Góð samvera besta jólagjöfin 13. desember 2017 14:00 Hreindís Ylfa Garðarsdóttir, leikkona og söngkona, kemst í jólaskapið í ljótustu jólapeysunni með mandarínur innan seilingar. Vísir/Laufey Jólin byrjuðu snemma á æskuheimili Hreindísar í Mosfellsdal. „Þar er ekki götulýsing sem er kjörin afsökun til að setja jólaljósin upp í nóvember. Og í byrjun desember er allt jólaskrautið komið upp nema tréð sem fer upp á Þorláksmessu.“ Þegar Hreindís varð eldri fékk hún vinnu í bókabúð og jólabókaflóðið varð ómissandi hluti af jólastemmingunni. „Ég komst á tímabili ekki í jólaskap fyrr en ég var komin í Eymundsson að selja bækur. Meira að segja þegar ég var í námi í útlöndum tók ég vaktir í jólafríinu til að ná jólabókaflóðinu.“ Jólaskapið á fleiri bandamenn í lífi Hreindísar og hún viðurkennir að jólatónlistin kveiki líka í því. Þó sérstaklega eitt jólalag. „Þegar ég var yngri þá þoldi ég ekki jólalagið Ef ég nenni. Einhver sagði þá við mig: Bíddu bara, þú átt eftir að fatta þetta lag þegar þú eldist. Fyrir svona fjórum árum, þegar ég var 24 ára, kom Helgi Björns allt í einu með jólin til mín og nú kemur þetta lag mér alltaf í jólaskap.“ Hreindís og Ingvar bróðir hennar sem börn á jólunum. Malt og appelsín og mandarínur koma líka með jólin. „Einu sinni var malt og appelsín bara í boði á jólunum en nú er ég byrjuð að drekka það. Frá 1. nóvember er allt leyfilegt í jólamálum. Og svo mandarínur! Ég sporðrenni fáránlegu magni af mandarínum á þessum árstíma og er búin að klára fyrsta kassann.“ Hreindís viðurkennir að sér finnist gaman að kaupa jólagjafir en hefur þó upp á síðkastið snúið frá hefðbundnum pökkum. „Ég er farin að hallast að því að gefa frekar upplifun eða samveru. Taka frá eitt kvöld og fara saman í leikhús eða út að borða, vera saman. Mér finnst mjög gaman að kaupa jólagjafir en núna er besta jólagjöfin tími.“ Þegar talið berst að jólafötum á Hreindís sér uppáhald. „Ég á mjög ljóta jólapeysu. Hún er með jólaljósum! Við bróðir minn erum náin og fengum sína peysuna hvort í jólagjöf. Við eigum sem sagt jólapeysur í stíl. Þær eru þægilegar, þykkar og kósí og mjööög jólalegar og koma mér alltaf í jólaskap.“ Það er því fjölmargt sem færir jólabarninu Hreindísi Ylfu jólin. Æskuheimili Hreindísar ljósum prýtt . Jól Mest lesið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Besta jólagjöfin var bónorð á aðfangadag Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Grín og glens: Jólabrandarar og gátur Jól Spænsk jól: Roscon de Reyes Jól Vinsæl jóladagatöl á Íslandi: Bjór, snyrtivörur, kaffi og lakkrís Jól Fleiri fréttir Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
Jólin byrjuðu snemma á æskuheimili Hreindísar í Mosfellsdal. „Þar er ekki götulýsing sem er kjörin afsökun til að setja jólaljósin upp í nóvember. Og í byrjun desember er allt jólaskrautið komið upp nema tréð sem fer upp á Þorláksmessu.“ Þegar Hreindís varð eldri fékk hún vinnu í bókabúð og jólabókaflóðið varð ómissandi hluti af jólastemmingunni. „Ég komst á tímabili ekki í jólaskap fyrr en ég var komin í Eymundsson að selja bækur. Meira að segja þegar ég var í námi í útlöndum tók ég vaktir í jólafríinu til að ná jólabókaflóðinu.“ Jólaskapið á fleiri bandamenn í lífi Hreindísar og hún viðurkennir að jólatónlistin kveiki líka í því. Þó sérstaklega eitt jólalag. „Þegar ég var yngri þá þoldi ég ekki jólalagið Ef ég nenni. Einhver sagði þá við mig: Bíddu bara, þú átt eftir að fatta þetta lag þegar þú eldist. Fyrir svona fjórum árum, þegar ég var 24 ára, kom Helgi Björns allt í einu með jólin til mín og nú kemur þetta lag mér alltaf í jólaskap.“ Hreindís og Ingvar bróðir hennar sem börn á jólunum. Malt og appelsín og mandarínur koma líka með jólin. „Einu sinni var malt og appelsín bara í boði á jólunum en nú er ég byrjuð að drekka það. Frá 1. nóvember er allt leyfilegt í jólamálum. Og svo mandarínur! Ég sporðrenni fáránlegu magni af mandarínum á þessum árstíma og er búin að klára fyrsta kassann.“ Hreindís viðurkennir að sér finnist gaman að kaupa jólagjafir en hefur þó upp á síðkastið snúið frá hefðbundnum pökkum. „Ég er farin að hallast að því að gefa frekar upplifun eða samveru. Taka frá eitt kvöld og fara saman í leikhús eða út að borða, vera saman. Mér finnst mjög gaman að kaupa jólagjafir en núna er besta jólagjöfin tími.“ Þegar talið berst að jólafötum á Hreindís sér uppáhald. „Ég á mjög ljóta jólapeysu. Hún er með jólaljósum! Við bróðir minn erum náin og fengum sína peysuna hvort í jólagjöf. Við eigum sem sagt jólapeysur í stíl. Þær eru þægilegar, þykkar og kósí og mjööög jólalegar og koma mér alltaf í jólaskap.“ Það er því fjölmargt sem færir jólabarninu Hreindísi Ylfu jólin. Æskuheimili Hreindísar ljósum prýtt .
Jól Mest lesið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Besta jólagjöfin var bónorð á aðfangadag Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Grín og glens: Jólabrandarar og gátur Jól Spænsk jól: Roscon de Reyes Jól Vinsæl jóladagatöl á Íslandi: Bjór, snyrtivörur, kaffi og lakkrís Jól Fleiri fréttir Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira