AMG A45 verður norðanmegin við 400 hestöflin Finnur Thorlacius skrifar 5. desember 2017 12:00 Mercedes AMG A45 í prufunum. Öflugasti fjöldaframleiddi 4 strokka bíll heims í dag er Mercedes Benz AMG A45 og er þessi litli bíll með heil 381 hestafl undir húddinu. Það þykir þeim hjá AMG sportbíladeild Benz þó ekki nóg og eru að vinna að næstu gerð bílsins sem verður meira en 400 hestöfl. Þessi hestaflatala hefur verið staðfest frá vígstöðvum Benz en hugsanlegt er að hjá AMG sé einnig verið að vinna að enn öflugri gerð bílsins. Mikið hefur sést til hins nýja AMG A45 í prófunum, en athygli hefur vakið að þar fara bæði útfærslur með tveimur og fjórum pústurrörum og gæti sá með fjórum verið þessi ofuröfluga gerð. Nýr AMG A45 verður kynntur til leiks á fyrri helmingi næsta árs og þá verða einnig kynnt örlítið hófsamari gerð þessa nýja A-Class bíls og er haft eftir ónefndum starfsmönnum innan raða Benz að hann muni fá nafnið A32 4Matic eða A36Matic. Eins og nafnið bendir til verður hann fjórhjóladrifinn, líkt og AMG A45. Þessi bíll verður yfir 300 hestöfl og á að brúa bilið milli hins 218 hestafla A250 og AMG A45. Allar líkur eru á því að bæði AMG A45 og sá næstöflugasti verði sýndir almenningi á bílasýningunni í Genf í mars á næsta ári. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent
Öflugasti fjöldaframleiddi 4 strokka bíll heims í dag er Mercedes Benz AMG A45 og er þessi litli bíll með heil 381 hestafl undir húddinu. Það þykir þeim hjá AMG sportbíladeild Benz þó ekki nóg og eru að vinna að næstu gerð bílsins sem verður meira en 400 hestöfl. Þessi hestaflatala hefur verið staðfest frá vígstöðvum Benz en hugsanlegt er að hjá AMG sé einnig verið að vinna að enn öflugri gerð bílsins. Mikið hefur sést til hins nýja AMG A45 í prófunum, en athygli hefur vakið að þar fara bæði útfærslur með tveimur og fjórum pústurrörum og gæti sá með fjórum verið þessi ofuröfluga gerð. Nýr AMG A45 verður kynntur til leiks á fyrri helmingi næsta árs og þá verða einnig kynnt örlítið hófsamari gerð þessa nýja A-Class bíls og er haft eftir ónefndum starfsmönnum innan raða Benz að hann muni fá nafnið A32 4Matic eða A36Matic. Eins og nafnið bendir til verður hann fjórhjóladrifinn, líkt og AMG A45. Þessi bíll verður yfir 300 hestöfl og á að brúa bilið milli hins 218 hestafla A250 og AMG A45. Allar líkur eru á því að bæði AMG A45 og sá næstöflugasti verði sýndir almenningi á bílasýningunni í Genf í mars á næsta ári.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent