Corolla hefur verið framleidd í 44 milljónum eintaka Finnur Thorlacius skrifar 14. desember 2017 10:00 Toyota Corolla af nýjustu og elstu gerð. Toyota Corolla er sá bíll sem framleiddur hefur verið í flestum eintökum allra bílgerða frá upphafi og hefur nú verið framleiddur í 44 milljónum eintaka á ríflega 5 áratugum. Í verksmiðju Toyota í Mississippi í Bandaríkjunum var því fagnað í gær að þar hafa verið framleidd 1 milljón eintaka af bílnum frá árinu 2011. Því hefur aðeins á 6 árum verið framleidd að meðaltali 167.000 eintök af Corolla. Það er þó langt undir sölu bílsins á hverju ári í Bandaríkjunum því þar voru seld 360.000 eintök af bílnum á síðasta ári og að auki voru seldar 45.000 Corollur í Kanada í fyrra. Til samanburðar voru seldar 67.000 Corolla bílar í Evrópu í fyrra. Því er sala Corolla 6 sinnum meiri í N-Ameríku en í Evrópu. Toyota Corolla er framleidd á tíu stöðum í heiminum og því um sannkallaðan heimsbíl að ræða, enda selst bíllinn í meira en 1 milljón eintaka á hverju ári, eða næstum í 50 sinnum meira magni en öll bílsala á Íslandi í ár. Corolla er framleidd í Bandaríkjunum, Japan, Brasilíu, Kanada, Kína, Indlandi, Pakistan, S-Afríku, Taiwan, Tælandi, Tyrklandi og Venezuela. Toyota selur um 10 milljónir bíla á ári í heiminum öllum og því er sala Corolla um tíundi hluti allrar bílasölu Toyota. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent
Toyota Corolla er sá bíll sem framleiddur hefur verið í flestum eintökum allra bílgerða frá upphafi og hefur nú verið framleiddur í 44 milljónum eintaka á ríflega 5 áratugum. Í verksmiðju Toyota í Mississippi í Bandaríkjunum var því fagnað í gær að þar hafa verið framleidd 1 milljón eintaka af bílnum frá árinu 2011. Því hefur aðeins á 6 árum verið framleidd að meðaltali 167.000 eintök af Corolla. Það er þó langt undir sölu bílsins á hverju ári í Bandaríkjunum því þar voru seld 360.000 eintök af bílnum á síðasta ári og að auki voru seldar 45.000 Corollur í Kanada í fyrra. Til samanburðar voru seldar 67.000 Corolla bílar í Evrópu í fyrra. Því er sala Corolla 6 sinnum meiri í N-Ameríku en í Evrópu. Toyota Corolla er framleidd á tíu stöðum í heiminum og því um sannkallaðan heimsbíl að ræða, enda selst bíllinn í meira en 1 milljón eintaka á hverju ári, eða næstum í 50 sinnum meira magni en öll bílsala á Íslandi í ár. Corolla er framleidd í Bandaríkjunum, Japan, Brasilíu, Kanada, Kína, Indlandi, Pakistan, S-Afríku, Taiwan, Tælandi, Tyrklandi og Venezuela. Toyota selur um 10 milljónir bíla á ári í heiminum öllum og því er sala Corolla um tíundi hluti allrar bílasölu Toyota.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent