Líklegt að Alþingi fundi milli jóla og nýárs Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. desember 2017 11:52 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir að það verði að koma í ljós hvort raunhæft sé að áætla að þing geti lokið störfum fyrir jól. Vísir/Valli Það ætti að skýrast á morgun eða á miðvikudaginn hvenær Alþingi kemur saman í næstu viku. Þetta segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, í samtali við Vísi. „Þetta verður vonandi ekki seinna en á fimmtudaginn í næstu viku sem er þá 14. desember en það munar auðvitað um hvern sólarhring þannig að menn hafa verið að vonast til þess að það væri hægt að mjaka þessu fram. Hverjum deginum fyrr því betra en ef ríkisstjórnin klárar allt á morgun sem hún þarf að klára þá skilst mér að upp úr því komi endanleg tímasetning á það hvenær fjármálaráðuneytið treystir sér til að vera tilbúið með fjárlagafrumvarpið,“ segir Steingrímur en ríkisstjórnin kemur saman til fundar á morgun. Fyrir Alþingi liggur að samþykkja fjárlagafrumvarp næsta árs, bandorminn sem fylgir því sem og fjáraukalög þessa árs. Aðspurður hvað fleira sé í pípunum nefnir Steingrímur NPA, notendastýrða persónulega aðstoð fyrir fatlaða, og lögfestingu hennar, breytingu á almannatryggingum svo hækka megi frítekjumark aldraðra í 100 þúsund krónur og þá er einnig von á frumvarpi frá dómsmálaráðneytinu þar sem lögð er til breyting á útlendingalögum svo iðnnám standi jafnfætis háskólanámi. „En ég er að vonast til þess að fá yfirlit yfir endanlegan málalista núna fyrri hluta vikunnar og þá getum við virkilega farið að skipuleggja þetta og setja upp einhvers konar drög að starfsáætlun fyrir þessa daga. Þingflokksformenn eru svo að hefja sín samtöl um kosningu í nefndir og ráð og hafa þessa viku og fram yfir helgi til þess að klára það svo þetta er allt komið af stað,“ segir Steingrímur.Best ef næst heildarsamkomulag um nefndarkjör og formennsku í nefndum Greint var frá því í liðinni viku að stjórnarandstöðunni hefur verið boðin nefndarformennska í þremur fastanefndum þingsins, það er stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd, velferðarnefnd og umhverfis-og samgöngunefnd. Steingrímur segist ekki vita hvort að stjórnarandstaðan muni taka formennsku í þessum nefndum en hann segist gera ráð fyrir því að þetta sé rætt á meðal þingflokksformannanna. „Best þætti manni ef það næðist heildarsamkomulag um nefndarkjörið og formennsku. Það er svona andi þingskaparlaganna að menn reyni að ná saman um þetta og ég bind vonir við að það verði þangað til annað kemur í ljós.“ Steingrímur segir réttast að gera ráð fyrir því að þing muni funda helgina fyrir jól og svo á milli jóla og nýárs. „Þetta eru það fáir virkir dagar en það er auðvitað hægt að gera mjög mikið ef menn bretta upp ermar. Segjum að við myndum ná að koma öllum málum til nefnda fyrir helgina fyrir jól þá myndi það hjálpa mikið til og þá hafa menn heila viku fram að Þorláksmessu þó að það sé líka hægt að greiða atkvæði eða eitthvað annað, það er svo sem ekki banað að gera eitthvað á Þorláksmessu og svo eru þá fjórir virkir dagar upp á að hlaupa milli jóla og nýárs,“ segir Steingrímur og kveðst bjartsýnn á að þingið nái að klára allt sem þarf að klára fyrir áramót. Það verði að koma í ljós hvort að það sé yfir höfuð raunhæft að áætla að þing geti lokið störfum fyrir jól. Alþingi Tengdar fréttir Svandís opin fyrir því að setja á sykurskatt að nýju Dauðsföllum af völdum sykursýki 2 hefur fjölgað hratt síðustu ár og vilja lýðheilsufræðingar að sykurskattur verði lagður á að nýju. Heilbrigðisráðherra er opin fyrir slíku. 4. desember 2017 07:00 Ekki á óskalista nýs umhverfisráðherra að virkja á Vestfjörðum Guðmundur Ingi Guðbrandsson vill heldur skoða það að leggja raflínur í jörð sem hann telur að sé fljótlegri, skilvirkari og í raun ódýrari leið til lengri tíma til að tryggja raforkuöryggi í landshlutanum. 4. desember 2017 10:21 Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Það ætti að skýrast á morgun eða á miðvikudaginn hvenær Alþingi kemur saman í næstu viku. Þetta segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, í samtali við Vísi. „Þetta verður vonandi ekki seinna en á fimmtudaginn í næstu viku sem er þá 14. desember en það munar auðvitað um hvern sólarhring þannig að menn hafa verið að vonast til þess að það væri hægt að mjaka þessu fram. Hverjum deginum fyrr því betra en ef ríkisstjórnin klárar allt á morgun sem hún þarf að klára þá skilst mér að upp úr því komi endanleg tímasetning á það hvenær fjármálaráðuneytið treystir sér til að vera tilbúið með fjárlagafrumvarpið,“ segir Steingrímur en ríkisstjórnin kemur saman til fundar á morgun. Fyrir Alþingi liggur að samþykkja fjárlagafrumvarp næsta árs, bandorminn sem fylgir því sem og fjáraukalög þessa árs. Aðspurður hvað fleira sé í pípunum nefnir Steingrímur NPA, notendastýrða persónulega aðstoð fyrir fatlaða, og lögfestingu hennar, breytingu á almannatryggingum svo hækka megi frítekjumark aldraðra í 100 þúsund krónur og þá er einnig von á frumvarpi frá dómsmálaráðneytinu þar sem lögð er til breyting á útlendingalögum svo iðnnám standi jafnfætis háskólanámi. „En ég er að vonast til þess að fá yfirlit yfir endanlegan málalista núna fyrri hluta vikunnar og þá getum við virkilega farið að skipuleggja þetta og setja upp einhvers konar drög að starfsáætlun fyrir þessa daga. Þingflokksformenn eru svo að hefja sín samtöl um kosningu í nefndir og ráð og hafa þessa viku og fram yfir helgi til þess að klára það svo þetta er allt komið af stað,“ segir Steingrímur.Best ef næst heildarsamkomulag um nefndarkjör og formennsku í nefndum Greint var frá því í liðinni viku að stjórnarandstöðunni hefur verið boðin nefndarformennska í þremur fastanefndum þingsins, það er stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd, velferðarnefnd og umhverfis-og samgöngunefnd. Steingrímur segist ekki vita hvort að stjórnarandstaðan muni taka formennsku í þessum nefndum en hann segist gera ráð fyrir því að þetta sé rætt á meðal þingflokksformannanna. „Best þætti manni ef það næðist heildarsamkomulag um nefndarkjörið og formennsku. Það er svona andi þingskaparlaganna að menn reyni að ná saman um þetta og ég bind vonir við að það verði þangað til annað kemur í ljós.“ Steingrímur segir réttast að gera ráð fyrir því að þing muni funda helgina fyrir jól og svo á milli jóla og nýárs. „Þetta eru það fáir virkir dagar en það er auðvitað hægt að gera mjög mikið ef menn bretta upp ermar. Segjum að við myndum ná að koma öllum málum til nefnda fyrir helgina fyrir jól þá myndi það hjálpa mikið til og þá hafa menn heila viku fram að Þorláksmessu þó að það sé líka hægt að greiða atkvæði eða eitthvað annað, það er svo sem ekki banað að gera eitthvað á Þorláksmessu og svo eru þá fjórir virkir dagar upp á að hlaupa milli jóla og nýárs,“ segir Steingrímur og kveðst bjartsýnn á að þingið nái að klára allt sem þarf að klára fyrir áramót. Það verði að koma í ljós hvort að það sé yfir höfuð raunhæft að áætla að þing geti lokið störfum fyrir jól.
Alþingi Tengdar fréttir Svandís opin fyrir því að setja á sykurskatt að nýju Dauðsföllum af völdum sykursýki 2 hefur fjölgað hratt síðustu ár og vilja lýðheilsufræðingar að sykurskattur verði lagður á að nýju. Heilbrigðisráðherra er opin fyrir slíku. 4. desember 2017 07:00 Ekki á óskalista nýs umhverfisráðherra að virkja á Vestfjörðum Guðmundur Ingi Guðbrandsson vill heldur skoða það að leggja raflínur í jörð sem hann telur að sé fljótlegri, skilvirkari og í raun ódýrari leið til lengri tíma til að tryggja raforkuöryggi í landshlutanum. 4. desember 2017 10:21 Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Svandís opin fyrir því að setja á sykurskatt að nýju Dauðsföllum af völdum sykursýki 2 hefur fjölgað hratt síðustu ár og vilja lýðheilsufræðingar að sykurskattur verði lagður á að nýju. Heilbrigðisráðherra er opin fyrir slíku. 4. desember 2017 07:00
Ekki á óskalista nýs umhverfisráðherra að virkja á Vestfjörðum Guðmundur Ingi Guðbrandsson vill heldur skoða það að leggja raflínur í jörð sem hann telur að sé fljótlegri, skilvirkari og í raun ódýrari leið til lengri tíma til að tryggja raforkuöryggi í landshlutanum. 4. desember 2017 10:21