislaust. Ég fór sem tour manager í ferðalag út fyrir landsteinana. Aðstæður voru erfiðar en allt var þetta fagfólk og samtaka í því að reyna að gera það besta úr öllu saman. Nema bílstjórinn. Miðaldra, hvítur karl sem drakk mikið, var með dólg og ætlaði svo sannarlega ekki að láta einhverja unga stelpu segja sér til verka. Það var alls ekki að registerast hjá honum að ég gæti haldið utan um ferðaáætlunina og oft þurfti ég að fá einn af karlkyns tónlistarmönnunum til þess að tala um fyrir honum, þótt um væri að ræða jafn sjálfsagða hluti og að leggja af stað á tilsettum tíma til að ná næsta giggi. Sumir í hópnum vörðu hann. Sögðu að hann væri bara af þessari kynslóð eða að hann hefði tekið að sér verkefnið af röngum forsendum. Ég skil þau vel. Í svona harki er best að horfa bara fram á veginn og gefa neikvæðum upplifunum lítinn gaum. Mesta break-through sem ég náði í samskiptum við bílstjórann var þegar við vorum að róta og hann sá mig halda á þungum kassa. Þá kallaði hann til mín: “You are not a girl”. Hljómsveitarmeðlimur tók þá upp hanskann fyrir hann: “Hann meinti þetta sem hrós”. Hugsunin var falleg á bak við þessi orð ferðafélaga míns. Kannski ég myndi segja það sama ef hlutskiptin væru öfug, þ.e. gera lítið úr sexismanum. Örugglega. En ég ætti ekki að gera það. Túrharkið var erfitt en það var drulluerfitt að fá þá viðurkenningu sem karlmaður í sömu stöðu hefði hiklaust fengið. Að vera kölluð “ekki-stelpa” var minn stærsti sigur hjá þessum manni. Það er ruglað. ***Nafnlaus #26*** Ein sagan mín er af fremur ógeðfelldri hegðun söngvara sem ég var að vinna með í óperunni. Eitt sinn var haldið partí uppi á þaki, þar sem Petersen svítan er núna. Júju það var eitthvað áfengi í boði, en meira bara svona glas, enda var þetta kveðjuboð fyrir kæran samstarfsfélaga sem var að hætta og var í eftirmiðdaginn. Þá gengur hann upp að mér og segir: "Heyrðu, ég á bara alveg eftir að ríða þér, eigum við ekki bara að finna okkur kústaskáp?" ***Nafnlaus #27*** Samstarfsmaður minn í óperunni, sem ég hafði aldrei fundið að væri eitthvað sérlega spenntur fyrir mér þó auðvitað væri hann stundum með óviðeigandi brandara, ákvað í leigubíl sem við vorum að taka saman heim úr lokapartíi að pinna mig niður og troða tungunni upp í mig. Við vorum nokkur að taka saman bíl en ég var næstsíðust út, svo hann hefði ekkert átt að lesa í það að við værum að taka saman bíl að ég væri spennt fyrir honum. Annað nánast nákvæmlega eins dæmi gerðist svo nokkrum árum seinna. Þar var á ferðinni maður sem þykir algjör ljúflingur og ég leit á hann sem náinn vin. Við kenndum saman í tónlistarskóla og vorum samferða heim í leigubíl af jólahlaðborði, líka með fleirum eins og í fyrra tilvikinu. Nema að um leið og sá á undan mér fór úr bílnum tók hann sig til og tróð tungunni upp í mig og höndunum út um allt. Ég þurfti virkilega að ýta honum frá mér og sem betur fer var stutt heim til mín. Mér brá svo hræðilega því mér fannst hann bregðast okkar vináttu. Hann flutti sem betur fer í burtu og ég þurfti lítið að hitta hann en veislu um daginn, í fyrsta sinn sem ég hitti hann lengi, gekk hann þannig á mig aftur að mér blöskraði. Ég náði samt einhvernveginn að gera grín að honum og slá á hegðunina. En mikið sem mér brá þegar ég fattaði að hann hefði ekkert lært síðan síðast. ***Nafnlaus #28*** #meetoo hreyfingin hefur haft gríðarleg áhrif og því ég hef ákveðið að segja frá atviki sem ég varð fyrir. Atvikið átti sér stað þegar ég var að taka framhaldspróf í söngnum. Ég fór inná skrifstofu skólastjórans sem var karlmaður kominn langt á sjötugs aldur til að spurja hvenær prófið yrði. Ég hafði heyrt að hann væri að áreita konur með káfi og ósmekklegum athugasemdum og því stóð mér alltaf stuggur af honum og í rauninnni var ég hálf hrædd við hann. Ég stend því við hurðina á skrifstofunni hans og hann spurði mig afhverju ég kæmi ekki alveg inn og ég svaraði að ég væri á hraðferð. Eftir samtalið stendur hann upp og gengur í áttina til mín á meðan hann talar við mig. Hann staðnæmist fyrir framan mig, grípur um brjóstin á mér og strýkur svo niður eftir bakinu á mér með annari hendinni og klípur mig í rassinn og segir, þú ert nú alltaf svo sæt! Það sem hann vissi ekki var að ég var þarna komin rétt um 4 mánuði á leið með mitt fyrsta barn. Ég varð svo hvumsa og fannst ég svo niðurlægð að ég fór inn á klósett og kúgaðist. Ég sagði ekki nokkrum manni frá þessu atviki og er að segja það í fyrsta sinn hér.
MeToo Tónlist Tengdar fréttir „Ríddu mér helvítis hóran þín“ Konur í tækni- upplýsinga- og hugbúnaðariðnaði sendu í morgun frá sér yfirlýsingu þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðisofbeldi, áreitni og kynbundinni mismunun í starfi. 7. desember 2017 12:11 Konur í tónlist rjúfa þögnina: Í stað launa fyrir verkefni með hljómsveit mátti hún sofa hjá meðlimi sveitarinnar 333 konur hafa skrifað undir yfirlýsingu KÍTÓN, félags kvenna í tónlist þar sem þær krefjast þess að geta unnið vinnu sína án áreitni, ofbeldis eða mismunar. 7. desember 2017 15:41 Konur í tækni- upplýsinga- og hugbúnaðariðnaði rjúfa þögnina: „Við krefjumst þess að fá að vinna vinnuna okkar án áreitni, ofbeldis eða mismununar“ Konur í tækni- upplýsinga- og hugbúnaðariðnaði hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðisofbeldi, áreitni og kynbundinni mismunun í starfi. 7. desember 2017 10:41 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Sjá meira
„Ríddu mér helvítis hóran þín“ Konur í tækni- upplýsinga- og hugbúnaðariðnaði sendu í morgun frá sér yfirlýsingu þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðisofbeldi, áreitni og kynbundinni mismunun í starfi. 7. desember 2017 12:11
Konur í tónlist rjúfa þögnina: Í stað launa fyrir verkefni með hljómsveit mátti hún sofa hjá meðlimi sveitarinnar 333 konur hafa skrifað undir yfirlýsingu KÍTÓN, félags kvenna í tónlist þar sem þær krefjast þess að geta unnið vinnu sína án áreitni, ofbeldis eða mismunar. 7. desember 2017 15:41
Konur í tækni- upplýsinga- og hugbúnaðariðnaði rjúfa þögnina: „Við krefjumst þess að fá að vinna vinnuna okkar án áreitni, ofbeldis eða mismununar“ Konur í tækni- upplýsinga- og hugbúnaðariðnaði hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðisofbeldi, áreitni og kynbundinni mismunun í starfi. 7. desember 2017 10:41